Fréttablaðið - 08.11.2008, Page 18

Fréttablaðið - 08.11.2008, Page 18
18 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 31. OKTÓBER. Sparnaðarnám í Berlín Við frú Sólveig flugum með Ice- land Express til Berlínar seinni- partinn í dag. Ánægjulegt að það skuli ekki vera búið að setja þetta flugfélag á hausinn eins og allt annað. Ferðalagið var afar notalegt. Svaf eins og barn í flugvélinni. Frá Schönefeld-flugvelli fór svo strætó næstum heim að dyrum. Við leigjum litla íbúð í Hobrecht- strasse í Kreuzberg í fyrrum Aust- ur-Berlín þar sem áður bjuggu einkum verkamenn en núna Tyrkir. Hér ætlum við að dvelja næstu tvær vikur okkur til hvíldar og geðheilsubótar og kynna okkur sérstaklega þýskan sparnað og nægjusemi. LAUGARDAGUR, 1. NÓVEMBER. Einfaldar spurningar og dulspekileg svör Áður en ég sofnaði í gærkvöldi var ég að hugsa um einfaldar spurningar sem ég hef enn þá engin svör heyrt við þrátt fyrir dulspekituldrið sem freyðir úr vitum íslenskra ráðamanna: 1. Hvað þarf þjóðin að borga miklar skuldir eftir vitleysingana þegar búið er að koma í verð þeim „eignum“ sem hugsanlega eru ein- hvers virði? 2. Hver verður skuldabyrðin á hvert mannsbarn á landinu og hvenær á að borga þetta? 3. Eiga sömu aðilar og tæmdu sjoppuna líka að rannsaka málið og halda áfram að sjá um rekstur- inn? 4. Hve miklar útflutningstekjur hefur þjóðin á ári? Upp úr stjórnmálamönnum virðist ekki vera hægt að fá orð af viti. Ég veit ekki hvort það eru einhverjir dauðageislar í Alþing- ishúsinu eða önnur mengun sem ruglar þá svo að þeim virðist vera ómögulegt að setja sig í spor þess venjulega fólks sem þeir eitt sinn voru. Það er ekki flókið að upplýsa lýðinn sem borgar þingmönnum laun og eftirlaun um hvað þjóðin skuldar mikið, hvenær og hvernig hún eigi að borga skuldina. Hvort einhverjar seljanlegir eignir komi á móti. Og hvað hún geti gert ráð fyrir að hafa miklar tekjur á ári á næstunni. Auk þess liggja þeir þjóðarhags- munir í augum uppi að afnema þarf vísitölutrygginguna (okrið) á húsnæðislánum, því að það er skömminni skárra að lífeyrissjóð- ir missi spón úr sínum aski en að gera fólkið sem borgar í þá og á þá húsnæðislaust og gjaldþrota. MÁNUDAGUR, 3. NÓVEMBER. Öryggisgæsla á Gyðingasafni Við búum á fimmtu hæð. Hingað upp eru 78 þrep sem maður hleypur léttilega niður á morgnana en staulast hins vegar upp á kvöldin. Maður brosir við öllum sem maður hittir bæði á leiðinni upp og ekki síður á leið- inni niður. Öðlingurinn Tómas, útgefandi minn, hringdi og sagði að bókin mín hefði fengið fínan dóm og fjórar stjörnur í Morgunblaðinu. Skoðuðum Gyðingasafnið við Lindenstrasse. Þar inni var mikil öryggisgæsla, svo að það er ekki að sjá að gyðingar geti lifað lífi sínu óttalaust enn þann dag í dag. ÞRIÐJUDAGUR, 4. NÓVEMBER. Máttarvöldin, forseta- kosningar og frú Sólveig Eyddum deginum í að rápa um og fórum á fjörugan útimarkað. Horfðum á BBC lýsa forseta- kosningum í Bandaríkjunum. Ég ákvað að fela úrslitin æðri máttarvöldum og fór að sofa en frú Sólveig hafði andvara á sér, sennilega til að máttarvöldin vissu að hún hefði auga með þeim. Svo vakti hún mig þegar máttarvöldin voru búin að sjá um sitt verkefni og sagði mér að Obama væri orð- inn forseti Bandaríkjanna. Megi nú George Bush og hans nótar, þar með taldir stórvinir hans á Íslandi, fara í fúlan pytt. MIÐVIKUDAGUR, 5. NÓVEMBER. Boðorð dagsins Allar fréttir að heiman eru jafn- dapurlegar. Á þinginu fárast þingmenn yfir því að hafa svipaða stöðu gagn- vart ráðherrum og kassastúlkur hafa gegn viðskiptavinum stór- markaða. Úr bönkunum berast sífellt fregnir af meira svínaríi. Lykil- starfsmenn, það er að segja yfir- menn, ýmist stofnuðu hlutafélög með takmarkaða ábyrgð um hluta- bréfakaup sín eða fengu skuldir sínar niðurfelldar tíu mínútum áður en bankarnir voru þjóðnýttir. Áttatíu milljarða þjófnaður hefur verið nefndur í þessu sambandi. Sama liðið stjórnar bönkunum enn þá. Siðblinda, lygi og pukur virðast vera boðorð dagsins. Hengilmænan sem var fjár- málaráðherra þegar blaðran var blásin upp og forsætisráðherra þegar hún sprakk er skíthræddur við frekjuhundinn í Seðlabankan- um – og rétt að halda því til haga að þessi snillingur er þjóðarleið- togi í boði Samfylkingarinnar, að því er virðist eingöngu til þess að Ingibjörg Sólrún geti baðað sig í dýrð hinnar sílspikuðu utanríkis- þjónustu sem kom ekki upp orði erlendis Íslandi til varnar þegar bankarnir hrundu, enda voru menn á þeim bæ enn þá aumir í óæðri endanum eftir rassskelling- una í kosningunni til öryggisráðs- ins. Ljósi punkturinn er að tala við barnabörnin á Skype-inu. Litla-Sól bað okkur að kaupa handa sér plastáhöld svo að hún gæti æft sig í framtíðaratvinnu sinni. Verst að hún er ekki búin að ákveða hvort hún ætlar að verða læknir eða hár- greiðslukona. Hvort heldur sem hún ákveður vona ég bara að til- gangsleysingjarnir í pólitíkinni og glæpagengin í fjármálunum verði ekki búin að gera landið óbyggi- legt venjulegu fólki. FIMMTUDAGUR, 6. NÓVEMBER. Í síðasta sinn Það er undarleg tilfinning að sitja í síðasta sinn og ganga frá dagbók til birtingar í Fréttablaðinu. Í 162 vikur hef ég skilað Kæru Dagbók í prentsmiðju á hverju fimmtudags- kvöldi, það eru rúm þrjú ár, en nú verða færslurnar ekki fleiri hér í Fréttablaðinu. Sama gildir um bakþankana mína. Ég kveð lesendur þess með þakklæti fyrir frábærar undir- tektir við nýstárlega tilraun í blaðamennsku. Þetta hefur ein- göngu verið skrýtið og skemmti- legt. Samstarfsfólki á Fréttablað- inu sendi ég mínar bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf, eink- um Bergsteini bjargvætti og Kristni myndfölsunarsnillingi. Því mun auðna ráða hvort eitt- hvert framhald verður á opinber- um dagbókarfærslum um smáat- riði úr lífi venjulegs Íslendings innan um stórfréttir af umsvifum þeirra sem ráða fyrir auði og völd- um. Guð mun ráða hvar við döns- um næstu jól. Verið öll kært kvödd. Bless og takk! Kæra Dagbók birtist nú í Fréttablaðinu í síðasta sinn og Þráinn Bertelsson kveður lesendur með þakklæti fyrir samfylgdina síðustu 160 vikur – og minn- ir á að koma tímar, koma ráð! Nú þurfum við bara að losa okkur við afæturn- ar eins og þjóðin hreinsaði sig af lúsinni sem saug úr henni blóðið. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.