Fréttablaðið - 19.12.2008, Page 64
40 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
UMRÆÐAN
Steindór J. Erlingsson skrifar um geð-
heilsu
Hugarheimur geðsjúkra einstaklinga er oft martröð líkastur. Hann getur
einkennst af ýmiss konar ofskynjunum,
djúpu þunglyndi eða geðhæð, kvíða,
ofsakvíða, þráhyggju, félagsfælni,
ofsóknaræði, sjálfsvígshugsunum og fleiru.
Sjálfur þekki ég sum þessara einkenna,
enda hef ég í 19 ár þurft að kljást við mjög erfitt
þunglyndi sem stundum umpólast í geðhæð. Þar til
fyrir rúmu ári síðan hefði mér aldrei dottið í hug að
ég gæti nýtt þessa erfiðu reynslu á jákvæðan hátt. En
í gegnum kynni mín af iðjuþjálfunum Elínu Ebbu
Ásmundsdóttur og Auði Axelsdóttur hef ég lært að
geðsjúklingar geta nýtt reynslu sína sjálfum sér og
öðrum til hagsbóta.
Undanfarna mánuði hefur líðan mín, eins og
venjulega, verið slæm. Til þess að gefa innsýn inn í
hugarheim minn, þegar líðanin er sem verst, þá
fylgja hér tvær færslur úr dagbókinni minni. Í fyrri
hluta október leið mér svona einn daginn: „Þegar ég
horfði á dóttur mína var svartnættið búið að heltaka
mig. Ég horfði með óendanlegri sorg á dóttur mína
þegar ég hugsaði til þess að hún yrði mjög líklega að
upplifa kreppuna án stuðnings föðurins sem hún
elskar og dáir. Ég hugsaði einnig sterkt til sonar míns
og elsku eiginkonu minnar. Ég sá þau í huga mér
standandi yfir gröf minni. Þetta er óbærilegt.“ Í
byrjun desember upplifði ég þetta einn daginn:
„Labbaði Rauðvatnshringinn. Leið óheyrilega illa
þegar ég lagði af stað og fannst mér veröld mín vera
að hrynja. Líðanin hélt svona áfram og var ég viss um
að ég myndi þurfa að fara á bráðamóttökuna síðar í
dag. En þegar ég var kominn á göngustíginn sunnan
við hesthúsabyggðina í Víðidal gerðist eitthvað í
kollinum á mér. Á ógnarhraða breyttist líðanin úr
algjöru vonleysi í þolanlegt ástand.“
Við fyrstu sýn mætti ætla að ómögulegt sé að snúa
þessum neikvæðu hugsunum í jákvæða reynslu fyrir
mig og aðra. En í gegnum kynni mín á Ebbu og Auði
og starfi þeirra í Hugarafli og Hlutverkasetri hef ég
lært að reynsluheimur geðsjúklinga er mjög mikil-
vægur. Fyrsta skrefið í þessu lausnarferli er að átta
sig á því að geðsjúklingur er meira en samsafn þeirra
einkenna sem hann er að kljást við. Einkennin mynda
einungis hluta af persónu hans og mikilvægt er að
virkja þá styrkleika sem standa þar fyrir utan. Í mínu
tilfelli hef ég náð að virkja áhuga minn á
kennslu í gegnum Geðfræðsluna, fræðsluverk-
efni Hugarafls og Hlutverkaseturs, sem miðar
að því að draga úr fordómum nemenda í
framhaldsskólum og efstu bekkjum grunn-
skóla gegn geðsjúklingum.
Í haust höfum við í Geðfræðslunni heimsótt
fjölda bekkja í Reykjavík, sem hefur haft
mjög uppbyggjandi áhrif á okkur sem
einstaklinga. En það sem meira er um vert er
að nemendurnir hafa mjög jákvæða sýn á
fræðsluna okkar. Nýverið fengum við
umsagnir margra tuga nemenda úr einum skóla hér í
Reykjavík sem eru ótrúleg lesning. Okkur virðist
hafa tekist á fjörutíu mínútum að eyða fordómum og
þannig umpólað hugmyndum nemendanna um
geðraskanir og þá sem þjást af þeim. Sem dæmi
fylgir hér umsögn tveggja nemenda: „Það sem kom
okkur mest á óvart var það hvað þeir voru jákvæðir
og voru búnir að sætta sig við sjúkdómana og höfðu
þar af leiðandi mun jákvæðara viðhorf.
Viðhorf okkar til geðsjúklinga hefur breyst mikið.
Áður héldum við að geðsjúkir sætu inni á Kleppi og
væru kolruglaðir. En núna sjáum við að þetta er bara
ósköp venjulegt fólk og það sést ekki endilega á fólki
að það sé geðveikt. Okkur fannst heimsóknin vera
mjög mikilvæg og áhrifarík. Við vorum mjög
ánægðar og þetta var einn af þeim fáu fyrirlestrum
sem voru jákvæðir, skemmtilegir og gott að hlusta á.“
Geðsjúkir hafa í gegnum tíðina verið misskilinn og
fordæmdur minnihlutahópur. Á undanförnum árum
hefur þetta viðhorf smátt og smátt verið að breytast
hér á landi en betur má ef duga skal. Ebba og Auður
hafa verið í farabroddi þessarar viðhorfsbreytingar
sem byggist m.a. á því að miða þjónustuna út frá
óskum geðsjúklinganna sjálfra. Forsenda slíkra
nálgana eru svokallaðar batarannsóknir sem Ebba
hefur sinnt hér á landi. Í nýjustu rannsókninni,
„Geðrækt geðsjúkra: Útihátíð í miðbæ Reykjavíkur“
(Iðjuþjálfinn 2008), segir Ebba að „batahvetjandi
verkefni voru athafnir daglegs lífs utan stofnana.
Sjálfstraust jókst með þátttöku í verkefnum sem
höfðu þýðingu og gildi … Viðhorfsbreyting átti sér
stað þegar viðmælendur fóru að líta á sig sem
einstaklinga sem gætu leyst málin sjálfir í stað þess
að vera háðir öðrum“. Þetta hef ég upplifað ég
gegnum Geðfræðsluna. Fæ ég Ebbu og Auði seint
fullþakkað að hafa kennt mér að snúa geðveiki minni
í gæfuspor fyrir mig og aðra.
Höfundur er vísindasagnfræðingur.
UMRÆÐAN
Ari Teitsson skrifar um
upppbyggingu Íslands
Á undanförnum vikum hefur verið fjallað
um efnahagsmál þjóðar-
innar í fjölmiðlum af
meiri víðsýni og þekk-
ingu en lengi hefur sést.
Þar hafa margir komið að
jafnt leikir sem lærðir. Þeirra
fremstur er ef til vill Göran Pers-
son, fyrrverandi forsætisráð-
herra Svía.
Sérstakt umhugsunarefni er
þegar hann segir: „Það er engin
fræðigrein sem er jafn ofmetin
og hagfræði, þetta snýst í reynd
mikið um heilbrigða skynsemi.“
Persson lagði jafnframt áherslu
á að segja þjóðinni sannleikann
og ná samstöðu um lausn vand-
ans.
Í anda Görans Persson mætti
ef til vill fjalla um erfiðleika
okkar á eftirfarandi hátt:
Einfölduð greining vandans:
Verðbólga og gengisfall krónunn-
ar hækka skuldbindingar ein-
staklinga, fyrirtækja og þjóðar-
bús langt umfram greiðslugetu
viðkomandi með mjög alvarleg-
um afleiðingum.
Framleiðsla raunverulegra
verðmæta hefur átt undir högg
að sækja lengi og undirstöðu-
atvinnuvegunum því blætt en
margs konar þjónusta og eftirlit-
siðnaður blómstrað. Þetta, ásamt
löngu fyrirsjáanlegu hruni bygg-
ingariðnaðarins, veldur því að
atvinnuleysi ógnar þjóðfélaginu
þegar grundvöllur margs konar
þjónustu brestur.
Ríkisútgjöld hafa aukist mjög,
grundvölluð á skatttekj-
um af ofneyslu þjóðar-
innar og sá tekjugrunnur
nú hruninn. Jafnframt
hefur skortur á heil-
brigðri skynsemi nokk-
urra útrásarvíkinga lagt
miklar byrðar á ríkis-
sjóð.
Mögulegar aðgerðir til
lausnar:
Styrkja verður gengið verulega
ef tök eiga að nást á verðbólgu og
hækkun lánaskuldbindinga. Það
verður best gert með því að þjóð-
in kaupi svo lítið sem mögulegt
er af neysluvörum erlendis frá á
næstu misserum. Í ljós mun koma
að við þurfum ótrúlega lítið af
okkar daglegu neysluvörum að
utan og náist samstaða þjóðar-
innar um breytta neyslu mun
jákvæður viðskiptajöfnuður
fljótt hafa áhrif á gengið. Jafn-
framt munu skapast ótrúlega
mörg þörf störf.
Stjórnvöld mega ekki sam-
þykkja neinar álögur á þjóðina
sem auka mælda verðbólgu.
Nauðsynlegum tekjum ríkis-
sjóðs verður að ná með aukinni
skattheimtu sem jafnframt dragi
úr þeim launamun sem aukist
hefur á undanförnum árum.
Endurskoða þarf grunn neyslu-
vísitölu og færa hann að raunn-
eyslu kreppunnar.
Stýrivexti verður að lækka
hratt samfara minnkandi verð-
bólgu.
Íslensk þjóð er talin vel mennt-
uð. Á næstu mánuðum kemur í
ljós hvort sú menntun dugar
þjóðinni til að leysa vandamál sín
af skynsemi.
Höfundur er Þingeyingur.
Mun þjóðin leita
skynsamlegra lausna?
STEINDÓR J.
ERLINGSSON
Frá geðveiki til gæfuspors
ARI TEITSSON
Samvinna í verki
UMRÆÐAN
Eygló Harðardóttir
skrifar um sam-
vinnustefnuna
Samvinnustefnan byggir á þremur
lykilstoðum. Að fólk
geti náð meiri árangri
með því að vinna
saman en sem einstakl-
ingar. Að eina leiðin til
tryggja sanngirni í samfélaginu
sé að dreifa valdi, án tillits til
auðs, stéttar, kyns eða hörunds-
litar. Að unnið sé að því að
hvetja til reksturs samvinnu-
félaga og annarra sameignar-
félaga sem hafi hagsmuni með-
lima að leiðarljósi fremur en
það eitt að hámarka hagnað.
Fram undan er mikil vinna
við uppbyggingu íslensks
atvinnulífs. Hér tel ég að höfuð-
borgarsvæðið geti lært af
reynslu landsbyggðarinnar.
Landsbyggðin hefur barist
árum saman við samdrátt og
fólksfækkun og er að mínu mati
aðeins tvennt sem hefur borið
verulegan árangur. Annað er
uppbygging menntakerfisins,
þ.e. framhaldsskóla, fræðslu-
og símenntunarmiðstöðva og
háskóla á landsbyggðinni. Hitt
eru vaxtarsamningarnir, sem
byggja á hugmyndum Michael
Porters um samvinnu í sam-
keppni, eða uppbyggingu klasa.
Fyrirtæki, stofnanir, hið opin-
bera og einstaklingar skilgreina
saman hver sé styrkleiki
atvinnulífsins á svæðinu og
vinna síðan markvisst að því að
styrkja þá þætti enn frekar í
samstarfi. Í raun ætti að endur-
nefna samningana og kalla þá
samvinnusamninga, því þeir
byggja á samvinnuhugsuninni
og endurspegla skýrt hversu
miklu sterkari við erum þegar
við vinnum saman, en ekki sem
einstaklingar.
Samþjöppun valds
hefur einkennt íslenskt
samfélag. Eignarhald
fyrirtækja hefur safn-
ast á æ færri hendur
og það sama hefur
gerst hjá hinu opin-
bera. Í stjórnarskránni
kemur skýrt fram að
við stofnun íslenska
lýðveldisins var ætlun-
in að tryggja þrískipt-
ingu valds í fram-
kvæmdavald,
dómsvald og löggjafarvald.
Forsetinn hefur framkvæmda-
valdið en framselur það til ráð-
herranna, Alþingi á að setja lög
og dómstólar að úrskurða sam-
kvæmt þeim. Af þessum eru
bara forsetinn og Alþingi kosin
beinni kosningu af almenningi.
Hefð hefur síðan skapast fyrir
þingræði, og forsetinn hefur
orðið nánast valdalaus innan
íslenskrar stjórnskipan. Til að
ná fram sanngirni í samfélag-
inu verðum við að dreifa valdi,
og það gerum við ekki nema
með róttækum breytingum á
íslenskri stjórnskipan. Á síð-
ustu tveimur mánuðum hefur
kristallast hversu veikt lög-
gjafarvaldið er orðið gagnvart
framkvæmdavaldinu, og sam-
ráð er nánast haft til mála-
mynda við þingmenn og þing-
nefndir um skuldbindingar,
samninga og stefnumörkun
ríkisstjórnarinnar.
Þær breytingar sem þarf að
gera til að treysta þrískiptingu
valdsins eru meðal annars að
banna að ráðherrar sætu jafn-
framt sem þingmenn. Ef þing-
menn tækju að sér ráðherra-
embætti yrðu þeir að segja af
sér þingmennsku, en sú leið er
einmitt farin í Svíþjóð. Ganga
mætti lengra og sameina hlut-
verk forseta og forsætisráð-
herra. Forsætisráðherra yrði
þá kosinn beinni kosningu og
hann svo velur ráðherra sem
yrðu að hljóta samþykki þings-
ins, líkt og gert er í Bandaríkj-
unum. Ráðherrar veldu sér
síðan ráðuneytisstjóra og
helstu trúnaðarmenn inn í við-
komandi ráðuneyti. Þannig
væru völd embættismanna í
ráðuneytum, sem enginn hefur
kosið, einnig takmörkuð. Annar
varnagli gegn samþjöppun
valds væri að kjörnir fulltrúar
gætu aðeins setið samfellt tvö
kjörtímabil, enda eiga 8 ár að
duga ágætlega til að koma hug-
myndum sínum og hugsjónum
á framfæri.
Endurskoða þarf löggjöfina
um samvinnurekstur og aðlaga
hana að nútímasamfélagi. Opna
þarf fyrir rekstur samvinnu-
lánastofnana, styrkja stöðu
sparisjóðanna og nýta skatta-
kerfið til að umbuna fyrirtækj-
um sem sýna samfélagslega
ábyrgð og vitund í rekstri.
Græðgisvæðing íslensks
samfélags reið því nærri að
fullu. Ofuráhersla á hagnað,
hagræðingu, vöxt og samþjöpp-
un valds gerði það að verkum
að auðgildið var sett ofar mann-
gildinu. Til að rata út úr þessum
ógöngum þurfum við að endur-
skoða stjórnskipan landsins,
tryggja valddreifingu, jafnt
stjórnvalds sem viðskiptalífs
og byggja upp nýtt samfélag á
grunni samvinnu, sanngirni og
jafnréttis. Þar mun samvinnu-
stefnan gegna lykilhlutverki.
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins í Suður-
kjördæmi.
EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
Græðgisvæðing íslensks
samfélags reið því nærri að
fullu. Ofuráhersla á hagnað,
hagræðingu, vöxt og sam-
þjöppun valds gerði það að
verkum að auðgildið var sett
ofar manngildinu
Kr. 19.900,-
Sun: 12-16
Opið:
Mán-Föst: 10-18
Lau: 11-16
: 2-16