Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 78
58 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. sigtun, 6. munni, 8. fyrirboði, 9. fugl, 11. fyrir hönd, 12. flatfótur, 14. kvk nafn, 16. skóli, 17. netja, 18. fugl, 20. tveir eins, 21. tangi. LÓÐRÉTT 1. tarfur, 3. klaki, 4. ósigur, 5. lík, 7. land í Evrópu, 10. flýtir, 13. angan, 15. illgresi, 16. skammst., 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. síun, 6. op, 8. spá, 9. lóa, 11. pr, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma, 17. mör, 18. önd, 20. ff, 21. oddi. LÓÐRÉTT: 1. boli, 3. ís, 4. uppgjöf, 5. nár, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15. arfi, 16. möo, 19. dd. „Ég skipti því nokkurn veginn jafnt á milli að fá mér AB- mjólk með eplum og músli og svo gamla góða hafragrautinn. Síðan býð ég okkur hjónunum upp á afskaplega góðan ávaxta- orkudrykk. Grunnurinn gæti verið epli, appelsína og sítróna en líka hvítlaukur, pipar, græn ólífuolía og vatn.“ Arnar Jónsson leikari. „Í fyrsta skipti síðan við tókum við Durex-smokkunum fyrir fjórum árum hefur salan dregist saman. Þetta er í kringum 25 prósenta samdráttur,“ segir Ásgeir Sveins- son, deildarstjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. sem flytur inn Durex-smokka. Í erlendum vef- miðlum hefur mikið verið gert úr því að smokkar séu einhver vin- sælasti varningurinn í verslunum um þessar mundir enda sé kynlíf fremur ódýr afþreying í því fjár- málahruni sem nú ríkir á Vestur- löndum. Ásgeir staðfestir að sölutölurn- ar stangist á við það sem er í gangi í öðrum Evrópulöndum. Þá hafi verð á smokkum hækkað um 45 prósent á einu ári og má vel vera að það spili inn í sífellt færri smokkakaup. Gunnlaugur Grétarsson, for- maður HIV-samtakanna á Íslandi, segir að smokkar séu vissulega áberandi í mörgum búðum og það sé vel. „Mér finnst þeir hins vegar persónulega alltof dýrir. Að ég tali nú ekki um fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlíf- inu,“ segir Gunnlaugur og viður- kennir að þetta sé mikið áhyggju- efni. „Ég vona bara að fólk hætti ekki að kaupa smokka, kannski finnst fólki smokkar of dýrir en það er líka dýrt að missa heilsuna.“ Gunn- laugur segist ekki hafa þá tilfinn- ingu að skyndikynni séu á undan- haldi. „Nei, mín tilfinning er frekar sú að fólk sé kærulausara.“ Verðkönnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að verð á Durex-smokk- um hefur hækkað ansi mikið. Tólf smokkar af Extra-safe Durex- smokkum kosta 1.759 í Lyfju og 1.990 í verslunum 10/11. Reyndar má benda áhugasömum á fremur ódýra smokka á vefsíðunni smokk- ur.is en þar má meðal annars kaupa Atlas-smokka, tólf í pakka, á 390 krónur. - fgg Smokkasala dregst saman í kreppunni „Já, þetta hefur reyndar staðið til lengi. Við vorum búsett úti á sínum tíma og ætluðum alltaf að halda áfram í námi og/eða gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Ásdís Olsen, sjónvarpsmaður og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hjónin Ásdís og Karl Ágúst Úlfsson, leikari og rithöfundur, eru farin að horfa í fullri alvöru út fyrir landsteinana með búsetu í huga og hafa sótt um græna kortið í Bandaríkjunum. Ásdís dregur enga dul á að þar hafi hið hörmu- lega efnahagsástand Íslands sitt að segja. Þau hjón eru sannarlega ekki ein um að huga að brottför. „Það er verið að setja allt liðið á hausinn. Unga fólkið okkar er að gefast upp á þessu landi. Þetta er svona í grófum dráttum það sem er í gangi. Og mér heyrist ótrú- lega margir vera í þessum pæling- um. Hvernig megi haga sínu lífi miðað við þær aðstæður sem hafa skapast. Og niðurstaða margra virðist vera sú að flytja til útlanda.“ Ásdís boðaði nýverið fastagesti þáttar síns Mér finnst í sjónvarps- sal INN. Þar var þessi umræða uppi og flestir voru á því að eina leiðin í stöðunni væri að flýja land. Sigríður Klingenberg spákona er að horfa til Vancouver í Kanada, Ellý Ármanns var með svipaðar hugmyndir og Guðrún Bergmann lýsti með átakanlegum hætti reynslu sinni af því hvernig var að sækja um atvinnuleysisbætur. „Mjög áhrifaríkt var að hlusta á Guðrúnu, komna á sjötugsaldur- inn og þarf nú að standa í þessu. Hún hefur haft það gott alla ævi, hefur rekið fína starfsemi á Snæ- fellsnesi að undanförnu og þarf nú að sækja um atvinnuleysisbætur. Fólki, heiðarlegu, ábyrgu og dug- legu finnst það óþolandi að þurfa að vera á bótum til að lifa hér af.“ Ásdís og Karl Ágúst voru fyrir nokkrum árum við nám í Ohio í Bandaríkjunum og lýsir Ásdís því sem yndislegum tíma. Þau eiga fimm börn, tvö uppkomin en þrjár stelpur eru heima enn og ein þeirra er fædd í Bandaríkjunum og því með ríkisfang þar. „Við héldum alltaf að við gætum fylgt henni eftir til Bandaríkjanna en það virkar víst ekki þannig,“ segir Ásdís og hlær. Hún segir það svekkjandi að vera komin á gam- als aldur og þurfa stanslaust að standa í harki til að halda sjó. Nú hefur stefnan verið tekin til útlanda á ný. Karl Ágúst var á sínum tíma kominn með stöðu í Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og hefur lengi haft hug á því að fara í doktorsnám. Þá var Ásdís ekki til í að yfirgefa Ísland en nú er sú stund upp runnin. jakob@frettabladid.is ÁSDÍS OLSEN: ÓTRÚLEGA MARGIR SEM ERU AÐ FLÝJA LAND Ásdís Olsen og Karl Ágúst sækja um græna kortið ÁHYGGJUEFNI Gunnlaugur Grétarsson segir það áhyggjuefni að smokkasalan sé að dragast saman. Það geti vel verið að þeir séu dýrir en að missa heilsuna sé líka dýrt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ef þetta verður til að ég verð að segja af mér sem keisari í Rokk landi mun ég axla þá ábyrgð,“ segir útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson – betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2. Á mánudag kom Óli Palli inn í beina útsendingu þar sem sat við stjórnvölinn félagi hans Guðni Már Henningsson og sagði honum af því að hann hefði heyrt að starfsmenn Stöðvar 2 hefðu skál- að í kampavíni á föstudaginn þegar þeir fréttu af uppsögnum á RÚV. „Já, þetta sagði ég,“ segir iðrandi Óli Palli. „Ég er bara mannlegur eins og Bjarni Harðar og félagar. Og vanur að trúa því sem mér er sagt. Ég var þarna í miklu stuði að halda upp á 25 ára afmæli Rásar 2. Þá kemur til mín kona og segir mér þetta. Hún hafði hitt frænda sinn sem vinnur á Stöð 2 að kvöldi föstu- dags og hann hafði sagt henni þetta. Þetta var nokkrum mínútum áður en ég fór í stúdíóið. Mér var heitt í hamsi, stuð í mér og allt í steik samtímis. Og segi þetta svona við Guðna Má, vin minn.“ Óli Palli tekur fram að hálftíma síðar hafi hann verið búinn að draga þessi ummæli sín til baka og biðjast afsökunar. „Og ítrekaði afsök- unarbeiðni mína í sam- tali við sjónvarpsstjóra Stöðvar 2, Pálma Guðmundsson hálffrænda minn, ættaðan frá Hvolsvelli.“ Óli Palli dregur enga dul á að þetta hafi verið glórulaust. Þegar hann fór yfir hópinn sem vinnur á Stöð 2 þá eru þetta allt meira og minna félagar hans, fyrrum sam- starfsmenn og vinir. „Eftir því sem ég hugsaði þetta betur þá sá ég náttúrlega að þetta er tómt bull og algjörlega galið. En þetta sagði ég. Ég hef stund- um fengið á baukinn, sérstaklega í prívatlífinu, fyrir að segja eitt- hvað sem ég hefði ekki átt að segja. En hef reynt að passa mig þessi átján ár sem ég hef fengið að tala í útvarpið.“ - jbg ÓLI PALLI Dró strax til baka ummæli sín um meinta skál og kampavíns- drykkju Stöðvar 2-manna sem dellu og bull. ÁSDÍS OLSEN OG KARL ÁGÚST Horfa af fullri alvöru út fyrir landsteinana með búsetu í huga og hafa sótt um græna kortið. Stefnan er sett á Bandaríkin. Ásdís segir marga vera að gefast upp á ástandinu og flýja land. Áhrif Kolbrúnar Bergþórsdóttur, blaðamanns Moggans og bókmenntapáfa, eru yfir allan vafa hafin enda greip Félag íslenskra bókaútgefanda til þess bragðs að fá hana og aðra gagnrýnendur sjónvarps- þáttarins Kiljunnar til að lesa inn á auglýsingar fyrir sig þar sem bækur eru dásamaðar. Kolbrún kvaddi sér hljóðs í Kiljunni og lýsti yfir aðdáun sinni á Pollýönnu-bókunum og í gær birtist frétt í Mogganum um að Pollýanna væri uppseld. Útgefandi Pollýönnu er einhver helsti skríbent nýfrjálshyggjunnar, Jakob F. Ásgeirs- son, sem telur nú Pollýönnu besta fáanlega leiðarvísi út úr kreppu- ástandinu. Undirbúningur fyrir Listahátíð í Reykjavík næsta vor er í fullum gangi og mikil viðbrögð hafa orðið við þeim efnisþætti sem varðar að halda tónleika í stofunni heima hjá sér. Hafa umsóknir komið umsjónarmönnum í opna skjöldu og skipta nú þegar tugum. Tónlist- armennirirnir sem ætla að halda tónleika heima hjá sér í vor eru af ýmsu tagi. Meðal þeirra eru Ragga Gísla, Diddú, Bergþór Pálsson, FM Belfast, Hjörleifur Valsson, Kristjana Stefánsdóttir, Tómas R. Einarsson og Felix Bergsson. Óskar Hrafn Þorvaldsson, frétta- stjóri Stöðvar 2, má heldur betur vel við una sé litið til nýjustu PPM – rafrænna mælinga á sjónvarps- áhorfi. Í fyrsta skipti í sögunni er fréttastofa Stöðvar 2 komin yfir Fréttir á RÚV í öllum aldurshóp- um, eða frá 12 til 80 ára. Mælast fréttir Stöðvar 2 í 25 prósentum á móti 24 prósentum frétta Ríkissjónvarps- ins. Aðeins eru þrír mánuðir síðan Óskar Hrafn tók við stjórn fréttastofu Stöðvar 2 og hefur leiðin legið upp æ síðan. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Óli Palli iðrast og biðst afsökunar VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Karl J. Steingrímsson, betur 2. Víkingur Heiðar Ólafsson. 3. Færeyinga. þekktur sem Kalli í Pelsinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.