Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.11.2008, Qupperneq 8
8 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR F í t o n / S Í A Meira íslenskt í leiðinni Gómsæt tilboð fyrir okkur öll! 119,- Nizza m. Nóakroppi 169,- Stjörnupopp ostapopp 159,- Stjörnupopp venjulegt 269,- 150g Nóa kropp eða Nóa lakkrís- sprengjur 1 Hvað heitir sýslumaðurinn sem gaf Ólaf Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff saman? 2 Hvert er viðurnefni kraftlyft- ingakappans Páls Logasonar? 3 Hver er landsliðsþjálfari Argentínu í knattspyrnu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 VELFERÐARMÁL Frestur til að sækja um greiðslujöfnun verðtryggðra lána rennur út 25. nóvember. Umsókn um greiðslujöfnun skal koma á framfæri við viðkom- andi lánastofnun umsækjanda að kostnaðarlausu. Hægt verður að segja sig frá greiðslujöfnun síðar á lánstímanum ef aðstæður lánþega breytast til betri vegar. Greiðslujöfnunin mun leiða til aukins kostnaðar fyrir lántaka þegar upp er staðið í formi vaxta og verðbóta og því er ekki sjálf- gefið að þeir hafi hag af greiðslu- jöfnuninni þótt hún létti greiðslu- byrði lána tímabundið í niðursveiflunni og geti þannig létt á efnahag heimilanna í land- inu. Greiðslujöfnunin felst í því að reiknuð verður ný vísitala, greiðslujöfnunarvísitala, mán- aðarlega. Í henni verður vegin saman launaþróun og þróun atvinnustigs. Ef afborganir reynast lægri samkvæmt nýju vísitölunni en samkvæmt vísi- tölu neysluverðs er hluta af afborgunum fasteignalánsins frestað þar til greiðslujöfnunar- vísitalan hækkar umfram neysluvísitöluna. Frestaðar afborganir fara á sérstakan jöfn- unarreikning sem bætist við höf- uðstól lánsins. Verði skuld á jöfnunarreikningi við lok upp- haflegs lánstíma verður lánstím- inn lengdur. - ghs Frestur til að sækja um greiðslujöfnun rennur út á þriðjudaginn: Léttir greiðslubyrðina tímabundið VERÐTRYGGING - Tvö dæmi Lánsupphæð 30 milljónir, vextir 5,0 prósent til 40 ára: Dagsetning Greiðsla á mánuði óbreytt Greiðsla á mánuði jöfnuð 1.1. 2009 171.275 152.355 1.12.2009 177.293 144.626 Lánsupphæð 30 milljónir, vextir 5,0 prósent til 20 ára 1.1.2009 234.414 208.519 1.12.2009 242.651 197.941 ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir, þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins, sagði ríkisstjórnina óstarfhæfa eftir að Helgi Hjörv- ar, þingmaður Samfylkingarinn- ar, kallaði eftir breytingum á yfirstjórn Seðlabankans í þing- umræðum í gær. Eftir að Geir H. Haarde for- sætisráðherra hafði flutt ræðu sína í umræðum um samkomulag stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins tók Helgi til máls og sagði yfirstjórn Seðlabankans rúna trausti. Þingmenn úr öllum flokkum kölluðu eftir breyting- um og meirihlutavilji væri fyrir að aðeins fagmenn kæmu að stjórn bankans. Geir sagði yfirstjórn Seðlabankans hafa átt aðild að samkomu- laginu, formað- ur bankastjórn- ar hefði skrifað undir það og gerði sér þar af leiðandi grein fyrir hvað í því felst. Sagði hann málflutning Helga ekki eiga rétt á sér. Tók þá Siv til máls og sagði stjórnina óstarfhæfa. Samverka- menn í stjórnarliðinu kæmu í pontu þingsins og berðu hvor á öðrum með Seðlabankanum. Full- trúi Samfylkingarinnar segði allt í steik en forsætisráðherra segði allt í himnalagi. „Það er ekki hægt að bjóða neinum upp á þetta. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki hagað sér svona,“ sagði Siv og hélt áfram: „Ég verð að viðurkenna að ég er farin að vor- kenna hæstvirtum forsætisráð- herra að þurfa að sitja undir þessu. Ég vorkenni forsætisráð- herra sem er að reyna að standa vaktina og fyrsta innslagið er frá samstarfsflokknum sem ræðst að forsætisráðherranum.“ - bþs Siv Friðleifsdóttir furðaði sig á framgöngu Helga Hjörvar gagnvart Geir H. Haarde: Óstarfhæf stjórn vegna deilna SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR VIÐSKIPTI „Það þótti eðlilegt að ég hætti,“ segir Ari Edwald, fráfarandi forstjóri 365 hf. Samþykkt var á hluthafafundi fyrirtækisins í gær, í kjölfar kaupa Nýrrar sýnar um mánaða- mótin á 365 miðlum, að breyta nafni þess sem eftir standi í Íslenska afþreyingu. Þar undir eru Sena og ráðandi hlutur í EGF. Ari sest í forstjórastól fjölmiðlahlutans en verður stjórnarformaður Íslenskrar afþreyingar. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, sest í forstjórastólinn þar. Breytingin tók gildi í gær. Nýja stjórn Íslenskrar afþreyingar skipa, auk Ara, Einar Þór Sverrisson, Lára N. Eggertsdóttir en varamaður er Hildur Sverrisdóttir. - jab 365 verður Íslensk afþreying: Ari skiptir um forstjórastól BRETLAND, AP Breska stjórnin er með áform um að gera vændis- kaup ólögleg, líkt og tíðkast hefur í Svíþjóð undanfarin ár. Einnig er meiningin að birta opinber- lega nöfn þeirra sem verða uppvísir að vændiskaupum. Auk þess er ætlunin að enn harðari refsing verði við því að borga fyrir kynlíf með konum sem neyddar hafa verið út í vændi. Reglur um vændi eru mjög strangar í Bretlandi, strangari en víðast hvar í Evrópu. Búist er við að breska þingið taki afstöðu til þessa máls í næsta mánuði. - gb Bresk stjórnvöld: Vændiskaup verði bönnuð GORDON BROWN LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru handteknir vegna eignaspjalla í gærdag eftir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði verið kölluð að húsi í Breiðholti. Lögregla telur víst að óboðnu gestirnir hafi alls verið þrír talsins. Innrásarmennirnir töldu sig eiga eitthvað sökótt við tiltekinn húsráðanda í Breiðholti. Þeir spörkuðu upp útidyrahurðinni. Húsráðandi náði hins vegar að hringja í lögreglu sem gómaði tvo mannanna. Þeir voru færðir á lögreglustöð, þar sem þeir voru yfirheyrðir síðdegis í gær. - jss Seljahverfi í Breiðholti: Tveir teknir eft- ir innrás í íbúð VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.