Fréttablaðið - 08.11.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 08.11.2008, Síða 30
30 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Erfiðast af öllu þyk- ir mér að koma að látnum eða slösuðum börnum. Það er alveg sama hversu oft mað- ur lendir í slíku það venst aldrei. Sérstaklega hefur þetta djúp áhrif á mig eftir að ég eignaðist börn sjálfur É g er ekki vanur að ræða svona mál við einhvern sem ég þekki ekki,“ segir Kristján í upphafi spjalls. Hann er alvarlegur í bragði en þó er ekki langt í brosið þegar svo ber undir. Stundum má þó sjá að umræðuefnið snertir viðkvæma strengi og það er eins og augnaráðið beri með sér að þessi augu hafi séð fleira en flest önnur. Sumt venst aldrei „Mig langaði til að prófa þetta starf svo ég sló til árið 1996 þegar mér bauðst að hlaupa í skarðið á Ísafirði í afleysing- um,“ segir Kristján Helgi. „Ég fann strax að starfið á vel við mig. Það er áhugavert, spennandi og fjölbreytt. Nú er ég búinn að vera í þessu í tólf ár og mér finnst enn þá skemmtilegt að fara í vinnuna.“ Hann segir flest viðfangsefni lög- reglunnar vera skemmtileg en síðan verði menn að læra að brynja sig gagn- vart öðrum sem eru átakanlegri. En aldrei verður skrápurinn þó það þykkur að mannlegur harmleikur nái þar ekki í gegn. „Erfiðast af öllu þykir mér að koma að látnum eða slösuðum börnum. Það er alveg sama hversu oft maður lendir í slíku það venst aldrei. Sérstak- lega hefur þetta djúp áhrif á mig eftir að ég eignaðist börn sjálfur. Svo eru það sjálfsvígin,“ segir Kristj- án og andvarpar. „Það er sorglegt að horfa á eftir ungu fólki sem hefur tekið líf sitt kannski vegna vandamáls sem virtist þeim óyfirstíganlegt en í augum þeirra eldri er þetta jafnvel léttvægt vandamál. Þá finn ég vissulega mikið til með aðstandendum sem sitja eftir. Og það getur verið afar einkennilegt að vera kannski nýbúinn að tala við aðstandendur í slíkum tilfellum og koma síðan á vettvang þar sem menn virðast vera tilbúnir til að búa til mikið vandamál úr einhverju sem litlu máli skiptir. Það virkar að minnsta kosti lít- ils háttar þegar þú ert nýbúinn að tala við fólk sem er virkilega að takast á við dauðans alvöru. En venjulega gefst okkur nú tími til að stramma okkur af þegar við komum úr átakanlegum aðstæðum.“ Blóðug átök í heimahúsi En lögreglumenn koma ekki aðeins að fólki í sárum, hvort sem þau eru líkam- leg eða andleg. Stundum eru þeir sjálfir í mikilli hættu. „Ég hef fengið gat á hausinn, verið bitinn og allur þessi pakki. Það má segja að það fylgi starf- inu. Því miður verður það æ algengara að lögreglumenn verði fyrir einhverj- um skakkaföllum.“ Blaðamaður spyr hvort hann hafi einhvern tíma lent í lífsháska. „Nei, og þó. Við erum nátt- úrulega oft í nokkurri lífshættu. Til dæmis bara það að keyra á forgangi eitt í borginni, auðvitað er það mikil hætta svo dæmi sé tekið. Og svo lendum við í einu og öðru. Til dæmis var ég eitt sinn við hliðina á manni sem var stunginn á hol. Þá vorum við kallaðir út vegna ágreinings í heimahúsi og þegar við erum búnir að skilja deiluaðila að rýkur annar þeirra að hinum sem þá stóð þétt upp við mig og rekur hníf í kviðinn á honum. Sem betur fer varð þetta honum ekki að aldurtila sem má heita algjör heppni. Eins má segja að ég hafi verið heppinn að hann stakk mig ekki.“ En hvernig er síðan að koma af vakt eftir svona atburði? „Auðvitað sækja að manni hugsanir um það hvort ég hefði getað komið í veg fyrir þetta. En það er líka mikil samkennd meðal lögreglu- manna þannig að við getum talað um þessa hluti sem er mjög mikils virði fyrir okkur.“ Með ofbeldismönnum í ræktinni Við búum í litlu samfélagi og því hlýtur Kristján á sínum tólf ára lögregluferli hafa séð fólk sem hann hafði afskipti af á lögguvaktinni bregða fyrir í einkalíf- inu. „Jú, ég hef oft lent í því. Þegar ég fer í líkamsræktarstöðina kemur það oft fyrir að ég hitti fyrir menn sem ég hef haft afskipti af vegna ofbeldis- mála.“ Blaðamaður spyr hvort ekki sé óþægilegt að hitta fyrir slíka óvildar- menn, til dæmis í sturtunum. Kristján hlær við. „Það hefur ekki verið neitt Litið undir lögguskrápinn Lögreglumenn hafa það orð á sér að þeir séu harðir naglar með þykkan skráp. Jón Sigurður Eyjólfsson fékk aðeins að líta undir skráp Kristjáns Helga Þráinssonar sem segir frá hnífstunguárás, innbrotsþjófi sem fyrrverandi ráðherra stöðvaði, lögguhúmorn- um, erfiðum viðfangsefnum, samvistum með ofbeldismönnum og mýktinni sem lögreglumenn reyna frekar að nota en hörku. Á VAKTINNI Hér er Kristján Helgi á vaktinni en þar getur býsna margt komið upp eins og sjá má af frásögn hans um störf lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON vandamál. Ég er svo sem ekkert að gefa mig á tal við þá að fyrra bragði, ég leyfi þeim að hafa frumkvæðið. Hingað til hefur það allt verið á jákvæðum nótum, ég hef meira að segja lent á stuttu spjalli við suma. Þeir virðast alveg hafa skiln- ing á því að ég hef mínu hlutverki að gegna í vinnunni en síðan á ég mitt einkalíf.“ En til eru endurfundir sem Kristjáni eru kærari. „Vissulega hef ég séð í mínu starfi fólk sem er milli heims og helju. Það er sérstaklega gefandi þegar ég sé svo sama fólk nokkru síðar við hesta- heilsu og er kannski að kaupa í matinn með maka sínum. Ég hef mig ekkert í frammi þá heldur en það er óneitanlega gaman að fá staðfestingu á því að mál sem ég hef komið að hafi fengið farsæl- an endi.“ Af rúntinum á lögregluvettvang En smæð samfélagsins getur einnig haft sínar neikvæðu hliðar. Kristján segir það vissulega afar erfitt þegar lögreglu- maður þarf að hafa afskipti af ættingj- um, vinum eða kunningjum í erfiðum kringumstæðum. „Ég hef lent í slíku og það er afar erfitt eins og fólk getur kannski ímyndað sér,“ segir hann. „En við reynum alltaf að koma málum þannig fyrir að þessi staða þurfi ekki að koma upp en stundum er ekki hægt að komast hjá því.“ Eiginkona Kristjáns, Elín Agnes Krist- ínardóttir, starfar einnig í lögreglunni og á heimili þar sem tveir lögreglumenn búa geta mörkin milli einkalífs og vinnu orðið býsna óljós. „Eitt sinn vorum við á rúntinum en þá hringir einn ættingi og segir að sést hafi til innbrotsþjófs við stofnun eina í bænum. Við hringdum í kollega okkar á stöðinni en fórum svo á vettvang og í stuttu mál sagt endaði þetta mál með þeim hætti að þjófurinn klessti á lögreglubíl þegar hann var á flótta, hljóp svo út úr bílnum en þá varð fyrrverandi ráðherra á vegi hans og stöðvaði þjófinn og kom honum í okkar hendur.“ Lögreglumenn eru bundnir trúnaði svo ekki fæst Kristján til að segja frekari deili á ráðherranum fyrr- verandi. Lögguhúmorinn Kristján segir nauðsynlegt fyrir lög- reglumenn að hafa kímnigáfuna í lagi því hún geti auðveldað mönnum að tak- ast á við þungbærar raunir. „Lögreglu- menn hafa mikinn húmor en hann getur stundum verið svartur,“ segir Kristján. „En menn hafa líka húmor fyrir sjálf- um sér og það getur verið gaman að heyra menn segja skondnar sögur úr starfinu.“ Blaðamaður biður hann að rifja upp eina slíka frásögn. „Einn félagi var sendur í hús eitt til að athuga með mann. Forsagan var þannig að lögreglumaðurinn var alveg viðbúinn því að koma að líki þar inni. Þegar hann kemur í íbúðina sér hann manninn í einu herberginu. Hann lokar því og er að kalla á lækni til að líta á líkið sem var þó ekki líflausara en svo að það kemur aftan að honum, pikkar í öxlina á honum og spyr hvað sé eigin- lega í gangi.“ Mýktin frekar en harkan „Þótt fólk sjái okkur fyrir sér sem ein- hverja hörkunagla þá er staðreyndin sú að starf okkar felst að miklu leyti í því að láta reyna á mýktina með því að miðla málum og ná ásættanlegum mála- lokum með því að tala við fólk. Hins vegar verð ég að segja að ég verð var við sífellt meira virðingar- og agaleysi í þjóðfélaginu.“ Fréttablaðið hefur oft fjallað um að lögreglumönnum á höfuðborgarsvæð- inu hafi ekki fjölgað síðasta áratug en á sama tíma hafi íbúum fjölgað um tugi þúsunda og viðfangsefnin orðið fleiri og flóknari. „Jú, vissulega finnur maður stundum fyrir því að við erum of fáir,“ segir Kristján. „Álagið getur oft verið mikið en enn sem komið er hefur okkur gengið blessunarlega að höndla það.“ Að því kveðnu verður blaðamaður að hleypa Kristjáni á vaktina en veltir ósjálfrátt fyrir sér í hvaða ævintýrum hann muni lenda í dag. Samkvæmt 38. grein lögreglulaga skulu lög- reglumannsefni fullnægja eftirtöldum skilyrðum: a. vera íslenskir ríkisborgarar, 20-35 ára en þó má víkja frá aldurshámarkinu við sérstakar aðstæður, og hafa ekki gerst brotleg við refsilög; þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt um liðið frá því að það var framið. b. vera andlega og líkamlega heilbrigð og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis. c. hafa lokið að minnsta kosti tveggja ára almennu framhaldsnámi eða öðru sambærilegu námi með fullnægj- andi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms. Þau skulu hafa gott vald á íslensku, einu Norðurlandamáli auk ensku eða þýsku, þau skulu hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs. Lögreglumannsefni skulu synd. d. standast inntökupróf með áherslu á íslensku og þrek. ➜ HVERJIR MEGA GANGA Í LÖGREGLUNA?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.