Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 2
2 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR Útsvarsprósentan í Bolungarvík á næsta ári verður 14,61 prósent samkvæmt ákvörð- un bæjarstjórnar á mánudag. Þótt hámarksútsvar sveitarfé- laga sé nú 13,28 prósent í stað 13,03 prósent samkvæmt nýju lögunum frá Alþingi geta Bolvík- ingar enn hækkað hlutfallið með því að leggja á sérstakt 10 pró- senta aukaálag í samræmi við til- lögu eftirlitsnefndar með fjármál- um sveitarfélaga. Að því er segir í greinargerð meirihluta bæjar- stjórnar miðar tillagan að því að „stöðva hallarekstur og skulda- söfnun, bæta eiginfjárstöðu og styrkja rekstrargrundvöll sveit- arfélagsins til framtíðar“. Elías Jónatansson bæjarstjóri segir vandann að mestu eiga rætur að rekja til þriggja þátta; slæms reksturs á árinu 2007, skuldabagga vegna innlausnar- skyldu sveitarfélagins á íbúðum úr félagslega íbúðarkerfinu og vegna byggingar á félagsheimili sem því miður hafi ekki hafi verið fjármagnað fyrirfram. „Árið 2009 verður erfitt en áætlanir okkar gera ráð fyrir að við náum jafn- vægi á árinu 2010,“ segir Elías. Aukaútsvarið á að skila um 25 milljónum króna í bæjarsjóð. Óljóst er hvort halda verður hinni háu útsvarsprósentu fyrir árið 2010 einnig. „Við vonumst til að þess þurfi ekki,“ segir bæjarstjór- inn. Fulltrúar minnihlutans í bæjar- stjórn Bolungarvíkur kváðust ekki geta samþykkt tillöguna nema hún væri ígrunduð frekar. „Nær væri að halda sig við 5 pró- senta aukaálag fyrir árið 2009 og síðan mögulega endurskoða fyrir árið 2010, ef tekjur sveitarfélags- ins hafa ekki aukist með öðrum hætti eða skuldastaða lagast til dæmis með sterkri aðkomu ríkis- valdsins,“ segir í bókun minni- hlutans. Jóhannes Finnur Halldórsson, starfsmaður eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga, segir nefndina hafa unnið að lausn mála í samvinnu við bæjarstjórnina. „Þau fyrir vestan hafa staðið sig eins og hetjur í vondri stöðu,“ segir Jóhannes um samstarfið við Bolvíkinga. Frestur til að fá heimild fyrir sérstakri hækkun á útsvari næsta árs rann út í gær án þess að önnur sveitarfélög en Bolungarvík hefðu óskað eftir slíku leyfi. Lægsta útsvarsprósenta á land- inu á næsta ári verður áfram á Seltjarnarnesi. Þar verður hlut- fallið óbreytt, eða 12,10 prósent sem er 2,51 prósentustigi lægra en í Bolungarvík. - gar Árið 2009 verður erfitt en áætlanir okkar gera ráð fyrir að við náum jafnvægi á árinu 2010. ELÍAS JÓNATANSSON BÆJARSTJÓRI BOLUNGARVÍKUR Andrés, voru þeir alveg snælduvitlausir þarna uppi í sjónvarpi? „Já, alveg spól.“ Í árdaga Ríkissjónvarpsins voru mynd- bandsspólur gjarnan notaðar aftur og aftur og því glataðist töluvert af efni, meðal annars upptaka af fyrsta áramóta- skaupinu frá 1966. Andrés Indriðason var umsjónarmaður skaupsins það ár. STJÓRNMÁL „Ég hef verið lengi að hugsa mig um og talað við fleira fólk en ég hef tölu á. Niðurstaðan er sú að ég geri ráð fyrir að slá til,“ segir Sigmundur Davíð Gunn- laugsson skipulagshag- fræðingur, sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í formanns- kjör Framsókn- arflokksins á flokksþinginu um miðjan janúar. Að sögn Sigmundar hefur stór hluti grasrótar flokksins og almennings sama skilning og hann á því að byrja þurfi frá grunni og gera sér grein fyrir að traustið á núverandi stjórnmála- flokkum sé að miklu leyti horfið. Einnig hafi honum borist fjölmörg skilaboð frá fólki sem er tilbúið til að ganga í flokkinn ef hann verður kosinn formaður. - kg Formannskjör Framsóknar: Sigmundur gefur kost á sér SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Fjölmenni var við útför Halldóru Kristínar Ingólfs- dóttur Eldjárn forsetafrúar sem jarðsungin var frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Frú Halldóra var fædd á Ísafirði 24. nóvember 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 21. desember síðastliðinn. Hinn 6. febrúar 1947 giftist Halldóra Kristjáni Eldjárn, þjóðminjaverði og síðar þriðja forseta Íslands. Kristján gegndi forsetaembætti á árunum 1968 til 1980. Kristján lést tveimur árum eftir að hann lét af embætti. Í minningarorðum sínum um frú Halldóru segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hana hafa verið hina hlýju og vitru móður, vin og ráðgjafa barna sinna, virðulega og alþýðlega í senn við hlið manns síns. Ólafur Ragnar segir hana hafa verið húsfreyju á Bessastöðum í anda þess höfðingsskap- ar og látleysis sem Íslendingar hafa jafnan metið mikils. Hún og Kristján hafi verið virtir fulltrúar þjóðarinnar, heimsótt byggðir landsins og verið góðir gestgjafar heim að sækja. Þakkir færðar forsetafrú sem markaði djúp spor í sögu hins unga lýðveldis: Halldóra Eldjárn jarðsungin ÚTFÖR FORSETAFRÚAR Kristján Andri Stefánsson, Stefán Hallur Stefánsson, Úlfur Eldjárn, Ari Eldjárn, Eyrún Hjörleifsdóttir, Grímur Hjörleifsson, Árni Eldjárn og Halldóra Eldjárn bera kistu frú Halldóru Eldjárn, forsetafrúar frá Dómkirkjunni. FRÉTTALBAÐIÐ/ARNÞÓR DÓMSMÁL Enginn sótti um emb- ætti sérstaks saksóknara sem rannsaka á aðdraganda banka- hrunsins áður en umsóknarfrest- ur rann út. Hann rann út á þriðju- dag en starfið var auglýst 12. desember. Í tilkynningu frá dómsmála- ráðuneytinu kemur fram að umsóknarfrestur verði fram- lengdur til 12. janúar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mun skipa í embættið frá og með 1. febrúar. Ingimar Ingason, framkvæmda- stjóri Lögmannafélags Íslands, segir erfitt að átta sig á því hvers vegna enginn hafi sótt um. Mögu- lega sé þetta kaleikur sem fáir vilji kneyfa af. Ingimar telur þá skýringu þó líklegasta að of skammur frestur hafi verið til að sækja um. Ekki síst í ljósi þess að jólin komu inn í, enda líklegt að þeir sem hyggist sækja um tímabundið embætti vilji gera ráðstafanir hjá sínum vinnuveitanda um frí frá störfum. Sérstakur saksóknari þarf að opinbera tengsl sín og sinna nán- ustu við þær fjármálastofnanir sem rannsókn hans nær til. Ólíklegt er að þessi krafa spili inn í það að enginn hafi sótt um, segir Ingimar. Þetta geti þó haft áhrif, þar sem það geti tekið tíma að átta sig á tengslum ættingja og annarra sem hafa þurfi á hreinu vegna starfsins. - bj Enginn sótti um starf sérstaks saksóknara og umsóknarfrestur því framlengdur: Frestur líklega of skammur EMBÆTTI Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra hefur framlengt frest til að sækja um starf sérstaks saksóknara til 12. janúar og mun skipa í embættið frá og með 1. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í gær Viðar Má Matthíasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, í embætti varadómara við Hæstarétt Íslands frá 1. janúar næst- komandi. Viðar Már mun gegna embætti hæstaréttar- dómara í fjarveru Páls Hreinsson- ar hæstaréttardómara. Páll er í tímabundnu leyfi frá réttinum, en hann hefur verið skipaður formaður nefndar sem rannsaka á aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna og tengda atburði. - bj Skipun dómsmálaráðherra: Viðar Már í Hæstarétt VIÐAR MÁR MATTHÍASSON NAUTHÓLSVÍK, „Ég á von á 60 til 80 manns í sjóinn á morgun en sá hópur sem hefur verið að stunda sjósund hefur stækkað mikið á undanförnum mánuðum,“ segir Árni Jónsson, deildarstjóri í útivistarmiðstöð Nauthólsvíkur. Þar verður opið milli klukkan 11 og 13 á morgun en sjósund í Nauthólsvík á nýársdag á sér áralanga sögu. Um 30 manns hafa synt að staðaldri á viku í sjónum þangað til í haust þegar fjöldinn marg- faldaðist. „Nú koma að lágmarki 50 manns á mánudögum og 130 manns á miðvikudögum.“ - rat/sjá Allt Sjósund á nýársdag: Búist við met- aðsókn í sjóinn INNFLYTJENDAMÁL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í gær viðurkenningu Alþjóðahúss, „Vel að verki staðið.“ Verðlauna- afhendingin er þríþætt en fyrst er verðlaunaður einstaklingur af erlendum uppruna sem þykir hafa lagt mikið til íslensks samfélags. Halldór Ho, sem unnið hefur Tölvuorðabók Mímis, fékk þau verðlaun. Svo eru þau veitt Íslend- ingi sem þykir hafa unnið vel í málefnum innflytjenda á Íslandi en þau komu í hlut Eddu Ólafs- dóttur, félagsráðgjafa hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Að lokum fékk Móðurmál, sem er félag um móðurmáls- kennslu tvítyngdra barna, verðlaun fyrir sitt framlag og veitti María Shukurova, formaður félagsins, þeim viðtöku. - jse Alþjóðahús veitir verðlaun: Vel unnin inn- flytjendastörf VERÐLAUNAHAFAR Edda Ólafsdóttir, Halldór Ho og María Shukurova. Aukaskattur lagður á Bolvíkinga á nýju ári Vegna bágrar stöðu bæjarsjóðs Bolungarvíkur verður, að tillögu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, bætt við tíu prósenta aukaálagi á útsvar íbúanna. Útsvarið verður 14,61 prósent á árinu 2009 og þar með það langhæsta á landinu. Í BOLUNGARVÍK Lagfæra á erfiða fjárhagstöðu hjá bæjarsjóði Bolungarvíkur með því að legga aukaálögur á íbúa bæjarins. MYND/BALDUR SMÁRI VIÐSKIPTI Glitnir og Landsbankinn hafa þegar gengið í gegnum sambærilegar breytingar og Kaupþing fer nú í gegnum, en bankinn hefur sagt upp þremur framkvæmdastjórum. Þetta kemur fram í svörum Glitnis og Landsbankans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í báðum bönkunum starfa sex framkvæmdastjórar. Í báðum bönkunum eru þrír af sex framkvæmdastjórum sem ekki gegndu stöðu framkvæmdastjóra fyrir stofnun nýju bankanna í október. - bj Fara ekki í kjölfar Kaupþings: Breytingar þeg- ar átt sér stað VIÐSKIPTI Tveir starfsmenn Kaupþings, sem séð hafa um innri og ytri upplýsingagjöf bankans, hafa látið af störfum. Þetta eru þeir Jónas Sigurgeirsson for- stöðumaður og Benedikt Sigurðs- son upplýsingafulltrúi. Þeir bætast í hóp þriggja framkvæmdastjóra bankans sem létu af störfum á þriðjudag. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Kaupþings, segir það stefnu stjórnar bankans að auglýsa stjórnunarstörf sem losni og störfin verði auglýst fljótlega. Spurður um ástæður uppsagn- anna segir Finnur að stjórnendur vilji gjarnan sjálfir velja það fólk sem sjái um samskiptamál. - bj Fleiri hætta hjá Kaupþingi: Lausar stöður verða auglýstar STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis kemst að þeirri niður- stöðu að forsætisráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að setja Björn Rúnar Guðmundsson í embætti skrifstofustjóra á efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu ráðuneytisins án þess að auglýsa stöðuna fyrst. Björn var settur sem skrifstofustjóri á skrifstofu ráðuneytisins þann 1. nóvember síðastliðinn og á að sinna því til 31. ágúst. Ráðuneytið svaraði aðfinnslu umboðsmanns meðal annars á þann veg að túlka yrði heimildir stjórnvalda í ljósi þess alvarlega ástands sem uppi var í þjóðfélaginu og að þær aðstæður hafi kallað á skjót viðbrögð svo mæta mætti auknum verkefnum í hagstjórninni. Umboðsmaður féllst ekki á þau rök. - jse Forsætisráðuneytið: Ólögleg ráðning SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.