Fréttablaðið - 19.12.2008, Page 36

Fréttablaðið - 19.12.2008, Page 36
36 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ UMRÆÐAN Ármann Kr. Ólafsson skrifar um fjárlagagerð Sama dag og síðari umræða fjárlaga fyrir árið 2009 fór fram lagði ég fram svohljóðandi þingsályktunartil- lögu: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að endurskoða vinnubrögð við gerð fjárlaga þar sem kannaðir verða kostir þess að tekin verði upp núllgrunnsfjárlög. Breyttir tímar kalla á ný vinnu- brögð. Fjárlagagerð sem gengur út á að horfa eingöngu til þess hversu miklu hefur verið eytt í einstaka liði á undan- förnum árum og bæta við þá eða lækka lítillega á milli ára er úrelt. Hefðarréttur í fjárveiting- um gengur ekki við þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Hann brenglar mark- mið fjárlagagerðarinnar þar sem hækkun fjárveitinga frá einu ári til annars er gerður að mælikvarða á árangur. Fjárlagagerð byggð á núllgrunni (zero-base budgeting) er vinnuaðferð þar sem markmiðið er að draga úr sjálfvirku hækkunarferli núverandi fyrirkomulags. Gildi aðferðarfræð- innar felst fyrst og fremst í því að fjárveiting- arvaldið samþykkir ekki fjárveitingar án þess að ítarlegur rökstuðningur liggi að baki einstökum verkefnum. Ríkisstofnanir og ráðuneyti sem eru stærstu notendur fjár úr opinberum sjóðum eru því neydd til að endurmeta og rökstyðja öll sín útgjöld frá grunni. Verkefni ríkisins eru lögð til grundvallar en ekki einstaka fjárlagaliðir. Núllgrunnurinn ýtir undir að hugsað sé út frá hreinu borði og horft til ákveðinna verkefna í stað einstakra fjárlagaliða, stofnana eða ráðuneyta. Nálgunin er tilvalin um leið og sett eru fram markmið um fækkun stofnana. Dæmi um verkefnanálgun er að skilgreina verkefni sem gæti t.d. heitið; Húsnæðisumsýsla ríkisins en hún heyrir undir fjölda ráðuneyta og stundum undir fjölda liða í hverju ráðuneyti þrátt fyrir að til sé sérstök stofnun sem heitir Fasteignir ríkisins. Verkefnanálgunin myndi ganga þvert á ráðuneytin, stofnanirnar og einstaka liði og ýta undir heildarsýn og stærðarhagkvæmni. Þá gæti annað verkefni heitið; Náttúra og umhverfi og næði yfir alla heildina í stað þess að vera skipt niður á Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins o.s.frv. Rík þörf er á róttækum aðgerðum til að bæta vinnslu og framkvæmd fjárlaga. Ríkisútgjöldin eru alltof há eftir fall bankanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ný vinnubrögð við gerð fjárlaga ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Xerodent 28,6 mg/0,25 mg munnsogstöflur. Notkunarsvið og skömmtun: Hver tafla inniheldur eplasýru 28,6 mg og natríumflúoríð samsvarandi 0,25 mg af flúor. Xerodent er lyf til varnar tannskemmdum notað við meðhöndlun einkenna vegna munnþurrks og fyrirbyggjandi við tannskemmdum hjá sjúklingum með munnþurrk. Skammtastærðir fyrir fullorðna: 1 tafla eftir þörfum, venjulega 6 sinnum á dag. Við mikinn munnþurrk má auka skammtinn í 12 töflur á dag í takmarkaðan tíma. Töfluna á að láta bráðna hægt í munni. Dreifa skal skammtinum jafnt yfir daginn. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna ættu ekki að nota Xerodent. Við meðhöndlun með Xerodent skal forðast að nota önnur lyf sem innihalda flúor. Xerodent má ekki nota á landsvæðum þar sem flúorinnihald drykkjarvatns er hátt. Vegna þess að Xerodent inniheldur xylitól getur það haft hægðalosandi verkun. Meðganga/brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta við notkun á meðgöngu. Natríumflúoríð skilst ekki út í brjóstamjólk. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. 29. nóvember 2007. Þreföld virkni Xerodents Eplasýra – örvar munnvatnsframleiðslu Flúor – ver tennurnar gegn skemmdum Xylitol – hemur bakteríuvöxt í munni Xerodent Við munnþurrki Ekki um jólin Sagt var frá því í fréttum í gær að umboðsmaður Alþingis rannsakar enn hvort Árni Mathiesen hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann skipaði Þorstein Davíðsson í embætti dómara. Málinu var skotið til umboðsmanns í janúar en 18. mars svaraði Árni erindi hans. Síðan eru liðnir níu mánuðir og ekki víst hvort niðurstaða fáist á þessu ári. Mögulega verður Árni horfinn úr ráðherraembætti þegar nið- urstaða umboðsmanns liggur fyrir. Og Árna sem grunaði að umboðs- maður hefði verið búinn að komast að niðurstöðu fyrirfram. Gísli og Gísli Morgunblaðið sló mögulega Íslands- met í aðsendum greinum í gær þegar um tuttugu síður voru lagðar undir bréf frá lesendum. Tvær greinar vöktu sérstaka athygli, önnur fjallaði um tilfinningar í sjávarútvegi og var eftir Gísla Frey Valdórsson, stjórnarmann í Félagi ungs fólks í sjávarútvegi. Hin fjallaði um ágæti Davíðs Oddssonar og var eftir Gísla Frey Valdórsson, blaðamann og stjórnmálafræði- nema. Áfangasigur Unnendur harmóníkna með hljómbassa unnu sætan sigur í gær þegar eftirfarandi tilkynning birtist á heimasíðu mennta- málaráðuneytisins: „Vegna ábendinga og athugasemda ákvað mennta- málaráðuneytið að endurskoða kafla um harmóníku í Aðalnámskrá tónlistarskóla. Bætt hefur verið kafla um miðnám svo nemendur geti einnig lokið miðprófi í harmóníku með hljómbassa, en í gildandi aðal- námskrá er eingöngu gert ráð fyrir miðprófi á harmóníku með tónbassa.“ Ei er þó kálið sopið þótt í ausuna sé komið. Drög að breytingum á harmóníkunámskránni hafa verið sett á vef ráðuneytisins og óskast athugasemdir fyrir 20. janúar 2009. Að því loknu verður aðal- námskráin staðfest. bergsteinn@frettabladid.isÞ að er lítið mál að skila góðum rekstri þegar vel árar. Vandamálin koma fyrst upp á yfirborðið þegar harðnar á dalnum. Þetta má þingheimur nú reyna, þegar reynt er að hamra saman nýrri útgáfu af fjár- lagafrumvarpinu. Auk vandamálanna við stórfelldan niðurskurð bætist við óvissan um skatttekjur og atvinnuleysi á næsta ári. Önnur óvissa ræður miklu um það hve mikið verður til skiptanna á komandi ári. Hin óvissan snýr að útgjöldunum. Gert er ráð fyrir sautján milljörðum í Atvinnuleysistrygginga- sjóð á næsta ári þar sem búist er við að meðalfjöldi atvinnu- lausra verði 9.500 manns, sem er einungis 400 fleiri en nú eru atvinnulausir. Þegar tekjur ríkisins dragast saman líkt og mun gerast á næsta ári og útgjöldin aukast er komist hjá „blóðugum niður- skurði“ á fjárlagafrumvarpinu. Annað væri ekki góð efna- hagsstjórnun. Stjórnarandstaðan leggur áherslu á sparnað í Varnarmálastofnun og sendiráðum. Auðvitað kemur slíkt til greina, en dugar varla til. Þrátt fyrir þrengingar hér heima fyrir megum við ekki við því að loka alveg á umheiminn. Nánast allir þeir sem verða fyrir niðurskurði kvarta, sem eðlilegt er. Jafnvel er talað um að slátra gullgæsum, því vitað er að margar þessara fjárfestinga, sem verið er að hætta við, eru til framtíðar og til lengri tíma litið eru þær skynsamlegar. Vandamálið er bara að peningarnir þurfa að vera til svo hægt sé að eyða þeim. Ríkisstjórnin þarf nú að búa sig undir enn frekari niðurskurð á fjárlögum fyrir árið 2010 og eins erfitt og það er leggst sá niðurskurður ekki bara á utanríkisráðu- neytið heldur einnig á velferðarmálin sem við viljum verja og tryggja. Það sem þarf núna er skapandi hugsun í fjárlagagerð. Bæði fyrir þriðju umræðu fjárlaga fyrir 2009 og þegar leggja á lín- urnar fyrir fjárlögin 2010. Það verður ekki nóg að líta á fjár- lög síðasta árs og klípa aðeins af öllum liðum, eða fara fram á tíu prósenta flatan niðurskurð allra ráðuneyta. Einnig þarf að huga að því að auka tekjurnar. Ekki getur ríkið fundið sér aukavinnu og tíminn er óheppilegur til einkavæðingar. Stofn- inn mun því verða skattahækkun, og líklega meiri hækkun en það eina prósentustig sem nú hefur verið boðað. Í grunninn þarf að skilgreina hvað er grunnþjónusta og hvað ríkið muni leggja til hennar. Síðan er hægt að horfa til þess hvað sé hægt að leggja í aðra mikilvæga, en ekki eins nauðsyn- lega, þætti ríkisrekstursins. Allar gullgæsirnar sem væru góð fjárfesting, væru einhverjir fjármunir eftir til fjárfestingar. Ein lítil sparnaðarhugmynd gæti til dæmis verið að ráðast loksins í sameiningu ráðuneyta eins og rætt hefur verið um svo lengi. Slík hugmynd gengur skammt ein og sér, líkt og hugmyndin um að leggja niður Varnarmálastofnun en einhvers staðar hlýtur að þurfa að byrja án þess að enda í sífelldum smáklípum. Umræður um fjárlög ríkisins: Blóðugur skurður er nauðsynlegur SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.