Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 24

Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 24
24 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Þjóðarmorðin í Rúanda Stanslausar óeirðir og mótmæli hafa átt sér stað í borgum Grikklands frá því hinn 15 ára Alex Grygoropoulos var skotinn til bana af lögreglumanni í hverfinu Exarhía í Aþenu hinn 6. desember síðastliðinn. Talið er að um 400 til 500 verslanir hafi orðið fyrir verulegu tjóni í óeirðunum. Grikkland hafði ekki farið varhluta af efnahagskreppunni og vonuðust verslunareigendur til að rétta sinn hlut í jólaönnunum en þær vonir eru úti hjá flestum. Kostas Karamanlis forsætisráðherra situr undir mikilli gagnrýni fyrir aðgerðarleysi. Sá stjórnmálamaður sem hvað mestrar virðingar hefur notið í Grikklandi er Andreas Papandreou sem lést árið 1996. Í hans stjórnartíð kom upp svipað mál þar sem lögreglu- maður skaut 15 ára nemanda og voru allir helstu yfir- menn lögreglunnar reknir í kjölfarið. Karamanlis hefur hins vegar ekki þótt bregðast við af slíkri röggsemi, til dæmis sættist hann ekki á afsögn innanríkisráðherra. Þetta hefur vakið reiði almennings. Georg Papandreou, forystumaður stjórnarandstöðunnar og leiðtogi PASOK- flokksins, hefur krafist afsagnar Karamanlis og að efnt verði til kosninga. Hann er sonur Andreas. Á síðustu árum hefur almenningur í Grikklandi haft mun meira aðgengi að lánsfé en áður. Einnig hækk- aði vöruverð en ekki laun þegar Grikkir tóku upp evru í byrjun árs 2001. Karamanlis er því illa í stakk búinn til að takast á við efnahagsþrengingarnar og ekki er það til að sefa reiðina. FBL. GREINING: STJÓRNMÁLAÁSTANDIÐ Í GRIKKLANDI Ráðherrann stenst ekki samanburðinn Theonoste Bagosora ofursti er sagður höfuð- paurinn á bak við þjóðar- morðin í Rúanda árið 1994. Hann var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi. Alþjóðlegur stríðsglæpadóm- stóll, með aðsetur í Tansaníu, hefur allar götur síðan 1994 feng- ist við atburðina sem urðu í Rúanda það ár, þegar meira en 500 þúsund manns voru myrtir á fáeinum vikum. Dómstóllinn hefur til þessa fellt 42 dóma yfir mönnum, sem sannað þykir að hafi tekið þátt í þjóðarmorðinu. Sex þeirra voru sýknaðir, en flestir fengu langa fangelsis- dóma. Í gær féll svo dómur yfir mann- inum, sem talinn er bera höfuðá- byrgðina á þjóðarmorðunum. Hann heitir Theonoste Bagasora og var ofursti í Rúandaher þegar ósköpin hófust fyrir nærri fimmt- án árum. Dómstóllinn sagði hann hafa notfært sér aðstöðu sína og bein- línis skipað hermönnum að myrða tútsa í stórum stíl, og hófsama hútúa sömuleiðis. Hann var dæmdur sekur um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni og dæmdur í ævilangt fangelsi. Bagasora er orðinn 67 ára. Hann sagði ekki neitt þegar dómur var kveðinn upp yfir honum í gær og sýndi lítil svip- brigði. Bagasora var handtekinn í Kamerún árið 1996 og fluttur til Tansaníu árið eftir. Hann hefur því dvalist í fangelsi hálfan annan áratug nú þegar. Upphaf óaldarinnar má rekja til þess að flugvél var skotin niður í aðflugi að flugvellinum í Kígalí, höfuðborg Rúanda, hinn 6. apríl árið 1994. Um borð í vél- inni var Juvenal Habyarimana, forseti landsins, sem var hútúi. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki. Bagasora, sem einnig er hútúi, var þá æðsti yfirmaður á flug- vallarherstöðinni og brá strax hart við. Aðeins fáeinum klukku- stundum eftir að flugvélin var skotin niður höfðu herskáir hútú- ar sett upp vegatálma úti um alla höfuðborgina. Daginn eftir hóf- ust fjöldamorðin, með fullum stuðningi ríkisstjórnar landsins, sem var í höndum hútúa. Næstu vikurnar fóru flokkar hútúa um landið, leituðu uppi tútsa og hófsama hútúa og drápu miskunnarlaust. Þeir beittu sveðjum og hvers kyns bareflum, öllum vopnum sem þeir komust yfir, hversu fátækleg sem þau voru. Alþjóðasamfélagið stóð að mestu aðgerðarlaust hjá meðan ósköpin gengu yfir. Morðöldunni linnti ekki fyrr en rúmum þrem- ur mánuðum síðar þegar tútsar frá nágrannaríkinu Úganda höfðu komið þjóðflokki sínum til bjarg- ar. Þeir héldu hópum saman yfir landamærin til Rúanda og tókst að hrekja alhörðustu hútúana úr landi. Meira en 60 þúsund manns eru grunaðir um að hafa tekið virkan þátt í morðunum. Í þeim hópi voru jafnt stjórnarhermenn, her- skáir þjóðernishópar og almenn- ir borgarar, sem réðust gegn nágrönnum sínum í þorpum og bæjum landsins. Útvarpi var óspart beitt til að hvetja almenning til að ráðast gegn tútsum og drepa sem flesta, jafnt karla, konur sem börn. Áður en þessi skelfilega atburðarás hófst hafði Bagasora árum saman tekið þátt í alþjóð- legum viðræðum, sem höfðu það markmið að finna friðvænlega lausn á langvarandi stjórnmála- deilum í landinu, sem einkum voru deilur á milli hútúa, sem réðu stjórninni, og uppreisnar- sveita tútsa, sem voru þá eins og nú í meirihluta landsmanna. Bagasora þótti hins vegar full- trúar stjórnarinnar sýna fulltrú- um tútsa alltof mikla linkind. Samkvæmt dómsúrskurðinum sagðist hann ætla að snúa heim frá viðræðunum til Rúanda bein- línis til þess að „undirbúa ham- farirnar“. Talið er sannað að hann hafi verið helsti hugmyndasmiður fjöldamorðanna og öflugur drif- kraftur þeirra. Hann stóð þó engan veginn einn að verki. Dómstóllinn felldi í gær einnig dóma yfir nokkrum félaga hans. Bæði Anatolel Nsegiyumva og Allos Ntabakuze, sem voru yfir- menn í hernum, voru einnig dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir þjóðarmorð. Herforinginn Grati- en Kabiligi var hins vegar sýkn- aður af öllum ákærum og leystur úr haldi. Höfuðpaur þjóðarmorðs hlaut ævilanga fangavist HÚTÚAR Í VÍGAHAM Franskir hermenn aka framhjá hópi hútúa sem virðast til alls líklegir. Myndin er tekin í júní 1994 þegar óöldin stóð sem hæst. NORDICPHOTOS/AFP THEONESTE BAGOSORA Ofurstinn leiddur út úr dómshúsinu í Tansaníu. Myndin er tekin fyrr á þessu ári. YFIRFULL FANGELSI Talið er að tugir þúsunda hafi tekið virkan þátt í fjöldamorðun- um. Í apríl árið 1995 voru fangelsi í Rúanda yfirfull, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í Kígalí. NORDICPHOTOS/AFP FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is FINNLAND Bannað verður að skjóta upp flugeldum í miðborg Helsinki og ýmsum torgum í Helsinki í Finnlandi á gamlárskvöld. Þetta er gert til að draga úr líkunum á slysum, að sögn Hufvudstadsbla- det. „Þetta er fyrst og fremst spurn- ing um að koma í veg fyrir slys á fólki. En við vonumst líka til að minnka hávaða, reyk og rusl á víðavangi,“ segir Yrjö Niiranen, vaktstjóri hjá björgunarsveitinni. Niiranen segir að svona bann hafi bætt ástandið víða í Finnlandi og í Osló í Noregi þar sem lengi hefur verið bannað að skjóta flug- eldum. - ghs Nýársnótt í Helsinki verður með breyttu sniði: Flugeldar verða bannaðir miðsvæðis Við bjóðum öllum börnum fæddum árið 2008 að þiggja 5.000 króna Framtíðarsjóð í jólagjöf frá Byr. D Y N A M O R EY K JA V ÍK Jólagjöf Byrs 2008 Taktu fyrsta skrefið í næsta útibúi Byrs eða á byr.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.