Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 12
12 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR SÆKIR VATN Í LÆK Drengur í Simb- abve sækir sér vatn í læk að loknu baði. Þar í landi hafa nú meira en tólf þúsund manns smitast af kóleru. Á sjötta hundrað hafa misst lífið. NORDICPHOTOS/AFP SLYSFARIR Vinnueftirlitið áætlar að að minnsta kosti eitt þúsund vinnu- mánuðir hafi tapast árin 2006 og 7 vegna beinbrota í vinnu. Forsendurnar eru þær að fjar- vera starfsmanns frá reglubund- inni líkamlegri vinnu sé ekki styttri en tveir mánuðir og síðan fylgi einn til tveir mánuðir með skertri vinnugetu. Fjarvera skrifstofu- fólks sé að meðaltali ekki minni en mánuður og svo skert vinnugeta í einn mánuð. Á árunum 2006 og 7 brutu 663 bein við störf sín. 513 karlar og 150 konur. Algengustu orsakir slysa sem karlar lenda í og leiða til bein- brota eru fall af hærri stað, högg eða að klemmast eða festast í vél. Fall á jafnsléttu er hins vegar lang algengasta orsök slysa sem konur lenda í og leiða til beinbrota. Greint er frá þessu í Vinnuvernd, fréttabréfi Vinnueftirlitsins. Á síðasta ári var tilkynnt um samtals 1.828 vinnuslys til Vinnu- eftirlitsins. Hafði þeim fjölgað um 119 frá árinu áður og um 200 frá 2005. Næstum fjórtán hundruð karlar lentu í vinnuslysi á síðasta ári og tæplega 430 konur. Tíðust urðu vinnuslysin við byggingar og viðgerð mannvirkja og áttu karlar í hlut í yfirgnæfandi fjölda tilvika. Næstum tvö af hverjum þremur slysum í byggingariðnaði urðu á Austurlandi þar sem mannvirkja- gerð var umfangsmikil vegna álvers- og virkjanaframkvæmda. Í meðfylgjandi töflu má sjá í hvaða starfsgreinum flest vinnu- slys urðu á síðasta ári. Sundurliðun Vinnueftirlitsins er ítarleg og í henni sést meðal annars að 31 vinnuslys varð í smásöluverslun, 22 í grunnskólum, fimmtán í veit- inga- og hótelrekstri, fjögur í menningarstarfsemi og þrjú í pen- ingastofnunum. Af vinnuslysum síðasta árs voru fjögur banaslys. Helstu orsakir vinnuslysa á síð- ustu tveimur árum voru högg. Fall af hærri stað og fall á jafnsléttu koma næst og þar á eftir að klemm- ast eða festast í vél og skaði af hvössum eða beittum hlut. bjorn@frettabladid.is Gríðarlegt vinnutap hlýst af beinbrotum Ætla má að um eitt þúsund vinnumánuðir hafi tapast vegna beinbrota í vinnu á síðustu tveimur árum. Á sjöunda hundrað manns braut bein í vinnuslysi á tímabilinu. Yfir átján hundruð vinnuslys tilkynnt 2007. Fjölgun frá árinu áður. AÐ STÖRFUM Flest vinnuslys á síðasta ári urðu í byggingarvinnu. Mörg slys hljótast af falli og eru beinbrot algeng afleiðing. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVEITARSTJÓRNIR Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir 250 milljóna króna halla á samanlögð- um rekstri sveitarfélagsins og stofnana og fyrirtækja þess. „Í kjölfar banka- og efnahagskreppu er augljóst að tekjur sveitarfélaga munu lækka verulega. Reykja- nesbær fer ekki varhluta af þessu,“ segir í tilkynn- ingu frá bæjaryfirvöldum sem boða niðurskurð. „Sem kunnugt er hefur atvinnulífið brugðið á það ráð að lækka laun og segja upp fólki. Þar sem bæjaryfirvöld reyna að útiloka seinni liðinn er nauðsynlegt að skoða með hvaða hætti einhverjar launaskerðingar geti átt sér stað, án þess að það komi niður á lægra launuðum hópum.“ Í tilkynningunni segir að gjald fyrir sorphirðu hafi verið hækkað. Gjöld í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hækki einnig og að dregið verði úr umönnunargreiðsl- um og niðurgreiðslum á frístundaheimilum. Samtals á niðurskurður að nema 10 prósent frá fyrstu áætlun. Það svarar til 560 milljóna króna. „Framlög til fræðslumála, grunnskóla og leikskóla, auk félagslegra verkefna hækka þó á milli ára, en lækkun er á framlögum til annarra málaflokka. Til að mæta auknum kostnaði og minni tekjum þarf að gera tímabundnar breytingar á ýmsum þjónustuþáttum, sem gætu haft áhrif á takmarkaða hópa, svo sem í frístundaskóla og tónlistarskóla.“ - gar Reykjanesbær bregst við fjármálakreppunni með tíu prósent niðurskurði: Laun bæjarstarfsmanna skert ÁRNI SIGFÚSSON Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, þar sem lækka á laun bæjarstafsmanna en forðast uppsagnir. MYND/HILMAR BRAGI DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri, Einar Björn Ingvason, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sakarefnin eru ránstilraun og árás á lögreglumenn. Það var í febrúar að Einar kom inn á Fótaaðgerðastofuna Eddu á Hverfisgötu og gerði tilraun til að ræna stofuna. Hann var þá í annar- legu ástandi og með hulið andlit. Hann sagði við starfsmann að um væri að ræða rán og krafðist pen- inga. Hann hafði ekkert upp úr krafsinu. Nokkru síðar var Einar handtek- inn með áverka í andliti í miðbæn- um. Hann var færður á lögreglu- stöð og þaðan á slysadeild. Þar fékk hann að fara á salerni Þar sem hann braut spegil og strauk gler- broti um hálsinn á sér. Eftir að hafa fengið aðhlynningu á slysadeild var hann fluttur á brott í lögreglu- bíl. Í bílnum lenti hann í átökum við lögreglumenn og sparkaði þá í höfuð lögreglumanns með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hlaut heilahristing. Einar hefur frá árinu 1990 hlotið tuttugu og níu refsi- dóma fyrir ýmis auðgunarbrot, skjalafals, líkamsárás, fíkniefna- lagabrot auk ítrekaðra brota gegn umferðarlögum. Hann var síðast dæmdur í september, í átta mánaða fangelsi. - jss Karlmaður á fertugsaldri dæmdur í fangelsi: Reyndi rán og réðist á lögreglu HÉRAÐSDÓMUR Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur. VINNUMARKAÐUR Íslendingar standa hinum Norðurlandaþjóð- unum langt að baki þegar skoðað er hvort norrænu þjóðirnar hafi staðfest samþykktir Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, samkvæmt upplýsingum í skýrslu um samþykktir Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar frá 1980. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa staðfest allar grundvallar- samþykktir stofnunarinnar en Íslendingar hafa aðeins staðfest 20 af 80 öðrum virkum samþykkt- um stofnunarinnar. Á vef ASÍ segir að Finnar, Norðmenn og Svíar hafi hins vegar staðfest nánast allar samþykktirnar. - ghs Alþjóðavinnumálastofnunin: Íslendingar eft- irbátar hinna FLEST SLYS Á SÍÐASTA ÁRI Skipt eftir tegund starfsemi Mannvirkjagerð 603 Flutningar o.fl. 131 Stjórnsýsla (t.d. lögregla) 122 Fiskiðnaður 98 Opinber þjónusta 92 Málmsmíði o.fl. 89 Fjarsk.-og póstþjón. 88 Heildverslun 76 Matvælaiðnaður 76 Steinefnaiðnaður 54 Heimild: Vinnueftirlitið Smiðjuvegi 5 + Höfðabakka 3 Borgartúni 29 + Glerárgötu 34 Sími 515 5100 + sala@a4.is Skoðaðu glæsilegt mánaðartilboð A4 á www.a4.is!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.