Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 40
36 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Eitt frægasta og vinsælasta söngverk síðari tíma, órat- órían Messías eftir Händel, verður flutt á hátíðartón- leikum í Hallgrímskirkju á morgun kl. 17 í tilefni af 250 ára dánarafmæli G.F. Händel, sem minnst er um allan heim árið 2009. Tón- leikarnir verða endurteknir laugardaginn 3. janúar kl. 17.00. Það er kammerkórinn Schola cant- orum sem flytur verkið en undir- leik annast Alþjóðlega barokksveit- in í Haag sem hingað er kominn sérstaklega vegna þessa flutnings. Einsöngvarar eru þau Marta Guð- rún Halldórsdóttir sópran, Andrew Radley kontratenór, Gissur Páll Gissurarson tenór og Alex Ash- worth bassi. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Óratórían Messías er eitt mesta stórvirki tónlistarsögunnar og hefur frá frumflutningi verksins árið 1742 átt samfellda sigurgöngu í kirkjulegum og veraldlegum flutningi. Hlutar verksins teljast til ástsælustu tónverka sögunnar, og má þar sérstaklega nefna Hallel- úja-kórinn sem er mörgum kunnur þótt ekki viti allir hvaðan búturinn er svo víða kemur hann fyrir. Tónleikarnir eru framlag List- vinafélags Hallgrímskirkju til heiðurs Händel á afmælisárinu, en þetta er í fyrsta sinn sem Messías er fluttur með upprunalegum hljóðfærum á Íslandi og skýrir það þátt Niðurlendinganna í flutningi verksins en þeir verða hér yfir ára- mótin. Alþjóðlega barokksveitin í Haag kemur nú til Íslands í sjötta sinn en flutningur barokksveitarinnar og Schola cantorum á óratóríunni Ísra- el í Egyptalandi eftir G.F. Händel á Kirkjulistahátíð 2007 hlaut framúr- skarandi viðtökur. Hljómsveitin leikur á barokk-hljóðfæri og gefst áhugamönnum um kirkjulega tón- list og upplyftan trúarhita í verk- inu nú fyrst tækifæri að sjá og heyra slíkan flutning í hljómi sem tónskáldið heyrði fyrir sér. Kórinn er til þess að gera fámennur miðað við kórhefð hér á landi. Hann verður skipaður átján atvinnusöngvurum, jafnmörgum tónlistarmönnum og skipa hljóm- sveitina. Síðast þegar Schola cant- orum og Alþjóðlega barokksveitin í Haag leiddu saman hesta sína var það í óratóríunni Ísrael í Egypta- landi eftir Händel sumarið 2007. Þeir tónleikar voru af mörgum valdir meðal eftirminnilegustu tónleika ársins 2007. Þessir hópar hafa einnig flutt saman Jólaóratór- íu J.S. Bachs í tvígang auk Sálu- messu eftir André Campra, en þeir tónleikar hlutu einnig frábæra dóma. Þetta er í sjötta sinn sem Alþjóð- lega barokksveitin í Haag sækir Íslendinga heim en nokkrir Íslend- ingar spila með henni. Meðlimir hennar hafa jafnframt veitt íslenskum hljóðfæraleikurum til- sögn á barokkhljóðfæri og er sam- starfið við barokksveitina þegar farið að bera ávöxt í íslensku tón- listarlífi, m.a. á Sumartónleikum í Skálholti og í barokkhópnum Nord- ic Affects. Sveitin hleypir þannig nýjum en fornum anda í tónlistar- líf hér á landi og stækkar tónlistar- heim okkar manna, bæði tónlistar- fólks og áheyrenda. Schola cantorum hefur fyrir löngu sannað sig sem einn allra besti sönghópur á Íslandi. Hann hefur einnig hlotið lof í erlendum tónlistartímaritum m.a. fyrir flutn- ing sinn á heildarútgáfu hljóm- sveitarverka Jóns Leifs á vegum BIS-útgáfunnar, ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Þetta er áhættusamt og kostnað- arsamt verkefni fyrir aðstandend- ur í dýpkandi kreppu. Segir tals- maður Listafélagsins að einmitt núna sé þörf fyrir menningarlegt framtak á borð við þetta – að bjóða upp á metnaðarfullan flutning á þessu stórvirki sem lyftir anda og eykur bjartsýni í skammdeginu. pbb@frettabladid.is Messías-óratoría á nýársdag TÓNLIST Scola Cantorum ásamt söngvurum og Alþjóðlegu barokksveitinni við æfingar á mánudag. Hörður stjórnar með sveiflu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Útvarpsleikhúsið hefur brugðið á það ráð að panta leikþætti fyrir útvarp frá Hrafnhildi Hagalín. Kallar hún þættina Einfara en þeir eru samdir sérstaklega fyrir nokkra af elstu og ástsælustu leik- urum þjóðarinnar. Verkin eru um ólíka einstaklinga af eldri kynslóð sem allir eiga það sameiginlegt að vera einir eða ein- angraðir á einn eða annan hátt; ein- búi í afskekktum dal grennslast fyrir um undarlegt hvarf eina nágranna síns, eldri kona sem lát- ist hefur með voveiflegum hætti kallast á við minnislausan eigin- mann sinn meðan ekið er með hana um götur Reykjavíkur, þunglyndur eldri maður í blokkaríbúð í Breið- holti hlustar á nágranna sína fara inn og út meðan hann telur mínút- urnar í eigin lífi, eldri kona kemur aftur í hús þar sem hún ólst upp innilokuð sem barn en þar heyrast raddir ólíkra kynslóða, eldri kona sem lifað hefur viðburðaríka ævi í útlöndum en er sest að ein í sjávar- þorpi fyrir vestan fær heimsókn þekktrar íslenskrar þáttagerðar- konu, eldri maður ákveður að rjúfa fjörutíu ára þögn við elsta og nán- asta vin sinn eftir alvarlegt atvik í nýafstöðnu stúdentsafmæli … Í aðalhlutverkum eru nokkrir af ástsælustu leikurum þjóðarinnar af elstu kynslóð, s.s. Herdís Þor- valdsdóttir, Árni Tryggvason, Steindór Hjörleifsson, Margrét Ólafsdóttir, Bryndís Pétursdóttir og Karl Guðmundsson, sem öll eru komin á níræðisaldur. Auk þeirra taka þau Þóra Friðriksdóttir, Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld þátt í þessari syrpu. Þá bregður fyrir í verkunum úrvali leikara af yngri kynslóðum, Guð- rúnu S. Gísladóttur, Jóhanni Sig- urðarsyni, Arnbjörgu Hlíf Vals- dóttur, Davíð Guðbrandssyni, Arndísi Hrönn Egilsdóttur o.fl. sem og dagskrárgerðarkonunni Evu Maríu Jónsdóttur sem leikur dagskrárgerðarkonu í einu verk- anna. Verkin verða flutt í syrpu á nýju ári og er Hrafnhildur komin hing- að til lands til að leikstýra þáttun- um. Samlestur á verkunum var í gær og þá kom hópurinn saman í Útvarpshúsinu í Efstaleiti. - pbb Öldungadeild ljósvakans LEIKLIST Hópurinn í Efstaleiti í gær. > Ekki missa af … Heimildarmynd Hilmars Oddssonar um Dieter Roth í Ríkissjónvarpinu á nýársdagskvöld kl. 21.20. Árið1957. Fátækur svissneskur listamaður sem vinnur hjá dönsku hönnunarfyrirtæki verður ástfanginn af íslenskri konu sem er við nám í Kaupmannahöfn. Hann ákveður að fylgja henni á enda veraldar og freista þess að koma undir sig fótunum fjarri hringiðu listanna. Þessi maður hét Dieter Roth. Ættlönd hans voru Sviss og Þýskaland, en „heima“ var á Íslandi, hér bjuggu börnin hans og síðar barnabörn, og hér er hann grafinn. Eins og undanfarin sex- tán ár heldur Listvinafé- lag Hallgrímskirkju tón- leika undir yfirskriftinni „Hátíðahljómar við ára- mót“ í dag kl. 17. Í ár leik- ur Björn Steinar Sól- bergsson organisti með trompetleikurunum Ásgeiri H. Steingríms- syni og Eiríki Erni Páls- syni. Á efnisskránni eru verk eftir Scarlatti, Vivaldi, Albinoni, Bach og Pezel. Þessir tónleikar eru einir vinsælustu tónleikar ársins hjá Listvinafélaginu, þegar hátíða- hljómar fylla kirkjuna og koma fólki í hátíðarskap fyrir áramótin. Sumir tónleikagesta kjósa að vera þátttakendur í aftansöngnum sem fylgir í kjölfarið kl. 18. Trompetar, hljóðfæri konunga, og orgel, drottningar hljóðfæranna, eiga sér langa sögu. Á endurreisn- artímanum eða jafnvel fyrr léku trompetleikarar við kirkjulegar athafnir, við inngöngu prestanna og eins undir sálmasöng og í millispil- um með orgelinu. Enn kallar hljóm- ur þessara hljóðfæra fram hughrif sem auðveldlega má tengja hátíð- leika áramóta. Þetta er allt tónlist við hæfi konunga en svo sannarlega líka til að gleðja eyru og sálir nútímamanna. Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Björn Steinar Sólbergsson eru löngu orðnir landsþekktir tónlistarmenn. Ásgeir og Eiríkur leika báðir með Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess að vera virkir í tónlistarlífinu almennt, m.a. með Hljóm- sveit Íslensku óperunnar, Kammersveit Reykjavík- ur og Caput-hópnum. Þá hafa þeir leikið einleik bæði með Sinfóníuhljóm- sveitinni og Kammersveitinni. Þeir hófu báðir tónlistarnám sitt hér á Íslandi en stunduðu framhaldsnám vestanhafs, Ásgeir í New York en Eiríkur í Boston og svo í Los Angel- es. Björn Steinar starfaði sem org- anisti við Akureyrarkirkju í 20 ár, en frá hausti 2006 hefur Björn Steinar verið í starfi organista við Hallgrímskirkju ásamt því að gegna starfi skólastjóra við Tónskóla þjóð- kirkjunnar, þar sem hann kennir jafnframt orgelleik. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis og leikið einleik með Sin- fóníuhljómsveit Íslands, Kammer- hljómsveit Akureyrar, Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Björn Steinar hefur hlot- ið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. - pbb Hátíðahljómar í dag TÓNLIST Björn Steinar organisti fær blásara með sér í dag. HÁTÍÐAHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT 31. DESEMBER GAMLÁRSDAGUR KL. 17 FLYTJENDUR: Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikarar Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari Aðgangseyrir: 2000 MIÐASALA fer fram í Hallgrímskirkju. Sími: 510 1000. listvinafelag.is EFTIR GEORG FRIEDRICH HÄNDEL Hátíðartónleikar á 250 ára ártíð G.F. Händel 1. JANÚAR 2009 NÝÁRSDAGUR KL.17 3. JANÚAR 2009 kl.17 Flytjendur: Schola cantorum, Alþjóðlega Barokksveitin í Den Haag Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran Andrew Radley kontratenór Gissur Páll Gissurarson tenór Alex Ashworth bassi STJÓRNANDI: HÖRÐUR ÁSKELSSON Aðgangseyrir: 4900 og 3500 fyrir skólafók undir 25 ára aldri. MIÐASALA í Hallgrímskirkju, s. 510 1000, Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, s. 528 4200 og á list@hallgrimskirkja.is · listvinafelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.