Fréttablaðið - 22.11.2008, Page 64

Fréttablaðið - 22.11.2008, Page 64
48 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Nýlega las ég bráðskemmtilega bók eftir bandaríska rithöfundinn Stephanie Meyer en hún fjallar um ástir milli ungrar stúlku og vampíru. Bókin er ofurvinsæl vestra og er nú komin í íslenska þýðingu og því ábyggilega vampíruæði í uppsiglingu meðal ungmenna. Vampíruæði gerast alltaf á ákveðnum tímabilum, til dæmis voru bækur Anne Rice um vampíruna Lestat gífurlega vinsælar á níunda áratugnum og ábyggilega fyrirmynd margra „gothara“. „Twilight“-bækur Stephanie Meyer fylgja ákveðinni tískubylgju bókmennta en þar má meðal annars nefna The Hollows eftr Kim Harrison og Anita Blake: Vampire Hunter eftir Laurell K. Hamilton. Vampírur hættu að verða bara óhugnanleg skrímsli þegar Bram Stoker gæddi þær kynþokka og fegurð á nítjándu öldinni. Undanfarna áratugi hafa vampírusögur að miklu leyti snúist um hversu svalar vampírurnar eru, burtséð frá þessu litla aukaatriði að þær drepi fólk og sjúgi úr þeim blóðið. Sögur um vampírur einkennast af fegurð og rómantík og slatta af kynlífi líka. Þeir sem eru vel að sér í vampírufræðum ættu líka að vita að þar sem vampírur eru ódauðlegar varir ást þeirra að eilífu eða að minnsta kosti öldum saman þangað til einhver bíræfin mannvera skýtur þær með silfurkúlu. Hvað tísku varðar eru vampírur auðvitað skelfilega töff. Háar, grannar og fölar á vanga, í svörtum fötum og yfirnáttúrulega fallegar. Nútímavampírur eru að sjálfsögðu alltaf með sólgleraugu á daginn þar sem þær þola klárlega ekki sólarljósið. Með fegurri vampírum sem hafa sést á hvíta tjaldinu er franska kynbomban Catherine Deneuve í eitís költ-myndinni The Hunger. Þar leikur hún á móti guðdómlega fögrum David Bowie en saman leggja þau snörur fyrir fórnarlömb undir tónlist eftir Bauhaus. Deneuve er klædd svörtum kvenlegum drögtum frá Yves St. Laurent í myndinni með óaðfinnanlega greitt ljóst hárið og kattarleg sólgleraugu. Blóðrauður varalitur setur svo punktinn yfir i-ið. Það væri margt vitlausara í skammdeginu en að sækja innblástur í smá goth-horror líkt og margir tískuhönnuðir hafa greinilega gert fyrir veturinn. Kominn tími til að prófa svartan varalit, elska einhvern að eilífu og jafnvel bíta laust. Goth horror > FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ HJÁ MAC Nú í nóvember og desember standa yfir spennandi námskeið hjá Mac þar sem förðunarmeistarinn Guðbjörg Huldís leiðbeinir um meðferð húðar, hvernig velja á rétta farðann og hvað sé að gerast í dag í heimi förð- unar. Námskeiðin verða á mánudags-, þriðju- dags- og miðvikudags- kvöldum, annaðhvort í heimahúsum eða Mac í Kringlunni. Sport foundation frá Make Up Store. Borið á andlitið með bursta og lætur húðina virðast full- komna. Þetta hlýja köflótta cape lífgar upp á hvaða svarta dress sem er. Frá KVK, Laugavegi. Rauður varalitur frá YSL. Þokkafull- ur og ekki skemma fagurgylltar umbúðirnar fyrir. OKKUR LANGAR Í … Andi 19. aldar sveif yfir vötnum á sýningum Givenchy og Christian Lacroix fyrir veturinn 2008. Þar gaf að líta mjög gotneskar útfærslur af kjólum, buxna- drögtum og höfuðskrauti sem minntu helst á persónur úr vampírumyndum eða drungalegan heim Tims Burton. Hönnuðurinn Riccardo Tisci vakti mikla lukku með kynþokkafullum og rokkuðum útfærslum af Viktoríutímabilinu: hvítar skyrtur, leðurbuxur og svartar slár yfir herðarnar. Haute Couture-sýning Lacroix var íburðarmeiri og hann notaði óspart svart og rautt til að auka dramatíkina. Fyrirsæturnar voru svo að sjálfsögðu með föla vanga og mikið af svartri eða grænni augnmálningu að blóðsugnasið. - amb FRÖNSK TÍSKUHÚS SÆKJA INNBLÁST- UR TIL BLÓÐSUGNA OG VAMPÍRA GOTNESK RÓMANTÍK GAMALDAGS Hárauður kjóll með svörtum blúnduerm- um frá haute couture-sýn- ingu Christi- an Lacroix. BLÚNDA Gullfallegur og fínlegur blúndukjóll frá haute couture-sýn- ingu Givenchy fyrir veturinn 2009. GLÆSILEGUR Blúndukjóll með miklum púffermum frá Christian Lacroix. ROKKAÐ Óneitanlega svöl sam- setning hjá Givenchy sem Lestat vampíra hefði verið stoltur af. DRAMATÍSKT Fallegur jakki með breiðum öxlum frá Christian Lacroix. SEXÍ Stuttur flauelskjóll með áföstu keipi frá Christian Lacroix. GOTNESKT Þessi kápukjóll með hettu frá Givenchy gæti verið beint úr bíómynd. Nýtt sölugallerý Vönduð olíumálverk á hreint ótrúlegu verði! Verið velkomin, sjón er sögu ríkari. Opnunartími: mán-fös 10-18 lau og sun 12-17 Rauðarárstíg 6 Sími: 567-7888 www.art2b.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.