Fréttablaðið - 31.12.2008, Page 27

Fréttablaðið - 31.12.2008, Page 27
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ÞRJÚ SÖFN verða höfð opin á nýársdag, það er Landnáms- sýningin í Aðalstræti, Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu og Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús við Tryggvagötu. Menningar- þyrstir gestir Reykjavíkur eða íbúar geta því valið á milli sögu- legrar arfleifðar og samtímalistar. Sjá www.visitreykjavik.is. Það er yndislegt að standa uppi á Esjunni þegar nýtt ár gengur í garð en flugeldarnir njóta sín ekki úr þeirri hæð að sögn Ingólfs Guðlaugssonar, framkvæmdastjóra Sea Safari, sem talar af reynslu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það var fullt tungl og heiðríkja og við höfðum því góða birtu alla leið. Gengum í snjó að hluta til og vorum svona hátt í tvo tíma á leið- inni af Kjalarnesinu upp á Ker- hólakambinn.“ Þannig lýsir Ingólfur ferð sinni á Esjuna á gamlárskvöldi fyrir nokkrum árum í fylgd unnust- unnar og núverandi eiginkonu, Rannveigar Pétursdóttur. „Við vorum bara með ástina,“ segir hann hlæjandi þegar hann er spurður um nesti. „Okkur var boðið í mat þetta kvöld svo við vorum vel haldin. En klukkan hálfníu sagði ég: Við höfum ekki meiri tíma til að dvelja hér. Upp úr því drifum við okkur af stað. Það passaði. Við vorum komin upp þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í tólf.“ Aðdragandann að Esjugöng- unni segir Ingólfur hafa verið þann að kvöldið áður hafi hann farið upp í Heiðmörk um hálftíu um kvöldið til að ganga þar um á gönguskíðum. „Mér finnst svo gaman að losna stundum við ljós- mengun þéttbýlisins og njóta þess sem náttúran býður upp á í stað- inn. Þetta kvöld tók ég eftir því hvað Esjan lýstist öll upp í tungls- ljósinu. Þá var sú ákvörðun tekin að nú væri akkúrat birtan til að ganga á hana.“ Inntur eftir upplifuninni af því að standa á Kerhólakambi á ára- mótum svarar hann: „Það var yndislegt. Við höfðum mikið víð- sýni vestur yfir Borgarfjörð og um allt Reykjanesið en flugeld- arnir nutu sín ekki úr þessari hæð. Við vorum komin svo hátt að þeir ljómuðu ekki yfir okkur held- ur litum við niður á þá sem strik sem enduðu í ákveðinni hæð. Kannski mætti líkja því við að horfa niður á ljósateppi. Það sem var þó sérkennilegast og vakti mesta gleði hjá okkur var útsýnið til Grindavíkur. Við sáum ljósin þar blika í skarði milli fjallanna og ótal rauðar sólir stíga þaðan til lofts. Þetta var eins og skær rósa- vöndur í fjarska.“ Ekki kveðst Ingólfur hafa end- urtekið þann leik að ganga á Esjuna á gamlárskvöld en telur víst að einhverjir iðki það þegar vel viðri. „Við heyrðum í fólki á Þverfellshorninu þar sem við stóðum og er þó langt á milli. En svona var lognið,“ lýsir hann. Úlfarsfell, Kjalarnes og fleiri útsýnisstaðir í grenndinni hafa orðið fyrir valinu hjá Ingólfi og frúnni á síðustu gamlárskvöld- um. „Við reynum að koma okkur einhvers staðar vel fyrir og njóta ljósadýrðarinnar,“ segir hann brosandi. gun@frettabladid.is Grindavík sem rósavöndur Rómantískt er að standa með ástinni sinni á brúnum Esjunnar í glampandi tunglsljósi á áramótum. Ingólfur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri hefur prófað það. Sólirnar yfir Grindavík vöktu mesta lukku. Hugaðu að heilsunni á nýju ári Ný námskeið hefjast 5. og 6. janúar Rope yoga Eiðistorgi Skráning hafi n Verð 9.900,- Leitið upplýsinga í síma 895 9016 eða so@hive.is 6. janúar 8. janúar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.