Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Landsprent Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé Í dag er miðvikudagurinn 31. desember, 366. dagur ársins. 11.20 13.31 15.42 11.34 13.15 14.57 Þá eru það áramótin enn á ný og án vafa munu Íslendingar ekki slá slöku við sprengingarnar. Eftir nokkra klukkutíma stöndum við gónandi upp í loftið og dáumst að ljósadýrðinni. Einn mun kvarta yfir óhófi, annar hávaðanum, ein- hver spáir í hvað verður um öll skoteldaprikin – en flest munum við hafa gaman af og njóta. ANNARS staðar í henni veröld dunda menn sér líka við að sprengja. Þar bíða þeir ekki eftir áramótunum, láta reyndar hátíð- arnar ekkert á sig fá. Í Palestínu stendur enginn og horfir undrun- ar- og aðdáunaraugum til himins. Þar myndu menn fagna ef ekkert hættulegra félli af himnum ofan en eitt og eitt prik af sprungnum skoteldum. ÍSRAELSMENN hafa enn og aftur sýnt það að þeir virða manns- líf einskis. Nú segjast þeir í stríði við Hamas-samtökin og í þeirra augum eru allir réttdræpir í því stríði. Þeim er nokk sama hvort kornabarn eða öldungur verður fyrir sprengjum þeirra; í þeirra augum helgar tilgangurinn meðal- ið. Þetta er sama sjónarmið og hryðjuverkamenn hafa þegar þeir sprengja strætisvagna í loft upp til að koma skilaboðum á fram- færi. HRYÐJUVERK þarfnast ætíð hugmyndafræðilegrar réttlæting- ar. Hvort sem það voru millistétt- arungmennin úr Baader-Meinhoff, þegnar Bretakonungs í nýlendum hans í Bandaríkjunum, baráttu- menn gegn Rússakeisara, sjálfs- morðsárásarmenn nútímans eða stjórnmálamenn Ísraels í dag. Allir geta réttlætt það mannfall sem verður af þeirra völdum. Allir hafa þeir tilgang sem er æðri lífi barnsins sem deyr. ÞAÐ er hins vegar ekki algengt að heilt ríki beiti siðferði hryðju- verkasamtaka. Að hernum sé beitt eins og sellum í baráttu gegn óvin- inum. Og aðgerðaleysi alþjóða- samfélagsins þýðir samþykki. Bandaríkjamenn segja já og aðrir lúta höfði. Og Íslendingar telja ekki fullreynt með venjulegar diplómatískar leiðir. Bíða líklega eftir undraaðferð sem leysir deilu sem er jafngömul sambúð þessara tveggja ríkja. Í kvöld þegar við njótum ljósa- dýrðarinnar, og hneykslumst kannski pínulítið yfir óhófinu, skulum við leiða hugann að fólk- inu sem skríður um rústirnar í Palestínu til að koma sér í skjól fyrir banvænu sprengjuregni. Það er nefnilega fólk eins og við, ekki tölur á blaði. Sprengjuregn Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is Það er með blendnum huga sem landsmenn kveðja árið 2008 og horfa mót nýju ári. Þau efnahagslegu áföll sem Íslendingar hafa orðið fyrir síðustu mánuði eru án efa þau mestu sem dunið hafa yfir þjóðina frá stofnun lýðveldisins. Íslensk heimili hafa orðið fyrir miklum búsifjum og næstu mánuði og misseri munu margir eiga erfitt með að ná endum saman. Því ríður á að fyrirtækin og fólkið í landinu standi saman í þeim verkefnum sem framundan eru við að reisa efnahagskerfi landsins aftur við og byggja upp orðstýr þjóðarinnar. Launþegar og atvinnurekendur þurfa nú að taka höndum saman og gera það sem stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast, en það er að skapa samstöðu um opin og lýðræðisleg vinnubrögð þar sem jafnrétti þegnanna er haft að leiðarljósi. Mikilvægt er að við sem getum tekið aukna byrði léttum henni af þeim sem höllum fæti standa vegna veik- inda eða erfiðleika. Núna er tíminn til að sýna meðborgurum sínum umhyggju, umvefja þá og vernda. Við getum litið björtum augum á framtíðina, því við Íslendingar eigum sterkan grunn að byggja á. Landið okkar er gjöfult og þjóðin dugmikil og áræðin. Saman stöndum við styrkari fótum og við hjá Mjólku viljum leggja okkar lóð á vogarskálar og heitum því að halda aftur af verðhækkunum eins og frekast er kostur og skorum á önnur íslensk fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Við viljum þakka neytendum, viðskiptavinum og birgjum frábærar viðtökur og velvilja á árinu sem er að líða og við lítum með tilhlökkun til nýrra verkefna og samstarfs á nýju ári. Gleðilegt ár og áfram Ísland. Ólafur Magnússon Framkvæmdastjóri Áskorun til Íslendinga Ó ! · 1 2 2 9 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.