Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 46
42 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Guðjón Þórðarson tók formlega við stjórnartaumunum hjá enska C-deildarfélaginu Crewe Alexandra í gær en félagið er í botnsæt- inu þegar fyrri helmingi deildarkeppninnar er lokið og er sem stendur sjö stigum frá öruggu sæti. Guðjón kvaðst í samtali við opinbera heimasíðu félagsins vera ánægður og stoltur og hlakka mikið til þess krefjandi verkefnis sem fram undan sé. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur til Eng- lands og aftur í starf knattspyrnustjóra. Ég elska England og ég elska enska fótboltann. Ég hlakka mikið til að vinna fyrir Crewe og lít á starf mitt þar sem mikinn heiður og sannkölluð forréttindi,“ segir Guðjón. „Erfið vinna er nú fyrir höndum og nauðsynlegt að allir sem koma að félaginu leggi hart að sér til þess að ná tilsettum árangri. C-deildin er mjög erfið deild og jöfn og eins og staðan er í dag þá er Crewe á vitlausum enda hennar,“ segir Guðjón. Guðjón útilokar ekki að styrkja leikmannahóp Crewe þegar félagsskiptaglugginn verður opnað- ur í janúar en ætlar fyrst og fremst að gera allt sitt til þess að ná sem mestu út úr núverandi leikmannahópi. „Ég þekki mikið af fólki í kringum fótboltann á Englandi og víðar og mun reyna að nota sambönd mín Crewe til fram- dráttar og það er aldrei að vita hvað kemur út úr því. Starf mitt felst þó aðallega í því að hámarka getu núverandi leikmanna félagsins og það er ögrandi áskorun. Unglingastarfið er líka eftir sem áður undirstaða Crewe Alexandra og það er mikilvægt að félagið haldi áfram að framleiða unga og efnilega fótbolta- menn,“ segir Guðjón. Guðjón gerir sér engar grillur um það erfiða verkefni sem nú tekur við en er þó fullur bjartsýni á að góður árangur muni nást. „Bara svo það sé á hreinu, þá er mjög erfitt verkefni fyrir höndum. Í sannleika sagt þá trúi ég því samt að við munum standa uppi sem sigur- vegarar að lokum. Ég er enginn kraftaverkamaður en góður árangur byrjar með aga og metnaði,“ segir Guðjón að lokum. GUÐJÓN ÞÓRÐARSON: TÓK FORMLEGA VIÐ STARFI KNATTSPYRNUSTJÓRA ENSKA C-DEILDARFÉLAGSINS CREWE Í GÆR Ég elska England og ég elska enska fótboltann A-LANDSLIÐIÐ Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson (Bittenfeld) Hreiðar Guðmundsson (Savehof) Útileikmenn: Aron Pálmarsson (FH) Ásgeir Örn Hallgrímsson (GOG) Einar Hólmgeirsson (Grosswallstadt) Ingimundur Ingimundarson (Minden) Logi Geirsson (Lemgo) Ragnar Óskarsson (Dunkerque) Róbert Gunnarsson (Gummersbach) Rúnar Kárason (Fram) Sigurbergur Sveinsson (Haukum) Sturla Ásgeirsson (Dusseldorf) Sverre Jakobsson (HK) Vignir Svavarsson (Lemgo) Þórir Ólafsson (Luebecke) LANDSLIÐIÐ 2012 Markverðir: Ólafur Haukur Gíslason (Valur) Pálmar Pétursson (Valur) Útileikmenn: Arnór Þór Gunnarsson (Valur) Elvar Friðriksson (Valur) Fannar Friðgeirsson (Stjarnan) Freyr Brynjarsson (Haukar) Guðmundur Árni Ólafsson (Selfoss) Hannes Jón Jónsson (Burgdorf) Ingvar Árnason (Valur) Kári Kristján Kristjánsson (Haukar) Oddur Grétarsson (Akureyri) Ólafur Guðmundsson (FH) Sigurgeir Árni Ægisson (HK) Sigurður Ari Stefánsson (Elverum) Sverrir Hermannsson (Víkingur) HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson hefur valið 15 leik- menn til þátttöku í tveimur æfingamótum í byrjun janúar. Minningarmót um Staffan Holmqvist í Svíþjóð annars vegar og æfingamót sem fer fram í Danmörku hins vegar. Þá hefur svokallað „Landslið 2012“ verið valið fyrir þátttöku í 33th Challange George Marrane æfingamótinu í Frakklandi og hefst 8. janúar en þjálfari liðsins er Kristján Halldórsson. Hægt er að sjá báða landsliðs- hópana hér að neðan. - óþ Æfingamót í byrjun janúar: Tvö landslið EKKI MEÐ Guðjón Valur verður fjarri góðu gamni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Barcelona-liðinu eru líklegir til afreka á árinu 2009. Liðið er með tíu stiga forskot á toppi spænsku deildarinnar og er komið í sextán liða úrslit Meist- aradeildarinnar. Eiður Smári hefur fengið tækifæri hjá nýja þjálfara liðsins, Pep Guardiola, og það hefur verið skemmtilegt að sjá Barcelona blómstra eftir tvo harða vetur á undan. „Ég vissi ekki alltaf hvar ég stóð gagnvart Rikjaard og einu vísbendingarnar var það sem ég var að heyra utan af mér og lesa um í blöðunum. Þar var verið að spá hverjir væru á förum og hverjir væru eftir en þar voru menn að spekulera og höfðu kannski ekki mikið fyrir sér í því,“ segir Eiður en hann fékk strax skýr skilaboð frá nýjum þjálfara. Guardiola skilur stöðu leikmanna „Ég var mjög ánægður með fund- inn við Guardiola því hann sagði að hann hefði mikla trú á mér, sagðist sjá hjá mér hæfileika sem hann gæti vel nýtt sér og að ég myndi spila mikið hjá honum en þetta væri bara undir mér komið,“ segir Eiður sem var einnig mjög sáttur við hvernig Guradioala hjálpaði honum við að koma til baka úr meiðslunum. „Það var meiri háttar að vinna sig til baka úr meiðslunum og ná að spila El Clasico-leikinn. Guar- diola henti mér frekar fljótt inn í liðið eftir að ég kom til baka úr meiðslunum og ég held að ég hafi þurft á því að halda. Bæði til að ná dampi aftur og þessu gengi sem ég skildi eftir þegar ég kom í landsleikinn. Við unnum þar stóra sigra þar sem ég skoraði nokkur mörk. Hann hjálpaði mér að kom- ast aftur inn í rytmann strax,“ segir Eiður. Eiður er mjög ánægður með liðsheildina og samvinnuna innan Barcelona á þessu tímabili. „Það er mikil virðing í gangi og menn eiga auðvelt með að samgleðjast þegar vel gengur hjá einhverjum. Við erum með sterkari liðsheild heldur en nokkurn tímann áður,“ segir Eiður og bætir við: „Þegar hugsunarhátturinn er orðinn þannig þá vitum við að í endann á tímabilinu fá allir sitt hrós og það sem stendur eftir eru titlar og sigrar sem allir hafa tekið þátt í,“ segir Eiður sem legg- ur áherslu á að liðið megi ekki halda að þetta sé komið þrátt fyrir gott forskot. „Eftir tvö misjöfn ár þurfum við að einbeita okkur fyrst að því að verða Spánarmeistarar en allt sem kemur með því, hvort sem það er að verða bikarmeistarar eða vinna Meistaradeildina, væri frábær bónus,“ segir Eiður sem líst vel á það að mæta Lyon í Meistaradeildinni. Nennti ekki að mæta Chelsea „Það er fínt að fá Lyon því ef ég segi alveg eins og er þá vildi ég bara sleppa við Chelsea. Ég nennti ekki að mæta gömlu félögunum vegna tengslanna sem ég er enn með. Þetta var voðalega skrýtið fyrsta árið mitt hjá Barcelona að fara þangað aftur. Það var aðeins of snemmt. Ég væri líka alveg til í að fá Liverpool aftur. Þegar er komið svona langt í keppnina þá skiptir eiginlega ekki máli á móti hverjum þú lendir því það eru alltaf frábær lið,“ segir Eiður. Eiður segist vera í mestu sam- bandi við Thierry Henry, telur Lionel Messi vera besta leikmann liðsins en Mexíkómanninn Rafael Márquez þann mikilvægasta. Fínn félagi, Thierry Henry „Ég hef gott samband við flesta leikmenn en Henry er fínn félagi minn. Við könnuðumst við hvor annan síðan í Englandi. Við tölum enskuna og ég hjálpaði honum þegar hann kom til Barcelona. Flestir vita að ég er mjög góður félagi Ronaldinho en hann er nátt- úrlega farinn,“ segir Eiður en líkt og með hann sjálfan þá hefur Henry komið sterkur til baka eftir magurt tímabil á undan. „Það hefur verið blásið pínu lífi í okkur. Þetta eru ekki stórar breytingar en þetta eru smáatriði sem gera það að verkum að út á við lítur þetta út sem mjög stórar breytingar. Ég er alveg sami leik- maðurinn í ár og ég var í fyrra en það eru smáatriði sem hafa komið inn í þetta sem hafa hjálpað manni að finna sitt rétta form aftur,“ segir Eiður sem er ekki í vafa hver sé besti leikmaður Barce- lona. „Það gefur augaleið og besti maðurinn er Messi. Hann er með meiri hæfileika en nokkur annar. Hann getur gefið liðinu svo mikið. Hann dregur menn til sín og opnar svæði fyrir aðra,“ segir Eiður. Það kom hins vegar meira á óvart að sá mikilvægasti er ekki oft mest áberandi leikmaðurinn í liðinu. „Mikilvægasti maðurinn fyrir okkur og maður sem kannski ekki margir taka eftir er Rafael Márqu- ez. Hann er þessi varnarmaður sem kemur spilinu af stað með frábærum sendingum. Hann les leikinn alveg meiri háttar vel. Hann fékk mikla gagnrýni í fyrra en er núna að koma aftur og er farinn að sýna sitt rétta andlit aftur í ár. Hann er liðinu alveg ótrúlega mikilvægur. Ég á líka vingott með Márquez og þótt Mex- íkó sé langt frá Íslandi þá náum við vel saman,“ segir Eiður sem segist ekki hafa spilað með betra liði en Barcelona á þessu tímabili en að Chelsea-liðið á fyrsta árinu hans Mourinho sé á sama stalli. Verður hjá Barcelona til 2010 Fram undan er spennandi og von- andi sigursælt ár hjá besta knatt- spyrnumanni landsins. „Maður gerir sér alveg grein fyrir því að maður verður ekkert endalaust í boltanum. Að vera í liði Barcelona gefur alltaf tæki- færi á því að vinna stóra titla. Maður sér alveg möguleikana á að við vinnum Meistaradeildina en þá þarf alltaf ákveðna heppni. Ég sé fyrir mér að klára samning- inn hjá Barcelona, sem er þetta tímabil og næsta tímabil. Síðan ætla ég bara að skoða þá mögu- leika sem verða fyrir hendi og hvernig ástandið verður á mér þá. Ég ætla að njóta þess að spila knattspyrnu,“ sagði Eiður að lokum. ooj@frettabladid.is Búið að blása smá lífi í okkur Eiður Smári Guðjohnsen segist aldrei hafa spilað með betra liði. Hann vildi helst sleppa við að mæta Chelsea í Meistaradeildinni og segir Mexíkóamanninn Rafael Márquez vera mikilvægastan fyrir Barcelona. ÞRJÚ MÖRK Í ÞRETTÁN LEIKJ- UM Eiður Smári hefur skorað öll þrjú mörk sín á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni en báðar stoðsendingarnar hafa komið í Meistaradeildinni. NORDICPHOTOS/AFP > Íslendingar á HM í Krótatíu Jóhann Ingi Gunnarsson hefur þegið boð Alþjóðahand- boltasambandsins um að koma að undirbúningi dómara fyrir HM í handbolta í Króatíu sem hefst í næsta mánuði. Jóhann Ingi fer ekki einsamall því með í för verður landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sem kemur með nálgun þjálfarans að dómgæslunni. Jóhann Ingi mun sjá um andlega þáttinn. Alþjóðasambandið sóttist eftir hlutlausum aðilum til að sjá um þennan nýja lið sem á að stuðla að betri dómgæslu á stórmótum handboltans. Þeir félagar hafa í framhaldinu ákveðið að hefja saman fyrir- lestraröð fyrir fyrirtæki á Íslandi sem nefnist Árangursrík liðsheild – leiðin að silfrinu þar sem þeir hjálpa starfsmönnum að leita að jákvæðni og lausnum í kreppunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.