Fréttablaðið - 19.12.2008, Side 40
Í heil tuttugu ár hafa fjórtán vask-
ar vinkonur hist á hverjum mið-
vikudegi á veitingastaðnum Á
næstu grösum og snætt heilsu-
samlegan hádegisverð. Þessar
sömu konur byrjuðu saman í leik-
fimi fyrir um 26 árum og hafa
haldið hópinn síðan. „Ein okkar
byrjaði á því að smala vinkonum
og kunningjakonum í leikfimi. Þá
var Jane Fonda upp á sitt besta og
gerðum við æfingarnar hennar.
Síðar fórum við til Ágústu John-
son í Hreyfingu og sumar eru þar
enn,“ segir Ragna María Gunn-
arsdóttir, sem tók að sér að segja
frá því hvernig þessi skemmti-
lega hefð varð til. „Við ákváðum
síðar, eða árið 1988, að hittast í
hádeginu og fá okkur eitthvað
hollt í kroppinn ásamt því að fá
fréttir hver af annarri. Miðviku-
dagar urðu fyrir valinu og
höfum við verið fasta-
gestir Á næstu
grösum síðan.
Hópurinn á
sitt eigið borð
á veitinga-
staðnum,
sem er á
horni Lauga-
vegar og
Klapparstígs,
en Ragna segir
að allur gangur
sé á því hvort allur
hópurinn mæti hverju
sinni. „Það fer eftir aðstæðum
en við göngum þó að því
vísu að þarna eru
alltaf einhverjar
úr hópnum.“
Hópurinn,
sem fékk
snemma nafn-
ið tindilfættu
bullukollurn-
ar, eða TBK,
hefur gert
ýmislegt annað
sér til skemmtun-
ar og hefur vinskap-
ur tekist á milli maka
kvennanna. „Við höfum farið í
göngur bæði innanlands og utan,
haldið jólaboð, veislur og ýmis-
legt fleira.“
Núverandi eigendur Á næstu
grösum ákváðu nýverið að þakka
konunum fyrir dygg viðskipti með
því að bjóða þeim í þrírétta
afmæliskvöldverð. Þær fengu
grænmetis kebab með taziki í for-
rétt, gríska moussöku, tómat-tart-
ar og möndlupaté í aðalrétt, og
nýbakaða eplaköku og pekan pie í
desert. Síðastliðinn miðvikudag
hittust þær svo í sérstökum jóla-
hádegisverði. vera@frettabladid.is
Á sama stað í tuttugu ár
Samhentur hópur vinkvenna hefur í tuttugu ár hist í hádegismat einu sinni í viku á veitingastaðnum Á
næstu grösum. Eigendur staðarins þökkuðu hópnum nýverið fyrir viðskiptin með afmælisveislu.
Hópurinn hittist síðastliðinn miðvikudag að venju og gæddi sér á jólamat.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VEISLAN er veitingaeldhús sem tekur að sér að mat-
búa fyrir alls konar veislur og jólahlaðborð. Á heima-
síðu fyrirtækisins, veislan.is, má finna upplýsingar um
allt sem er í boði.