Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 10
10 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR UM ÁRAMÓT Aðstæður á Íslandi eru um margt óvenjulegar um þess- ar mundir. Margir eiga um sárt að binda vegna atvinnu- og eigna- missis, sumir kvíða framtíðinni og óvissunni sem nú er meiri en oft áður, aðrir eru reiðir og finnst ósanngjarnt að bíða tjón af ein- hverju sem þeir bera enga ábyrgð á. Ég hef skilning á þessum til- finningum og mikla samúð með þeim sem glíma við erfiðleika. Verkefni okkar stjórnmálamanna næstu mánuði og misseri er að draga úr þeim skaða sem orðinn er, bæði fyrir samfélag og ein- staklinga, og byggja atvinnulífið upp á ný. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um að losa um höft og ítök ríkisins í efnahagslífinu og er stoltur af þeim verkum sínum, enda leiddu þau til gífur- legrar uppbyggingar og aukinnar velmegunar þjóðarinnar. Nú mun hann ekki víkja sér undan ábyrgð í uppbyggingarferlinu sem fram undan er. Hann hefur áður gegnt lykilhlutverki á erfiðum tímum og verið í fararbroddi í því að brjótast út úr kreppu. Slíku hlut- verki fylgja óvinsæl verkefni en við sjálfstæðismenn munum láta hagsmuni Íslendinga til lengri tíma ráða ferðinni og þar verður trúin á einstaklinginn, frelsi hans og atvinnulífsins okkar leiðar- ljós. Aðdragandi og ástæður banka- hrunsins rannsökuð ofan í kjölinn Íslenskt efnahagslíf verður harð- ar úti vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu sem nú ríkir í heiminum en efnahagslíf annarra landa vegna þess að bankarnir þrír sem hér fóru í þrot voru nán- ast allt fjármálakerfi landsins og stærð þeirra margföld lands- framleiðslan. Einhver sök liggur eflaust hjá stjórnvöldum og þeim stofnunum sem eftirlitshlutverk hafa með fjármálafyrirtækjum. Það verður allt rannsakað. Sömu- leiðis hvað gerðist í bönkunum og hvers vegna, hvort hægt hefði verði að koma í veg fyrir hrunið og hverjir bera ábyrgð á því. Stjórnvöld hafa á síðustu vikum kynnt ýmsar aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja. Þær fela m.a. í sér að auðvelda fólki að greiða af húsnæðislánum með breyttum reglum Íbúðalánasjóðs og tilmælum til annarra lána- stofnana um frystingu afborgana og vaxta. Aðgerðir í þágu fyrir- tækja fela m.a. í sér að bankaráð- um nýju bankanna er falið að setja sér viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki með það að markmiði að vernda störf og stuðla að áframhaldandi starf- semi lífvænlegra fyrirtækja. Alþingi hefur samþykkt áætl- un stjórnvalda og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins um efnahagslega uppbyggingu og fyrstu skrefin samkvæmt þeirri áætlun hafa þegar verið tekin og gengið vel. Frá því í lok nóvember hefur verði unnið eftir nýjum reglum um gjaldeyrisviðskipti sem eiga að tryggja eðlileg vöruviðskipti en setja fjármagnsflutningum verulegar hömlur. Markmið þeirra er að standa vörð um krón- una með því að koma í veg fyrir flæði gjaldeyris út úr landinu. Hömlunum verður aflétt strax og hægt er. Uppbygging fram undan Þær þrengingar sem fram undan eru verða vonandi ekki langvinn- ar. Útflutningur er orðinn meiri en innflutningur og gjaldeyririnn sem fæst fyrir útflutning mun duga fyrir vöruviðskiptum. Þegar tekist hefur að koma nýju jafn- vægi á gengi krónunnar mun verðbólga ganga hratt niður og þá verða skilyrði til að lækka vexti verulega. Búist er við að verðbólga verði komin niður í 4- 5% í árslok 2009. Í fjárlögum þess árs þurfti að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum frá því sem voru þegar frumvarp til þeirra kom fyrst fram. Við afgreiðslu fjárlaga voru gerðar ráðstafanir til að minnka þann fjárlagahalla sem annars hefði orðið um 60 milljarða króna. Unnið var út frá því grundvallar- viðmiði að sparnaður kæmi sem minnst niður á velferðarkerfinu, menntakerfinu, heilbrigðiskerf- inu og löggæslu en þess í stað var meiri áhersla lögð á að hagræða í rekstri ráðuneyta og stjórnsýslu- stofnana. Óhætt er að binda miklar vonir við íslenskt atvinnulíf. Grund- vallarstoðir þess eru styrkar og sveigjanleikinn mikill. Gríðar- legir möguleikar felast í orku- auðlindum landsins, ferðaþjón- ustan hefur nýtt tækifærin sem felast í lágu gengi krónunnar og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru með þeim fremstu í heimi. Nú er sólargangur farinn að lengjast og myrkrið að hopa. Við horfum til nýs árs með von í brjósti, þess fullviss að með hækkandi sól takist okkur að vinna okkur út úr þeim erfiðleik- um sem að okkur steðja. Verk- efnið er eitt það stærsta sem íslensk þjóð hefur staðið frammi fyrir en með samstilltu átaki mun það takast. Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs árs. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Samstillt átak til uppbyggingar GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.