Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 36
32 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Á gamlárskvöld flýt- ur kampavín í glösum og margir nota kvöldið sem átyllu til að lyfta sér aðeins upp. Þetta kvöld árið 1914 var gleðskapur með mesta móti í Reykjavík enda vildu menn grípa síðasta tækifær- ið til að súpa guðaveigarn- ar á löglegan hátt áður en bann við áfengissölu skylli á um miðnætti. Efnt var til þjóðaratkvæða- greiðslu um bannlög fyrir Ís- land árið 1908 og fóru kosn- ingarnar fram samhliða alþingiskosningunum í sept- ember. Niðurstaða atkvæða- greiðslunnar varð sú að rúmlega þrír fimmtu, eða um sextíu prósent, vildu áfeng- isbann. Þess ber þó að geta að konur fengu ekki að kjósa enda fengu þær ekki kosn- ingarétt fyrr en síðar. Lögin voru síðan samþykkt á Al- þingi og átti aðflutningsbann að taka gildi 1. janúar 1912 en sölubann 1. janúar 1915. Bannárin á Íslandi stóðu yfir í tuttugu ár. Reyndar var sala léttra vína leyfð aftur árið 1922 en áfengisbannið var síðan afnumið árið 1935. Bjór sem hafði verið leyfður fyrir 1915 var þó ekki leyfð- ur aftur á Íslandi fyrr en árið 1989. ÞETTA GERÐIST: 31. DESEMBER 1914 Ölið teygað áður en bann skall á DONNA SUMMER ER SEXTUG Í DAG. „Guð varð að skapa diskó- tónlist til að ég gæti fæðst og notið velgengni.“ Söngkonan og diskódrottning- in Donna Summer fagnar sex- tugsafmæli í dag. MERKISATBURÐIR 1791 Skólapiltar í Hólavalla- skóla í Reykjavík halda áramótabrennu, þá fyrstu sem skráðar sögur fara af hér á landi. 1879 Uppfinningamaðurinn Thomas Edison sýnir raf- magnsljós sitt í Menlo- garði í New Jersey. 1949 Gamlárskvöld í Reykja- vík er það rólegasta í tugi ára. Það er þakkað því að brennur eru skipulagðar víða um borgina. 1998 Ellefu Evrópulönd segja skilið við gamlan gjald- miðil og taka upp evru. 1999 Boris Jeltsin segir af sér sem forseti Rússlands og Putin tekur við. 1999 Bandaríkin eftirláta Pan- ama yfirráðin yfir Pan- ama-skurði. Áramótabrennur eiga fastan sess í ára- mótahaldi Íslendinga. Jón Bergvins- son, rekstrarfulltrúi hjá Reykjavík- urborg, veit það betur en flestir enda kveikir hann í kvöld í fimmtánda sinn í brennu í Reykjavík. Byrjað var að safna í brennurnar mánudaginn 29. desember en almenn- ingur og jafnvel verktakar gátu komið með timbur í bálköstinn. „Í dag má að- eins koma með hreint timbur,“ segir Jón og upplýsir að miklar breytingar hafi orðið á því síðustu ár hvað leyfi- legt er að brenna. „Fyrst mátti koma með allt nema hjólbarða,“ segir Jón glettinn. Inntur eftir eftirminnilegum eldsmat í gegnum tíðina nefnir hann kassana utan af brennurunum sem fóru í álverið á Grundartanga. Einnig minn- ist hann þess að skip hafi verið brennt á einni brennunni. Þótt Jón vilji ekki giska hvernig timburöflunin gangi í kreppunni er eitt víst að bálið mun brenna glatt á gaml- ársdag enda veðurspáin mun betri en hún var á sama tíma í fyrra. „Þá þurft- um við að fresta áramótunum fram á næsta dag,“ minnist Jón, sem kveikir í brennunni á Ægisíðunni. Þótt það sé ein af stærri brennunum á höfuðborgar- svæðinu er hún ekki stærst. „Ég hugsa að sú á Geirsnefi sé stærst, eða í Guf- unesi.“ Strangar reglur gilda um brennur og er samráð haft við slökkviliðið og eld- varnareftirlitið um íkveikjuna. Fundur er til að mynda haldinn á gamlársdegi til að ákvarða hvort kveikt verði í eða ekki og ræður veður þar miklu. Nokkur viðhöfn er við íkveikju brennunnar en olíubíll sprautar olíu á allar brennurnar fyrir kvöldið svo logi glatt. „Svo notum við smá olíu í start ið enda þarf mikinn hita til að kveikja í,“ segir Jón sem hlakkar til kvöldsins. „Drengurinn blundar alltaf í manni,“ bendir hann á og segist vera skotglað- ur um áramót. „Ég hef mest gaman af litla dótinu,“ segir Jón sem vill hafa mikið að gera og kýs heldur að eiga mikið af smásprengj- um frekar en fáar stórar bombur. Hann tekur fram að ekki sé mælt með að fólk skjóti upp flugeldum á brenn- unni sjálfri og víki vel frá ef kveikt sé í tertum. Jón stússast í brennunni fram yfir miðnætti og er því oft með seinni skip- unum með að skjóta upp. Þótt mikið sé að gera fær hann þó að skreppa örstutt heim um kvöldmatarleytið til að skella í sig hátíðarmatnum áður en hann hugar aftur að brennunni. Um þessi áramót verða tíu brenn- ur í Reykjavík. Þar af eru sjö alfar- ið á vegum borgarinnar. Fjórar brenn- ur verða vel stórar en þær eru við Ægi síðu, Geirsnef, í Gufunesi og við Rauðavatn sem Fylkir sér um. Kveikt verður í borgarbrennunum klukkan 20.30 á gamlárskvöld. solveig@frettabladid.is JÓN BERGVINSSON: KVEIKIR Í BRENNU Í FIMMTÁNDA SINN Drengurinn blundar í manni VÍSIR AÐ BÁLKESTI Jón Bergvinsson við sístækkandi bálköst á Ægisíðu sem hann mun kveikja í í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fæðingum á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði hefur fjölgað mjög í ár. Alls höfðu 72 börn fæðst 30. desember á þessu ári en á sama tíma í fyrra voru þau 47. Þetta er mesti fjöldi barna sem fæðst hefur á Ísafirði frá árinu 1998. Alls fæddust 52 börn í bænum árið 2006 og 53 árið 2005 en 61 árið þar á undan. Frjósemin hefur einnig svifið yfir vötnum í Bolung- arvík en fimmtán bolvískar konur fæddu börn sín þar í ár og því ljóst að frjósemis- gyðjan brosir við Vestfirð- ingum í nú. Sjá www.bb.is. Fæðingum fjölgar á Ísafirði Ekki hafa jafnmörg börn fæðst á Ísafirði frá árinu 1998. 80 ára afmæli Magðalena Hallsdóttir og Guðlaugur Karlsson Skálahlíð, Siglufi rði, senda öllum ætting jum og vinum um land allt innilegar nýársóskir og hjartans þakkir fyrir g jafi r og kveðjur í tilefni 80 ára afmæla okkar á árinu. Guð blessi ykkur öll. Madda og Gulli. 90 ára afmæli Hjörtur Einarsson, fyrrum bóndi í Neðri-Hundadal, Dalasýslu, er 90 ára í dag, gam- lársdag. Hann og Lilja Sveinsdóttir, kona hans, bjóða til kaffi samsætis laugardaginn 10. janúar nk. milli kl. 16.00-19.00 að félagsheimilinu Árbliki, Dalasýslu. Afmælisbarnið afþakkar afmælisg jafi r. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðmunda Oddbjörg Sigurðardóttir Bræðraborgarstíg 5, Reykjavík, sem lést á deild B-4 Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 20. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. janúar kl. 13.00. Halldór S. Aðalsteinsson Guðmundur Kr. Aðalsteinsson María Eydís Jónsdóttir Aðalsteinn R. Aðalsteinsson Bergrós Hilmarsdóttir Sigdóra Jóna Aðalsteinsdóttir Jóhann Guðmundsson Ingibjörg Guðrún Aðalsteinsdóttir Kristín Pálína Aðalsteinsdóttir Reynir Baldursson Halldór Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Pálína Baldvinsdóttir Skarðshlíð 28a, Akureyri, lést sunnudaginn 14. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við Friðriki Ingvarssyni og Sigmundi Sigfússyni, læknum á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri, ásamt öðru starfsfólki sem kom að umönnun hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Anna Lára Þorsteinsdóttir Ragnar Björn Jósepsson Margrét Jónína Þorsteinsdóttir Þorsteinn Baldvin Þorsteinsson Soffía Þórunn Valdimarsdóttir Ásta Laufey Egilsdóttir Sigurður Hallmann Egilsson Þorsteinn Marinó, Daníel Ágúst, Snorri Ágúst, Inga Valdís, og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.