Fréttablaðið - 22.11.2008, Side 52

Fréttablaðið - 22.11.2008, Side 52
36 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusamast- ur? Ég myndi segja að ég hafi „peakað“ einhvern tímann í sumar. Ef þú værir ekki tónlistarmaður, hvað myndirðu þá vera? Kannski leikskólakennari ef það væri ekki svona fáránlega illa borgað. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Nissan Micra árgerð ‘98 á 200 þ. kall. Ég er miklu frekar til í að eyða miklum pening í marga litla til- gangslausa hluti heldur en að kaupa mér eitthvað stórt og rosalegt. Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar myndirðu vilja búa? London eða í sumarbústað rétt fyrir utan Reykjavík. Uppáhaldshljómsveit allra tíma og af hverju? Blur, því hún kenndi mér að dýrka tónlist. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Afslappelsi með steikum, góðu víni og vinum í sumarbústað í íslenskri sveit. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Afgreiðslumaður í Skífunni. Ég fékk taugaáfall og hætti eftir ein jólin. Ég vorkenni Skífufólkinu þessi jólin. Ofan á allt nöldrið og stressið bætist vænn og grútleiðin- legur skammtur af krepputali. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- unni? Bóndabær föðurbróður míns, Kidda, við Olafstorp í Svíþjóð. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag hlustarðu mest á í dag? Sú tónlist sem hefur haft mest áhrif á mig í gegnum árin er líklega breskt popp og bandarískt folk. Það lag sem ég hlusta mest á þessa dagana er „Going to Acapulco“ með Bob Dylan & The Band. Ef þú ættir tímavél, hvert mynd- urðu fara og af hverju? Ég myndi fara á tónleika með Bob Dylan & The Hawks á Englandstúrnum ‘65. Því það er einfaldlega rosalegasta live-rokkband sem ég hef heyrt í. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Já. Allt of margt. Aðallega tónlist. Mín eða annarra. Ég lá eina nótt andvaka yfir laginu Barbara Ann með Beach Boys. Það á ekki að vera hægt. Það er ekki svo flókið! Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Ég hefði einbeitt mér að því að læra að skrifa. Ég skrifa eins og blint þriggja ára barn með riðu. Hvenær fékkstu síðast hlátur- skast? Á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar. Bergur var HEITUR það kvöld. Áttu þér einhverja leynda nautn? Já, mér finnst The Killers vera svona alltílæ hljómsveit. Svo fæ ég mér alltaf ost ofan á túnfisk- salat. Uppáhaldsbókin þessa stund- ina? Ástarljóð Páls Ólafssonar, eins væmið og það hljómar. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Atla Bollason. Er það ekki það heitasta í dag? Uppáhaldsorðið þitt? Sprengju- höllin. Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Villa í St. Tropez, sanseraður sportbíll og 900 tommu flatskjár. Hvaða eitt lag verður þú að taka „cover“ af áður en þú deyrð? Thunder Road með Bruce Springs- teen. Hvað er næst á dagskrá? Það er bara að spila á fullu og kynna nýju plötuna með Sprengjuhöllinni, sem heitir Bestu kveðjur. Svo ætla ég bara að reyna að njóta jólanna eftir bestu getu og hafa það gott. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Snorri Helgason STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Félagsfræðistúdent frá MH - leikskólaleiðbeinandi - skrif- stofumaður - tónlistarmaður og framkvæmdastjóri FTT. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1984 og Damon Albarn kynnist Graham Coxon í barnaskóla í Colchester á Englandi. Þolir ekki Atla Bollason Snorri Helgason er syngjandi og spilandi meðlimur hljómsveitarinnar Sprengjuhallarinnar sem er nýbúin að gefa út sína aðra plötu. Anna Margrét Björnsson tók hann í þriðju gráðu yfirheyrslu SNORRI HELGASON TÓNLISTARMAÐUR „Uppáhaldsorðið mitt er Sprengjuhöllin.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■ Á uppleið Þemapartí Allir eiga að hlakka til einhvers um helg- ar, þýðir ekkert að vera bara venjulegur. Nú er kominn tími til að klæðast eins og vampíra, Andy Warhol eða köttur. Endurvinnsla sorps Finnar átu víst rusl upp úr tunnum í sinni kreppu. Hámarkinu endanlega náð í endur- vinnslunni. Rauður varalitur Gefur manni aukinn innri styrk og kyn- þokka, og hver þarf ekki á því að halda þessa dagana? Rómantík Stjörnubjartur himinn, norðurljós og langar myrkar nætur gefa ástinni byr undir báða vængi. ■ Á niðurleið Góði hirðirinn Eins sniðugur og hann er þá er bara ekkert eftir á þessum síðustu og verstu. Það er enginn lengur að henda öllu út og kaupa allt nýtt. Skáldaröfl Nú koma allir rithöfundarnir fram og þykjast hafa séð þetta ástand allt fyrir. Henda fram hverri myndlíking- unni á fætur annarri og þykjast vera góðu gæjarnir sem tóku ekki þátt í góðærisfylleríinu. Facebook Þegar Gugga sem þú vannst með í tvo mánuði árið 1991 er farin að hafa áhyggjur af heilsufari þínu og kommenta á fjölskyldumyndir er kominn tími til að taka til í snoppuskinnu. Ofurhæpaðar hljómsveitir Magnað hvað þjóðin er tilbúin til að láta segja sér hvaða hljóm- sveitir hún á að fíla. Spurning um að finna eigin smekk? MÆLISTIKAN Nú leitum við eftir aðstoð almennings til að gefa okkur vel með farinn sparifatnað fyrir börn og fullorðna. Með því að gefa í söfnun Rauða krossins gerir þú fjölskyldum og einstaklingum kleift að eignast spariföt fyrir jólin í fataúthlutun Rauða krossins eða á hagstæðu verði í verslunum okkar. Tekið verður á móti fatnaði hjá deildum Rauða krossins í dag - laugardaginn 22. nóvember milli kl. 11.00 - 15.00 Sparifatasöfnun Rauða krossins Allar upplýsingar um verslanir og fataúthlutanir Rauða krossins er að finna á heimasíðunni www.raudikrossinn.is annan séns? Viltu gefa sparifötunum Reykjavík, Laugavegi 116 - gengið inn Grettisgötumegin, s. 5450400 Reykjavík, Vífilfell hf. Stuðlahálsi 1- inngangur verksmiðjumegin Reykjavík, Menningarmiðstöðin Gerðuberg - hjólhýsi Rauða krossins Hafnarfjörður, Strandgötu 24 - inngangur frá Fjarðargötu, s. 5651222 Kópavogur, Hamraborg 11, s. 5546626 Garðabær, Hrísmóum 4, Garðatorgi, s. 5659494 Álftanes, Haukshúsið á Álftanesi, s. 5650816 Mosfellsbær, Þverholti 7, s. 8986065

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.