Fréttablaðið - 22.11.2008, Side 24

Fréttablaðið - 22.11.2008, Side 24
24 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Halldóra Thorodd- sen skrifar um góð- ærið Vitund tímabils veitir okkur sam- eiginlega sýn og þessi sameiginlega sýn verður svo fyrirferða- mikil að hún lýstur okkur sameiginlegri blindu, skyggir á aðra sjónarhóla. Vit- und tímabils er furðulegt fyrir- bæri. Hún gengur undir ýmsum nöfnum svo sem tímadraugur, tíðarandi og jafnvel tíska. Verk- lagið á sennilega stærstan þátt í að lita hvert tímabil. Það má segja að við séum alltaf í álög- um. Eftir hrun kommúnismans í Evrópu tók við æsilegt frjáls- hyggjuskeið sem litað hefur líf okkar síðastliðna áratugi. Nú er þessi skrítni draumur á enda eftir harkalegan árekstur við veruleikann. Ég veit að margir eiga bágt og kvíða nú fátækt og basli. Þó hefur það komið mér á óvart undanfarna daga hvað mörgum er létt. Fólk hittist á götu (jafnvel ókunnugir) og spyr hvert annað um líðan og horfur en bætir svo gjarnan við í léttari tón „en varst þú ekki orðin þreytt á þessu?“ Þegar gömlu kommarnir fóru til Sovétríkjanna til að skoða sæluríkið forðum, komu þeir gjarnan heim dálítið miður sín. Jafnvel þeir sem enn trúðu á réttlæti í framkvæmd urðu að viðurkenna hvað þessi sýndar- veruleiki þarna austur frá væri hundleiðinlegur. Kommúnismi og kapítalismi eru tvær hliðar sama draums. Kerfi sem gætu kannski gagnast okkur í synd- lausum heimi. Ef veru- leikinn væri öðruvísi. Kerfin eiga það þess vegna sameiginlegt að þurfa að útbúa sýndar- veruleika svo að þau „gangi upp“. Þau útheimta að lífið sé einsleitt og fari bara fram undir ljósa- staurnum. Ég hef séð lýsingar á þessum leiðindum í nokkrum sendibréfum kalda- stríðs-tímabilsins og get bara ekki komist hjá því að bera þau saman við þau leiðindi sem við höfum nú nýverið gengið í gegn- um. Ekki má þó misskilja mig svo að ég sjái ekki hinn stóra mun, hér voru ekki milljónir drepnar, hér var enginn sendur í þrælkunarbúðir. Í Sovétríkjunum átti alþýðan að vera glöð og njóta tilreiddra skemmtiatriða ríkisins. Í hverju ráði sátu sléttgreiddir litlir karl- ar sem höfðu bólgnað út af bitl- ingum og voru orðnir æði heima- ríkir. Það voru þessir menningasnauðu nýríku karlar sem voru hliðverðir jafnt í list- rænum efnum sem í almennri fyrirgreiðslu, settu verkefni á koppinn. Þeir byggðu sér villur með smekklausu dýru dótaríi í bland við Steinway-flygla og skil- erí eftir hirðmálara. Dót sem í þeirra huga túlkaði stétt þeirra og stand. Þessa rassa þurfti að sleikja til allra verka. Varla var haldinn viðburður svo ekki færi lunginn úr opnunarhátíðinni í að klappa aðalhvatamanninum lof í lófa. Ekki mátti gagnrýna neitt í þessum besta heimi allra heima, fólk þurfti að hvísla ólund sinni í eigin barm ef það átti ekki að hljóta verra af. Þessu var auðvitað öðruvísi fyrir komið hér á skerinu meðan á æðinu stóð. En kerfið okkar fyr- irskipaði líka þessa sömu gervi- gleði því hlutabréfin ganga fyrir bjartsýni. Og þeir sem gagnrýndu voru ekki sendir í þrælkunarbúð- ir en þeir voru stimplaðir „öfund- sjúkir úrtölumenn“ eða bara bein- línis of leiðinlegir og áttu ekki upp á dekk. Þeir komust ekki í fjölmiðlana sem vildu vera léttir og skemmtilegir samkvæmt dags- skipun. Fjölmiðlarnir stunduðu upplýsingaafþreyingu þar sem öllu var blandað saman í eina langdregna auglýsingu aðallega um eigið ágæti. Hið heilaga gaml- ársskaup þjóðarinnar var að lokum slitið í sundur með auglýs- ingum. Bjargúlfarnir voru ekki opinberir starfsmenn en voru nánast komnir í hliðvarðarstöðu jafnt í listum sem í almennum framkvæmdum. Vart mátti halda hér viðburð nema að vegsama kostunaraðila í bak og fyrir. Það mátti ekki setja niður hríslu án þess að montspjöld og fánar skyggðu á: „við kostuðum lund- inn“ sögðu Essó og Glitnir. Ég þekki marga sem urðu aldrei fyllilega samdauna þessu mont- samfélagi Þeir urðu feimnir og miður sín af því að þetta var í hrópandi ósamræmi við þau gildi sem þeir ólust upp við. Okkur var talin trú um að rótgróin ríkisapp- aröt eins og útvarp, sjónvarp, sjúkrahús og háskólar gætu ekki lengur starfað nema vegna kost- unaraðila og allir áttu einhvern veginn að verða svo fegnir yfir þessu öllu. Sál okkar var farið að þyrsta í annars konar veruleika, fjölbreytilegri og sannari. Krakkar, Þegar harðnar á daln- um á komandi árum, minnumst þess þá, okkur til huggunar, hvað þetta var hundleiðinlegur sýndar- veruleiki. Höfundur er rithöfundur. Muniði hvað þetta var leiðinlegt? HALLDÓRA THORODDSEN Horft til framtíðar UMRÆÐAN Páll Magnússon skrif- ar um uppbyggingu atvinnulífsins Ínýlegri grein minni í Fréttablaðinu voru lagðar fram tillögur til að bregðast við stór- auknum skuldum heim- ila og fyrirtækja. Þar var lagt til að skuldir yrðu afskrifaðar, gengið yrði til við- ræðna við Evrópusambandið um inngöngu í það og breytingar gerðar á stjórn Seðlabanka Íslands. Hér eru lagðar fram til- lögur um uppbyggingu atvinnu- lífs og nauðsynlega breytingu á starfsháttum í stjórnmálum. Áhersla á nýsköpun Fjölmargir hafa bent á þá leið sem Finnar fóru í atvinnuþróun fyrir nærri 20 árum. Mikilvægt er að stjórnvöld ljúki við þá stefnumótun, sem þegar hefur verið hafin hér að finnskri fyr- irmynd. Hún hefur þegar að hálfu leyti verið farin hér. Með samþykkt laga um vísinda- og tækniráð árið 2003 var vísinda- rannsóknum og tækniþróun komið í svipaðan farveg og í Finnlandi, enda kemur fram í athugasemdum með frumvarp- inu að skipulag rannsóknarmála í Finnlandi hafi verið haft til hliðsjónar við gerð þess. Auk þessa voru sett ný lög árið 2003 um opinberan stuðning við vís- indarannsóknir og opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun. Nýir sjóðir tóku til starfa, sem hafa yfir mun meira fjármagni að ráða til stuðnings vísinda- og tæknirannsóknum í landinu en áður hefur þekkst. Allar þessar breytingar voru gerðar með hliðsjón af reynslu Finna og reyndar var einnig horft til annarra þjóða sem hafa náð góðum árangri, eins og Íra, Skota, Dana og Ástrala. Gerðir hafa verið vaxtarsamningar, unnið að uppbyggingu þekking- arsetra og klasamyndun fyrir- tækja – allt að finnskri fyrir- mynd. Mikilvægt er að leggja meira fé til vísindarannsókna og í opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun og ljúka við að sameina stofnanir sem sinna atvinnuþróun í land- inu. Fjármagn til orkufyrirtækja Skoða ber möguleika á því að lífeyrissjóðir eigi kost á að lána orkufyrirtækjunum fé til framkvæmda. Afar brýnt er að uppbygging orkumannvirkja haldi áfram enda slíkar fram- kvæmdir mannfrekar og leiða til útflutningsverðmæta síðar meir. Aðgangur orkufyrirtækja að lánsfjármagni er takmark- aður í þeirri lánsfjár- kreppu sem nú ríkir á heimsvísu. Þá hefur lækkandi lánshæfis- mat íslenska ríkisins neikvæð áhrif, a.m.k. á Landsvirkjun. Styrking sveitarfélaga Sveitarfélögin í land- inu munu gegna lykil- hlutverki næstu miss- eri. Aukið atvinnuleysi mun koma mjög við þeirra starf- semi, m.a. félagsþjónustu þeirra. Þá er afar mikilvægt að þyngri rekstur hafi ekki þau áhrif að þjónustugjöld hækki. Hækkun þeirra skilar sér beint í verðlag og heldur uppi verðbólgu. Hlut- deild sveitarfélaga í tekjuskatti þarf að auka um 1% gegn skuld- bindingu um óbreytt þjónustu- gjöld. Með þessu ásamt aðgangi að ódýru fjármagni geta sveitar- félögin ráðist í ýmsar mannafls- frekar framkvæmdir á næstu árum og unnið þannig gegn auknu atvinnuleysi. Breytingar á lýðræðisháttum Kallað er eftir breytingum. Ekki aðeins á háttum viðskiptalífsins heldur ekki síður á stjórnarhátt- um hins opinbera. Pukur og leynd yfir ákvörðunum ríkis- stjórnar, þar sem Alþingi virðist ekki einu sinni haft með í ráðum, leiðir til aukinnar tortryggni í garð ríkisstjórnar og yfirvalda og vantrúar á ákvarðanir þeirra. Nýja Ísland verður ekki reist með því að klastra aftur upp rústunum eftir hrunið í síðasta mánuði. Reisa á nýtt Ísland á nýjum gildum þar sem helm- ingaskiptum, geðþótta og pólit- ískri samtryggingu er gefið langt nef. Skipun pólitískra bankaráða nýju bankanna sýnir að stjórnmálamenn dagsins í dag skynja ekki kall fólksins í landinu eftir breytingum. Slíkt ætti að heyra sögunni til og virk- ar nánast eins og ögrun gagn- vart þjóðinni. Það verður að auka þátttöku almennings í lýð- ræðislegum ákvörðunum m.a. með lagasetningu um þjóðarat- kvæðagreiðslu. Það verður að stórauka vald Alþingis á kostnað framkvæmdarvaldsins, gera landið að einu kjördæmi til að brjótast út úr landlægu hags- munapoti en ekki síður til að jafna vægi atkvæða í landinu. Í dag sitja ungar fjölskyldur í landinu á rökstólum og ræða hvort flytja skuli búferlum til annarra landa. Verði ekki vart við breytingar til batnaðar á Íslandi hverfur margt okkar besta fólk. Skynji íslensku stjórnmálaflokkarnir ekki kröfu breytinga þarf nýtt fólk í for- ystu þeirra, ellegar nýja flokka. Höfundur er stjórnsýslufræðing- ur og bæjarritari í Kópavogi. PÁLL MAGNÚSSON Má bjóða þér að kynnast töfrum Suður-Grænlands? • Húsið opnað kl. 12.00 • Kl. 13.00: Edda Lyberth, ferða- frömuður í Bröttuhlíð, segir frá sögu Suður-Grænlands • Kl. 13.30: Fyrirlestur um torfhús og byggingu þeirra • Kl. 14.00: Trommudansari leikur listir sínar • Kl. 14.30: Edda Lybert kynnir grænlenska matargerð Þér er boðið á sýningu í Norræna húsinu í dag 22. nóvember norra na huside - - • Kl. 15.00: Pálmi Gunnarsson segir frá veiði á Suður-Grænlandi • Kl. 15.30: Emil Guðmundsson kynnir ferðir fyrir eldri borgara um fornar byggðir Íslendinga í Eystribyggð á Suður-Grænlandi. Friðrik Brekkan segir frá ferð sinni með rússneskum ísbrjót og sýnir myndina „Í fótspor víkinganna til Grænlands og Vesturheims“. • Kl. 16.00: Trommudansari tekur sporið á ný Destination South Greenland

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.