Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 8
8 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 Dúnúlpur frá The North Face Jólatilboð 25% afsláttur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 TAÍLAND, AP Hundruð taílenskra hermanna leituðu að sprengjum og vopnum á tveimur flugvöllum Bangkok í gær, meðan mótmæl- endur og hreingerningastarfs- menn vallanna unnu baki brotnu að því að þrífa og skúra gólf svo hægt yrði að hefja reglulegt flug að nýju. Andstæðingar ríkisstjórnarinn- ar höfðu hindrað mestalla umferð um vellina í nærri viku, en yfir- gáfu vellina í gær eftir að forsæt- isráðherra og ríkisstjórn höfðu sagt af sér. Búast má við að flugumferð komist í samt horf innan fárra daga, en fyrst þurfti að ganga úr skugga um hvort tölvukerfi og öryggiskerfi vallanna væru enn í lagi. Somchai Wongsawat forsætis- ráðherra sagði af sér eftir að hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að flokkur hans hafi, ásamt tveimur öðrum stjórn- málaflokkum, gerst sekur um kosningasvindl. Flokkunum þrem- ur var með úrskurði hæstaréttar jafnframt bannað að taka þátt í stjórnmálum næstu árin. Mótmælendur höfðu krafist afsagnar forsætisráðherrans, en ólíklegt þykir að ánægja þeirra vari lengi. Flokkarnir þrír, sem bannaðir hafa verið, komu sér í gær saman um að Chaowarat Chandeerakul varaforsætisráð- herra verði forsætisráðherra starfsstjórnar, en líklega verður þing kallað saman 8. eða 9. desem- ber til að velja nýjan forsætisráð- herra til frambúðar. Fullvíst þykir að sá komi úr sama hópi og fráfarandi forsætis- ráðherra, nefnilega úr stuðnings- mannahópi Thaksins Shinawaatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem steypt var af stóli haustið 2006. Líklegt er því að mótmælin hefj- ist að nýju fljótlega eftir að nýr forsætisráðherra hefur verið val- inn. Mótmælendurnir eru einkum vel stæðir höfuðborgarbúar sem sætta sig ekki við að Thaksin og félagar hans hafi fengið meiri- hluta á þingi, bæði í síðustu kosn- ingum og tveimur kosningum þar á undan. Til lausnar þessu hafa heyrst hugmyndir úr röðum stjórnarand- stæðinga um að einungis 30 pró- sent þingmanna verði kosnir í almennum kosningum, en hinir verði valdir á annan hátt svo tryggja megi að gamla valdastétt- in í höfuðborginni fái meirihluta á þingi. gudsteinn@frettabladid.is Flugumferð kemst í samt horf innan fárra daga Búast má við að mótmæli stjórnarandstæðinga í Taílandi haldi áfram strax og ný stjórn hefur tekið við af þeirri sem sagði af sér nú í vikunni. Gömlu stjórnarflokkarnir hafa áfram öruggan meirihluta á þingi. MÓTMÆLENDUR PAKKA SAMAN Stjórnarandstæðingar tóku saman hafurtask sitt og sópuðu eftir sig áður en þeir yfirgáfu flugvelli Bangkok-borgar. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKINN, AP Bandarískir rep- úblikanar önduðu léttar í gær þegar Saxby Chambliss hafði tryggt sér annað af tveimur sætum Georgíuríkis í öldunga- deild Bandaríkjanna. Þar með varð ljóst að demó- kratar ná ekki sextíu mönnum inn í deildina, og þar með hafa rep- úblikanar áfram möguleika á að tefja eða jafnvel hindra þingmál í deildinni. Endurkosning fór fram á þriðjudaginn vegna þess að eng- inn þeirra þriggja, sem voru í framboði í kosningunum 4. nóv- ember, náði þá meirihluta atkvæða. Því þurfti að kjósa á milli Chambliss og demókratans Jim Martin. Chambliss fékk öruggan meiri- hluta, tíu prósentum atkvæða meira en Martin, sem þótti reynd- ar fyrirfram ekki eiga mikla möguleika í Georgíu því demó- krati hefur ekki sigrað þar síðan 1998. Demókratar hafa nú tryggt sér 58 þingmenn í öldungadeild og rep- úblikanar 41. Enn er endurtalningu atkvæða í Minnesotaríki ólokið, en úrslitin þar skipta ekki jafn miklu máli nú þegar ljóst er að 60 þing- sæta meirihlutinn næst ekki. Með 60 þingmenn í deildinni gæti annar flokkurinn stöðvað mál- þóf hins og afgreitt lagafrumvörp, þannig að staða Baracks Obama og stjórnar hans hefði orðið mun sterkari. - gb Endurkosning fulltrúa Georgíu í öldungadeild Bandaríkjanna: Ofurmeirihlutinn náðist ekki SAXBY CHAMBLISS Repúblikaninn tryggði sér annað kjörtímabil í öldunga- deild Bandaríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP Elísabet Bretlands- drottning las í gær upp á þingi stefnuræðu Gordons Brown for- sætisráðherra. Ræðan var í styttra lagi, með áherslu á nokkur mál sem líkleg þykja til vinsælda. „Helsta forgangsmál stjórnar- innar er að tryggja stöðugleika í bresku efnahagslífi á tímum alþjóðlegrar efnahagslægðar,“ segir í ræðu Browns, sem drottn- ingin las að venju upp, skraut- klædd á sérstökum hátíðarfundi í upphafi nýs þings. Meðal áherslumála var að vernda lágtekjufjölskyldur gegn efnahagskreppunni, efna til her- ferðar gegn smáglæpum og setja strangari reglur um innflytjendur. Brown ætlar einnig að leggja áherslu á lausn átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs, leita nýrra leiða til að hindra kjarnorkuáform Írana og setja ný lög um jafnrétti, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að jákvæðri mismunun verði beitt. Bæði innihald ræðunnar og hve stutt hún var þykir benda til þess að Brown ætli sér að boða til kosn- inga á næsta ári, líklega í júní, og vilji búa í haginn með því að leggja áherslu á fá en vinsæl stefnumál sem hægt væri að koma nokkuð hratt í gegnum þingið fyrir sum- arið. - gb Bretadrottning las upp stefnuræðu Gordons Brown: Líkur taldar á að kosið verði í sumar BRETADROTTNING LES UPP RÆÐUNA Að venju er mikil viðhöfn á breska þinginu ár hvert þegar stefnuræða forsætisráðherra er lesin. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hvaða athafnamaður auglýsir lúxusíbúðir til sölu á vefsíðunni google? 2. Ungur píanisti leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Hvað heitir hann? 3. Hverja kallar Bubbi Morth- ens stóra bróður Íslendinga? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38. ALÞINGI Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, vill að Páll Magnússon útvarpsstjóri upplýsi menntamálanefnd um áætlanir um frekari niðurskurð hjá RÚV. Jafnframt að hann svari fyrir ásakanir um gerræðis- og ólýðræðisleg vinnubrögð við uppsagnir í síðustu viku. Fulltrúar starfsmanna RÚV komu fyrir nefndina í gær og lýstu óvissu meðal starfsfólks. Að mati Höskuldar á þingið að fá allar upplýsingar og fjalla um RÚV. Í hans huga hafa stjórnvöld ekki efnt loforð um eflingu RÚV við formbreytinguna á síðasta ári. - bþs Vill útvarpsstjóra fyrir nefnd: Segi frá sparn- aðaráformum BRETLAND, AP Forseti neðri deildar breska þingsins segir að lögregl- an hafi ekki haft neinn rétt til að gera húsleit á skrifstofu þing- manns í síðustu viku. Mikla athygli vakti er lögregla handtók Damian Green, sem fór með innanríkismál í skuggaráðu- neyti Íhalds- flokksins, og gerði húsleit á skrifstofu hans. Tilefnið var grunur um að Green væri ábyrgur fyrir leka trúnaðarupp- lýsinga úr innanríkisráðuneytinu. Hann var látinn laus án ákæru eftir níu tíma varðhald. Michael Martin, siðameistari þingsins, sagði að eftirleiðis yrði ávallt krafist húsleitarheimildar dómara ef lögregla vill gramsa í gögnum þingmanna. - aa Breska þingið: Húsleit hjá þing- manni ólögmæt DAMIAN GREEN Sjósundsgestir fari sér hægt Á vef Reykjavíkurborgar er tilkynning frá starfsfólki Nauthólsvíkur þar sem sjósundsgestir eru minntir á að fara varlega. Nú um stundir sé sjórinn rétt um tvær gráður og því nokkuð vara- samt að ætla sér mikið í sundinu. NAUTHÓLSVÍK VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.