Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2008, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 19.12.2008, Qupperneq 78
54 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > ALDREI HOLLYWOOD Harry Potter-stjarnan Emma Wat- son hefur lýst því yfir að hún ætli sér aldrei að flytja til Hollywood. Ástæð- an: jafnöldrur hennar í bransanum eru illa innrættar. „Ég hlakka yfir- leitt mikið til að fara til Kaliforn- íu og leika í kvikmynd. Veðrið þarna er frábært og allir voða- lega heilbrigðir. En ég gæti aldrei búið þarna. Jafnöldr- ur mínar eru með alltof mikla stjörnustæla,“ sagði Watson. Sálin hans Jóns míns ætlar að sljúka þessu heljarmikla afmælis- ári með nokkrum tónleikum sitt- hvoru megin við aðfangadag. Í kvöld verður bandið á Players í Kópavogi en í Sjallanum á Akur- eyri á laugardagskvöldið, með viðkomu í Hagkaupum á Akur- eyri, hvar Sálverjar árita verk sitt Hér er draumurinn á milli kl. 17 og 18. Á milli jóla og nýárs leikur bandið annars vegar á 800 Bar á Selfossi á annan í jólum og hins vegar í Officera-klúbbnum á Keflavíkurflugvelli laugardags- kvöldið 27. desember. Giggin á milli jóla og nýárs verða tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar, en Stefán Hilmarsson hlaut eldskírn sína í hljóðveri á Skólaveginum hjá Rúnari haustið 1986 þegar Sniglabandið tók þar upp sína fyrstu skífu. Sálverjar ætla að heiðra minningu Rúnars með því að flytja nokkur lög sem hann hljóðritaði á sínum ferli. Mjög sjaldgæft er nú að Sálverjar flytji tökulög en áður en lagasafn bands- ins varð jafnþykkt og það er í dag var stundum talið í lag Rúnars, „Vilji Sveins“, sem upphaflega kom út með Ðe lónlí blú bojs. - drg Sálin heiðrar Rúnar SLÚTTA AFMÆLISÁRINU Sálin verður á þeytingi um hátíðarnar. Bandaríski leikarinn og leikstjór- inn Ben Affleck og Stones-goð- sögnin Mick Jagger hafa sett af stað gerð stuttmyndar um þann ógnarvanda sem steðjar að flótta- mönnum í lýðveldinu Kongó. Myndin dregur nafn sitt af Stones- laginu fræga Gimme Shelter frá árinu 1969 sem var einmitt samið um Víetnamstríðið. Affleck leikstýrir myndinni en tökur á henni fóru fram í héraðinu Norður-Kivu en íbúar á svæðinu hafa flúið bardaga milli kongóskra hermanna og uppreisnarliða. Sam- einuðu þjóðirnar áætla að rúmlega ein milljón manna sé á flótta í land- inu. „Ég er virkilega snortinn yfir því að fá tækifæri til að sýna þann hversdagsleika sem flóttamenn þurfa kljást við,“ sagði Affleck í samtali við BBC. „Mig lang- aði bæði til að sýna fólki hvernig það er að vera flótta- maður í eigin landi en líka fanga eitthvað sem fólk hefur ekki séð áður,“ bætti Affleck við. Affleck og Jagger gera stuttmynd GERA SAMAN HEIMILDARMYND Ben Affleck og Mick Jagger eru að gera saman stuttmynd um ástandið í Kongó. Myndin dregur nafn sitt af Stones- laginu fræga Gimme Shelter. „Jú, jú, þetta er næturklúbbamúsík en Fríkirkjan er einstaklega skemmtilegur tónleikastaður. Þó ölið flæði ekki. En þetta er svo snemma. Maður drífur bara fólkið með sér eitthvert annað í alls- herjarpartí eftir tónleika,“ segir Óskar Guðjónsson saxófónleikari. Í heimsókn hjá Óskari og félögum er nú staddur brasilískur vinur og tónlistarmaður, Ife Tolentino, sem spilar á gítar og syngur. Vitanlega er talið í konsert. Þar verður leikin brasilísk tónlist, bossa- nova, xoto og baio-ryþmar munu leika um sali Fríkirkjunnar í kvöld frá klukkan níu. Ife er alsæll með Ísland, hefur komið hingað reglulega frá árinu 2002 en er hér fyrsta sinni að vetrarlagi. Honum líst vel á sig og kann að svara spurningunni: How do you like Iceland? „I love the people, the food, the musicians, the wheather …“ allt rétt hjá Ife. Óskar segist því miður ekki hafa komið til Bras- ilíu, það hafi staðið til að fara í nóvember en þær fyrirætlanir breyttust. „Með krónunni. Þegar hún fór á sitt frábæra flug… niður á við.“ Með Óskari og Ife spila Ómar bróðir Óskars, Davíð Þór á hljómborð, Matthías Hemstock á trommur og Ágústa Eva syngur bæði á portúgölsku og íslensku. „Og gerir það guðdómlega vel,“ segir Óskar. En hún er einmitt mágkona þín eins og fram hefur komið? „Nei.“ Nú? En ... er hún þá kærastan þín? „Nei, ekki heldur.“ Hvaða vitleysa er þetta þá? „Ég bara, hef ekki hugmynd,“ segir Óskar. - jbg Bossanova í Fríkirkjunni IFE OG BRÆÐURNIR Brasilískir tónar óma um Fríkirkjuna í kvöld þegar Ómar og Óskar Guðjónssynir spila með Ife Tolentino. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bandarískir fjölmiðlar telja nokkuð víst að hjónaband Jennifer Lopez og Marcs Anthony standi á brauðfót- um. Parið reyndi að slá á allar kjaftasögur með því að birtast opinberlega í vikunni en það bragð virðist ekki hafa sannfært neinn. Sögusagnirnar fóru fyrst á kreik þegar Jennifer Lopez mætti ein til frumsýningar á kvikmyndinni The Curios Case of Benjamin Button með Brad Pitt í aðalhlut- verki. Mynd birtist á forsíðu US Weekly með fyrirsögninni „Hring- urinn er horfinn“. Skömmu síðar fóru að berast skrautlegar sögur af djammlíferni Marcs Anthony. Til hans sást á bar þar sem hann setti það ekki fyrir sig að bjóða þremur stúlkum upp á drykk og fá þær síðan yfir á básinn sinn. Að sögn sjónarvotta kunni Anth- ony félagsskapnum ansi vel og lét vel að einni stúlkunni. Talsmaður hjónanna vísaði öllum sögusögn- um á bug og sagði að allt væri í hinmnalagi hjá hjónakornunum, hann hefði bara farið út með „félögunum“ og hún með „vinkon- um“ sínum. Hins vegar ku Jennifer vera að leggja á ráðin um að koma ferli sínum aftur á flug eftir mögur ár. Daily Mail greinir frá því að hún sé búin að fá nóg af daðri eigin- mannsins og ráðríki hans. Hann hafi viljað múlbinda hana og það hefur vakið athygli að Jennifer sýnir ekki jafnmikið hold og forð- um daga á opinberum vettvangi. Þá hefur flottum og fínum bílum verið skipt út fyrir hefðbundnari farartæki. Að sögn Daily Mail þráir Jennifer ekkert heitar en að komast aftur í sviðsljósið og hvort það verður með Marc Anthony eða ekki verður tíminn einn að leiða í ljós. LOPEZ Á BARMI SKILNAÐAR RÁÐRÍKUR EIGINMAÐUR Marc Anthony er sagður ráðríkur eiginmaður sem elskar að daðra við ókunnugar konur og er Lopez sögð vera búin fá sig fullsadda af framkomu hans. LÚR - BETRI HVÍLD Eigum til á lager Slide Back rúm tilbúin til afgreiðslu strax Kíktu á nýja og uppfærða heimasíðu: www.lur.is 11:00 – 18:00lau.20. des. Opið: sun. 21. des.13:00 – 18:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.