Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 60
40 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR JÓLATÓNLEIKAR ÓPERUKÓRS HAFNARFJARÐAR VÍÐISTAÐAKIRKJU SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 7. DESEMBER KL. 20 Stjórnandi Elín Ósk Óskarsdóttir Píanóleikari Peter Máte Komið og njótið ljúfra tóna á aðventunni með Óperukór Hafnarfjarðar Aðgangseyrir kr. 2000,-www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV fös. 5/12 örfá sæti laus lau. 6/12 örfá sæti laus Aðeins fjórar sýningar eftir Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL fös. 5/12 örfá sæti laus lau. 6/12 örfá sæti laus Sala hafin á sýningar í janúar Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson Aðventusýning Þjóðleikhússins lau. 6/12 þrjár sýningar, uppselt sun. 7/12 þrjár sýningar, uppselt Örfá sæti laus í desember Klókur ertu Einar Áskell Bernd Ogrodnik Aukasýningar í janúar sala hafin Gjafakort á Kardemommubæinn Sértilboð til áramóta Sætið á aðeins 2.000 kr. (fullt verð 2.800 kr.) Farandsýning sem hefur ferðast á milli mennta- skólanna í Reykjavík og verður á ferðinni út fyrir borgarmörkin eftir jól er nú sest að í Íslensku óperunni. Almennum leikhúsgestum gefst nú eitt tækifæri til að sjá sýninguna Óþelló Parkour. Sýningin er fyrsta leikstjórnar- verkefni Ívars Arnars Sverris- sonar og er jafnframt tilraun til að brjóta hefðir kringum hina sígildu sögu Shakespeare um márann frá Feneyjum, örlög hans og ástir. Sýninguna setti Ívar saman með því að sækja sér sér- fræðiþekkingu í nýstárlega íþrótt sem hefur vaxið hratt að vin- sældum á liðnum árum víða um heim: Parkour. Þetta jaðarsport dró saman krafta úr tveimur aðskildum frístundaiðkunum sem urðu til á götum borga heims- ins: bmx og hjólabretti. Parkour snýst um að gera sitt nánasta umhverfi að leikvelli sínum. Nota hjól og bretti til frelsiskenndrar tjáningar með stökkum og fífl- dirfsku á hörðum flötum asfalts- ins og steypunnar. Að gera það sem maður vill, fara þangað sem maður vill, vera sá sem maður er. Í sviðsetningu Ívars koma fram tólf leikarar og íþróttamenn: Óþelló er leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, Desdemóna er Álf- rún Helga Örnólfsdóttir, Jagó Ólafur S.K. Þorvaldz, en Emilía kona hans er Alexía Björg Jóhannesdóttir. Róderígó er Magnús Guðmundsson, Kassíó er Antoine Hrannar Fons, og Bjanka Inga Huld Hákonardóttir. Hópur- inn Radioactive Pants fer með ýmis hlutverk en hann skipa: Tómas Þórhallur Guðmundsson, Andri Már Birgisson, Davíð Már Sigurðsson, Stefán Birnir Stef- ánsson og Tómas Orri Birgisson. Ívar hefur kosið að setja þessa óvenjulegu leiksýningu upp í náinni framtíð: Oþelló Parkour gerist á Vestfjörðum 2056. Grænlendingar er óvinir okkar og Vestfirðir eru sjálfstætt land. Óþelló er herforingi á Íslandi og hefur miðlað af reynslu sinni þegar Íslendingar hófu að byggja upp her til að verja olíu- og vatns- auðlindir landsins. Grænlending- ar gera árás á Vestfirði vegna deilna um olíulindir á Græn- landshafi. Inní þetta fléttast svo ástarsaga Óþellós og Desdem- ónu. Aðeins ein kvöldsýning er fyr- irhuguð á verkinu hér í Reykja- vík að þessu sinni og verður hún föstudaginn 5. desember. Miðar verða seldir í Óperunni og ættu unnendur Shakespeare að hressa upp á minningarnar, en hér hefur Óþelló ekki verið fluttur síðan Baltasar, Ingvar og þau voru á síðasta ári í Leiklistarskólanum – og það er langt síðan. pbb@frettabladid.is Brettadramað um Óþelló Óperukórinn í Reykjavík mun verða með sérstaka og eftirminnilega tónleika í Langholtskirkju í nótt. Þar verður flutt Requiem eftir Wolfgang Amadeus Mozart og hefst flutningurinn kl. 00.30, það er upp úr mið- nætti. Það er orðin árleg hefð fyrir því að Óperukórinn flytji Mozart- Requiem á þessum tíma. Sú hefð hefur einnig orðið að tónleikarnir eru helgaðir minningu tónlistar- manna sem látist hafa á undan- förnu ári, en þeir eru Árni Scheving, Gunnar Reynir Sveins- son, Úlrik Ólason, Nora Kornblu- eh, Kristján Kristjánsson og Ásgeir Sverrisson. Þannig er flutningurinn ekki aðeins lofgjörð og harmur helgaður tónskáldinu heldur ekki síður þeim ágætu sam- ferðamönnum úr tónlistarmanna- stétt sem horfnir eru á liðnum misserum. Flytjendur eru Óperukórinn í Reykjavík ásamt sinfóníuhljóm- sveit undir stjórn Garðars Cortes, en meðal einsöngvara í flutningi þessa höfuðverks Mozart að þessu sinni eru tvö börn hans: Nanna María Cortes sópran og Garðar Thór Cortes tenór. Aðrir einsöngv- arar eru þau Sesselja Kristjáns- dóttir mezzó-sópran og Davíð Ólafsson bassi. Ástæða þessa sérstæða tón- leikatíma, kl. 00.30 aðfaranótt 5. desember, er sú að verkið er flutt á dánarstundu tónskáldsins, Moz- arts, sem lést laust eftir miðnætti aðfaranótt 5. des. 1791, aðeins 35 ára að aldri. Vitandi að hverju stefndi, lagði hann síðustu krafta sína í að reyna að ljúka tónsmíð- inni, en það tókst ekki, og eru því lokakaflar verksins samdir af nemanda hans Süßmayr. Tónleik- um Óperukórsins mun ljúka á síð- ustu tónunum sem Mozart samdi og skráði, þannig mun þetta ein- staka verk deyja út á þeim tónum sem hann síðast setti á blað. pbb@frettabladid.is Sálumessa á miðnætti TÓNLIST Garðar Cortes leiðir Óperukór- inn og Sinfóníuhljómsveit í Sálumessu Mozarts í nótt. Í dag verður Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík formlega opnað. Starf- semi setursins hófst fyrir ári í bráðabirgðahúsnæði að Garðars- braut 19, en flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnar- stétt 3 (gamla Langaneshúsið). Þar hafa einnig aðsetur Þekking- arsetur Þingeyinga, Náttúrustofa Norðausturlands og Heilbrigðis- eftirlit Norðurlands eystra. Áherslusvið Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík eru rannsóknir á sjávarspendýrum og lífríki sjávar. Forstöðumaður set- ursins er dr. Marianne Helene Rasmussen en hún hefur um tíu ára skeið unnið að rannsóknum á hljóðmyndun hnýðinga og ann- arra hvala, bæði við Íslands- strendur og víða erlendis. Nýlega hóf Edda Elísabet Magnúsdóttir störf hjá setrinu þar sem hún vinnur að doktorsverkefni sínu og mun meðal annars rannsaka heil- sársþéttleika og svæðaval hvala í Skjálfandaflóa. Rannsókna- og fræðasetrið á Húsavík er í sam- starfi við St. Andrews háskólann í Skotlandi, en háskólarnir héldu sameiginlegt vettvangsnámskeið í rannsóknum á sjávarspendýrum í fyrsta skipti í september síðast- liðnum. Setrið hefur sett sér metnaðar- full og raunsæ markmið í rann- sóknum á sjávarspendýrum næstu árin, þar á meðal rannsókn- ir á fæðukeðju í Skjálfanda í sam- starfi við Náttúrustofu Norðaust- urlands og Sjávarrannsóknasetrið Vör í Ólafsvík, frekari rannsóknir á hljóðmyndun hvala í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og danska, japanska og bandaríska vísindamenn, og rannsóknir á selum í samstarfi við Selasetrið á Hvammstanga. Opnun Rannsókna- og fræða- seturs Háskóla Íslands á Húsavík er mikil lyftistöng fyrir rann- sóknasamfélagið á Íslandi enda býður Norðausturland upp á gíf- urlega möguleika í rannsóknum á lífríki lands og sjávar. Milli kl. 15 og 16 gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða sig um í nýju húsakynnunum að Hafnarstétt 3, en formleg dagskrá hefst kl. 16.00. Þá verður lykillinn að húsnæðinu afhentur við hátíðlega athöfn. - pbb Fræðasetur opnað VÍSINDI Líf spendýra í sjó lendir á fræðasviði á Húsavík. LEIKLIST Óvenjuleg sýning á Óþelló sem dregur saman bmx-glæfra, bretti og framtíðarútgáfu af klassísku leikverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.