Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 2
2 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
Hæ hæ
ég hlakka til
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
0
8
-
2
2
1
8
www.postur.is
Í dag er síðasti
öruggi skiladagur
fyrir jólapakka
og jólakort
innanlands
– ég á von á pakka!
LÖGREGLUMÁL Tugir einstaklinga
hafa verið handteknir vegna
fíkniefnamála á Norðurlandi frá
því í haust. Átak lögreglu gegn
fíkniefnum sem hófst þá hefur
skilað mjög góðum árangri.
Gunnar Jóhannsson, yfirmaður
rannsóknardeildar lögreglunnar
á Akureyri, segir að um sé að
ræða samstarfsverkefni lögreglu-
stjóranna á Norðurlandi sem sett
hafi verið á laggirnar í haust og
fram að áramótum. Lögreglu-
stjórarnir sem um ræðir eru á
Akureyri, Húsavík, Blönduósi,
Sauðárkróki, svo og embætti
ríkislögreglustjóra.
„Þetta hefur gengið mjög vel
og skilað miklum og góðum
árangri,“ segir Gunnar. „Það
færir okkur sönnur fyrir því að
fíkniefnavandinn er ærinn. Það
virðist ekkert slá á hann. Á þessu
tímabili í haust sem átakið hefur
staðið yfir er mikil aukning í
fíkniefnamálum, bæði hvað varð-
ar haldlögð fíkniefni svo og vímu-
efnaakstur. Í tengslum við þau
hafa 66 einstaklingar verið hand-
teknir, farið hefur verið í fjöl-
margar húsleitir, auk þess sem
leitað hefur verið í bílum. Hald
hefur verið lagt á talsvert magn
af fíkniefnum, bæði kannabis-
efni, amfetamín, kókaín og
stera.“
Nær tuttugu af þeim sem hand-
teknir hafa verið í átakinu eru
grunaðir um að hafa stundað
fíkniefnasölu, að því er Gunnar
greinir frá. Þá hafa sumir ein-
staklinganna verið handteknir
oftar en einu sinni. Langflestir
hafa verið teknir á Akureyrar-
svæðinu, en fólk hefur einnig
verið tekið í öllum hinum umdæm-
unum á Norðurlandi.
„Aukningin skilar sér um leið
og farið er að vinna markvisst að
þessum málaflokki,“ segir hann.
Að sögn Gunnars var átaks-
verkefnið sett saman af fjórum
mönnum, tveimur lögreglumönn-
um á Akureyri og öðrum tveimur
frá Ríkislögreglustjóra og eru
þeir staðsettir á Akureyri. Auk
þessara eru ákveðnir tengiliðir
við ofangreind lögregluembætti á
Norðurlandi.
Mikið og gott samstarf hefur
verið milli lögreglumannanna
fyrir norðan og fíkniefnadeildar
lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu.
Átaksverkefnið var fjármagn-
að með aukafjárveitingu fram að
áramótum. Að sögn Daníels Guð-
jónsssonar yfirlögregluþjóns
hefur nú fengist smá aukafjár-
veiting til viðbótar, þannig að
hægt verður að halda átakinu
áfram eftir áramót.
jss@frettabladid.is
Tugir handteknir í
átaki gegn fíkniefnum
Tæplega sjötíu einstaklingar hafa verið handteknir í átaki gegn fíkniefnum
sem staðið hefur yfir frá því í haust á Norðurlandi. Um tuttugu þeirra eru taldir
vera sölumenn. Lögregla hefur tekið kannabisefni, amfetamín, kókaín og stera.
LÖGREGLAN Á AKUREYRI Langflestir hafa verið teknir af lögreglu á Akureyrarsvæðinu,
en fólk hefur einnig verið tekið í öllum hinna umdæmanna á Norðurlandi.
FJÖLDI FÍKNIEFNAMÁLA
– átaksverkefni á Norðurlandi*
20.8. - 7.12.2008
Fíkniefnamál 53
Vímuakstur 30
20.8. - 7.12.2007
Fíkniefnamál 20
Vímuakstur 10
20.8. - 7.12.2006
Fíkniefnamál 34
Vímuakstur 8
*BRÁÐABIRGÐATÖLUR
LÖGREGLUMÁL Tveir íslenskir karlmenn á fertugsaldri
hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að þeir
reyndu að smygla fíkniefnum í ferðatöskum til
landsins fyrr í vikunni.
Annar mannanna kom til landsins á þriðjudag. Hann
var handtekinn í Leifsstöð. Í ferðatösku sem hann
hafði meðferðis reyndist vera í kringum eitt og hálft
til tvö kíló af ætluðu hvítu, sterku fíkniefni.
Hinn maðurinn hafði fengið búslóð senda í frakt
hingað til lands. Í fyrradag, þegar hann kom að leysa
sendinguna úr tolli, var hann handtekinn. Meðal hluta
í fraktinni reyndist vera ferðataska sem innihélt
meðal annars hvítt fíkniefni.
Sá sem kom til landsins á þriðjudag var í fyrradag
úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. janúar. Hinn, sem
kom til að sækja búslóðina, var í fyrradag úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald til 23. desember.
Hann var með mun minna af fíkniefnum en sá sem
kom á undan. Lögregla telur að þessi tvö mál tengist.
Rannsókn þeirra er á frumstigi. - jss
Karlmenn sem reyndu að smygla fíkniefnum til landsins í gæsluvarðhaldi:
Tveir teknir með fíkniefni í
kílóavís í ferðatöskum
MEÐ FLUGI Mennirnir reyndu að koma fíkniefnum til landsins
í ferðatöskum.
DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Reykja-
víkur dæmdi í gær Davíð Smára
Helenarson, 24 ára, í sjö mánaða
óskilorðsbundið fangelsi fyrir
tvær líkamsárásir. Hann var sýkn-
aður af þeirri þriðju.
Davíð er dæmdur fyrir að hafa í
ágúst í fyrra ráðist á dómara í
utandeildarleik í knattspyrnu eftir
að honum var vísað af velli. Davíð
sparkaði undan dómaranum fót-
unum með þeim afleiðingum að
hann féll og rifbeinsbrotnaði.
Þá er hann dæmdur fyrir að
hafa fyrir ári ráðist á Hannes Þ.
Sigurðsson, landsliðsmann í
knattspyrnu, á Hverfisbarnum,
hrint honum og slegið hann marg-
sinnis í andlitið. Hannes tvíbrotn-
aði í andliti við árásina og var frá
knattspyrnuiðkun í mánuð. Segir
í dómnum að hópur manna hafi
verið með Davíð þegar árásin var
framin, mennirnir hafi varnað
því að einhver kæmi til hjálpar og
hvatt Davíð áfram í bar-
smíðunum.
Davíð var einnig ákærður fyrir
að hafa ráðist á mann á salerni
skemmtistaðarins Apóteksins,
kýlt hann og hoppað á fæti hans
þannig að hann ökklabrotnaði og
sleit liðband. Dómnum þykir ekki
sannað að Davíð hafi verið þarna
að verki og sýknar hann því.
Davíð var dæmdur til að greiða
dómaranum 200 þúsund krónur í
miskabætur og Hannesi hálfa
milljón. - sh
Fékk sekt og fangelsisdóm fyrir að berja dómara og knattspyrnumann:
Davíð Smári í sjö mánaða fangelsi
Tveimur dögum eftir árásina á
dómarann kom Davíð Smári fram í
fjölmiðlum og skýrði frá sinni hlið
mála. Í viðtali við RÚV sagði hann
meðal annars: „Ég verð greinilega
að gera eitthvað í mínum málum,
það er alveg augljóst … þetta er
bara endapunktur.“ Áður hafði
hann tekið fram sérstaklega að
hann vildi biðja dómarann „afsök-
unar, alveg bara endalaust“.
SAGÐIST IÐRAST
Herbert, er hægt að ganga í
burtu frá genunum?
„You can´t walk away!“
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmunds-
son hefur troðið upp með sonum sínum
að undanförnu og er afar ánægður með
félagsskapinn. Herbert er sem kunnugt
er höfundur hins ódauðlega eitís-slagara
Can´t Walk Away.
BAGDAD, AP Muntadhar al-Zeidi,
íraski blaðamaðurinn sem henti
skónum sínum í átt að George
Bush Bandaríkjaforseta á
blaðamannafundi fyrr í vikunni,
hefur ritað bréf til forsætisráð-
herra Íraks þar sem hann biðst
afsökunar á athæfinu og náðunar.
Jalal Talabani, forseta Íraks, er
heimilt að náða blaðamanninn ef
Nouri al-Maliki forsætisráðherra
mælir með slíkri aðgerð.
Haft hefur verið eftir ráða-
mönnum í Írak að blaðamaðurinn
al-Zeidi, sem nú er í fangelsi,
verði líklega ákærður fyrir
móðgun í garð erlends leiðtoga.
Slíkur glæpur gæti varðað allt að
tveggja ára fangelsi. - kg
Íraskur blaðamaður:
Biðst afsökunar
og náðunar
STJÓRNMÁL Lúðvík Bergvinsson,
þingflokksformaður Samfylking-
arinnar, hætti í stjórn fasteigna-
félagsins Miðkletts í kjölfar
bankahrunsins, enda telur hann
að hagsmunaárekstrar geti orðið í
slíkri stöðu, í ljósi þess að ríkið á
nú bankana.
Þingmaðurinn segir Miðklett
eiga og reka fasteignina að
Borgartúni 33, sem er um 2.000
fermetra skrifstofuhúsnæði. Það
sé allt og sumt. Sögusagnir um
skuldaafskriftir félagsins í nýju
bönkunum séu „glórulausar“.
„Ég hef aldrei fengið nein
sérkjör eða notið neinnar vildar
vegna þessa,“ segir hann.
Lúðvík á um fjórar milljónir
króna að nafnvirði í félaginu, sem
er um helmingshlutur. - kóþ
Lúðvík Bergvinsson:
Út úr Miðkletti
eftir bankahrun
VIÐSKIPTI Reynir Grétarsson,
forstjóri Creditinfo Group, hefur
selt þýska fyrirtækinu SCHUFA,
sem starfar á sviði fjárhagsupp-
lýsinga, hlut í erlendri starfsemi
fyrirtækisins. Við söluna verður
til nýtt félag, Creditinfo SCHUFA
GmbH og verður aðsetur þess í
Wiesbaden í Þýskalandi. Þetta
kemur fram í sameiginlegri
fréttatilkynningu beggja fyrir-
tækjanna.
Í tilkynningunni er haft eftir
Reyni Grétarssyni að samningur-
inn hafi verið í deiglunni síðan í
desember í fyrra. - kg
Sameining fyrirtækja:
Creditinfo sam-
einast SCHUFA
FANGELSAÐUR Uppátæki Muntadhar al-
Zeidi hefur vakið athygli um allan heim. VIÐSKIPTI Kauphöllin hefur
ákveðið að áminna Kaupþing
banka hf, eða gamla Kaupþing,
opinberlega fyrir að hafa ekki
tilkynnt Kauphöllinni þá ákvörð-
un að fella niður persónulegar
ábyrgðir starfsmanna vegna lána
sem þeir fengu til hlutabréfa-
kaupa í bankanum. Tilkynning
þess efnis frá Kauphöllinni birtist
á vef Viðskiptablaðsins í gær-
kvöldi.
Í tilkynningunni kemur fram að
Kaupþing sé talið hafa gerst
brotlegt við ákvæði reglna fyrir
útgefendur fjármálagerninga í
Kauphöllinni. Ekki verði séð að
það teljist til venjulegra við-
skiptahátta að fella niður
persónulegar ábyrgðir einstakl-
inga vegna lána. - kg
Ákvörðun frá Kauphöllinni:
Kaupþing fær
áminningu
vegna afskrifta
FJÁRMÁL Lánshæfismat Lands-
virkjunar var lækkað í gær hjá
Standard & Poor‘s úr BBB+ og A-
2 niður í BBB- og A-3.
Framtíðarhorfurnar séu
neikvæðar og er lækkunin sögð
endurspegla „þá skoðun okkar að
eigandi Landsvirkjunar, Íslenska
lýðveldið, hafi minni getu en áður
til að veita fyrirtækinu fjárhags-
legan stuðning,“ segir í tilkynn-
ingu frá Standard og Poor‘s.
Matið er meðal annars byggt á
yfirburðastöðu Landsvirkjunar á
íslenska markaðnum og eign
fyrirækisins á flutningskerfi.
- kóþ
Lánshæfismat S & P:
Mat á Lands-
virkjun lækkað
SPURNING DAGSINS