Fréttablaðið - 19.12.2008, Qupperneq 90
66 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
FÓTBOLTI Norska blaðið Nettavisen
var með viðtal við Tryggva Guð-
mundsson í gær undir fyrirsögn-
inni: „Komið og náið í mig“. Auk-
inheldur stóð í greininni að
Tryggva dreymdi um að fara aftur
til Noregs að spila fótbolta.
„Þetta er svolítið ýkt. Mig hefur
ekki enn dreymt þetta en hver veit
hvort það gerist,“ sagði Tryggvi
léttur sem þó viðurkennir fúslega
að hafa litið í kringum sig og átt
nokkur utanlandssímtöl þegar
hann missti vinnuna sína á Skjá
einum sem hann hefur reyndar
fengið aftur. „Ég hef kynnst góðu
fólki erlendis í gegnum árin og
athugaði aðallega með atvinnu þó.
Það hefði samt verið fínt að vera í
vinnu og hafa fótboltann líka
með.“
Tryggvi segir að ekkert hafi
verið í gangi með önnur lið síðustu
vikur en hann var engu að síður í
viðræðum um vinnu í Kristians-
and.
Ekkert varð þó úr því sem stend-
ur og Tryggvi því ekki á förum í
augnablikinu. Tryggvi er samn-
ingsbundinn FH og því yrði að
kaupa hann færi svo að erlend
félög sýndu honum áhuga.
„Ég er raunsæismaður. Veit að
ég er 34 ára gamall en veit líka að
ég get enn vel spilað góðan fót-
bolta. Ef það kæmi tilboð þá myndi
ég að sjálfsögðu skoða það eins og
allir Íslendingar,“ sagði Tryggvi
sem er að mennta sig sem þjálfari
og verður orðinn löglegur efstu
deildar þjálfari í janúar. - hbg
Tryggvi Guðmundsson segir frétt Nettavisen um sig ýkta og dreymi ekki Noreg:
Er raunsæismaður og myndi
skoða öll tilboð sem upp kæmu
RAUNSÆISMAÐUR Tryggvi Guðmundsson segist þurfa að skoða allt með opnum
huga líkt og aðrir Íslendingar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Alex
ítrekar í viðtali við breska
götublaðið The Sun í gær að hann
vilji yfirgefa herbúðir Chelsea
þegar félagaskiptaglugginn opnar
í janúar.
„Ég vildi fara frá Chelsea áður
en keppnistímabilið byrjaði en
þegar Scolari tók við sem
knattspyrnustjóri var mér
meinað að fara þrátt fyrir áhuga
margra félaga á að fá mig. Staða
mín er erfið hjá Chelsea þar sem
félagið er með besta miðvarðapar
í heimi, John Terry og Carvalho.
Ég verð að hugsa um minn hag og
ég vil spila reglulega í byrjunar-
liðinu. Þess vegna vil ég fara,“
segir Alex. - óþ
Alex, varnarmaður Chelsea:
Vill enn fara frá
Chelsea í janúar
ALEX Vill finna sér annað félag þegar
félagaskiptaglugginn opnar í janúar.
NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Lassana Diarra verður
tilkynntur sem nýr leikmaður
Real Madrid eftir að Portsmouth
samþykkti tilboð sem talið er
nema á bilinu 18-22 milljónir
punda.
Diarra er ætlað að fylla skarð
Rubens de la Red og „nafna“ síns
Mahamadou Diarra sem verða frá
vegna meiðsla út veturinn.
Lauren, samherji Diarra hjá
Portsmouth, líkir honum við aðra
fyrrverandi stjörnu Real Madrid.
„Hann minnir mig mikið á
Claude Makelele hvað varðar
hreyfingu á vellinum, líkamlega
burði hans og varnarvinnuna.
Hann er hins vegar frábrugðinn
Makelele hvað varðar það að
hann er líka frábær í sókninni,“
segir Lauren. - óþ
Lassana Diarra:
Gæti orðið
næsti Makelele
FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson
verður fyrsti Íslendingurinn í tæp
átján ár til þess að spila í frönsku
úrvalsdeildinni en FC Nancy er
búið að kaupa hann frá norska lið-
inu Stabæk. Síðastur til að spila í
deildinni var Arnór Guðjohnsen
sem lék með Girondins Bordeaux
tímabilið 1990-91.
Veigar Páll er samt ekki eini
Íslendingurinn sem mun spila í
Frakklandi eftir áramót því knatt-
spyrnukonan Hulda Jónsdóttir hóf
að spila með FC Vendenheim í
úrvalsdeild kvenna samhliða námi
sínu í arkitektúr.
Albert Guðmundsson spilaði
fyrstur Íslendinga í Frakklandi
fyrir 61 ári þegar hann samdi við
FC Nancy. Albert átti glæsilegan
feril í franska boltanum og nældi
sér meira að segja í viðurnefnið
hvíta perlan fyrir leikni sína inni á
vellinum. Albert lék með þremur
félögum í tveimur skömmtum frá
1947 til 1953 en tímabilið 1948 til
1949 lék hann með AC Milan á
Ítalíu.
Lengstan tíma lék Albert með
Racing Club Paris en hann skoraði
30 mörk á þremur tímabilum með
liðinu frá 1949 til 1952 og náði að
spila bikarúrslitaleik árið 1950.
Albert endaði síðan ferillinn
með Nice og lék eitt og hálft tíma-
bil áður en hann sneri aftur heim
til Íslands.
Þórólfur Beck var næstur í röð-
inni til að reyna fyrir sér í Frakk-
landi en hann gerði rétt fyrir jólin
1966 sex mánaða samning við
Rouen. Þórólfur var þá á samningi
hjá skoska liðinu Glasgow Rang-
ers en hafði fengið fá tækifæri og
náði að fá sig lausan. Tími Þórólfs
hjá Rouen varð hins vegar stuttur
því hann fór um sumarið til St.
Louis í Bandaríkjunum.
Íslendingar áttu tvo leikmenn í
frönsku deildinni frá 1981 til 1983
þegar Skagamennirnir Teitur
Þórðarson og Karl Þórðarson léku
báðir í deildinni. Teitur kom þá til
RC Lens frá sænska liðinu Öster
en Karl kom til Laval eftir að hafa
leikið með La Louviere í Belgíu í
þrjú tímabil.
Karl er eini íslenski leikmaður-
inn sem hefur unnið titil í Frakk-
landi en hann varð franskur deild-
arbikarmeistari með Laval
sumarið 1982. Karl lék allan
úrslitaleikinn þar sem Laval sigr-
aði AS Nancy 3-2 á vellinum St.
Ouen í París. Karl lék alls 96 deild-
arleiki með Laval þessi þrjú
tímabil og skoraði í þeim 12 mörk.
Liðið stóð sig líka vel og endaði í 5.
sæti bæði 1981-82 og 1982-83.
Enginn Íslendingur hefur skor-
að meira á einu tímabili en Teitur
Þórðarson sem skoraði 19 mörk í
38 leikjum á sínu fyrsta ári með
RC Lens 1981-82. Teitur náði ekki
að fylgja þessari byrjun eftir og
lék aðeins tíu leiki á næsta tíma-
bili. Hann fór síðan til B-deildar-
liðsins AS Cannes og lék með lið-
inu í eitt ár áður en hann yfirgaf
Frakkland.
Síðastur á undan Veigari til
þess að spila í frönsku úrvals-
deildinni var síðan Arnór Guð-
johnsen sem lék með Girondins
Bordeaux 1990-91. Arnór kom til
Bordeaux frá Anderlecht sem
setti hann í æfingabann og á hann
hátt kaupverð í kjölfar þess að
hann neitaði að skrifa undir nýjan
samning. Arnór gerði að lokum
fjögurra ára samning við Bordea-
ux en lenti svo í því að félagið var
dæmt niður í B-deild vegna gjald-
þrots.
Arnór spilaði áfram með liðinu
og hjálpaði því aftur upp með því
að skora 8 mörk í 30 leikjum en
óheppnin elti kappann á þessum
árum og sumarið 1992 dæmdi
Alþjóðaknattspyrnusambandið
hann aftur til Anderlecht þar sem
franska liðið hafði ekki staðið við
skuldbindingar sínar á kaupleigu-
samningi um Arnór. Bordeaux
sagði í framhaldinu upp samn-
ingnum við Arnór og hann fór
síðan á endanum á láni til Hacken
í Svíþjóð eftir að hafa ekkert leik-
ið frá maí til desember vegna
málaferlanna.
Veigar Páll hefur staðið sig frá-
bærlega í norska boltanum og það
verður fróðlegt að sjá hvernig
honum gengur í Frakklandi. AS
Nancy er sem stendur í 13. sæti
af 20 liðum og hefur verið á leið
upp töfluna síðustu vikur eftir að
hafa verið í 17. sæti um tíma.
Þjálfari liðsins er Pablo Correa
frá Úrúgvæ og hann þarf nauð-
synlega á meiru að halda hjá sókn-
armönnum liðsins sem hafa aðeins
skorað saman sex mörk í fyrstu
18 leikjunum. Markahæsti leik-
maður liðsins til þessa er Marókk-
óbúinn Youssouf Hadji með þrjú
mörk og enginn leikmaður liðsins
hefur lagt upp fleiri en eitt mark.
Frakkarnir treysta örugglega á að
Veigar Páll hjálpi til á þessum víg-
stöðum en hann kom að flestum
mörkum í Noregi síðustu þrjú
tímabil. ooj@frettabladid.is
Fimm hafa spilað í frönsku deildinni
Veigar Páll Gunnarsson verður sjötti íslenski knattspyrnumaðurinn sem spilar í frönsku úrvalsdeildinni en
Albert Guðmundsson var sá fyrsti þegar hann spilaði með FC Nancy fyrir 61 ári.
DEILDARBIKARMEISTARI Karl Þórðarson
varð franskur deildarbikarmeistari með
Laval árið 1982 og hér sést hann fyrir
miðju í neðri röð.
HVÍTA PERLAN Albert Guðmundsson sést hér með Björgvini Schram og öðrum leik-
manni fyrir leik með Racing Club í Frakklandi í byrjun sjötta áratugsins.
ÍSLENDINGAR Í FRÖNSKU
ÚRVALSDEILDINNI
Albert Guðmundsson Nancy 1947-48,
RC Paris 1949-52, Nice 1952-53
Þórólfur Beck Rouen 1966-67
Karl Þórðarson Laval 1981-84
Teitur Þórðarson RC Lens 1981-83
Arnór Guðjohnsen Bordeaux 1990-91
Útsölustaðir:
Fjarðarkaup, Hafnarfirði
og Hagkaups verslanir