Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 16
16 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN, SVÍÞJÓÐ Framtíð sænsku bílaverksmiðjanna Saab og Volvo er í uppnámi, eftir að bandarísku móðurfélögin GM og Ford lýstu yfir vilja til að selja bæði merkin sem lið í tilraunum til að koma rekstri heildarsam- steypanna á réttan kjöl. Að mati sérfróðra sem sænska viðskipta- ritið Dagens Industri vitnar til á Volvo mun betri möguleika á að lifa af en Saab, sem árum saman hefur verið að missa markaðshlut- deild og tapa fé. Stóru bandarísku bílaframleið- endurnir þrír, GM, Ford og Chrysler, róa nú lífróður. Stjórnir allra þriggja hafa farið fram á neyðarfjárhagsaðstoð upp á sam- tals 34 milljarða dala úr banda- ríska ríkissjóðnum, og heita því um leið að grípa til róttækra ráð- stafana í því skyni að bjarga félög- unum frá gjaldþroti sem annars blasir við þeim öllum á næstu mánuðum. Sýnu skárst kvað Ford standa, en falli hin tvö myndi það draga Ford líka niður í fallinu. Stjórnmálamennirnir hafa farið fram á ítarlegar áætlanir frá fyr- irtækjunum þremur um það hvernig þau hyggist komast á rétt- an kjöl. Meðal þess sem fram kemur í þeirri áætlun sem GM skilaði inn til Bandaríkjaþings á þriðjudag, er að fyrirtækið hygg- ist fækka verulega bílamerkjun- um sem það framleiðir. Þau merki sem það myndi losa sig við væru Saab, Hummer og Saturn. Það er jafnvel ekki útilokað að GM reyni að selja þýsku Opel-verksmiðjurn- ar, sem urðu hluti af GM þegar árið 1922 og hafa um árabil verið stöndugasti hluti heildarsam- steypunnar. Af alls 266.000 starfs- mönnum sem eftir eru hjá GM hyggst fyrirtækið segja upp 31.500 til viðbótar fram til ársins 2012. Sala á Saab-bílum var 58 pró- sent minni í nóvember í ár en í sama mánuði árið áður. Sambæri- leg tala hjá Volvo var 46 prósent. Hjá báðum fyrirtækjum starfa í Svíþjóð samtals um 23 þúsund manns. GM eignaðist Saab-bíla- verksmiðjurnar árið 1990 og Ford fólksbíladeild Volvo árið 1999. Þrýstingur eykst á stjórnvöld í Svíþjóð að grípa til sinna ráða til að forða því að fólksbílafram- leiðsla í landinu leggist af. audunn@frettabladid.is Saab og Volvo sett á útsölu Bandarísku bílarisarnir GM, Ford og Chrysler gera nú nýja atlögu að því að afla neyðarfjárhagsaðstoð- ar. GM hyggst losa sig við Saab og Ford við Volvo. Í VANDA Nýi XC60-jeppinn fyrir utan höfuðstöðvar Volvo í Gautaborg. Sænsk fólksbíla- framleiðsla er í uppnámi vegna fjárhagsvanda bandarísku móðurfyrirtækja Saab og Volvo. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN SKÓLAR Hjallastefnan fær ekki að bæta 4. bekk við barnaskóla sinn við Hjallabraut á næsta skólaári. Eftir úttekt emæbttismanna segir fræðslusvið Hafnarfjarðarbæjar að núverandi húsnæði skólans rúmi ekki þann fjölda barna sem umbeðin viðbót felur í sér. „Auk þess má benda á að eðlilegt er að hagræðingarkrafa, vegna efna- hagsástandsins, nái til allra þátta fræðslumála,“ segir í umsögn fræðslusviðs sem fræðsluráð bæj- arins hefur samþykkt. - gar Hjallastefna í húsnæðisvanda: Fá ekki að bæta fjórða bekk við MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR Forvígis- kona Hjallastefnunnar í Hafnarfirði. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 7 Húfur og vettlingar 1.990kr.Verð frá í jólapakkann HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.