Fréttablaðið - 19.12.2008, Page 6

Fréttablaðið - 19.12.2008, Page 6
6 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 Reykjavíkurvegi 68 • 220 Hafnarfirði • s: 5557220 www.hafid.is STJÓRNMÁL Magnús Reynir Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, vill taka fram, vegna úttektar Frétta- blaðsins á því hvernig þingmenn hafi fjármagnað prófkjörsbar- áttu sína fyrir síðustu kosning- ar, að engin prófkjör fóru fram á vegum flokksins. Hann vill enn fremur að fram komi að hann líti svo á að hann hafi svarað fyrir alla þingmenn flokksins þegar hann var til svara um útgjöld flokksins á síð- asta kosningaári. Jón Magnús- son og Kristinn H. Gunnarsson svöruðu þó fyrir sig sjálfir. Í svari Magnúsar Reynis segir: „Frjálslynda flokknum er ekki kunnugt um að stuðningur við einstaka frambjóðendur fyrir alþingiskosningarnar 2007 hafi verið annar en fram kemur í sameiginlegu bókhaldi flokks- ins, sem skilað hefur verið til Ríkisendurskoðunar. Þar er að finna sundurliðun á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja, sam- tals að upphæð 4.942.846 krón- um.“ Þess má geta að það er ögn minna en Helgi Hjörvar, Sam- fylkingu, eyddi í sitt prófkjör. Fréttablaðið hefur ítrekað spurningar til þingmanna sem ekki hafa enn svarað varðandi fjármögnun við prófkjör sín fyrir síðustu kosningar. Enn hafa 34 ekki svarað. - jse Frjálslyndi flokkurinn eyddi tæpum fimm milljónum árið 2007: Eyddi minna en Helgi Hjörvar JÓN MAGNÚSSON OG MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON HJÁ FRJÁLSLYNDUM Ekkert prófkjör var hjá frjálslyndum enda eyddu þeir á við einn þingmann kosningaárið 2007. LÖGREGLUMÁL Meira þýfi fannst við húsleit hjá fjórmenningum sem grunaðir eru um að hafa ætlað að koma miklu magni þýfis úr landi, eins og fram kom í blaðinu í gær. Um var að ræða snyrtivörur. Bíll sem lögregla hafði leitað að vegna málsins er einnig fundinn. Var talið að flytja ætti hann úr landi í gámi sem hlaðinn væri þýfi. Bíllinn var hins vegar ekki kominn um borð í gáminn þegar hann fannst og reyndist ekkert vera í honum. Lithái situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þrír landar hans eru grunaðir um aðild en þeir ganga lausir. - jss Þjófagengið: Meira þýfi hefur fundist STJÓRNSÝSLA Sjúkrahúsið á Akur- eyri hefur sagt upp ferliverka- samningi við Pál Tryggvason, yfir- lækni barna- og unglinga geðdeildar, þar sem forsendur samningins brustu. Að sögn Halldórs Jónssonar for- stjóra var samningurinn við Pál gerður fyrir nokkrum árum með þeim fyrirvara að sjúkrahúsið fengi sérstakar greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins til að standa straum af kostnaði við hann. Slíkar greiðslur hafi aldrei fengist. Nauðsynlegt sé að endur- skoða alla ferliverkasamninga sjúkrahússins í ljósi niðurskurð- araðgerða vegna efnahagsástands- ins. Slík endurskoðun standi yfir. Páll er í 70 prósenta starfi við sjúkrahúsið og hefur síðustu ár sinnt öðrum læknisverkum innan veggja þess, samkvæmt ferli- verkasamningnum. Ráðningar- samningi við Pál hefur ekki verið sagt upp. Ferliverk eru skilgreind sem læknisþjónusta við sjúkling sem ekki þarfnast innlagnar. Aðspurður segir Halldór að ekki hafi verið rætt um að bjóða Páli fullt starf á sjúkrahúsinu, það komi hins vegar til greina en á hinn bóginn sé honum frjálst að reka sjálfstæða stofu, líkt og hann gerði áður, samhliða störfum sínum á sjúkrahúsinu. Höskuldur Þórhallsson, þing- maður Framsóknarflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær. Sagði hann standa til að segja lækninum upp og innti heilbrigðisráðherra eftir viðbrögðum. Ráðherra sagð- ist ekki þekkja til málsins og því ekki geta tjáð sig um það. - bþs Sjúkrahúsið á Akureyri segir upp samningi við barna- og unglingageðlækni: Forsendur samningsins brustu EFNAHAGSMÁL „Efnahagsáætlun Íslands, sem studd er af Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum gengur vel,“ sagði Poul Thomsen í gær þegar fjögurra daga heimsókn sendi- nefndar sjóðsins hér á landi lauk. Á meðan á heimsókninni stóð ræddi sendinefndin við meðlimi ríkisstjórnarinnar, þingmenn og ýmsa fræðimenn. Thomsen sagðist hafa fulla trú á að Ísland muni hafa getu til að borga til baka þau erlendu lán sem þurfi að taka. Um 60 prósent af kostnaði við bankahrunið verði vegna endurfjármögnunar við- skiptabanka og Seðlabanka, sem verði innlendar skuldir ríksins vegna endurfjármögnunar bank- anna. Erlendar skuldir vegna inn- stöðutrygginga munu líklega fást endurgreiddar af eignum gömlu bankanna. Í október var gert ráð fyrir að kostnaður vegna bankahrunsins væri um 85 prósent af vergri þjóðarframleiðslu „en það verður mun minna“, sagði Thomsen. Hann var ekki viss hversu miklu minna en giskaði á 20-30 prósent. Helsta skammtímamarkmið áætluninnar var að verja stöðu krónunnar, vegna þess hve hátt hlutfall lána er hér í erlendri mynt. „Ég tel að því markmiði hafi verið náð,“ sagði Thomsen. Meðal annars hafi minna af gjald- eyrisvaraforðanum verið notað til að verja krónuna en áætlað hafi verið. Snemma á næsta ári ætti að vera komin áætlun um að lækka stýrivexti og afnema þau gjald- eyrishöft sem enn eru í gildi. Lýst var ánægju með fjárlaga- frumvarpið sem lagt hefur verið fram og sagði Thomsen að tillög- urnar og fjárlagahallinn væru í samræmi við það sem hafði verið rætt. Tekjur ríkisins verði þó lík- lega eitthvað lægri en áætlað hafði verið í október, um 0,25 pró- sent af vergri þjóðarframleiðslu. Fyrir fjárlagaárið 2010 þurfi þó að þrengja fjárlagarammann um tvö prósent af þjóðarframleiðslu frá fjárlögum 2009. „Þið standið frammi fyrir alvarlegum fjár- hagsvanda,“ sagði Thomsen. En vandanum yrði að hluta frestað um eitt ár til þess að ekki þurfi að taka á honum í krísu. Nú þurfi hins vegar að taka erfiðu ákvarð- anirnar um niðurskurð á árinu 2010. Thomsen staðfesti að fastur starfsmaður Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins mun starfa hér á landi frá og með janúar. Í upphafi febrúar mun sendinefndin snúa aftur og þá mun fyrsta formlega endurmatið á efnahagsáætlunni fara fram. svanborg@frettabladid.is Meiri niðurskurður boðaður á næsta ári Megnið af skuldum Íslands vegna bankahrunsins verður í íslenskum krónum og mun lægra en gert var ráð fyrir í október, sagði Poul Thomsen, formaður sendinefndar AGS. Ákveða þurfi strax hvar eigi að skera niður í fjárlögum 2010. POUL THOMSEN Hefur fulla trú á að Íslendingar hafi getu til að borga erlendar skuldir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON Styrkir þú hjálparstarf fyrir jólin? Já 54,5% Nei 45,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er réttlætanlegt hjá ríkislög- reglustjóra að fækka lögfræð- ingum í efnahagsbrotadeild? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.