Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 72
52 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Handboltakempan Bjarki Sigurðsson tók óvænt fram skóna á dög- unum og lék með Víkingi gegn Val í N1-deildinni. Víkingur mætir FH í kvöld í Kaplakrika en með liði FH leikur sonur Bjarka, Örn Ingi, en hann er með efnilegri handboltamönnum landsins og hefur staðið sig vel með FH síðan hann gekk í raðir félagsins. Það hefðu margir haft gaman af því að sjá þá feðg- ana etja kappi á handboltavellinum en af því verður ekki þar sem hinn 41 árs gamli Bjarki er nýkominn úr aðgerð og ekki þeirri fyrstu á ferlinum. „Ég er allur að koma til en það þurfti aðeins að lappa upp á mig eins og áður. Ég er byrjaður að styrkja mig og er að reyna að halda mér í góðu líkamlegu formi. Ég hef ekkert tekið neina ákvörðun um hversu mikið ég ætla að vera með Víking- um. Ég ætla bara að sjá til hvernig ástandið verður á mér. Ég þarf fyrst að komast í stand til þess að geta spilað með utandeild- arliðinu mínu,“ sagði Bjarki léttur, en hvernig stóð á því að hann byrjaði að spila aftur með Víkingunum? „Ég tók að mér að þjálfa 2. flokkinn hjá Víkingi og svo var ég beðinn um að koma inn og hjálpa liðinu. Það eru margir ungir drengir í liðinu sem gætu hugsanlega notið góðs af þeirri reynslu sem ég bý yfir. Ég var alveg til í að kíkja á það og athuga hvort ég gæti eitthvað hjálpað til,“ sagði Bjarki sem segist vera nokk- uð svekktur yfir því að geta ekki spilað í kvöld. „Ég á því miður ekki von á því að geta verið með. Það hefði samt verið helvíti gaman að vera með og taka svolítið á stráknum,“ sagði Bjarki og hló létt en hann telur að það myndi samt vera ójöfn viðureign. „Ég veit ekki hversu mikinn möguleika ég hefði átt. Hann hefði örugglega tekið mig og snýtt mér. Ég er ekkert rosalega snöggur í vörninni lengur. Ég hefði frekar viljað spila með honum en ég veit ekkert hvort það verður einhvern tíma af því.“ HANDBOLTAKAPPINN BJARKI SIGURÐSSON: NÆR EKKI AÐ MÆTA SYNINUM Á VELLINUM Í KVÖLD Hefði verið til í að taka svolítið á stráknum HANDBOLTI Svo gæti farið að íslenski landsliðsmaðurinn Logi Geirsson yfirgefi herbúðir Lemgo í sumar og gangi í raðir spænska stórliðsins Barcelona. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru for- ráðamenn Barcelona mjög áhuga- samir um að fá Loga í sínar raðir strax næsta sumar. Logi á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Lemgo en hefur ekki farið leynt með að hann sé ósáttur í herbúðum félagsins og hugsi sér til hreyfings. Er ekki að sjá að hann sé í áætlunum þjálfar- ans, Markus Baur. Barcelona er ekki eina spænska liðið sem sýnir Loga áhuga en Portland San Antonio hefur einnig verið að bera víurnar í Loga en þessi tvö lið eru þau stærstu á Spáni ásamt Ciudad Real sem Ólafur Stefánsson leikur með. „Ég get staðfest það að bæði þessi lið hafa verið í sambandi. Því er ekki að neita að þetta gætu verið afar spennandi dæmi. Ann- ars get ég afar lítið tjáð mig um þessi mál á þessari stundu en það er allt í vinnslu. Ég er með samn- ing við Lemgo þannig að þeir stýra í raun ferðinni,“ sagði Logi við Fréttablaðið í gær og varðist ann- ars allra frétta. „Ég ætla bara að einbeita mér að því að spila hand- bolta og það verða aðrir að sjá um að klára þetta dæmi. Það er ekki í mínum verkahring.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gæti eitthvað skýrst með framtíðarmál Loga í þessum mán- uði eða í janúar. Ekki er vitað hversu mikið Lemgo vill fá fyrir Loga sem og hvað Barcelona væri til í að greiða fyrir hans þjónustu. henry@frettabladid.is Barcelona vill fá Loga Spænska stórliðið Barcelona hefur mikinn áhuga á að fá Loga Geirsson í sínar raðir. Portland San Antonio hefur einnig lýst yfir áhuga á að næla í Loga. TIL BARCELONA? Svo gæti farið að Íslendingar léku með handbolta- og fótboltaliði Barcelona næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Norskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að franska úrvalsdeilarfélagið Nancy væri á höttunum eftir framherjanum Veigari Páli Gunnarssyni hjá Stabæk. „Mér skilst að félögin séu bara að reyna að koma sér saman um verðmiða á mér, en ég veit ekkert hvernig staðan á því er í augna- blikinu,“ segir Veigar Páll í sam- tali við Fréttablaðið. Samkvæmt Nettavisen er kaup- tilboð franska félagsins talið nema allt að 15 milljónum norskra króna eða um 314 milljónum íslenskra króna en Stabæk vill fá hærri upphæð og Lars Bohinen, yfirmaður íþróttamála hjá Stab- æk, segir félagið helst vilja halda Veigari Páli áfram innan sinna raða. Félögin munu líklega halda áfram að semja um kaupverð næstu daga. Hinn 28 ára gamli Veigar Páll á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Stabæk en hefur hins vegar ekki farið leynt með vilja sinn um að fá að spreyta sig í sterkari deild en þeirri norsku. Veigar Páll hefur reyndar reglu- lega verið orðaður við félags- skipti frá Stabæk eftir frábæra spilamennsku undanfarin tímabil en aldrei hefur orðið neitt af því að hann færi. Veigar Páll viður- kennir að hann sé spenntur yfir áhuga Nancy en hefur þó allan varann á og segir enn langt vera í land hvað varðar félagsskipti. „Ég hef alltaf sagt að ég hafi áhuga á að koma mér eitthvað áfram í fótbolta og Nancy er stórt og flott félag í Frakklandi og franska deildin er sterkari en sú norska. Mér líður mjög vel hjá Stabæk en nú finnst mér vera kominn tími til þess að prófa eitt- hvað nýtt og ég vona náttúrulega að Stabæk standi ekki í vegi fyrir mér með það. Þetta er hins vegar enn langt frá því að vera í höfn og ég er því alveg rólegur yfir þessu ennþá. Það hefur óneitanlega verið pirrandi þegar félög hafa verið að sýna mér áhuga í gegn- um tíðina að það verði aldrei neitt úr því en mér finnst samt eins og þetta Nancy dæmi sé svona næst því að verða eitthvað af öllum þeim tilfellnum,“ segir Veigar Páll vongóður að lokum. - óþ Franska úrvalsdeildarfélagið Nancy er í viðræðum við norska félagið Stabæk: Nancy vill kaupa Veigar Pál VEIGAR PÁLL Hugsanlega á leið til franska úrvalsdeildarfélagsins Nancy ef samn- ingar um kaupverð nást. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > N1-deild karla í kvöld Heil umferð fer fram í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Topplið Vals heimsækir Fram í slag Reykjavíkurliðanna í Framhúsinu í Safamýri, Íslandsmeistarar Hauka fá HK í heimsókn að Ásvöllum, spútniklið Akureyrar mætir Stjörnunni í Mýrinni og þá verður boðið upp á nýliða- slag í Kaplakrika þar sem FH tekur á móti Víkingum en félögin hafa átt ólíku gengi að fagna til þessa í vetur. Toppbarátta N1-deildarinnar er einstaklega jöfn og aðeins þrjú stig eru milli liðsins í efsta sæti og liðsins í fimmta sæti. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.30. Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já EL KO Li nd um – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 19 9 k r/s ke yt ið. 9. H VER VIN NU R! VINNUR ÞÚPS3TÖLVU? V E F V E R S L U N E L K O . i s SENDU SMS EST PS3 Á NÚMERIÐ 1900 AÐALVINNINGUR PLA YSTATION 3 ÁSAMT ÞREMUR LEIK JUM! I I I I ! AÐEINS Á KARLALANDSLIÐIÐ Jón Arnór Stefánsson (KR) Jakob Sigurðarson (KR) Helgi Magnússon (KR) Fannar Ólafsson (KR) Sigurður Þorsteinsson (Keflavík) Hörður Axel Vilbergsson (Keflavík) Páll Axel Vilbergsson (Grindavík) Hlynur Bæringsson (Snæfell) Sigurður Þorvaldsson (Snæfell) Hreggviður Magnússon (ÍR) Sveinbjörn Claessen (ÍR) Magnús Gunnarsson (Njarðvík) Logi Gunnarsson (Njarðvík) KVENNALANDSLIÐIÐ Ingibjörg Jakobsdóttir (Grindavík) Pálína Gunnlaugsdóttir (Keflavík) Kristrún Sigurjónsdóttir (Haukar) Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir (Keflavík) Guðrún Ósk Ámundardóttir (KR) Birna Valgarðsdóttir (Keflavík) Petrúnella Skúladóttir (Grindavík) Svava Ósk Stefánsdóttir (Keflavík) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir (KR) Hafrún Hálfdánardóttir (Hamar) Ragna M. Brynjarsdóttir (Haukar) Fanney Guðmundsdóttir (Hamar) FÓTBOLTI Þór/KA hefur náð samningi við framherjann Mateja Zver um að leika með félaginu í Landsbankadeild kvenna næsta sumar en þetta var staðfest á heimasíðu Þórs í gær. Zver er landsliðskona Slóveníu og kom til Þórs/KA síðasta sumar og lék þá níu leiki og skoraði tíu mörk í Landsbankadeildinni. Það er því mikill liðstyrkur fyrir Akureyrarfélagið að fá hana aftur í sínar raðir. Ljóst er að Þór/KA teflir fram öflugri framlínu næsta sumar þar sem landsliðskonan Rakel Hönnudóttir skrifaði nýverið undir nýjan samning við Þór/KA auk þess sem Vesna Smiljkovic er gengin til liðs við félagið frá Keflavík. - óþ Liðstyrkur fyrir Þór/KA: Mateja Zver kemur aftur DRAGAN STOJANOVIC Þjálfari Þórs/KA getur glaðst yfir endurkomu Zver. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KÖRFUBOLTI Landsliðsþjálfararnir Sigurður Ingimundarson hjá karlalandsliðinu og Ágúst Sigurður Björgvinsson hjá kvennalandsliðinu hafa valið leikmannahópa sína fyrir leiki gegn úrvalsliðum fyrir stjörnu- leiki KKÍ. Landsliðshóparnir er hér að neðan. - óþ Stjörnuleikir KKÍ: Búið að velja landsliðshópa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.