Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 70
50 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR Popparinn Ingi heldur útgáfutón- leika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun,“ segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu tók Ingi plötuna upp í San Francisco með upptöku- stjóranum Scott Mathews, sem hefur unnið með hetjum á borð við David Bowie, Johnny Cash og Brian Wilson. „Við vorum í sex vikur að taka upp og það gekk rosavel,“ segir Ingi sem væri alveg til í að vinna aftur með Scott: „Hann er rosalega góður og það var magnað að vinna með honum.“ Nafnið Human Oddities er til- vísun í skrítið fólk sem Ingi virð- ist hafa heillast af í gegnum tíð- ina. „Í sumum lögunum koma hinir og þessir skrítnir einstakl- ingar fram þannig að nafnið var mjög viðeigandi.“ Þrátt fyrir að tónleikarnir á Nasa verði hans fyrstu hér á landi hefur Ingi spilað lítillega í Lond- on þar sem hann hefur búið. Í umslagi nýju plötunnar talar breski tónlistarblaðamaðurinn Ben H. Murray um frammistöðu hans og minnist sérstaklega á tón- leika í Brixton Windmill þar sem áheyrendur stóðu upp í lokin og klöppuðu hann tvívegis upp. Slíkt gerist ekki á hverjum degi þar í borg. Ingi vonast til að vinna aftur með Scott Mathews en fyrst ætlar hann að koma plötunni að úti í heimi og er Scott að leggja fyrir hann línurnar í Bandaríkjunum. „Framhaldið er frekar óljóst en vonandi kemur þetta í ljós sem fyrst á nýju ári,“ segir hann. - fb Fyrstu tónleikarnir á Íslandi Tríóið Akureyri! hefur gefið út sína fyrstu plötu. Hún heitir því viðeigandi nafni Varúð – Kreppa. „Við stofnuðum bandið í janúar,“ segir Reynir bassaleik- ari og söngvari. „Ég og Gummi höfðum lengi ætlað að stofna band en ekkert gerðist. Svo hittum við Valgeir á fylliríi á Kaffi Amor á laugardagskvöldi og fyrsta æfingin var á mánudegi.“ Reynir segir hljóðfærakunnáttu hafi ekki boðið upp á annað en að hljómsveitin myndi spila pönk. „Það er helst Gummi sem kann eitthvað á gítarinn. En svo hefur þetta bara orðið helvíti þétt hjá okkur. Við vorum að hlusta á plötuna og okkur fannst sumt af þessu vera þungarokk. Svo þetta er eiginlega mitt á milli pönks og þungarokks – „pungarokk“ köllum við það!“ Akureyri! stefnir á að halda útgáfutónleika á Akureyri og í Reykjavík fyrir jól. Platan fæst alls ekki í betri plötubúðum heldur í Húsinu og Tónastöð- inni á Akureyri og í gegnum heimasíðuna myspace. com/akureyriband. Á plötunni má heyra kreppu- tengd lög eins og „Það er allt að fara til fjandans“ og „Hættu að væla“. En hvernig leggst svo ástandið í pungarokkarana? „Æi, við erum með okkar fjandans myntkörfubílalán eins og aðrir,“ stynur Reynir. „Maður er samt eiginlega bara hættur að tékka á statusnum á lánunum og reynir bara að brosa. Það er að mörgu leyti ágætt að þetta fór sem fór enda margt sem var komið út í algjört rugl. Kreppan þjappar fólki saman svo maður reyni nú að líta á björtu hliðarnar. Það er samt mikilvægt að halda áfram að öskra á þá hálfvita sem komu okkur út í þessa vitleysu.“ - drg Akureyri! varar við kreppunni INGI Popparinn Ingi Örn Gíslason heldur útgáfutónleika á föstudagskvöld til að kynna sína fyrstu sólóplötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPILA PUNGAROKK Hljómsveitin Akureyri! frá vinstri: Valgeir Árnason, Reynir A. Þórólfsson og Guðmundur Ómarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HJALTI ÞÓR HREINSSON Björg Þórhallsdóttir sópr- ansöngkona og Elísabet Waage hörpuleikari slógu í gegn þegar þeirra útgáfa af einkennislagi Liverpool- fótboltaliðsins, You´ll Never Walk Alone, var spiluð í beinni útsendingu hjá BBC. Björg og Elísabet fóru í útvarps- viðtal hjá hinni vinsælu Lindu McDermott á BBC Radio til að kynna tónleika sína í listagallerí- inu Lady Lever Art Gallery On Wirral á norrænu menningarhá- tíðinni NICE08. Einnig fóru þær í viðtal hjá Sky-sjónvarpsstöðinni. Hjá BBC var fyrst spilað af plötu Bjargar, Gullperlur, lagið Sofðu, sofðu góði eftir Sigvalda Kaldalóns og vakti það mikla hrifningu. Eftir það var röðin komin að You´ll Never Walk Alone. „Ég hafði tekið með mér nokk- ur eintök af Gullperlum sem kom út fyrir jólin í fyrra sem ég seldi eftir tónleikana. Þá ráku þeir augun í þetta lag. Ég hélt að það væri að æra óstöðugan að spila það fyrir Liverpool-búa en það virkaði alveg þveröfugt,“ segir hún og bætir við að eftir tónleik- ana hafi verið mikil eftirspurn eftir plötunni. Síðan hún kom heim hefur hún haft í nógu að snúast við að senda hana út til æstra aðdáenda sinna í Bret- landi. Klappaðar upp Á tónleikunum fluttu þær Björg og Elísabet fjölda íslenskra þjóð- og sönglaga, auk þess sem þær spiluðu írska þjóðlagið Salley Gardens eftir uppklapp „Það er alltaf eitthvað sérstakt við að flytja íslenska tónlist í útlöndum. Þetta var alveg einstök upplifun fyrir okkur báðar og áhorfendur voru mjög þakklátir.“ Björg segir þessa Bretlandsför afar minnisstæða. „Þetta var alveg stórkostlega gaman og það var sérstaklega gaman hvað það var tekið á móti okkur af mikilli umhyggju og elskusemi. Bretan- um virtist vera mjög umhugað um að okkur liði vel, ekki síst í ljósi þjóðfélagslegra atburða hjá okkur. Það var notalegt að finna þá umhyggju, meðal annars hjá fólki sem hafði tapað stórum fjár- munum í Icesave. Það virtist ekk- ert slá þá neitt út af laginu og þeir sögðu að þetta væru nú bara pen- ingar,“ segir hún. Ráðinn listrænn stjórnandi Þær Björg og Elísabet hafa feng- ið boð um að koma fram á hátíð- inni á næsta ári og ekki nóg með það því Björg hefur verið ráðin til næstu fjögurra ára sem listrænn stjórnandi viðburða á sviði klass- ískrar tónlistar hjá hátíðinni. Von- ast hún til að efnahagsástandið verði búið að lagast fyrir næstu hátíð því hætta þurfti við þó nokk- ur atriði í ár vegna þess. Meðal annars var tónleikum Bjargar og Elísabetar í dómkirkju Liverpool aflýst auk þess sem kór Lang- holtskirkju hætti við að koma á hátíðina. Nóg að gera fyrir jólin Fram undan hjá Björgu eru fjár- öflunartónleikar í Akureyrar- kirkju 16. desember til styrktar bágstöddum þar sem Óskar Pét- ursson, Kór Akureyrarkirkju og Stúlknakór Akureyrarkirkju koma einnig fram. Tvennir jóla- tónleikar verða síðan í Iðnó 21. og 22. desember með Hjörleifi Vals- syni fiðluleikara og Árna Heiðari Karlssyni píanóleikara. freyr@frettabladid.is Björg sló í gegn hjá BBC BJÖRG OG ELÍSABET Þær Björg og Elísabet gerðu góða ferð til Bretlands og fóru meðal annars í viðtal hjá BBC og Sky. ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI TWILIGHT Forsýnd kl. 8D 12 MADAGASCAR 2 m/Ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 L MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L BODY OF LIES kl. 8 - 10:30 16 BODY OF LIES kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP PASSENGERS kl. 8 - 10:10 12 FERÐIN TIL TUNGLSINS 3D kl. 6(3D) L HOW TO LOSE... kl. 5:50 - 8:10 12 RESCUE DAWN kl. 10:30 16 HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:50 L TWILIGHT Forsýnd kl. 10:10D 12 MADAGASCAR 2 m/Ensku tali kl. 6D - 8D L MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6D L BODY OF LIES kl. 8D - 10:40D 16 W kl. 8 - 10:40 12 SEX DRIVE kl. 6 síð sýn 12 TWILIGHT Forsýnd kl. 8 12 MADAGASKAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L MADAGASKAR 2 m/Ensku tali kl. 6 - 8 L TWILIGHT Forsýnd kl. 8 12 RESCUE DAWN síð sýn kl. 10:30 16 MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 8 L QUARANTINE síð sýn kl. 10:10 16 TWILIGHT Forsýnd kl. 8 12 TRAITOR kl. 8 12 FORSÝND Í KVÖLD !! myndin sem gerði allt BRJÁLAÐ í USA KOMIN Í B ÍÓ FRÁBÆR MYND! HIKLAUST FYNDNASTA MYND ÁRSINS! ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ VILT KOMAST AÐ, ER SANNLEIKURINN. NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 L L 12 12 16 14 L L ZACK & MIRI MAKE A PORNO kl. 8 - 10.10 QUANTUM OF SOLACE kl. 10.10 NICK AND NORAH´S ... kl. 6 IGOR kl. 6 FOUR CHRISTMASES MasterCard forsýning kl. 8 16 12 L L L ZACK & MIRI MAKE A PORNO kl. 5.45 - 8 - 10.15 NICK AND NORAH´S ... kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 IGOR kl.3.45 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 - 10.30 QUANTUM OF SOLACE LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 QUARANTINE kl. 10.20 MY BEST FRIENDS GIRL kl. 5.40 SKJALDBAKAN & HÉRINN kl. 3.45 FOUR CHRISTMASES MasterCard forsýning kl. 8 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 16 12 12 14 APPALOOSA kl. 5.30 - 8 - 10.30 RELIGULOUS kl. 5.50 - 10.10 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 -10.30 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.40 - 8 - 10.10 FOUR CHRISTMASES MasterCard forsýning kl. 8 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 16 L L 12 12 14 PRIDE AND GLORY kl. 8 - 10.30 NICK AND NORAH´S ... kl. 6 - 8 - 10 IGOR kl. 6 TRAITOR kl. 8 - 10.20 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 - 10.20 MY BEST FRIENDS GIRL kl. 5.45 500kr. 500kr. 500kr. 500kr. 500kr. 500 kr. AÐEINS EMPIRE -S.M.E., MANNLÍF -IcelandReview 59.000 MANNS - bara lúxus Sími: 553 2075 FOUR CHRISTMASES kl. 8 - MasterCard forsýning 7 MADAGASCAR 2 kl. 6 -ÍSL. TAL L ZACH AND MIRI MAKE A PORNO kl. 5.45, 8 og 10 16 PRIDE AND GLORY kl. 10 16 IGOR - 500 kr. kl. 6 - ÍSL. TAL L QUANTUM OF SOLACE kl. 7.45 og 10 12 2 fyrir 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.