Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 24
24 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 54 639 +0,66% Velta: 36 milljónir MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +17,14% ATORKA +5,0% ÖSSUR +1,87% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PET. -5,34% MAREL -0,13% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,80 +0,00% ... Atorka 0,42 +5,00% ... Bakkavör 3,28 +17,14% ... Eimskipafélagið 1,33 +0,76% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,10 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 76,60 -0,13% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 90,70 +1,87% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 250,0 +0,16% Gjörðir Seðlabanka Íslands og annarra efnahagsyfirvalda und- anfarna tvo mánuði virðast síður en svo til þess fallnar að ná þjóð- inni upp úr því feni skulda og mannorðsmissis sem hún sígur nú í. Þetta er niðurstaða Ragnars Árnasonar, hagfræðiprófessors, í nýjasta tölublaði Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efna- hagsmál. Ragnar fjallar í greininni um „skömmtunar- og haftakerfi í við- skiptum með gjaldeyri“. Hann segir Seðlabankann með gjörðum sínum hafa sýnt að hann skilji ekki markaði og hvernig þeir starfi. Flest ríki heims reyni að byggja efnahagslífið á leiðsögn frjálsra markaða, sem hér hafi í orði kveðnu átt að vera hornsteinn íslenskrar efnahagsstefnu. „Nú hefur það hins vegar verið opin- berað að þeir sem Seðlabank- anum ráða eru á allt annarri skoðun. Þeir bera bersýni- lega lítið traust til markaða og markaðsafla. Þegar mikið liggur við hrökkva þeir bara í gamla farið og telja vænleg- ast að hverfa til fortíðar og hand- stýra verðum og viðskiptum.“ Í umhverfi gjaldeyrisskömmt- unar og hafta segir Ragnar ljóst að erlend fyrirtæki muni hugsa sig um tvisvar áður en þau fjár- festi hér og innlend komi til með að skoða þann kost vandlega að færa heimilisfesti og sem mest af rekstri til útlanda. - óká RAGNAR ÁRNASON Hornsteinninn horfinn Útflutningur dróst saman um fimmtung á milli október og nóvembermánaðar, reiknað á föstu gengi, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Greining Glitnis segir breytinguna aðallega til komna vegna minna útflutningsverðmætis áls og sjávarafurða. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir nýliðinn mánuði nam útflutningur 43,2 milljörðum króna og innflutningur 40,8 milljörðum. Vöruskiptin voru því samkvæmt þessu hagstæð um 2,4 milljarða króna. „Vegna mikilla hreyfinga á gengi krónunnar er samanburður á breytingum á milli mánaða erfiður,“ segir á vef Hagstofunnar. „Vísbendingar eru um minna verðmæti útfluttra sjávarafurða og áls en aukið verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara miðað við október 2008,“ segir þar jafnframt. „Verð á hrávörum hefur farið hríðlækkandi á heimsmarkaði undanfarna mánuði. Til að mynda er verð á áli nú komið undir 1.700 bandaríkjadali tonnið, en var ríflega 3.000 dalir fyrir tonnið um mitt ár. Á móti kemur raunar að bandaríkjadalur hefur styrkst verulega gagnvart ýmsum helstu gjaldmiðlum á þessu tímabili. Verð á sjávarafurðum okkar hefur hins vegar haldist hátt á heimsmarkaði, sem er nokkur bót í máli,“ segir Greining Glitnis og kveður í sjálfu sér ekki koma á óvart að dragi úr vöruskiptaafgangi eftir metafgang í október. „Allar líkur eru hins vegar á að afgangur af vöruskiptum verði talsvert meiri en í nóv- ember að jafnaði á næstu misserum.“ - óká GRUNDARTANGAÁL Lækkandi heimsmarkaðsverð á áli er meðal þeirra þátta sem áhrif hafa á tölur um vöruskipti við útlönd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 2,4 milljarða króna í nóvember: Veik króna hefur áhrif á vöruskiptin Nýjar reglur og bankar taka við í dag taka við nýjar reglur um gjaldeyrismarkað sem Seðlabanki Íslands hefur samið að höfðu samráði við fjármálafyrirtæki. Undanfarnar vikur hefur verið stuðst við bráðabirgðaskipan gjaldeyrisviðskipta milli fjármálafyrirtækja á svonefndum tilboðsmarkaði Seðlabankans, sem nánast hefur verið eini seljandinn á markaðn- um. Í nýju reglunum er gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki gerist viðskipta- vakar með gjaldeyri. Í fyrstu verða viðskiptavakarnir þrír NBI (Nýi Landsbank- inn), Nýi Glitnir og Nýja Kaupþing. Í tilkynningu Seðlabankans kemur fram að æskilegt sé að fleiri annist viðskiptin þegar fram líða stundir og er þess vænst að svo verði. Hefði átt að vera augljóst? „Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Úlf Níelsson, doktorsnemi í hagfræði við Columbia- háskóla, í grein sem hann skrifar um stærð og hlutverk gjaldeyrisforða í nýjasta hefti Vísbend- ingar. Hann segir þó að ekki hefði þurft mikla umhugsun á síðustu uppgangstímum til að búa sig undir niðursveiflu. „Gengi krónunnar hafði sjaldan verið sterkara en á uppgangstímunum og kostnaður við að stækka [gjaldeyr- is]forðann, sem ljóst mátti vera að væri ískyggilega lítill, hefði verið afar lágur. Illa skilgreint hlutverk gjaldeyrisforðans - auk ranghug- mynda um að not hans væru orðin takmörkuð með afnámi fastgengisstefnu og uppgangi alþjóðlegrar bankastarfsemi - hefur átt stóran þátt í að skapa þau vandræði sem þjóðin nú stendur frammi fyrir.“ Peningaskápurinn … Erlendir fjárfestar halda sig fjarri Íslandi á meðan hringlandaháttur ríkir í gjaldeyrisviðskiptum. Skað- inn er skeður, segir fram- kvæmdastjóri Gogogic. „Við erum ekki að biðja um ölm- usu heldur traust bakland,“ segir Jónas Björgvin Antonsson, fram- kvæmdastjóri leikjafyrirtækis- ins Gogogic. Fyrirtækið var talsvert í frétt- um í síðustu viku sem framleið- andi Kreppuspilsins umtalaða. Þá hefur það unnið í nokkur ár að þróun nokkurra netleikja, svo sem fjölspilunarleiksins Boss of the Bosses, sem kalla má litla frænda Eve Online frá CCP. Fjármögnunarviðræður við bandaríska fjárfesta voru komn- ar á skrið í síð- ustu viku þegar reglur Seðla- bankans um gjaldeyrisvið- skipti voru sam- þykkt á Alþingi aðfaranótt föstudags. Jónas reiknar með að þurfa að gera fjárfestun- um grein fyrir stöðu mála hér og svo geti farið að viðræður taki lengri tíma en ella. „Ég vona að lögin hafi ekki lokað á allt hjá okkur. En það má fullyrða að höftin komu á við- kvæmum tíma,“ segir Jónas. Markaðurinn hefur rætt við fjölda manns í íslenskum sprota- geira. Flestir telja reglurnar skýrar: fjárfesting erlendra aðila hér á landi er bönnuð og spilli hringlandaháttur í reglum um gjaldeyrisviðskipti fyrir. Þá hefur Markaðurinn heimild- ir fyrir því að tveir erlendir fjár- festingasjóðir hafi skoðað kaup á hlutafé í íslenskum fyrirtækjum. Þær áætlanir hafi verið slegnar út af borðinu eftir að reglurnar voru samþykktar. Talsverðir hagsmunir eru í húfi fyrir íslensk sprotafyrirtæki. Heyrst hefur um upphæðina eina milljón evra og upp úr. Það gerir tæpar 200 milljónir króna á gengi evru gagnvart krónu í gær. „Lögfræðingur okkar telur að breyta þurfi reglum Seðlabank- ans,“ segir Vilhjálmur Þorsteins- son, stjórnarformaður Verne Holdings og tölvuleikjaframleið- andans CCP, en hann gagnrýndi þær harðlega um síðustu helgi. Vilhjálmur fundaði um málið í fyrradag ásamt lögfræðingi Verne Holdings með fulltrúum viðskiptaráðuneytis og Seðla- banka. Þar kom fram að reglur bankans felli ekki úr gildi gjald- eyrislög frá 1995, sem leyfi beina fjárfestingu útlendinga hér og séu því fyrri lög enn í gildi. „Niðurstaðan var sú að við skrifum ráðuneytinu bréf með spurningum. Við vonumst eftir svari fyrir stjórnarfund 11. desember til að gefa fjárfestum og hluthöfum okkar skýr svör til að byggja á,“ segir Vilhjálmur. jonab@markadurinn.is JÓNAS BJÖRGVIN ANTONSSON Ríkið skaðar sprotastarfið FUNDAÐ Í VIÐSKIPTARÁÐUNEYTINU Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskipta- ráðherra, sem situr við borðsendann, og hans menn ræddu við Vilhjálm Þor- steinsson og lögfræðing Verne Holdings. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Við höfum fylgst með því hvern- ig farið hefur fyrir Íslandi. Hefð- um við ákveðið að vera ein á báti má geta sér til um að svipaðar aðstæður hefðu komið upp hér,“ segir Michael Martin, utanríkis- ráðherra Írlands, í samtali við Associated Press-fréttastofuna í gær. Þar er bent á að aðild Íra að Myntbandalagi Evrópusambands- ins hafi varið efnahagslíf landsins frá þeim hremmingum sem riðið hafi yfir alþjóðleg hagkerfi, ekki síst í Vestur-Evrópu. Sé nú svo komið að stjórnvöld margra landa íhugi alvarlega að kasta myntkerfi sínu fyrir evrur vegna ástandsins. - jab Evruleysingjar horfa til aðildar Jólatón leikar í Grafa rvogsk irkju fö studag inn 5. desem ber kl. 20. Spenn andi d agskrá , fjölbr eytt tó nlist, e itthvað fyrir a lla! Umsjó n og s tjórnun tónlei kanna er í hö ndum Keith R eed. Þema tónleik anna v erður Jól í A meríku , “Chri stmas in Ame rica.” Miðav erð kr. 2.000 , miða r eru s eldir á Basar num á Grens ásvegi 7 (s. 5 33490 0) í þjónus tumiðs töð KF UM og KFUK á Hol tavegi 28 og við in ngang inn. Allur á góði a f tónle ikunum rennu r til up pbygg ingar f ramha ldsskó la og hei mavist a fyrir fátæk a nem endur í Póko thérað i Keníu . Gefum fleirum tækifæ ri til ná ms og vonar íka fra mtíð. REGÍN A ÓSK • MAT TI SAX • LAN DSVIR KJUNA RKÓRI NN • HJÖRL EIFUR VALSS ON • BIG BA ND • ÁSLAU G HÁL FDÁNA RDÓTT IR • SA MKÓR REYK JAVÍKU R • GI SSUR P ÁLL GI SSURA RSON TENÓ R • OG FLEIRI Jólatónleika r www.sik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.