Fréttablaðið - 21.11.2008, Side 28
2 föstudagur 21. nóvember
núna
✽ eru einhverjir á lausu?
þetta
HELST
Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is
Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Forsíðumynd Arnþór Birkisson
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Maður er ekki alveg búinn að átta sig á þessu,“ segir Eygló Harð-
ardóttir sem tekur sæti á Alþingi í
kjölfar afsagnar Guðna Ágústson-
ar. „Ég var á leiðinni á Kirkjubæjar-
klaustur þegar ég frétti þetta og var
vinsamlegast beðin um að stoppa
bílinn svo ég keyrði ekki út af. Síðan
þá hef ég nánast verið í símanum,“
segir Eygló en hún sat á Alþingi í
þrjár vikur á síðasta kjörtímabili
og segir þingmennskuna leggjast
vel í sig. „Það er mikil nýliðun hjá
okkur og nú erum við fjórar konur
af sjö, svo þetta er í fyrsta sinn sem
konur eru í meirihluta í blönduðum
flokki,“ segir Eygló, en meðalaldur
flokksins hefur einnig lækkað tölu-
vert við umskiptin.
Eygló verður í Reykjavík og í Suð-
urkjördæminu á virkum dögum,
en fer heim til Vestmannaeyja um
helgar þar sem hún á tvær dætur
sem eru átta og tveggja ára. „Við
Sigurður E. Vilhelmsson, maðurinn
minn, erum harðákveðin í því að
búa í Eyjum og teljum hvergi betra
að ala upp börn,“ útskýrir Eygló.
„Hann hefur alltaf stutt mig í því
sem ég geri og ætlar að gera það
áfram.“ - ag
Eygló Harðardóttir tekur sæti Guðna Ágústssonar
Eiginmaðurinn lætur
hlutina ganga upp
Á þing
Eygló er bú-
sett í Vest-
mannaeyjum
svo hún mun
ferðast reglu-
lega til og frá
meginland-
inu þegar hún
hefur störf á
Alþingi.
BRYNJA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR
„Maðurinn minn er búinn að vera í tökum alla vikuna svo að ég og sonur minn, Baltasar Logi,
ætlum að njóta þess að vera með honum um helgina. Ég ákvað í byrjun nóvember að ég
ætlaði að skreyta þessa helgi svo að hjá okkur verður tekið forskot á jólin, spilaður Bing
Crosby og hengdar upp jólaseríur. Veitir ekki af í þessu þunglyndi sem ríkir í landinu.”
Á
rmann Þorvaldsson, fyrrverandi
forstjóri, Singer & Friedlander,
dótturfélags Kaupþings í Lund-
únum, hefur sett glæsiíbúð sína
að Vatnsstíg 21 á sölu. Innlit í íbúðina birtist
í tímaritinu Veggfóðri í janúar 2006 en íbúð-
in vakti mikla athygli fyrir glæsileika. Hún er
hönnuð í hólf og gólf af stjörnuarkitektinum,
Rut Káradóttur, og var ekkert til sparað við
hönnun íbúðarinnar. Í greininni í Veggfóðri
segir að Rut hafi leitast við að sýna samtíma-
legt útlit sem á rætur að rekja til mínimal-
isma tíunda áratugarins. Gólfefni eru kasm-
írhvítt granít og parketið er svartbæsuð eik.
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar, annaðhvort
hvítar háglans eða úr svartbæsaðri eik. Íbúðin
er ekki bara glæsilega hönnuð heldur er innbú-
ið ekki af verri endanum, þar er leðurklæddur
Svanur Arne Jacobsen, Uxi Hans J. Wegner, græj-
ur frá Bang&Olufsen, stólar frá B&B Italia auk
glæsilegra listaverka.
Íbúðin er 164,7 fm og er á 10. hæð með svöl-
um til suðurs og vesturs. Íbúðin er mjög björt
og lofthæð er meiri en almennt gerist.
Íbúðin skiptist í forstofu, tvær svefnálm-
ur sem í eru tvö svefnherbergi, tvö baðher-
bergi og þvottahús, borðstofu, stofu, sjón-
varpsstofu, eldhús og 16,4 fm svalir. Í sam-
eign er sérgeymsla og hjólageymsla, ásamt
sérbílastæði í bílageymslu.
Þar sem Ármann hefur verið bú-
settur í Lundúnum hefur hann
aðeins notað íbúðina þegar hann
hefur verið á landinu.
Í október 2006 festi Ár-
mann kaup á 371 fm húsi við
Dyngjuveg 2 í Reykjavík. Frá
því hann fékk húsið afhent í
maí 2007 hafa framkvæmd-
ir staðið yfir en þeim er ekki
nærri lokið. Húsið stendur því
eins og hálfgert draugahús innan
um allar villurnar í Vesturbrún.
Lúxusíbúð Ármanns Þorvaldssonar er föl fyrir 85 milljónir
DREGUR SAMAN SEGLIN
Brúðkaup ársins
Magnús Stephensen, fyrrver-
andi forstjóri XL Leisure Group, lét
kreppuna ekki stoppa sig þegar
hann gekk að eiga kærustu sína til
margra ára, Bergljótu Þorsteins-
dóttur, fyrrverandi flugfreyju og
ljósmyndara. Parið er búið að vera
saman í nokkur ár og eiga tvo
drengi saman. Veislan fór fram í
Dómkirkjunni en veislan sjálf var
haldin á Hilton. Brúðkaupsveisl-
an var standandi með girnileg-
um pinnamat og Föstudagur hefur
heimildir fyrir því að á stuðmæli-
kvarðann slái hún brúðkaupi ársins
2007 út þegar Jón Ásgeir gekk að
eiga Ingibjörgu Pálma-
dóttur. Það er kannski
ekki svo skrýtið að halda
því fram því brúðkaup
Magnúsar og Berg-
ljótar fór fram á árs-
brúðkaupsafmæli
Jóns Ásgeirs, 15.
nóvember.
Veggfóður
Myndir úr íbúðinni birtust í tíma-
ritinu Veggfóðri í janúar 2006 og
vöktu mikla athygli.
Dyngjuvegur 2
Ármann keypti húsið í október 2006. Framkvæmd-
ir hafa staðið yfir síðan hann fékk húsið afhent í maí
2007 og ekki sér enn fyrir endann á þeim.
Það bar mikið á Ármanni
Þorvaldssyni í góðær-
inu en talið er að hann
hafi haldið hressustu ára-
mótapartíin í Lundún-
um en hann fékk til dæmis
Duran Duran og
Tom Jones til að
syngja fyrir sig.
Vatnsstígur 21
Glæsileikinn drýpur af hverju
strái en stjörnuarkitektinn Rut
Káradóttir hannaði íbúðina.
Margrét keypti kjólinn
Mikil leynd hefur hvílt yfir því
hver hafi keypt Bjarkarkjólinn
sem boðinn var upp á SUK-
markaðnum í Perlunni í ágúst.
Kjóllinn, sem
er eftir Matt-
hew Willi-
amson, var
sleginn á
120 þúsund
krónur. Það
voru ákveð-
in vonbrigði
að kjóllinn
færi ekki fyrir
hærri upp-
hæð því
sambærilegir kjólar eftir hönnuðinn
eru mun meira virði. Það var hins
vegar Margréti Írisi Baldursdóttur í
hag að enginn yfirbauð hana. Fyrir
þá sem ekki þekkja Margréti er hún
unnusta Magnúsar Ármanns fjár-
festis.
Beyoncé var svartklædd frá toppi
til táar þegar hún mætti í MTV-stúd-
íóið í New York í vikunni, í níðþröng-
um leðurbuxum.
augnablikið
Hvaða Spirulina ert þú að taka?
Árangur fer eftir gæðum
Gott fyrir ræktina og mikið álag.
Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu
og glyccogen, því meira glycogen sem er til
staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur.
Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef
Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar
eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald
og einbeitingu.
Dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf, truflar
ekki svefn. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401.
29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega
GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni.
Aukið úthald,
þrek og betri líðan
V
o
ttað
100% lífræ
nt
www.celsus.is