Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 27
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ÞRJÚ SÖFN verða höfð opin á nýársdag, það er Landnáms- sýningin í Aðalstræti, Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu og Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús við Tryggvagötu. Menningar- þyrstir gestir Reykjavíkur eða íbúar geta því valið á milli sögu- legrar arfleifðar og samtímalistar. Sjá www.visitreykjavik.is. Það er yndislegt að standa uppi á Esjunni þegar nýtt ár gengur í garð en flugeldarnir njóta sín ekki úr þeirri hæð að sögn Ingólfs Guðlaugssonar, framkvæmdastjóra Sea Safari, sem talar af reynslu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það var fullt tungl og heiðríkja og við höfðum því góða birtu alla leið. Gengum í snjó að hluta til og vorum svona hátt í tvo tíma á leið- inni af Kjalarnesinu upp á Ker- hólakambinn.“ Þannig lýsir Ingólfur ferð sinni á Esjuna á gamlárskvöldi fyrir nokkrum árum í fylgd unnust- unnar og núverandi eiginkonu, Rannveigar Pétursdóttur. „Við vorum bara með ástina,“ segir hann hlæjandi þegar hann er spurður um nesti. „Okkur var boðið í mat þetta kvöld svo við vorum vel haldin. En klukkan hálfníu sagði ég: Við höfum ekki meiri tíma til að dvelja hér. Upp úr því drifum við okkur af stað. Það passaði. Við vorum komin upp þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í tólf.“ Aðdragandann að Esjugöng- unni segir Ingólfur hafa verið þann að kvöldið áður hafi hann farið upp í Heiðmörk um hálftíu um kvöldið til að ganga þar um á gönguskíðum. „Mér finnst svo gaman að losna stundum við ljós- mengun þéttbýlisins og njóta þess sem náttúran býður upp á í stað- inn. Þetta kvöld tók ég eftir því hvað Esjan lýstist öll upp í tungls- ljósinu. Þá var sú ákvörðun tekin að nú væri akkúrat birtan til að ganga á hana.“ Inntur eftir upplifuninni af því að standa á Kerhólakambi á ára- mótum svarar hann: „Það var yndislegt. Við höfðum mikið víð- sýni vestur yfir Borgarfjörð og um allt Reykjanesið en flugeld- arnir nutu sín ekki úr þessari hæð. Við vorum komin svo hátt að þeir ljómuðu ekki yfir okkur held- ur litum við niður á þá sem strik sem enduðu í ákveðinni hæð. Kannski mætti líkja því við að horfa niður á ljósateppi. Það sem var þó sérkennilegast og vakti mesta gleði hjá okkur var útsýnið til Grindavíkur. Við sáum ljósin þar blika í skarði milli fjallanna og ótal rauðar sólir stíga þaðan til lofts. Þetta var eins og skær rósa- vöndur í fjarska.“ Ekki kveðst Ingólfur hafa end- urtekið þann leik að ganga á Esjuna á gamlárskvöld en telur víst að einhverjir iðki það þegar vel viðri. „Við heyrðum í fólki á Þverfellshorninu þar sem við stóðum og er þó langt á milli. En svona var lognið,“ lýsir hann. Úlfarsfell, Kjalarnes og fleiri útsýnisstaðir í grenndinni hafa orðið fyrir valinu hjá Ingólfi og frúnni á síðustu gamlárskvöld- um. „Við reynum að koma okkur einhvers staðar vel fyrir og njóta ljósadýrðarinnar,“ segir hann brosandi. gun@frettabladid.is Grindavík sem rósavöndur Rómantískt er að standa með ástinni sinni á brúnum Esjunnar í glampandi tunglsljósi á áramótum. Ingólfur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri hefur prófað það. Sólirnar yfir Grindavík vöktu mesta lukku. Hugaðu að heilsunni á nýju ári Ný námskeið hefjast 5. og 6. janúar Rope yoga Eiðistorgi Skráning hafi n Verð 9.900,- Leitið upplýsinga í síma 895 9016 eða so@hive.is 6. janúar 8. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.