Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 62
42 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Sænski píanóleikarinn Esbjörn Svensson gerði mikla lukku þegar hann spilaði ásamt tríóinu sínu á tvennum tónleikum á Nasa á Listahátíð í maí 2007. Hann lést sem kunnugt er í köfunarslysi í nágrenni Stokkhólms 14. júní sl. 44 ára að aldri. Esbjörn var einn af áhrifamestu djasstónlistar- mönnum síðustu ára. Þó að hann hafi aldrei yfirgefið djassinn þá var hann duglegur að lita hann með ólíkri tónlist, t.d. rokki, teknói eða barrokk tónlist og vinsældir hans náðu langt út fyrir raðir harðra djassgeggjara. Tríóið hans, e.s.t., var auk Esbjörns skipað trommuleikar- anum Magnus Öström og bassaleikaranum Dan Berglund. Saman gerðu þeir félagar nokkr- ar frábærar plötur, þ.á m. Strange Place for Snow (2002), Seven Days of Falling (2004), Viaticum (2005) og Tuesday Wonderland (2006). Tríóið vann sér það líka til frægðar að verða fyrsta evrópska djasssveitin til að komast á forsíðu þess fornfræga djasstímarits Down Beat. Seint í fyrra kom út með tríóinu tvöfalda tónleikaplatan Live in Hamburg sem var hljóðrituð í nóvember 2007 og fyrir nokkrum vikum kom svo síðasta platan sem Esbjörn hljóðritaði, Leucocyte. Hún var tekin upp í Sydney í Ástralíu snemma á árinu, en á henni blanda þeir þremenningar raftónlist og ýmsum hljóðeffektum saman við djasstríóformið og úr verður mjög djörf og tilraunakennd plata. Leucocyte er stefnubreyting fyrir e.s.t., svo mikil að vefdjassritið allaboutjazz.com líkir því við stökkið sem Radio- head tók frá OK Computer yfir í Kid A. Platan er ekki allra, en hefur víðast hvar fengið góða dóma. Persónulega finnst mér hún frábær, enda greinilega mikil gerjun í gangi. Þess skal svo getið að lokum að Leucocyte og aðrar plötur e.s.t. eru fáanlegar í versluninni Rafgrein í Skipholtinu, en hún býður upp á nokkuð úrval af djassi og heimstónlist. Djarft lokaverk DJARFT LOKAVERK Síðasta plata sænska píanóleikarans Esbjörns Svensson sem lést í sumar þykir stórt stökk frá fyrri verkum. Jólavertíðin er hafin í tónlistarbransan- um og tónlistarunnendur hafa úr fjölda íslenskra platna að velja þetta árið. Frétta- blaðið fékk valinkunnan hóp sérfræðinga til að velja bestu og verstu umslögin þetta árið. Besta umslag ársins Morðingjarnir - Áfram Ísland! „Ákaflega skemmtilegar umbúðir sem koma á óvart í fínleika sínum – utan frá séð – og lágstemmdri gagnrýni og kannski reiðum húmor sem birtist innan í. Þetta er vel gert og heilsteypt umslag.“ „Hæfir tónlistinni fullkomlega. Gruggugt og hrátt en samt með “dassi” af léttleika.“ „Litirnir og áferðin eru einstaklega friðsæl og róandi, sem Morðingjarnir eru sannarlega ekki. „Júxtapós“ er einmitt svo móðins. Flott.“ „Morðingjarnir hitta beint í mark. Pönkað, stíl- hreint og töff umslag hressustu pönksveitar landsins. Hönnun til að myrða fyrir.“ Næstbest FM Belfast - How to make friends „Alveg fáránlega hresst og jákvætt einsog bandið sjálft. Heimaföndur er framtíðin og ekki tölvugrafík í aug- sýn. Frískandi.“ „Gáskafullt og gleðilegt - svolítið eins og litlu frændsystkin manns sem tróðu upp í jólaboðinu í fyrra hafi ákveðið að smella í disk handa fjölskyld- unni og málað umslagið sjálf.“ „Allt handgert alveg að prentvélinni og hver síða er sérstök, hvert lag á sinn myndheim – og þannig eru umbúðirnar að leika við tilfinningarnar sem hlustandinn finnur í hjarta sínu og höfði. Þetta eru almennileg vinnubrögð, ekkert nema hjarta, ekkert nema ást.“ Þriðja best Lay Low - Farewell Good Nights Sleep „Grípandi og óræð grafík. Fær mann til að vilja vita meira.“ „Ótrúlega djarft útspil hjá Lay Low. Hefði auðveldlega getað farið söluvænni leið, en fangar þess í stað andrúmsloftið á þessari frábæru plötu fullkomlega.“ Önnur góð Þursaflokkurinn & Caput í Höllinni á þorra 2008 „Stílhreint, íslenskt og hreinræktað.“ Páll Óskar - Silfursafnið „Flott konsept sem fór alla leið – meira að segja útgáfuballið var í stíl við plötu- umslagið.“ Sprengjuhöllin - Bestu kveðjur „Klassískt og mikilfenglegt. Mikil og smekkleg séntilmenni þarna á ferð.“ Jeff Who? - Jeff Who? „Minnir á hljómsveitina Chicago. Skemmtilega retro og ein- falt.“ Motion Boys - Hang on „Stílhreint, fágað og „pervertískt“, einmitt sömu orð til að lýsa tónlistinni. Skot og mark.“ Versta umslag ársins Stefán Hilmarsson - Ein handa þér „Hann viðurkennir það stoltur að hann hafi hermt eftir kápu með James Taylor. Sko, ef það er ekki lagður metnaður í káp- una, þá trúir maður ekki að það sé lagður metnaður í tónlistina. Svo er hann alveg einstaklega smeðjulegur á svipinn.“ „Ég fæ það á tilfinninguna að Stebbi ætli að drepa mig frekar en að færa mér gjöf.“ „Þetta er eins og framan á Hagkaups- eða Kringlu- bæklingi. Mjög stúdíóuð vetrarmynd - honum er ekki einu sinni kalt eða langar í kakó á þessari mynd. Síðan er myndin svo löguð til að það er eins og frændi Stef- áns á fermingaraldri hafi setið fyrir.“ „Þetta er eins og GAP auglýsing. Lélegt.“ Næstverst Diddú og Terem - Diddú og Terem „Hér hefur hver einasti filter í Photoshop verið keyrður langt yfir þolmörk. Einsog einhver hrikaleg reif plata frá 1992. Reif í Diddú.“ „Agalegt Photoshop fyllerí á ferð þarna. Skelfilegt umslag!“ „Ég veit ekki hvort Gylfi Ægis hafi hannað umslag- ið - en ef hann gerði það var smekklaust af honum að setja mynd af sjálfum sér á það.“ Þriðja verst Retro Stefson - Montana „Nær hvorki að vera Retro né Stefson. Hræðilega ljótt umslag. Af hverju sagði eng- inn neitt? Spútnikhljómsveit Íslands átti að fá annað álit áður en hún sendi þetta frá sér.“ „Veit ekki hvort það var ætlunin að láta þetta líta út eins og teikning úr MacPaint á Macintosh Plus. Ef svo, þá tekst það ekki einu sinni.“ Önnur vond Bubbi - Fjórir naglar „Ósmekklegt og óaðlaðandi. Ódýr lausn þegar hægt hefði verið að gera svo mikið meira.“ Merzedes Club - I wanna Touch You „Vá, hvað manni finnst langt síðan þetta var. Allt annar heimur. Af hverju gátu þau ekki bara tekið myndina í sundlaug?“ Baggalútur - Nýjasta nýtt „Það sorglegasta við þetta umslag er að myndirnar inni í því hefðu allar komið betur út framan á. Ljót- ir litir, allt of litlar myndir og jafn grípandi og sápustykki í sturtu.“ Garðar Thór Cortes - You say you love me „Garðar er eins og vampíra að rísa upp úr kistu sinni.“ Borko - Celebrating life „Tilgerðarlegt og tilgangslaust krass. Er kominn með óstjórnlegt óþol gagnvart þessum krúttkynslóðar myndmenntarteikn- ingum.“ Bestu og verstu plötuumslögin Dómnefndina skipuðu: Dóra Ísleifsdóttir, grafískur hönnuður, Margrét Erla Maack, plötusnúður á Rás 2, Bobby Breiðholt, bloggari og hönnuður, Egill Harðar, bloggari og hönnuður, Árni Zúri Jónsson, leikstjóri og bloggari, og Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Mónitors. > Í SPILARANUM Sin Fang Bous - Clangour Britney Spears - Circus Húskallar í óskilum - Hlemmur Hlíðarendi Guns N’ Roses - Chinese Democracy Bob Justman - Happiness & Woe BOB JUSTMANSIN FANG BOUS > Plata vikunnar Dr. Spock - Falcon Christ ★★★★ Dr. Spock hefur tekið miklum framförum frá fyrstu plötunni og er nú bæði villtari, þéttari og kraftmeiri. Fyrir vikið er Falc on Christ ein af skemmti- legri rokkplötum síðustu ára. TJ Billie Joe Armstrong, forsprakki Green Day, segir að „kraftapopp“ verði líklega allsráðandi á væntan- legri plötu sveitarinnar. „Mér finnst gaman að leika mér með útsetningar og skoða alltaf mögu- leikann á að semja „kraftapopp“,“ sagði Armstrong. „Hvernig tek- urðu eitthvað, sem gæti verið eftir The Creation, The Who, Bítlana, Cheap Trick eða The Jam og reynir að víkka út þessa þriggja hljóma hugmynd. Ég er að skoða hvernig maður býr eitthvað til þar sem útsetningarnar eru óútreiknanleg- ar.“ Upptökustjóri plötunnar er Butch Vig sem er líklega þekktast- ur fyrir Nirvana-plötuna Neverm- ind. „Hann tekur því ekki sem sjálfsögðum hlut sem við erum með í höndunum. Hann notar alla sína vitneskju til hins ýtrasta,“ sagði Armstrong. Rúm fjögur ár eru liðin síðan síðasta plata Green Day, American Idiot, kom út við miklar vinsældir. Á meðal vinsælustu laga sveitarinn- ar eru Welcome to Parad- ise, Basket Case, When I Come Around og Good Riddance (Time of Your Life). Semur kraftapopp BILLIE JOE ARMSTRONG Forsprakki Green Day telur að „kraftapopp“ verði allsráðandi á næstu plötu Green Day. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 Sendu SMS ES L PTJ á nú 1900 og þú gæ tir unnið eintak ! Pottþétt Vinningar eru geislaplö tur, tölvuleikir, DVD myndir, Pepsi og margt fleira! kr/skeytið. 9. hvervinnur! V E F V E R S L U N E L K O . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.