Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 68
48 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR > PITT Í NEW ORLEANS Hjartaknúsarinn Brad Pitt heimsótti fyrir skömmu hverfi í New Orleans þar sem fjölskyldur eru að flytja inn í sex hús sem góðgerðarsamtök hans byggðu vegna fellibyljarins Katrina. „Ég er ánægður með að þetta skuli hafa tekist en er fúll yfir því hversu mikið verk er óunnið á svæðinu,“ sagði Pitt. Samtök hans ætla að byggja 150 umhverfisvæn hús á svæðinu á næstu árum. folk@frettabladid.is Kevin Federline hefur svarað ásökunum fyrrum eiginkonu sinnar, Britney Spears, um að hann hafi átt hugmynd- ina að skilnaði þeirra. Britney varpaði ljósi á forsögu sambandsslit- anna í heimildarþætti MTV, For the Record, og þar sagði hún Federline eiga sökina. „Þetta var alls ekki svona,“ segir Kevin Federline og ber sig heldur illa í samtali við vefsíðu People- tímaritsins. Federline segir vissulega að hjónaband- ið hafi verið stormasamt þegar þau skötuhjú áttu aðeins eitt barn. Hlutirnir hafi hins vegar orðið nokkuð flóknir þegar annað barn þeirra, Jayden James, bættist í hópinn. „Ég hafði mestar áhyggjur af börnunum okkar. Ég var ekkert afskiptalaus gagnvart Britney, síður en svo. Börnin voru bara alltaf efst í forgangsröðinni,“ útskýrir Federline. Hann vísar því alfarið á bug að hann hafi sett Britney einhverja afarkosti en hann hafi óskað eftir því að þau fyndu lausn á hjóna- bandsvandræðum sínum. „Hún vildi aldrei tala við mig um eitt eða neitt. Að lokum fór hún á bakvið mig og sótti um skilnað,“ segir Federline. Hann greinir jafnframt frá því í viðtalinu að hann hafi óttast það mest þegar skilnaðurinn var um garð genginn að hann fengi jafnvel aldrei að sjá syni sína aftur. „Það skipti mig mestu máli, að sjá syni mína aftur. Ég hafði ekki hugmynd um hversu mikil völd Britney hefði.“ Federline segir að þrátt fyrir allt muni Britney alltaf eiga stað í hjarta hans og að honum muni alltaf þykja vænt um hana. Britney að kenna SVEKKTUR K-Fed er svekktur yfir því að vera gerð- ur að blóraböggli fyrir skilnaði hans og Britney. Það sé Britney sem eigi sökina. „Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig,“ segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. „Ég er að vinna plötuna með Andra Ramizer, pródúsent og plötusnúð. Ég byrjaði að semja lögin í sumar og þau eru svona blanda af r&b, gospel og poppi,“ útskýrir Alan sem starfar sem kokkur á Café Bleu í Kringlunni meðfram tónlistinni. Hann segist þó nota mestallan frítíma sinn til að vinna að væntanlegri plötu. „Ég vildi taka minn tíma og gera þetta vel, frekar en að flýta mér að gera plötu sem ég yrði svo óánægð- ur með. Flest lögin eru á ensku, en ég ætla líka að semja lag og syngja á íslensku,“ segir Alan og stefnir á að koma sínu fyrsta lagi í útvarpsspilun í janúar. Aðspurður segir hann þátttöku sína í X-factor hafa opnað margar dyr. „Það er frekar skrítið að ókunnugt fólk skuli vita hver maður er núna. Ég hef fengið tækifæri til að syngja út um allt land, kynnast nýju fólki og koma fram á stöðum sem ég hefði ekki ímyndað mér að fara á,“ segir Alan brosandi. - ag Ætlar að syngja á íslensku VINNUR AÐ PLÖTU Alan Jones söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í X-factor keppninni í fyrra og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Heilsíðuumfjöllun um Arnald Indriðason og höfuð- persónu hans, rannsókn- arlögreglumanninn Erlend Sveinsson, er í nýjasta hefti TIME. Blaðamaðurinn Pete Gumbel telur Erlend vera arftaka útrásarvíkinganna. „Já, er þetta komið? Ég verð að fara niður í bókabúð og ná mér í eintak,“ segir Arnald- ur þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. Arnaldur hitti Gumb- el fyrir skömmu og ber honum vel söguna. „Hann var búinn að lesa nánast allar bæk- urnar mínar og var mjög vel inni í þeim,“ útskýrir Arnaldur. Þrátt fyrir að Gumbel hafi aðallega skrifað um efnahagsmál fyrir TIME bar það umræðuefni ekki mikið á góma í spjalli þeirra Arnalds. „Nei, við ræddum aðal- lega um bækurnar mínar og hann hafði mikinn áhuga á Erlendi.“ Gumbel er þó ekki langt frá sínu áhugasviði í upp- hafi greinarinnar. Þar segir hann að hinir svo- kölluðu útrásarvíkingar hafi borið uppi ímynd Íslands erlendis. Þeir hafi flogið heimshornanna á milli, keypt fyrirtæki og verið í sífelldri leit að nýjum tækifærum til að auðgast. Harkaleg brotlending þeirra í haust hafi opnað mögu- leikann fyrir nýjum arftaka sem gæti þó ekki verið ólíkari auðjöfr- unum í fasi. Sá heitir Erlendur Sveinsson. „Hann er þumbaralegur, einrænn og tiltölulega óhamingjusamur maður sem er óánægður með þá stefnu sem nútíminn tók á Íslandi,“ skrifar Gumbel. Hann skautar síðan yfir feril Arnaldar í fáeinum orðum, minnist á alþjóðlega vel- gengni Mýrinnar eftir útgáfu henn- ar í Þýskalandi 2003 og svo kvik- myndaútgáfunnar eftir Baltasar Kormák sem framleiðendur í Hollywood hafi keypt endurgerð- arréttinn af. Gumbel lýsir fyrstu kynnum sínum af Arn- aldi og segir rit- höfundinn vera hæglátan með há kollvik og skarti geðþekku brosi. Þeir Gumb- el og Arnaldur ræða síðan um ástæður þess af hverju Erlendur njóti svona mikilla vinsælda meðal íslenskra lesenda. „Erlendur er hluti af þessari samfélagsbreyt- ingu sem átti sér stað þegar Ísland fór frá því að vera frekar fátækt þjóðfélag yfir í þjóðfélag sem átti allt. Ég held að fólk samsami sig Erlendi vegna einmanaleika hans og mistaka,“ útskýrir Arnaldur. Gumbel skrifar að íslenski rithöf- undurinn hafi rutt brautina í íslenskum bókmenntum. Áður en hann hafi komið til sögunnar hafi íslenskar bókmenntir einkennst af bókum Halldórs Laxness og Íslendingasögunum. Arnaldur segist í viðtalinu ekki eiga mikið sameiginlegt með Erlendi. Þeir eigi þó eitt sameigin- legt og það sé skoðun þeirra á íslensku samfélagi fyrir hrunið og eftir. „Þetta gerðist allt svo hratt að við náðum aldrei áttum. Fyrir tveimur og þremur kynslóðum síðan áttu Íslendingar ekki neitt en allt í einu áttum við allt,“ segir Arnaldur sem vonast til þess að efnahagsástandið leiði af sér ein- hverjar jákvæðar breytingar. „Ég vona að þetta eigi eftir að slökkva á þörfinni fyrir nýja bíla, peninga og hús. Ég vona að við hverfum aftur til upprunans,“ segir Arnald- ur. Gumbel kveður með þeim orðum að ef það felist í að lesa um Erlend, verði svo að vera. freyrgigja@frettabladid.is Arnaldur fær heilsíðu í TIME ARFTAKI ÚTRÁS- ARINNAR Peter Gumbel segir rannsóknarlög- reglumanninn Erlend vera arftaka útrás- arvíkinganna, hann eigi eftir að bera uppi hróður Íslands. Chris Martin og félagar hans í bresku hljómsveitinni Coldplay eru nú í óða önn að skipuleggja tónleikaferðalag um Bretland á næsta ári. Stærstu tónleikarnir verða á Wembley-leikvanginum í London í september. Það tók ekki langan tíma að selja alla miðana á tónleikana sem verða á Wembley 19. september og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið áður. Coldplay hefur nú ákveðið að það verði stúlknasveitin Girls Aloud sem muni hita upp á Wembley- tónleikunum. Girls Aloud er ein vinsælasta stúlknasveitin þar í landi en engu síður vekur þessi ákvörðun talsverða athygli. Er það fyrst og fremst vegna þess að Martin og félagar hafa markvisst unnið að því að losna við ímynd sína sem ofurpoppsveit. Þeir hafa barist harðlega fyrir því að fólk taki þá alvar- lega sem listamenn. Hvort þessi ákvörðun markar stefnubreytingu á svo eftir að koma í ljós. Girls Aloud hita upp fyr- ir Coldplay ÓVÆNT UPPHITUN Chris Martin og félagar í Coldplay hafa fengið Girls Aloud til að hita upp fyrir sig á tónleikum. „... skyldulesning.“ páll baldvin baldvinsson, frét tablaðið „Lesið Vetrarsól.“ jenný anna baldursdót tir „Þetta er mjög grípandi saga og allt í senn frumleg, yndisleg, spennandi og bráðfyndin ...“ guðríður haraldsdót tir, vik an „... bráðskemmtileg bók sem þjónar hlutverki sínu sem ljós í myrkrinu dável.“ úlfhildur dagsdót tir, www.bokmenntir.is     2. PRENTUN VÆNTANLEG 1. prentun á þrotum 4. sk áldverk sæti METSÖLULISTI EYMUNDSSON 3. DESEMBER 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.