Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 19. desember 2008 — 347. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 HÁSKÓLABALL verður haldið á skemmtistaðnum Nasa annað kvöld, laugardaginn 20. desember. Páll Óskar Hjálmtýsson sér um að halda uppi stuðinu en húsið opnar klukkan 23.00. Aldurstakmark er 20 ár. Anna Björk Hilmarsdóttir er nem-andi í 10. bekk í unglingadeild Álftamýrarskóla og sinnir einnig starfi formanns nemendaráðs. Hún er liðtæk við piparköku-skreytingar en hún lenti ásamt liði sínu í fyrsta sæti skreytinga-keppninnar í fyrra segir Anna Björk en auk hennar í liðinu voru Katrín Steinunn Ant-onsdóttir, Karen Ósk Óskarsdóttir og Soffía Lára Snæbjörnsdóttir. Allir nemendur í 8., 9. og 10. bekk skólans tóku þátt í keppni ieinu i Ég er bara dugleg að skreyta, en ég baka stundum Betty Crocker. Ef foreldrar mínir baka þá hjálpa ég kannski til. Ég borða samt rosalega mikið f Kökuhús Pocahontas Álftamýrarskóli hefur staðið fyrir skreytingakeppni á piparkökuhúsum síðustu tvö ár. Nemendur í ungl- ingadeild skólans taka þátt í liðakeppni um best skreytta húsið. Anna Björk Hilmarsdóttir varð í öðru sæti með indíánahúsið ásamt Katrínu Steinunni Antonsdóttur, Karen Ósk Óskarsdóttur og Soffíu Láru Snæbjörnsdóttur. Sigurvegarar í keppninni voru Ástrós Arnarsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Rakel Tara Þórarinsdóttir og Sylvía Kristín Stefánsdóttir. Stúlkurnar eru allar í tíunda bekk Álftamýrarskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýársveisla 1. janúar 2009 Gjafabréf Perlunnar Gefðu einstaka kvö ldstund í jólagjöf! Þórir Baldurs og Þrjár raddir spila kvöldverðartónlist & hljómsveit Þóris Baldurs spilar fyrir dansi. 9.990 kr.Verð með fjórum glösum af víni 14.500 kr.Spariklæðnaður — Húsið opnar kl. 19:00Pantið borð í síma 562 0200 eða með tölvu ó ti Steikt hörpuskelmeð blönduðum skógarsveppum og blómkálsfroðu Humarsúpa Rauðvínssoðin perameð foie gras ís og portvínsgljáaKryddlegið hreindýrafillemeð steiktum kantarellum, seljurótarmauki og „pomme Anna“ kartöflumLogandi „créme brûlée“með súkkulaðiís Kaffi og heimalagað konfekt VEÐRIÐ Í DAG SIGRÍÐUR THORLACIUS Jólabarnið með englaröddina FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG föstudagur SYN Sigríður Thorlacius söng eitt vinsælasta lagið 2008 og er alls ekki hætt. FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 19. desember 2008 ANNA BJÖRK HILMARSDÓTTIR Indíánapiparkökuhúsið hreppti annað sæti • matur • tíska • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS VIÐSKIPTI Sjö lífeyrissjóðir hafa ráðið sér sameiginlegan lögmann til að gæta hagsmuna sinna gagn- vart Samson, eignarhaldsfélagi Björgólfsfeðga. Líkur eru á að þrír lífeyrissjóðir bætist í hópinn. Krafan er vegna útistandandi skuldabréfa sem alls nema um 24 milljörðum króna. Óljóst er um hlut lífeyrissjóðanna, en þó liggur fyrir að þeir eru í hópi stærri kröfuhafa í þrotabúi félagsins. Viðar Lúðvíksson, lögfræðingur hjá Landslögum, gætir hagsmuna sjóðanna. „Þessi vinna er skammt á veg komin og ég hef frest til að vinna kröfulýsingu út næsta mánuð. Sjóðirnir eru að safna saman nauðsynlegum gögnum svo ég treysti mér ekki til að segja um hvaða upphæðir er hér um að tefla fyrir hvern lífeyrissjóð fyrir sig,“ segir Viðar. Að sögn Hauks Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra LSR, eru líf- eyrissjóðirnir í landinu að skoða nokkur mál í sameiningu vegna taps sjóðanna í kjölfar hruns bankakerfisins. „Í eignasafni hjá LSR voru skuldabréf á marga aðila og vegna kreppunnar eru ýmis mál sem þarf að skoða. Meðan á því stendur tel ég óráðlegt að ræða það sérstaklega.“ Helgi Birgisson, skiptastjóri þrotabús Samsonar, segir að heild- arvirði útgefinna skuldabréfa Sam- sonar sé um 24 milljarðar króna. Það liggi hins vegar ekki fyrir hverjir eigi þau. Ljóst sé þó að eign lífeyrissjóðanna sé veruleg. Hann segir ekkert hægt að segja til um hvað kröfuhafar geti vonast eftir að fá. „Eignir félagsins voru um 170 milljarðar og níutíu töpuðust við fall Landsbankans. Það eru síðan aðrar eignir sem unnið er við að gera pening úr. En eins og stað- an er í dag er þetta að stórum hluta tapað.“ Heildarkröfur í þrotabú Samson- ar nema um 112 milljörðum króna. Skuldir Samsonar við lánardrottna nema um 87 milljörðum króna. Þeir eru Landsbankinn, Straumur, Kaupþing og Glitnir, auk þýsku bankanna Commerzbank og Standard. - shá, ikh Lífeyrissjóðir í mál vegna milljarða taps Sjö lífeyrissjóðir hafa sameinast um að sækja rétt sinn gagnvart Samson eignar- haldsfélagi. Þrír sjóðir bætast líklega við. Sjóðirnir hyggja á frekara samstarf. LÍFEYRISSJÓÐIRNIR SJÖ ■ Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins ■ Lífeyrissjóður Vestmannaeyja ■ Lífeyrissjóður verkfræðinga ■ Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga ■ Lífeyrissjóður Vestfirðinga ■ Festa, lífeyrisjóður ■ Gildi, lífeyrissjóður dagar til jóla5 Opið til 22 OPIÐ TIL 22 Veigar Páll verður sá sjötti Fimm íslenskir knattspyrnumenn hafa leikið í frönsku úrvalsdeildinni. ÍÞRÓTTIR 66 FÓLK „Þetta hefur ekki verið gert áður í áætlunarflugi,“ segir Sigríður Klingenberg spákona sem setti heimsmet síðastliðinn fimmtudag þegar hún spáði fyrir 198 manns í 37.000 feta hæð í flugi Iceland Express til og frá Kaupmannahöfn. „Þetta voru 98 Íslendingar og 100 Danir sem voru flestir að fara að koma og versla á Íslandi. Ég spáði fyrir öllum farþegunum, nema þeim sem voru sofandi, en sendi þeim bara hugarspá. Ætli maður hafi ekki verið tengdari almættinu en ella þarna í háloft- unum,“ segir Sigríður og hlær, en verið er að skrá metið í heims- metabók Guinness. - ag / sjá síðu 70 Spáði fyrir 198 flugfarþegum: Setti heimsmet í háloftunum ÉL VESTAN TIL Í dag verður hæg breytileg átt, 3-8 m/s. Él vestan til, bjart með köflum á landinu austanverðu annars stöku él á stangli. Frost yfirleitt á bilinu 0-12 stig, kaldast á Austurlandi. VEÐUR 4 -2 -6 -9 -4 -3 Dísa tilnefnd Bryndís Jakobsdóttir er meðal þeirra sem tilnefndir eru til Íslensku tónlistar- verðlaunanna. FÓLK 60 Flaggskip háskóla í Kína Háskóli Íslands hefur hafið samstarf við tvo virta háskóla í Peking. TÍMAMÓT 44 Frá geðveiki til gæfuspors Hugarheimur geðsjúkra einstakl- inga er oft martröð líkastur, skrifar Steindór J. Erlingsson. UMRÆÐAN 40 BÓKMENNTIR Vetrarborgin, glæpa- saga Arnaldar Indriðasonar, fær lofsamlega dóma í breskum fjöl- miðlum. Vetrarborgin var bók vik- unnar hjá The Mirror sem segir Arnald standa upp úr miklu flóði norrænna glæpasagnahöf- unda. „Arnaldur Indriðason er einhver skær- asta stjarnan á alþjóðavett- vangi glæpahöf- unda,“ skrifar gagnrýnandinn. Arnaldur segir það skipta sig mestu máli hvernig íslenskir lesendur taki bókum hans. „Þeir hafa alltaf tekið mér hvað best,“ segir Arnaldur í samtali við Fréttablaðið. Nýjasta bók Arnaldar, Myrká, er hreinlega rifin út úr bókabúð- um. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var fyrsta prentun þrjátíu þúsund eintök. Hún er nú á góðri leið með að verða uppseld. - fgg / sjá síðu 70 Arnaldur Indriðason: Ein skærasta stjarna glæpa- sagnaheimsins ARNALDUR INDRIÐASON DÓMSMÁL Systkinin Jón Ásgeir Jóhannesson og Kristín Jóhannes- dóttir ásamt Tryggva Jónssyni og félögunum Baugi og Gaumi hafa verið ákærð fyrir skattalagabrot. Í ákæru setts ríkislögreglustjóra sem birt var í gær er talið upp hvern- ig þremenningarnir og félögin sem þau stýrðu eiga að hafa á árunum 1998 til 2003 skotið undan skatti, launatekjum og fjármagnstekjum. Þannig hafi skatturinn orðið af hundruðum milljóna króna. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að fram sé komin þriðja ákæran í „gamla Baugsmálinu“. Svo virðist sem ákæruvaldið taki hvorki mark á fyrri dómi Hæstaréttar í Baugsmál- inu né dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur frá í fyrradag í öðru skattamáli. „Persónuleg skattamál ákærðu sem og skattamál Baugs og Gaums sem ákært er fyrir hafa hlotið endanlega niðurstöðu hjá skattyfirvöldum,“ segir í yfirlýsingu Gests. - gar / sjá síðu 4 Ríkislögreglustjóri ákærir fyrir meiri háttar skattalagabrot árin 1998 til 2003: Baugsfólk sakað um skattsvik JÓLASTEMNING Það ríkti sannkölluð jólastemning á Laugaveginum í gær enda kyngdi snjónum niður. Eftirvæntingin magnast enda aðeins fimm dagar til jóla. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.