Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 12
12 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR UM ÁRAMÓT Íslendingar verða að auka tekj-ur, fjölga störfum og vinna gegn atvinnuleysi og þeim skaða sem af því hlýst. Lærum af viðbrögð- um í fyrri kreppum hérlendis, þegar norsk-íslenska síldin hvarf af Íslandsmiðum 1968. Aðgerðir stjórnvalda næstu árin tengdust breytingum á fiskiskipaflotanum og endurnýjun fiskvinnsluhúsa. Álverið í Straumsvík efldi atvinnu, einnig störf í flugi og ferðaþjón- ustu. Minnt er á að við eigum ýmis tækifæri sem áður reyndust vel og getum enn þá gripið til þó kreppan sé dýpri og annarar gerð- ar en 1968-1970. Tækifæri eru í nýjum atvinnugreinum, upplýs- ingatækni, afþreyingu, vatnsút- flutningi, líftækni, lyfjafram- leiðslu og heilbrigðistækniþekkinu. Hrein- leiki matvælaframleiðslu land- búnaðar og vaxandi kornrækt er mikilvæg. Ég byrja þessa grein á hvatningu til þess að afla aukinna tekna og efla atvinnumöguleika fólks? Förum þá leið og komumst með minnstum skaða upp úr þeirri djúpu kreppu sem við erum í. Niðurskurðarleiðin Óhugsandi lausn úr þeirri djúpu lægð sem nú er vegna falls bank- anna og fjármálakreppunnar, er að beita eingöngu niðurskurði fjárlaga og minnka þjónustu, eða nýjum sköttum og gjöldum gegn gríðarlegum vanda sem við blasir. Öflum samhliða nýrra tekna, aukum framleiðslu af öllum mætti hvar sem slík tækifæri er að finna. Setjum ekki þjóðina í kreppu sem gæti varað í áratug. Niðurskurðarleiðin ein er ófær með öllu. Auknar og nýjar tekjur gefa tekjur í ríkissjóð, gegnum veltuskatta og tekjuskatta. Nú er alger nauðsyn á viðbrögðum í atvinnumálum á öllum sviðum. Heimila þarf þegar rannsóknir og undirbúning á virkjanasvæðum hvar sem þær virkjanir verða reistar til öflunar raforku. Hvað líður rannsóknarleyfi vegna fyr- irhugaðrar virkjunar Hvalár á Ströndum sem er enn þá fast hjá ráðherra. Vestfirðingar kaupa mikla raforku að frá öðrum lands- hlutum. Þar er þörf á nýrri virkj- un. Tvíeykið ræður öllu Frjálslyndi flokkurinn harmar að ríkisstjórnarflokkarnir sem borið hafa ábyrgð á stjórn landsins í 17 mánuði, skuli ekki hafa sýnt meiri fyrirhyggju en raun ber vitni. Öllum mátti vera ljóst að veru- lega syrti í álinn á síðari hluta árs- ins 2007, rauð ljós loguðu. Afneit- un stjórnarliða var nánast alger. Stjórnarandstöðuflokkarnir reyndu ítrekað að benda á hættur, á varnaðarorð var ekki hlustað. Tvíeykið, þau sem ein ráða rík- isstjórn, virðist hvergi hafa metið stöðuna rétt, og talið að niður- sveifla í efnahagsmálum væri léttvægt viðfangsefni. Um það vitna fjölmörg ummæli forsætis- og utanríkisráðherra á árinu. Áramótagreinar formanna eiga að vera þeim kærkomið tíma- mótatækifæri til að koma boðskap á framfæri við þjóðina. Þá er mik- ilvægt að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, og segja fólki sannleikann. Ég ætla ekki for- mönnum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar svo illt að segja að þeir hafi blekkt þjóðina. Sennileg- ast lifðu þeir í heimi sjálfsblekk- inga eins og margir aðrir lands- menn. Forystufólk í stjórnmálum sem fékk umboð frá þjóðinni til að stjórna, getur ekki lifað í sýndar- veruleika. Efnahagsþróun undan- farinna ára endurspeglaði hvorki styrk né sveigjanleika. Botnlaus skuldasöfnum atvinnuveganna og heimilanna í landinu sýndi veik- lega sem urðu þess valdandi að hagkerfið féll. Fögur orð for- manns „jafnaðarfólks“ fyrir ári síðan um gegnsæi og vandaða upplýsingagjöf hafa í raun reynst andhverfa. Allar götur síðan bankablekkingarleiknum lauk í sumar og á haustdögum hafa mál einkennst af glundroða þar sem einmitt hefur skort á upplýsinga- gjöf og gegnsæi. Ríkisstjórnin hefur vandlega gætt þess að full- trúar þriðjungs þjóðarinnar, stjórnarandstöðunnar, kæmu hvergi nærri ákvarðanatöku um stjórn landsins. Öllum steinum velt við Áramótin marka dapurleg tíma- mót og kollsteypu í efnahagsmál- um. Fyrir ári var vinsælt meðal ráðamanna að ræða góðærið. Við- urkennt er að það var tálsýn og sýndarveruleiki skuldasöfnunar. Veislunni er lokið og fram undan djúp efnahagslægð án for- dæmis í sögu þjóðarinnar, á kom- andi ári. Alþýða landsins mun krefjast skýringa á orsökum kreppunnar. Öllum steinum verð- ur velt við og skoðað hvað fór úrskeiðis. Svona stórslys af mannavöldum má aldrei aftur verða. Bregðast átti við af meiri ein- urð og fyrr en raun varð á. Það voru mistök að skerða aflaheim- ildir í þorski. Þegar nú syrtir í álinn verður að auka þorskaflann, atvinnusköpun og gjaldeyrisöfl- un. Þorskvótinn verði aukinn strax um 90.000 tonn. Nýjustu rannsóknir styðja þá skoðun sjó- manna að auka beri þorskafla- heimildir. Fækka á strax kvóta- bundnum fisktegundum. Loks rennur upp fyrir mörgum sá sann- leikur að íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið með framseljanlegum veiðiheimildum er ekki það dásemdarverk sem stuðnings- menn þess hafa predikað. Sjávar- útvegurinn er ofurskuldsettur. Kvótakerfið, sóunin og peninga- sukkið kringum það, var í raun upphaf þeirrar ógæfu sem þjóðin upplifir. Ábendingar þar um eru fyllilega réttmætar. Hugsum nýtt þegar kemur að sjávarútveginum. Kvótakerfi hafa ekki byggt upp botnfiskstofna. Við í Frjálslynda flokknum gagnrýnum þetta kerfi og höldum uppi vörnum fyrir mannlífi í landinu öllu, með tillög- um til úrbóta. Við höldum því áfram af fullri einurð á nýju ári. Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs árs og friðar. Berum gæfu til samstöðu og samhjálpar til að mæta erfiðum tímum, sem nú fara í hönd. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Nýjar tekjur og atvinna GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON UM ÁRAMÓT Banvæn uppdráttarsýki herj-ar nú á hinn hnattvædda græðgiskapítalisma. Hér á landi eru afleiðingarnar hrikalegar, hrun íslensks efnahagslífs, fjöldaatvinnuleysi, lífskjara- skerðing og gríðarleg skuldsetn- ing komandi kynslóða. Orsak- anna fyrir þessari alvarlegustu kreppu lýðveldissögunnar er að leita í blindri trú ráðandi stjórn- málaafla, viðskiptalífsins og flestra fjölmiðla á nýfrjálshyggj- una, stórfelldum hagstjórnarmis- tökum og loks fólskulegum aðgerðum Breta. Helstu gerend- ur keppast hins vegar við að benda hver á annan og enginn þeirra axlar ábyrð. Hamfarir af manna völdum Ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur lagði í aðalatriðum upp með sömu hægri stefnu og fylgt hefur verið allan valdatíma Sjálfstæðis- flokksins eða í rúm 17 ár. Þrátt fyrir að blikur hafi verið á lofti strax á árunum 2004-2005 anaði þáverandi ríkisstjórn áfram í heimatilbúinni góðærisvímu. Núverandi stjórn steinsvaf á verðinum og ýmist leiddi hjá sér eða leyndi upplýsingum um hvert stefndi allt þangað til að banka- kreppan skall á af fullum þunga í haust. Þá brást hún að lokum við með því að leita eftir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og gangast inn á margvísleg óhag- stæð þvingunarskilyrði. Í ofaná- lag horfði þjóðin upp á algjöra uppgjöf ríkisstjórnarinnar gagn- vart Evrópusambandsþjóðum í samningaviðræðum um ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave-reikn- ingum Landsbankans. Í reynd er ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar engu að bjarga. Hún er að pakka vandanum inn í stór- felldar innlendar og erlendar lán- tökur hverra greiðslur koma til með að rýra mjög lífskjörin á Íslandi, ekki síst á næsta áratug. Skuldir hins opinbera á Íslandi fara á einu ári úr 20-30 af hundr- aði miðað við þjóðartekjur í á annað hundrað prósent. Ef þungi hinnar gríðarlegu fyrirhuguðu lántöku upp á samtals rúmlega 2000 milljarða kr., með vaxta- kostnaði og afborgunum, leggst á að fullu, verður greiðslubyrðin tröllaukin og nær óbærileg fyrir þjóðarbúið. Endurreisn á nýjum grunni Það er risavaxið verkefni að end- urreisa efnahag landsins. Miklu skiptir að þjóðin standi þá saman og við deilum byrðunum á rétt- látan og sanngjarnan hátt. Takist okkur það er verkefnið viðráðan- legt. Og það skal takast. Íslend- ingar búa yfir miklum auðlind- um, ekki aðeins í náttúrunni heldur einnig í þjóðinni sjálfri og því er ástæðulaust að leggja árar í bát. Grunneiningar atvinnulífs- ins geta einnig eflst, ný verð- mætasköpun komið til og ef vel tekst til getur þjóðin snúið sér af krafti að uppbyggingar- og end- urreisnarstarfi þegar á síðari hluta næsta árs. Mikilvægur þáttur í endur- reisnarverkefninu er að kjósa eins fljótt og við verður komið. Hver mánuðurinn er dýr sem líður án þess að ný ríkisstjórn með tiltrú og traust þjóðarinnar komist í verkin. Trausti rúin ríkis- stjórn með þjóðina upp á móti sér mun aldrei leiða okkur í gegnum erfiðleikana. Af þeim sökum eru kosningar nauðsynlegar og óum- flýjanlegar til þess að nýtt Alþingi, ný ríkisstjórn og veruleg endur- nýjun í stjórnmálum, efnahagslífi og lykilstofnunum samfélagsins geti lagt grunn að endurheimtu trausti og þjóðarsamstöðu. Virkjum okkur sjálf Hið nýja Ísland, hið endurmótaða samfélag, þarf að grundvalla á nýrri hugmyndafræði þar sem ólýðræðislegri og blindri gróða- hyggju hefur verið hent á haug- ana. Félagsleg og siðræn gildi hinna norrænu samábyrgu vel- ferðarsamfélaga, sjálfbær þróun og kvenfrelsi eiga þar að vera í öndvegi. Við Vinstri græn höfum fulla og óskoraða trú á baráttu- vilja þjóðarinnar og ekki síst ungu kynslóðarinnar. En til þess að verkefnið heppnist verður að sameina kraftana og virkja alla þjóðina til þátttöku. Hreyfing okkar stendur fyrir hugmynda- fræðilega endurnýjun, trú á þjóð- ina, á möguleika okkar, auðlindir, landgæði og getu til að vinna okkur sjálf út úr erfiðleikunum og á eigin forsendum. Við bjóðum fram okkar aðgerðaáætlun, krafta okkar og liðsmenn sem fjölgar nú dag frá degi. Við munum leggja okkar ítrasta af mörkum til þess að árið 2009 verði ekki aðeins ár erfiðleika, heldur marki líka upphaf breyt- inga og endurreisnar. Höfundur er formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. 2009: Ár erfiðleika, breytinga og endurreisnar STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.