Fréttablaðið - 19.12.2008, Side 88

Fréttablaðið - 19.12.2008, Side 88
64 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Meistaradeildarmeistar- ar Man. Utd tryggðu sér farseðil- inn í úrslitaleik HM félagsliða í gær með 3-5 sigri gegn Asíu- meisturum Gamba Osaka en sex af átta mörkum leiksins komu á ótrúlegum leikkafla á síðustu sextán mínútum leiksins. Man. Utd mætir Liga de Quito í úrslita- leiknum á sunnudag. Tæplega 68 þúsund áhorfendur fengu sannkallaða markaveislu á alþjóðaleikvanginum í Yokohama í gær en United opnaði marka- reikninginn með skallamörkum frá Nemanja Vidic og Cristiano Ronaldo í fyrri hálfleik. Leikmenn Gamba Osaka voru þó ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn með marki Masato Yamazaki þegar rétt rúmur stundarfjórðungur lifði leiks en við það opnuðust flóð- gáttir og mörkin byrjuðu að streyma inn. Varamaðurinn Wayne Rooney var varla kominn inn á völlinn þegar hann bætti við þriðja marki United úr sinni fyrstu snertingu aðeins sekúndum eftir mark Yamazaki. Darren Fletcher skor- aði fjórða markið þremur mínút- um síðar, áður en Rooney bætti við fimmta markinu skömmu síðar og staðan skyndilega orðin 1-5. Gamba Osaka lagaði stöðuna með tveimur mörkum á lokakafl- anum og niðurstaðan því 3-5 sigur Meistaradeildarmeistara Man. Utd sem komust þar með í úrslita- leikinn þar sem þeir mæta Liga de Quito frá Ekvador á sunnudag en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. - óþ Man. Utd leikur til úrslita í HM félagsliða eftir sigur gegn Gamba Osaka í gær: Markaveisla hjá United í Japan FÖGNUÐUR Cristiano Ronaldo fagnar skallamarki sínu í Yokohama í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, brást reiður við þegar hann var spurður út í ummæli Pedros Tra- pote, stjórnarformanns Real Madrid, um að Ronaldo væri á leið til Real Madrid næsta sumar. Haft er eftir Trapote í El Mundo í fyrradag að allt væri klárt á milli Real Madrid og Man. Utd varðandi félagsskiptin en ekkert væri búið að tilkynna um þetta þar sem Real Madrid væri bundið þagnarskyldu um að greina ekki frá þessu fyrr en að yfirstandandi keppnistímabili loknu. Ferguson neitar þessu og vandaði Real Madrid ekki kveðj- urnar í gær. „Ég myndi aldrei semja við mafíuna. Aldrei, ekki undir nokkrum kringumstæðum. Maður verður bara að hunsa svona rugl og við verðum að ein- beita okkur að leik okkar og markmiðum,“ segir Ferguson á blaðamannafundi í gær. - óþ Sir Alex Ferguson pirraður á Real Madrid: Ég myndi aldrei semja við mafíuna FERGUSON Búinn að fá sig full saddan á sögusögnum um að Ronaldo sé á leið til Real Madrid. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Frammistaða Helenu Sverrisdóttur með TCU-háskóla- liðinu er farin að vekja mikla athygli í Bandaríkjunum og nú síðast birtist stór grein um íslenska leikstjórnandann sem er að hjálpa TCU að verða eitt af sterkari háskólaliðunum í kvenna- körfunni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk körfuboltakona kemst á kortið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og þessi grein mun örugglega kalla á mikla athygli á Helenu í framhaldinu. Þjálfari Helenu, Jeff Mittie, rifjar meðal annars það upp hvern- ig það kom til að íslensk stelpa var farin að spila í Texas en hann fékk símtal fyrir sex árum það sem beðið var um pláss í körfubolta- búðum fyrir tíu manna hóp frá Íslandi. Helena sló í gegn í búðun- um og var valin besti leikmaður- inn í sínum aldurshópi. Hann seg- ist síðan hafa flogið alla leið til Ítalíu til þess að bjóða Helenu skólastyrk þegar hún var að spila með íslenska 18 ára-landsliðinu. Í greininni er talað um smæð Íslands og sagt að heildaríbúa- fjöldi landsins sé aðeins 5 prósent af íbúafjöldanum á Dallas-Forth Worth svæðinu þar sem skólinn er og enn fremur er það tekið sem dæmi að allir íbúar Hafnarfjarðar og gott betur kæmust fyrir á fót- boltavelli skólans. Helena segir líka sjálf frá því að það hafi verið mikil viðbrigði að koma til Banda- ríkjanna þar sem allt er svo miklu miklu stærra. Mittie fer líka lofsamlegum orðum um Helenu og segir hana láta að sér kveða í öllum tölfræði- þáttum leiksins. Hann segir að hún sé í hópi bestu leikmanna sem hann hafi þjálfað í skólanum en meðal þeirra eru WNBA-leik- mennirnir Sandora Irvin og Adri- anne Ross. Mittie segir líka auð- velt að þjálfa Helenu því hún taki leiðsögn vel og hafi mikinn vilja til þess að bæta sig. Tölur Helenu í fyrstu leikjunum eru það góðar að blaðamaðurinn fer að grínast með það hvort að það eigi kannski eftir að færa þær úr metrakerfinu. Eftir fyrstu ell- efu leiki tímabilsins þá er Helena með 17,0 stig, 6,2 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali en Hel- ena er efst í TCU-liðinu í öllum þessum tölfræðiþáttum. Hittni Helenu fyrir utan þriggja stiga línuna hefur verið hreint og beint mögnuð en hún hefur sett niður 19 af 32 skotum sínum sem gerir 59,4 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Í greininni er rætt um þær miklu breytingar sem urðu á TCU- liðinu frá því í fyrra sem gerði verkefni Helenu enn umfangs- meira. Í fyrra lék Helena meira inni í teig og úti á kanti á meðan tveir reyndustu og bestu leikmenn liðsins, Adrianne Ross og Moneka Knight, voru í bakvarðarstöðun- um. Helena stóð sig engu að síður mjög vel og var valin besti nýliði Mountain West-deildarinnar. Í vetur var Helena hins vegar komin í sína stöðu sem leikstjórnandi en TCU hafði misst sex af tíu mínútu- hæstu leikmönnum sínum. Helena segist hafa fagnað krefjandi verk- efni sem hún vissi að yrði erfitt en var jafnframt sannfærð um að hún gæti hjálpað TCU-liðinu sem leikstjórnandi. Ameríski fótboltinn er í háveg- um hafður í Texas-ríki og blaða- manninum fannst við hæfi að enda greinina á samlíkingu Mittie á Helenu við leikstjórnanda í fót- boltaliði. „Helena er svo mikilvæg af því að hún er svo klár leikmaður og með svo mikla yfirsýn,“ segir Mittie og bætir við. „Hún er líka góður frákastari og hún getur því byrjað margar sóknir fljótt. Hún les leikinn gríðarlega vel og er fljót að sjá möguleika sem skapast inni á vellinum,“ segir Mittie og líkir leikstjórn Helenu við það þegar leikstjórnandi í amerískum fótbolta kallar skipanir til sóknar- línu sinnar í upphafi kerfis. ooj@frettabladid.is Líkir Helenu við leikstjórn- anda í amerískum fótbolta Helena Sverrisdóttir er komin á kortið í bandaríska háskólaboltanum, eins og stór grein á stærsta íþróttavefmiðli landsins, ESPN, ber merki um. EFST Í STIGUM, FRÁKÖSTUM OG STOÐSENDINGUM Helena Sverrisdóttir er allt í öllu hjá TCU-liðinu. AP-IMAGES FREMST Í FLOKKI HJÁ TCU Helena Sverrisdóttir leiðir lið TCU í þremur stærstu tölfræðiþáttunum og auk þess í efstu sætunum á nánast öllum hinum listunum eftir fyrstu ell- efu leiki tímabilsins. Tölfræði Helenu með TCU í vetur: Stig 17,0 (1. sæti) Fráköst 6,2 (1. sæti) Stoðsendingar 5,2 (1. sæti) Stolnir boltar 18 (2. sæti) Varin skot 5 (3. sæti) 3ja stiga körfur 19 (2. sæti) Skotnýting 52,1% (2. sæti) 3ja stiga skotnýting 59,4% (2. sæti) Stigahæst 6 sinnum (1. sæti) Frákastahæst 5 sinnum (1. sæti) Stoðsendingahæst 7 sinnum (1. sæti)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.