Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 38
34 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þetta er annað óþarfa símtal, á ég að segja mömmu þinni að hringja seinna? Lyftingarnar og hlaupin eru eitt, það sem er verst er apatónlistin sem er spiluð þarna inni! Láttu mig þekkja það! Teknótaktur og skrækar raddir. Hversu heilaskaðaður þarftu að vera til að fíla þetta umhverfi? Um það bil svona? Jess! Þú þekkir þá alla á tóma augnaráðinu! Þú finnur þá í næsta líkams- ræktarsal! Hvað finnst þér? Ég er ánægð með þetta. Fullkomið! Þú ert flott með stutt hár! Og það besta er að þú veist að þú varst að gera góðverk með því að gefa hárið. Já... En það næstbesta er að ég er flott með stutt hár! Þetta var bara flott! Mjög flott. Hafðu þetta! Gerum snjó- karl! Ókei.Hvernig gerum við það? Sko, þið gerið stóran snjó- bolta, meðalstóran snjó- bolta og lítinn snjóbolta... ... síðan setjið þið með- alstóra boltann ofan á þann stóra og þann litla efst... Hmmm... Hvað? Þetta hljómar eins og betra væri að gera þetta á Netinu. Er hægt að fá þetta á geisladiski? Hvern hefði grunað um síðustu áramót að árið 2008 myndu Íslendingar bæði hreppa annað sætið á Ólympíuleikun- um og vera dæmdir hryðjuverkamenn af breskum vinum okkar? Hvort tveggja er eitthvað svo óraunverulegt að maður hefði bara hlegið hefði einhver sagt þetta í sömu setningunni. En svona var það nú samt. Eftir ótrúlega margt jákvætt og gott kom kreppan eins og þungt óveðurský sem lagðist yfir allt, og enn veit enginn hvenær mun létta til. Af þeim sökum þarf maður að hafa sig allan við til að muna allt það góða sem gerðist á árinu og endurupplifa þá atburði í huganum. Það er ótalmargt jákvætt sem einkenndi þetta ár framan af. Ótrúleg gróska í íslensku sjónvarpsefni, íslenskri tónlist, já og svo þegar strákarnir hrepptu silfrið á Ólympíu- leikunum urðum við „stórasta land í heimi!“. En eitthvað fór það svo minnkandi í hugum flestra þegar bankahrunið átti sér stað. Miðað við hvað margt óútreiknanlegt og óviðbúið gerðist á þessu ári, þorir maður engu að spá fyrir um hvað koma skal árið 2009. Vissulega verður það erfitt að svo mörgu leyti að listinn er of langur til að telja upp. Ég neita samt að trúa því að árið fram undan verði alslæmt – eitthvað jákvætt og spennandi hlýtur að gerast þrátt fyrir erfiða tíma. Atburðir haustmánaða mega ekki verða til þess að við gleymum öllu því góða sem gerðist árið 2008 og leyfum okkur að sjá skoplegu hliðina á því yfir skaupinu í kvöld. Útlitið er ekki bara svart – minnumst þess þegar við skjótum upp marglitum flugeldum í kvöld og sprengjum í burt þetta ár sem breytti sögu okkar. Ótrúlegt ár á enda NOKKUR ORÐ Alma Guð- mundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.