Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 28
28 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Stjórnmálaástandið Æ fleiri safnast nú í hóp hinna atvinnulausu. Daglega berast tilkynningar um uppsagnir og samdráttar- verkir gerast nú harðir í samfélaginu. Brátt fer að reyna á hversu vel samfélagsvefurinn er ofinn til að taka á móti þeim vanda. Fram undan eru myrk- ustu mánuðir ársins, nú reynir á hina kristilegu samlíðan sem við státum okkur svo af á tyllidögum, nú reynir á þá siðmennt sem hefur verið grunnur samfélagsins frá því landið byggðist. Víst ber að fagna þeim aðgerðapakka sem stjórnvöld birtu snemma vikunnar: hann kemur seint og um margt í viljayfirlýs- ingu þeirri má deila. Að stjórnvöldum er mikill vandi á höndum og nokkuð ljóst að þeir einstaklingar sem þar fara fyrir eiga í fullu fangi með að valda því flókna og risastóra verkefni. Margt í aðgerðum þeirra síðustu vikurnar virðist hafa verið misráðið. Og fjarri fer hinum þóttafullu forystumönnum að hafa skilning á djúpstæðu vantrausti almennings á ábyrgð þeirra og forystu. Þeir segjast ekki skipta um reiðmenn í miðri á, en hafa ekki áttað sig á að sumir í sveitinni eru flotnir burt, aðrir svo vankaðir í beljandi fljótinu að nái þeir bakka er þrekið þorrið. Þá á að skipta um menn, kalla á nýja krafta til leiðsagnar, skíra stefnuna upp á nýtt og halda áfram. Það er brýn pólitísk nauðsyn vilji stjórnarflokkarnir halda liðsheild til vors. Lengra sjáum við ekki og líklegt að þá verði krafa um kosningar orðin svo máttug að allt láti undan. Því þeim fækkar ekki málunum sem þjóðin er nú reiðubúin að skoða: enn er vakin upp sú umræða sem kallar á róttæka endur- skoðun á stjórnskipan með hreinni aðskilnaði framkvæmdarvalds og löggjafarvalds. Undir liggur krafa um skýrari ábyrgð, ábyrgð sem stjórnvöld og ábyrgðarmenn í sjóðum og fjármálastofnunum ætla ekki að hlíta, vilja ekki skilja. Þar sem allur almenningur verður krafinn um ábyrgð á lífi sínu, skuldum og skilum við sitt nánasta umhverfi er vísast að krafan um ábyrgð annarra verði æ háværari, skili sér inn í stjórnmála- flokkana, hróp hennar hækki í almennri umræðu og aðgerðum og hríni um síðir á þeim sem sitja valdastóla: ráðherrar, þingmenn, ráðuneytisstjórar, forstöðumenn fjármálastofnana, banka, lífeyr- issjóða og eftirlitsstofnana, verða að horfast í augu við stöðu sína: Þú brást, þú stóðst þig ekki, hættu, farðu, hleyptu öðrum að. Sem heimtar líka að ráðamenn skoði ákvarðanir sínar og aðgerðaleysi, greini það fyrir sér og sínum, rétti kúrsinn og láti verkefnið í hendur öðrum. Stærra er að hverfa frá með sóma en skömm. Og oft er raunbetra að láta óþreytta menn taka við. Það ýtir á kröfu um ábyrgð að víða um heim birtast greiningar erlendra manna á íslensku samfélagi um þessar mundir og þar fer mikið fyrir háðulegum frásögnum af aulaskap íslenskra stjórn- valda. Og þó margt sé þar missagt er sómakennd og sjálfsvirðingu almennings svo misboðið að hér verða menn að standa skil á gerð- um sínum. Margt er talað um uppstokkun á íslensku samfélagi. Flest er þar grunnhugsað og með æsingasniði sem þolir illa skipulagða umræðu: hér er nú kjörlendi fyrir lýðskrumara enda sópast að þeim skamm- tíma hylli. Áhugamenn um frama í störfum fyrir almenning kunna að verða fleiri á þessu ári en oft áður. Endurnýjun á pólitísku og starfslegu umboði er víða nauðsyn. Brýn nauðsyn. Hverjir eiga að halda vinnunni? Uppsagnarbréf í pósti PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Krafan um tafarlaus stjórnar-skipti nú þarf ekki að valda stjórnarkreppu, nema stjórnmála- flokkarnir kjósi að framkalla slíka kreppu. Ef ríkisstjórnin segir af sér á morgun, getur forseti Íslands með samþykki þingsins skipað utanþingsstjórn, samdægurs ef því væri að skipta, og hún tæki þá strax við framkvæmdarvaldinu, þar með talið sambandið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skipun slíkrar stjórnar myndi veita svigrúm til að fresta kosningum um óákveðinn tíma, væri það talið æskilegt eins og sakir standa. Að öðrum kosti gæti Alþingi komið sér saman um myndun nýrrar stjórnar, t.d. þjóðstjórnar allra þingflokka fram að kosningum. Þeirri lausn þyrfti ekki heldur að fylgja stjórnarkreppa, nema stjórnmála- flokkarnir kysu að búa hana til. Utanþingsstjórn kann að þykja vænlegri kostur nú en þjóðstjórn eða starfsstjórn (óbreytt stjórn fram að kosningum) og ætti að hugnast þeim, sem hafa ástæðu til að skelfast dóm kjósenda, fari kosningar fram á næsta ári. Ólíklegt virðist þó, að ríkisstjórnin kjósi að veita forseta Íslands færi á að skipa utanþingsstjórn. Djúp dýfa, skjótur bati – eða hvað? Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir að sjálfsögðu enga kröfu til þess, að ríkisstjórnin, sem hann semur við hverju sinni, sitji kyrr. Sjóðurinn skiptir sér aldrei af innanríkismálum. Hann þarf oft að semja við spilltar einræðis- stjórnir og krefst þess þá ekki, að þær fari frá, enda er hann sem betur fer ekki þeim vopnum búinn, að hann geti sett fram slíkar kröfur. Með líku lagi semur sjóðurinn við ríkisstjórnir án þess að krefjast þess, að þær sitji um kyrrt. Bankastjórn Seðlabankans sýnir ýmis merki þess, að hún sé andvíg efnahagsá- ætluninni, sem formaður bankastjórnarinnar og fjármála- ráðherra hafa undirritað fyrir Íslands hönd. Úfið viðmót bankans veikir stöðu Íslands og dregur úr líkum þess, að áætlun- in nái tilskildum árangri, og hlýtur að herða á kröfunni um afsögn eða brottvikningu bankastjórnarinnar – og einnig um ríkisstjórnarskipti, úr því sem komið er. Efnahagsáætlun ríkisstjórnar- innar og Seðlabankans með samþykki sjóðsins er metnaðar- full. Hún gerir ráð fyrir, að efnahagslífið taki djúpa dýfu og komist síðan aftur á réttan kjöl 2011 með fyrirvara um mikla óvissu um framvinduna. Dýfan gæti því tekið lengri tíma en tvö ár, kannski mun lengri, enda er umfang vandans óvenjulegt. Samdráttur landsframleiðslunnar 2009 og 2010 er talinn munu nema um 10 prósentum og atvinnuleysi er talið munu leika á bilinu 6 til 7 prósent (Seðlabankinn hefur spáð meira atvinnuleysi en sjóðurinn). Til viðmiðunar dróst landsfram- leiðsla Færeyja saman um þriðjung í kreppunni þar um 1990, og atvinnuleysi rauk upp undir fjórðung af mannaflanum. Erlendar skuldir færeysku landsstjórnarinnar vegna kreppunnar voru þó ívið minni 1992 en þær stefna nú í hér heima. Færeyingar luku skuldun- um á innan við tíu árum. Styttum okkur leið, staðan er þröng Hefði ríkisstjórnin strax lýst því yfir, að hún ætli að sækja um aðild að ESB og taka upp evru, hefði verið hægt að kanna einnig möguleikann á að festa gengi krónunnar strax við evruna til að girða fyrir hættuna á enn meira gengisfalli og viðbótarverðbólgu- skoti, nú þegar krónan er aftur komin á flot studd ströngum höftum, og til að reyna að stytta landinu leið út úr ógöngunum. Þennan kost gafst sjóðnum ekki færi á að skoða, úr því að ríkis- stjórnin tók ekki af skarið í Evrópumálinu. Ekki er hægt að fullyrða, að fast gengi hefði við nána skoðun orðið ofan á, en ekki er heldur hægt að útiloka það. Úr því að krónan var aftur sett á flot, er áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans í megindráttum eins og hún ætti að vera. Henni fylgja skilyrði um strangt aðhald í ríkisfjármálum frá 2010 og í peningamálum frá byrjun. Henni fylgja einnig skilyrði um, hversu miklum gjaldeyri Seðlabankinn getur varið til að verja gengi krónunnar. Standi stjórnvöld ekki við skilmálana, getur sjóðurinn haldið eftir umsömdum áfanga- greiðslum, þar til þau bæta ráð sitt. Staðan nú er þröng, því að fyrri mistök stjórnvalda auk fjármála- kreppunnar úti í heimi hafa valdið miklum skaða. Undirstaðan er að ýmsu leyti sterk, þótt yfirbygging- in hafi bilað. Sjóðslánið til Íslands er myndarlegt miðað við umfang hagkerfisins, og sjóðurinn telur sig taka umtalsverða áhættu með veitingu lánsins, en hann er einnig með réttu bjartsýnn á horfur Íslands fram í tímann og þá um leið á getu ríkisins til að standa í skilum við sjóðinn og aðra lánardrottna. Um skuldaskil gömlu bankanna við lánardrottna sína og um burði nýju bankanna leikur áfram óvissa. Stjórnarskipti? Hvernig? Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Þorsteinn Hilmarsson skrifar um virkjunarframkvæmdir Sverrir Jakobsson skrifar í Fréttablaðið 2. desember og kvartar undan óvandaðri umfjöllun um ástæður fjármálakreppunnar íslensku. Hann lýsir þremur „bólum“ sem blásnar hafi verið upp og hann telur hafa valdið uslanum. Eina þeirra segir hann vera virkjunarframkvæmdir. Hann telur að erlendar skuldir Landsvirkjunar verði þungur baggi á þjóðinni næstu árin og hafi verið það lengi. Þessi fullyrðing Sverris stenst ekki skoðun. Hið sanna er að rekstur Landsvirkjunar skilaði rúmlega 8,5 milljörðum kr. í handbæru fé á sl. ári og svipuðum upphæðum mörg undanfarin ár. Á fyrra helmingi þessa árs skilaði fyrirtækið 76 milljónum dollara í handbæru fé. Handbært fé greiðir niður skuldir fyrirtækisins eða nýtist til fjárfestinga. Erlendar skuldir Íslendinga við fall bankanna losuðu 9.500 milljarða króna en fjárfestingin í Kárahnjúkavirkjun nam um 140 milljörðum á sama gengi. Ætla má að Kárahnjúkavirkjun borgi sig upp á 20 til 30 árum. Flest bendir til þess að 140 milljörðunum sem fóru í Kárahnjúkavirkjun hafi verið mun betur varið en megninu af þessum 9.500 milljörðum sem Íslendingar tóku að láni á undanförnum árum og valda nú kreppunni. Virkjunin skilar gjaldeyristekjum og getu til að byggja upp samfélagið að nýju. Sverrir segir að hávaxtastefna Seðlabank- ans hafi verið sniðin að hagsmunum Landsvirkjunar sem hann nefnir „æxli á þjóðarlíkamanum“. Landvirkjun aflar gjaldeyristekna og flytur inn í landið. Það er fyrirtækinu í hag að fá sem flestar krónur fyrir gjaldeyrinn og því er hávaxtastefnan og hátt gengi ekki hagsmunamál Landsvirkjunar frekar en fiskútflytjenda. Um umræðuna um kreppuna segir Sverrir: „Það gengur ekki lengur að reynt sé að tína til tilviljunar- kennda sökudólga eftir því sem hverjum og einum hentar. Svoleiðis samkvæmisleikir eru ekki annað en moldviðri sem þyrlað er upp.“ Ég tek heilshugar undir það. En fyrr má nú vera moldvirðið að menn telji ljósið í myrkrinu æxli! Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Æxli takk en engar bólur ÞORSTEINN HILMARSSON Afsökun - frá Steingrími! Afsökun – frá Steingrími! Steingrímur J. Sigfússon baðst í gær afsökunar á óviðeigandi orðanotkun; já, Steingrímur, sá sami og kallar andstæðinga sína gungur og druslur. Ekki var það neitt af ofangreindu sem fékk Steingrím til að blygðast sín, heldur sú fullyrðing að þeir sem skildu ekki skilaboðin í síðustu skoðanakönnun Gallup væru blindir og heyrnarlausir. Í afsökunarbeiðni sagði Steingrímur. „Slíka fötlun má aldrei tala óvarlega um og ekkert þarf að vanta upp á skilning þeirra sem við annaðhvort eða hvorutveggja búa.” Næst á dagskrá er líklega að biðja þá sem eru yfir kjörþyngd afsökunar á að hafa sagt Birni Bjarnasyni að ét‘ann sjálfur. Orðtökin Það er þá spurning hvað gerist þegar Steingrímur uppsker ávexti skoð- anakannana og verður forsæt- isráðherra; hvort hann beini ekki sjónum sínum (þetta er ekki grín á kostnað blindra) að tungumálinu og láti hreinsa burt málshætti og orðtök á borð við blindur er bóklaus maður eða að tala fyrir daufum eyrum. Nema hann setji kíkinn fyrir blinda augað. Deyr fé … Sagt var frá því í fréttum í gær að hreppsnefnd Húnavatnshrepps leggst gegn fyrirætlunum um að flytja riðu- veikan fjárstofn úr Skagafirði til förg- unar og urðunar í hreppnum. Með því sé verið að taka óþarfa áhættu um riðusmit á milli svæða. Það er ekki of sagt að á Íslandi riði allt fé til falls – jafnt skynlausar skepnur sem verðlausar krónur. bergsteinn@ frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.