Fréttablaðið - 21.11.2008, Side 6

Fréttablaðið - 21.11.2008, Side 6
6 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Delicatessen ® A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið STJÓRNMÁL Júlíus Hafstein segir það ósatt að hann hafi lagt til að forseta Íslands yrði vikið til hliðar í hátíðarhöldum 17. júní, eins og fram kemur í bók Guðjóns Frið- rikssonar, Saga af forseta, sem fjallar um forsetatíð Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Við undirbúning hátíðarhald- anna fyrir 17. júní 2003 óskaði Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur (ÍTR), sem annast skipu- lagningu hátíðarhaldanna, eftir að forsætisráðuneytið tæki aukinn þátt í framkvæmdinni. Ráðuneyt- ið brást við með því að boða til við- ræðufundar. Fyrir hönd borgar- innar mættu Anna Kristinsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi og for- maður ÍTR, og Gísli Eggertsson, embættismaður hjá Reykjavíkur- borg, en Júlíus Hafstein mætti fyrir hönd forsætisráðuneytisins. Í bókinni er haft eftir Önnu að Júlíus hafi lýst því yfir að forsæt- isráðuneytið gæti vel hugsað sér að breyta hátíðarhöldunum, til dæmis teldi það ekki endilega rétt að forseti Íslands legði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Anna kveðst í bókinni hafa verið furðu lostin en sagt við Júlíus að sér þætti þetta áhugaverð tillaga og bað hann að senda sér hana skrif- lega. Það hafi hann ekki gert og málið fallið niður. „Enginn velktist í vafa um hvaðan Júlíusi kom sú hugmynd að víkja forsetanum til hliðar með þessum hætti,“ skrifar Guðjón Friðriksson í bókinni, og á við að hugmyndin hafi verið að undirlagi Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Júlíus Hafstein segir frásögn- ina ósanna. „Þetta er haugalygi. Það var ekkert í þessa veru rætt á fundinum. Og mér finnst það ekki góð sagnfræði hjá Guðjóni að hafa ekki leitast eftir að heyra mína hlið á málinu.“ Gísli Egg- ertsson, embættismaður hjá Reykjavíkurborg, segist ekki reka minni til þess að Júlíus hafi borið upp neina tillögu í þessa átt. „Ég man ekki eftir neinu slíku,“ segir Gísli. Spurður hvort hann hafi verið viðstaddur allan fund- inn, segist hann ekki muna það með vissu. Ekki náðist í Önnu Kristinsdótt- ur símleiðis en hún svaraði fyrir- spurn í tölvupósti og hafði þetta eitt að segja: „Þessi ummæli mín eru rétt eftir mér höfð. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um málið.“ Guðjón Friðriksson segir að Anna sé hans eina heimild um hvað fór fram á fundinum. „Hér standa orð gegn orði.“ bergsteinn@frettabladid.is Segir logið upp á sig í bók um forsetann Júlíus Hafstein, fyrrverandi starfsmaður forsætisráðuneytisins, segir Önnu Kristinsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, ljúga upp á sig í bók um forseta Ís- lands. Anna stendur við orð sín. Orð gegn orði, segir höfundur bókarinnar. ANNA KRISTINSDÓTTIR JÚLÍUS HAFSTEIN SÁTTAHÖND Í bók Guðjóns Friðrikssonar er því haldið fram að Davíð Oddsson hafi staðið á bak við hugmyndir um að víkja forsetanum til hliðar við hátíðarhöldin 17. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég hefði aldrei framkvæmt slíka hjónavígslu nema ég teldi að hún hefði verið fullkomlega lögleg og ég tel að hún hafi verið það,“ segir Guðmundur Sophusson, sýslumað- ur í Hafnarfirði, um hjónavígslu forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaieff. Guðmundur gaf hjónin saman í maí 2003. Í bók Guðjóns Friðriks- sonar sagnfræðings um forsetatíð Ólafs Ragnars segir, að þrátt fyrir að sýslumaðurinn hafi fullvissað forset- ann um að hann hefði öll nauðsyn- leg gögn undir höndum hafi hann haft samband við lögfræðing Ólafs Ragnars nokkrum vikum síðar og óskað eftir pappírum sem sýndu fram á að fyrra hjónabandi hennar væri í raun lokið. Tíu vikum eftir athöfnina skrifaði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, Ólafi Ragnari bréf, þar sem hann átaldi hjónavígsluna fyrir alvarlega ágalla og sagði sýslumanninn hafa gert mistök að gefa hjónin saman án þess að formsatriðum hefði verið fullnægt. Guðmundur sýslumaður var staddur erlendis þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann sagðist ekki hafa getað kynnt sér fréttir af málinu og vildi því ekki tjá sig um það að öðru leyti en að hann teldi að hjónavígslan hafi verið fullkom- lega lögleg. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins um málið. - bs Vísar ávirðingum um embættisafglöp á bug: Sýslumaður segir vígsl- una hafa verið löglega NEYTENDUR Dæmi eru um að verð á einstökum matvörum hafi hækkað um yfir 100 prósent frá mars og til október. Algengt er að matvaran hækki um 30 til 50 prósent. Hækk- unin er mest í lágverðsverslunum og hefur dregið saman með þeim og öðrum verslunum í verði. Verð á brauði, pasta og hrís- grjónum hækkaði í flestum tilvik- um yfir 50 prósent í lágverðsversl- unum, en minna í hinum. Mjólk hefur hækkað um 25 til 30 prósent í verði síðan í vor. Grænmeti og ávextir hafa hækkað mikið í verði frá því í mars. Kílóverðið á banönum hefur hækkað um 83 prósent í Bónus, svo dæmi sé tekið. Sú vara sem hækkaði mest frá í vor er púður- sykur frá Dansukker, en hann hefur hækkað um 106 prósent í Krónunni. Henný Hinz, verkefnastjóri hjá ASÍ, segir könnunina sýna slá- andi hækkanir síðan í vor. „Mest hækkar verðið í lágverðsverslun- unum og það er verulega að draga saman með þeim og öðrum í verði. Þetta hefur náttúrlega mikil áhrif á heimilin. Matvara er einn af stóru útgjaldaliðunum og þegar þrengir að hjá fólki vegur hún kannski meira í útgjöldum heim- ilanna.“ Kannanirnar voru gerðar 27. mars og 18. nóvember 2008. Mælt er það verð sem er í gildi á hverj- um tíma í versluninni og getur til- boðsverð haft áhrif á verðbreyt- ingar einstakra vara. - kóp Verðkönnun ASÍ sýnir gríðarlega verðhækkun á einstökum matvörum: Verð tvöfaldast á hálfu ári MATUR HÆKKAR Í VERÐI Dæmi eru um yfir 100 prósent verðhækkun á einstakri matvöru frá því í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Af því að lesa þetta bréf getur maður ekki fullyrt að þáverandi for- sætisráðherra hafi með því beinlínis farið út fyrir verksvið sitt eða brotið með skýrum hætti gegn reglum um verkaskiptingu innan stjórnsýsl- unnar,“ segir Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands. Trausti bendir á að Hagstofa Íslands hafi farið með málefni sem vörðuðu þjóðskrána og almenna skráningu og Davíð hafi verið ráð- herra hennar. „Það hefur þó vænt- anlega ekki verið hefðbundið að ráðherra hlutaðist til með þessum hætti um meðferð einstakra mála, án þess að ég þekki það.“ Ekki sé heldur nauðsynlegt að skilja bréfið þannig að Davíð sé með því að skikka forsetann til að fylgja tilmælum sýslumanns, að öðru leyti en því sem tengist hlut- verki Hagstofunnar, þótt sýslumenn heyri almennt undir dómsmálaráð- herra. - sh ÓHEFÐBUNDIÐ EN LÍKLEGA EKKI ÓLÖGLEGT Komast stelpurnar okkar upp úr dauðariðlinum á EM í knatt- spyrnu í sumar? Já 67,1% Nei 32,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að boða til kosninga á næst- unni? Segðu skoðun þína á Vísir.is VINNUMARKAÐUR Kynning verður á störfum í ýmsum Evrópulönd- um í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag frá fimm til níu í kvöld og á morgun frá klukkan tólf til sex. EURES-ráðgjafar frá Dan- mörku, Noregi, Hollandi, Belgíu, Austuríki, Þýskalandi, Litháen og Póllandi verða á staðnum til að kynna atvinnutækifæri og veita ráðgjöf varðandi atvinnuleit í sínum löndum. Þá munu fulltrúar nokkurra stórfyrirtækja í byggingariðnaði í Evrópu verða á staðnum og kynna laus störf innan sinna fyrirtækja og taka á móti umsóknum. - ghs Ráðhús Reykjavíkur: Kynning á vinnu erlendis KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.