Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 6
6 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is GAZA, AP Hamas-samtökin sögðu í gær að opnun landamæra Gaza- svæðisins væri skilyrði þess að samið yrði um vopnahlé við Ísrael. Þrátt fyrir harðar loftárásir Ísraela á svæðið hafa Hamas-liðar þar síð- ustu dagana skotið fleiri og öflugri sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels en nokkru sinni. Fjórir Ísraelar höfðu síðdegis í gær fallið fyrir sprengjuflaugum Palestínumanna síðan árásirnar á Gaza hófust síðastliðinn laugardag. Nærri 400 Palestínumenn hafa hins vegar látið lífið vegna árása Ísra- ela, þar á meðal meira en sex tugir almennra borgara, samkvæmt taln- ingu Sameinuðu þjóðanna. Heilu fjölskyldurnar hafa fallið fyrir sprengjum Ísraela. Eldar loguðu víða í Gazaborg í gær, meðal annars í fimm stjórnar- byggingum sem sprengjum var varpað á þennan fjórða dag árás- anna. Engin leið er að segja til um hve margir liggja lífs eða liðnir undir rústum húsa. Stjórnarbyggingarnar í Gaza voru mannlausar þegar árásirnar í gær voru gerðar og íbúar í næstu húsum höfðu einnig farið að heiman af ótta við yfirvofandi árásir. „Meira en sautján flugskeytum var varpað á mannlausar stjórnar- byggingar, alveg án tillits til íbúa í nágrenninu,“ sagði Ziad Koraz, einn nágrannanna sem hafði forðað sér í tæka tíð, en hús hans skemmdist í árásunum. „Ef einhver hefur fram- ið glæp, þá eiga þeir að draga hann til refsingar en ekki heila þjóð.“ Ísraelskir ráðamenn hafa sagt að árásunum sé ætlað að eyðileggja Hamas-samtökin og koma í veg fyrir sprengjuflaugaárásir þeirra yfir landamærin til Ísraels, en að öðru leyti er óljóst hvað Ísraelar ætlast fyrir. Stutt er í þingkosningar í Ísrael og svo virðist sem stjórnarflokk- arnir óttist að harðlínuflokkur Benjamins Netanyahu geti náð hylli kjósenda. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt árásirnar, sem eru þær mannskæðustu síðan 1967, og hvatt til þess að samið verði um vopnahlé sem fyrst. Athygli vakti í gær að Karel Schwarzenberg, utanríkisráð- herra Tékklands, sem tekur við formennsku í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um þessi áramót, sagðist telja að Ísraelar hafi fullan rétt til að verja sig gegn sprengjuflaugaárásum frá Gaza. gudsteinn@frettabladid.is Opnun landamæra skilyrði vopnahlés Nærri 400 manns, þar af tugir almennra borgara, hafa fallið í loftárásum Ísra- ela á Gaza síðan um helgina. Hamas-samtökin svara með æ fleiri heimagerðum sprengjuflaugum, sem hafa kostað fjóra Ísraela lífið síðustu daga. SYSTUR BORNAR TIL GRAFAR Tvær systur, fjögurra og tólf ára, voru bornar til grafar í gær í bænum Beit Hanoun á Gazasvæðinu, þar sem þær féllu fyrir ísraelskri sprengju. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Bætur slysatrygg- inga almannatrygginga og sjúkradagpen- ingar hækka um áramótin samkvæmt reglugerð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráð- herra sem gefin var út í gær. Samkvæmt reglugerðinni hækka fjárhæð- ir slysatryggingabóta almanna- trygginga um 9,6 prósent frá 1. janúar 2009. Sama máli gegnir um sjúkradagpeninga sem hækka um 9,6 prósent frá áramótum. - hhs Reglugerð heilbrigðisráðherra: Slysabætur hækka í janúar GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON HEILBRIGÐISMÁL Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í gær samning þess efnis að rekstur miðstöðvar heimahjúkrunar höfuðborgar- svæðisins verði fluttur frá ríkinu til borgarinnar. Í tilkynningu frá heilbrigðis- ráðuneytinu kemur fram að með þjónustusamningnum hefjist tilraunaverkefni til þriggja ára sem felst í að reka heimahjúkrun og sameina hana rekstri félags- legrar heimaþjónustu í Reykja- vík. Heildarupphæð samnings um heimahjúkrun til þriggja ára er 2,8 milljarðar króna. - kg Undirritun samnings: Borgin rekur heimahjúkrun Vegna greinar í blaðinu í gær um útskriftar- gjald Skjásbíós, sem hækkar leigða mynd um 250 krónur, vill Friðrik Friðriksson, rekstrarstjóri Stafræns sjónvarps, koma eftirfarandi á framfæri: „Öllum viðskiptavinum Skjásbíós stendur til boða að fá reikninga fyrir þjónustunni með rafrænum hætti og sleppa þar með við útskriftargjaldið. Skjárbíó hvetur fólk til þess að nýta sér þann möguleika, það eina sem þarf er að hringja í 800 7000 og láta breyta reikningum yfir í netreikninga. Okkar mat til þessa hefur verið að óhöndug- legt sé að setja upplýsingar um seðilgjöld og aðra greiðslukosti við valmöguleikann þegar pantað er. En við munum þó skoða það betur.“ Friðrik segir að samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2005 sé Símanum og Skjánum óheimilt að inn- heimta sameiginlega gjöld fyrir annars vegar Sjónvarp Símans og hins vegar Skjábíó. Af því leiðir að reikningarnir verða fleiri en einn. „Í ljósi efnahagsástandsins og þeirrar hagræðingar sem sameig- inleg innheimta felur í sér, bæði fyrir fyrirtækin og neytendur, mun Skjárinn leita eftir því að fá þessu breytt,“ skrifar Friðrik. „Eins og gefur að skilja er það okkar hagur að viðskiptavinir Skjásbíós njóti allra kostanna með þjónust- unni án viðbótargjalda sem koma eftir á.“ Neytendur: Enn um Skjábíó Sleppa má við útskriftargjaldið ■ Júní 1967 Ísrael hertekur í sex daga stríðinu Gazasvæðið, sem áður var undir stjórn Egyptalands. Ísraelar töldu íbúana 360 þúsund, og var um helmingur þeirra flóttamenn frá Ísra- el. Nú eru íbúarnir þar um ein og hálf milljón. Samkvæmt Sameinuðu þjóð- unum er ein milljón þeirra flóttamenn eða afkomendur flóttamanna. ■ Desember 1987 Átök í Jebaliya- flóttamannabúðunum leiða af sér allsherjaruppreisn meðal Palestínu- manna sem stóð til ársins 1993, en þá höfðu átökin kostað meira en 2.000 Palestínumenn og innan við 200 Ísra- ela lífið. Hamas-samtökin eru stofnuð á fyrstu vikum uppreisnarinnar. ■ September 2005 Ísraelsher og 8.500 ísraelskir landtökumenn yfirgefa Gaza- svæðið. Ísrael lætur þó ekki af hendi yfirráð sín yfir lofthelgi, landhelgi við ströndina og landamærastöðvum. ■ Júní 2007 Hamas-samtökin hrekja Fatah-samtökin frá Gazasvæðinu í kjölfar mannskæðra átaka milli þess- ara tveggja helstu fylkinga Palestínu- manna. ■ Júní 2008 Hamas og Ísrael semja um vopnahlé, sem felur í sér að sprengjuflaugaárásum á Ísrael linni gegn því að Ísraelar hætti árásum á Hamas-samtökin og leiðtoga þeirra. ■ Nóvember 2008 Palestínumenn hefja á ný sprengjuflaugaárásir yfir landamærin, í beinu framhaldi af inn- rás Ísraelshers inn á Gazasvæðið. ■ 19. desember 2008 Hamas-sam- tökin segja vopnahléssamkomulag- ið runnið út og verði ekki framlengt vegna brota Ísraela gegn því. ■ 27. desember 2008 Ísraelar hefja loftárásir á Gazasvæðið, þær mann- skæðustu síðan í stríðinu 1967. Strax á fyrsta degi falla meira en 200 Pal- estínumenn. AFSKIPTI ÍSRAELA AF GAZASVÆÐINU EFNAHAGSMÁL Unnið er að varanlegri lausn á málum einstaklinga og fyrirtækja sem eru með húsnæðislán bundin í erlendri mynt. Meðal annars er til skoðunar að skuldbreyta lánum úr erlendri mynt yfir í krónur. Hópur skipaður fulltrúum frá viðskipta-, fjármála- og forsætisráðuneytum, Seðla- banka og Fjármálaeftirliti hefur unnið að þessu að undanförnu. Er niðurstaðna að vænta frá honum á næstu dögum eða vikum. „Frysting erlendra lána var ekki hugsuð til frambúðar,“ segir Jón Þór Sturluson, sem starfar í hópnum fyrir hönd viðskiptaráðu- neytisins. Algengt er að fjármálastofnanir bjóði frystingu lána til fjögurra mánaða. Jón Þór segist búast við því að fjármálastofnanir framlengi slíka samninga, verði lausn ekki fundin áður en tímabili frystingar lýkur. Hann segir allt kapp lagt á að lausn finnist áður en samningarnir renna út. Ekki sé þó hægt að taka ákvörðun um hvaða leið verður farin fyrr en eiginfjárstaða og lausafjár- staða ríkisbankanna liggi ljós fyrir. - hhs Unnið er að varanlegri lausn fyrir þá sem eru með lán í erlendri mynt: Hugsanlega breytt í krónur JÓN ÞÓR STURLUSON VIÐSKIPTI Hópur fjárfesta hyggst hefja viðræður um framtíð Árvak- urs, útgáfufélags Morgunblaðsins, á næstu dögum. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs. Rætt verður við Glitni, við- skiptabanka og stærsta kröfuhafa félagsins. Unnið hefur verið að endurfjármögnun Árvakurs undanfarið og hafa um 20 aðilar sýnt því áhuga. Félagið skuldar ríflega fjóra milljarða. Engin fyrirheit hafa verið gefin um niðurfellingu skulda, segir Einar. Lausafjárstaða Árvakurs er betri en um síðustu áramót og mun starfsfólk fá laun greidd á réttum tíma, segir Einar. - bj Endurskipulagning Árvakurs: Viðræður við Glitni hefjast Ætlar þú að sækja áramóta- brennu á gamlársdag? JÁ 34% NEI 66% SPURNING DAGSINS Í DAG finnst þér 2008 hafa verið gott ár? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.