Fréttablaðið - 08.11.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 08.11.2008, Síða 38
 HEIMILISHALD RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR ● Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók mynd á heimili Emils Harðarsonar og Jóns Arnar Árnasonar Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Hrefna Sigurjónsdóttir Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlits- hönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. ● HEITAR NÚÐLUR Þetta bráðsniðuga eldhúsáhald hefur tvöfalda virkni. Það heitir Noooodle SL 16 og er hannað af Konstantin Slawinski, en o-in fjögur í nafninu vísa til skemmtilegs notagildis þar sem í fjórum hringjum áhaldsins felast núðlu- og spagettímælar sem mæla ýmist einn, tvo, þrjá eða fjóra hæfilega skammta í pottinn. Gripurinn nýtist einnig sem hitaplatti. Fæst í Búsáhöldum, Kringlunni og kostar 2.995 krónur. ● heimili&hönnun Listamaðurinn Erling Þ. V. Kling- enberg hjá Kling & Bang sækir innblástur í fjölnotaherbergi á heimili sínu. Þar er hann með tölv- una og ýmsar myndir og minjar. Má þar nefna leðurklæddan hjálm með göddum, sem hann keypti í Kassel í Þýskalandi. „Hjálmurinn sendir frá sér já- kvæða strauma en lokar fyrir þá neikvæðu,“ segir Erling, sem keypti hjálminn af götulistamanni í Kassel. Hjálminn notar hann með góðum árangri þegar hann vantar innblástur. Á veggjunum vaka svo hinar ýmsu ljósmyndir af ættingjum og vinum yfir Erlingi ásamt minni- smiðum og ýmsu tilfallandi. Má þar nefna mynd af konunni hans á Harley Davidson-mótorhjóli. Það sem einkennir heimili Er- lings að öðru leyti eru lista- verk uppi um alla veggi. Þau eru bæði eftir vini og samstarfsfé- laga og ægir saman verkum eftir íslenska, þýska, kanadíska og bandaríska listamenn. „Við reyn- um svo að nýta hluti sem mest og höfum ekki tekið myntkörfulán fyrir nýrri eldhúsinnréttingu. Sú gamla, ásamt Rafha-ofninum, fær að duga. Við höfum þó lagt parket og leyfðum okkur að kaupa svefn- sófa þar sem við tökum ósjaldan við gestum að utan.“ Erling á einmitt von á gestum um helgina. Listamenn frá Berl- ín, sextán talsins, taka þátt í sýn- ingunni Kling & Bang vs. Tor- strasse 111 í Kling & Bang gallerí að Hverfisgötu 42, og verður sýn- ingin opnuð klukkan 17 í dag. Þar sýna erlendu listamennirnir ásamt níu íslenskum listamönnum sem reka Kling & Bang gallerí. Sýning- in er eins konar framhald sýning- ar sem var sett upp í Berlín haust- ið 2007 en þá sýndu þar listamenn á vegum Kling & Bang ásamt lista- mönnum Torstrasse 111. -ve Hugmyndir fæðast ● Hugmyndir Erlings Þ. V. Klingenberg kvikna oftar en ekki í fjölnotaherberginu hans svokallaða. Leðurhjálmur með göddum sendir frá sér jákvæða strauma og veitir honum innblástur. Hjálmurinn, sem Erling keypti af götulistamanni í Þýskalandi, sendir frá sér jákvæða strauma sem listamaðurinn nýtir við störf sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR R úmar sex vikur eru enn til jóla og ég er farin að hlakka til. Ég á erfitt með að halda aftur af lönguninni til að hengja upp jóla- skrautið og dreymir um piparkökur og jólaöl á kvöldin. Það hefur hver sína hefðina á því hvenær jólaskrautið fer upp. Margir byrja að skreyta 1. desember meðan aðrir bíða lengur. Sumir skreyta ekki fyrr en á Þorláksmessu en svo eru þeir sem byrja að skreyta í nóvember. Enn er ég þó ekki farin að sjá seríur í gluggum í hverfinu en langar sjálfa mikið að setja þær upp. Ég held að jólin verði með öðru sniði þetta árið hjá mér og fleirum. Jólagjafirnar verða í ódýrari kantinum og jafnvel eitthvað færri en í fyrra. Margir kvíða alltaf jólunum og sennilega verða þeir fleiri núna en áður. En ég held að þá sé einmitt ástæða til þess að hengja ljósin út í glugga sem fyrst. Okkur veitir ekki af birtunni í svartasta skammdeg- inu og í því lítt uppörvandi fréttaumhverfi sem við búum við núna. Við getum sent hvert öðru uppörvandi kveðjur með jólaljósunum en það er alltaf hlýlegt að sjá ljós í gluggum sem fólk bindur í hin ýmsu mynstur. Ósjálfrátt fer maður að raula eitthvað með Villa og Ellý Vilhjálms í huganum og áhyggjur hvers- dagsins gleymast um stund. Jólin í ár ættu að vera enn meira tilhlökkunarefni en áður og í raun kær- komið tækifæri til að hugsa um eitthvað annað en gengi krónunnar, verðhækkanir og stýrivexti í nokkra daga. Í dag er 8. nóvember og ég stóð mig að því að kíkja ofan í kassa í gær og athuga hvort ekki kviknaði á seríunum sem fara venjulega í stofugluggana. Jú, það kom ljós á allar perur og ég fékk fiðring í magann. Kunni samt ekki við að smella þeim upp á föstudegi, fannst ég þurfa að bíða helgarinnar. Þær verða því sennilega settar upp í kvöld eða á morgun. Það fer aðeins eftir því hvort ég kem því í verk í dag að strjúka úr gluggunum. Annað skraut læt ég bíða aðeins lengur. Ég er ein af þeim sem láta ljósin loga langt fram yfir jól þótt jólatréð, kúlurnar og pappírsskrautið fari ofan í kassa á þrettándanum. Skamm- degið teygir sig langt fram í febrúar og mér finnst algjör óþarfi að öll ljós hverfi úr gluggum meðan enn er svo dimmt. En þegar fyrstu runn- arnir fara að springa út í gegnum jólaseríurnar ætti að vera tími til kom- inn að taka þær inn. Mér finnst að við ættum að taka okkur saman um að hengja upp seríurnar snemma þetta árið. Það þarf bara einn að byrja og þá tínast þær upp ein af annarri um alla borg. Ég set mínar upp í kvöld. Jólaljósakveðjur „Margir kvíða alltaf jólunum og sennilega verða þeir fleiri núna en áður. En ég held að þá sé einmitt ástæða til þess að hengja ljósin út í glugga sem fyrst.“ 8. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.