Fréttablaðið - 08.11.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 08.11.2008, Síða 42
● heimili&hönnun Guss-púða- sófi frá Syrusson er með áföstum púðum sem gefa þægilega eftir. Reynir Sýrusson er afkastamikill húsgagnahönnuður og komu allra nýjustu vörur hans á markað fyrir fáeinum vikum. Þar á meðal Guss- púðasófi og Guss-púðastóll. Bak sófans er gert úr púðum sem gefa eftir og er hann því að sögn Reynis gríðarlega þægi- legur. Það sama á við um stól- inn sem er á snúningsfæti. Sams konar stóll á teinalöpp- um er svo væntanlegur. „Mjög flókið ferli liggur að baki hönnuninni og fjölmörg fyrirtæki koma að framleiðsl- unni. Má þar nefna svampfram- leiðanda, stálsmiðju og bólst- urverkstæði, segir Reynir, sem skiptir að jafnaði við á annan tug íslenskra fyrirtækja í tengsl- um við framleiðslu sína. „Ég er ekki viss um að allir átti sig á hversu mikið er hægt að fram- leiða hér heima.“ Guss-línan fæst í leðri og með tauáklæði en hana er hægt að berja augum í sýning- arsal Syrusson að Hamraborg 5 í Kópavogi. Þar má auk þess skoða fleiri Syrusson-húsgögn en fjölmörg þeirra hafa orðið til á árinu og má þar nefna MJ34-stól á snúningsfæti og Pharma-sófaborð úr hnotu með svörtu gleri. - ve Alíslensk framleiðsla ● Guss-púðastóll og -sófi eru nýjustu vörur húsgagnahönnuðarins Reynis Sýrussonar. Flókið ferli liggur að baki hönnuninni og koma fjölmörg íslensk fyrirtæki að framleiðslunni. SPARNAÐARRÁÐ Njótum þess sem til er Jóhanna er lunkin við að spara og á ráð undir rifi hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Besta sparnaðarráðið, bæði í matarkaupum og öðru, er að taka til heima hjá sér. Fara í matarskápana, frystikistuna, plötuskáp- inn, bókaskápinn og sortera. Þetta reynist mér óskaplega vel,“ segir Jóhanna Þórhallsdóttir, kórstjóri og söngkona. „Yfirleitt kemur í ljós að maður á nóg í matinn, fullt af nýjum plötum sem maður gleymdi að hlusta á eða gömlum sem maður þyrfti að hlusta aftur á,“ segir Jóhanna og bætir við að einnig sé ágætis ráð að horfa yfir stofuna og breyta með því að færa húsgögn og annað smálegt í stað þess að endurnýja. „Þá er ráð að skoða hvað maður á og sjá bara hvort maður sé ekki svolítið ánægður með þetta,“ segir Jóhanna og hlær. „Svo má breyta til í klæðnaði og setja til dæmis aðra peysu við gamla pilsið. Þetta er nú ekki svo flókið þetta líf. Hættum að neyta og förum að njóta þess sem við eigum,“ segir Jóhanna að endingu, glöð í bragði. MJ34-stóll á snún- ingsfæti. Guss-púðastóllinn er á snúningsfæti en er vænt- anlegur með teinalöppum. Pharma-sófaborð úr hnotu með svörtu gleri sem varð til á árinu og er afar stílhreint. Opnum í dag nyja og spennandi verslun! ´ 8. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.