Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 42
38 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Árið 2008 var þvílíkt hamfaraár bankaklúðurs og fjármálaógangna að allt annað fellur í skuggann af stjarnfræðilega háum skuldaböggunum. Það sem hefði getað staðið sem frétt ársins í venjulegu árferði – ísbirnir og Suð- urlandsskjálfti – verður að smáfrétt í ljósi hamfara- kreppunnar. Þetta varð því ár fimmtán mínútna frægð- arinnar og þessi eru meðal þeirra sem voru fræg í 15 mínútur árið 2008. 1. Færeyski trúbadorinn Færeyski trúbadorinn Sölva Ford skaust upp á stjörnuhimininn þegar borgarstjóri Ólafur F. Magn- ússon tók sérstöku ástfóstri við hana í Færeyjaferð sinni. Sölva skemmti Reykvíkingum á menn- ingarnótt en þá var Ólafur reynd- ar ekki borgarstjóri lengur. 2. Forvitnilegur Kompásþáttur Kompás dró fram á sjónarsviðið þá Benjamín Þór Þorgrímsson, Benna Ólsara, og Ragnar Magnús- son. Orðræða þeirra á bílastæði var eins og eitthvað upp úr Sódómu Reykjavík en í æsandi lokaþætti sprakk Benni og tók fautalega á Ragnari. Þó klóraði þjóðin sér í kollinum og var ekki alveg viss um hvor væri vondi karlinn. 3. Stjarna í Eurovisionmyndbandi Í þeim 15 mínútna-heimi sem Eur- ovisionkeppnin er áttu fáir betri 15 mínútur en flugþjónninn Draupnir Rúnar sem fór á kostum í myndbandinu við „This is your life“ Eurobandsins. Heimtur urðu sæmilegar í Belgrad, þjóðarstoltið blés aðeins út þegar lagið komst áfram í lokakeppnina, en dróst saman á ný þegar það hafnaði í 14. sæti. 4. Bandið hans Bigga Biggi í Maus átti sínar 15 mínútur þegar Bubbi Morthens tók hann fyrir á víðfrægri síðu sinni í kjöl- farið á meintri niðurlægingar- grein Bigga um Bubba í Monitor. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar komu Bigga til varn- ar, til að mynda Johnny King, Árni Johnsen, Geir Ólafsson og götu- tónlistarmaðurinn Jójó. 5. Ramses vísað úr landi Keníumaðurinn Paul Ramses fékk að kenna á manngæsku Útlend- ingastofnunar sem vísaði honum úr landi frá eiginkonu og nýfædd- um syni. Eftir hörð mótmæli á Íslandi fékk hann að snúa aftur til fjölskyldu sinnar og íslensku bankakreppunnar. 6. Ísbjarnafár Fyrsti ísbjörninn sem hingað rak í áraraðir var skotinn án mikilla andmæla, þau hófust ekki fyrr en eftir á. Því þótti ráð að reyna að ná öðrum birninum lifandi og var Dani með sérstakt búr sendur hingað þeirra erinda. Það tókst ekki heldur þegar björninn – öllum að óvörum – hljóp í sjóinn. Þriðji ísbjörninn fannst svo aldrei, enda kind. 7. Gas! Gas! Gasmenn komu nokkuð við sögu á árinu. Sá sem æpti Gas! Gas! Gas! í Norðlingaholti varð vinsæll um tíma, þótt enginn vissi hvað hann hét. Stuttu áður hafði Gazman í Merzedes Club vakið athygli fyrir þreklegan vöxt og hæfileika til að hreyfa á sér brjóstin. 8. Sögur af andláti stórlega ýktar Tveir fangar á Litla-Hrauni reyndu að gera dánartilkynningar Moggans sér að féþúfu. Annar þeirra, Hákon Rúnar Jónsson, þóttist látinn en hinn stofnaði inn- lánsreikning sem velunnarar áttu að leggja inn á. Fljótlega komst upp um þetta bíræfna plott og ekki er vitað til að nokkur hafi fallið fyrir því. 9. Afdrifarík heimsókn Tarantino „Í sleik á Nasa“ reyndist dýr frétt fyrir Séð og heyrt. Birtingur þurfti að punga út 600.000 krónum vegna Ingu Birnu Dungal sem var allt annað en ánægð með fréttina af henni, vinkonu hennar, Birgittu Ingu Birgisdóttur og Quentin Tarantino. Sérstaklega var Inga ósátt við að mynd af Myspace- síðu hennar hefði verið birt í tímaritinu. 10. Eyþór Morthens Bubbi Morthens valdi úrvalssöngvara í Band- ið hans Bubba. Harla lítið hefur heyrst frá sigurvegaranum, Dalvíkingnum Eyþóri Inga, eftir að hann sigraði en hann fékk þó alla- vega þrjár mill- ur að launum. Það er líka nægur tími til að láta til sín taka enda er Eyþór bara 19 ára. ÁR 15 MÍNÚTNA FRÆGÐARINNAR Skilti ársins „Helvítis fokking fokk!“. Upptökumaður ársins DV blaða- maðurinn Jón Bjarki Magnússon. Myndbandagerðarmaður ársins Jón Gerard Sullenberger. Dagbókarskrifari ársins Matthías Johannessen. Sumarbústaðareigandi ársins Sigurður Einarsson. Vörumerki ársins Range Rover. Mæðgin ársins Nornin og mótmælandinn. Dansarar ársins Konurnar í „Lífsblóm- inu“. Námsmaður ársins Gísli Marteinn Baldursson. Palestínumaður ársins Sturla Jónsson. Snjókastari ársins Guðjón Heiðar Valgarðsson. Nýyrði ársins Aðgerðapakki. Fugl ársins Plastálft Moggans. Versti titill ársins „Þvagleggskon- an“. Skápur ársins Skáp- urinn sem Annþór fannst í. Fokking borgarstjóri ársins Ólafur F. Magnússon. Undarlegasta blanda ársins Megas og Toyota. Starfskraft- ur ársins Lára Ómarsdóttir. Veðurfyrirbæri ársins Lánalínu- frost. Pulsur ársins Þyrlupulsurnar í Baulu. Málvilla ársins „Stórasta“. Fálkaorða ársins Fálkaorða Kjart- ans í Sigur Rós – hvers eiga hinir að gjalda? Tala ársins Milljarðar. Í mínus. ALLT HITT ÁRSINS 5 3 2 4 6 8 7 10 91 > VIRÐIR LÍKAMA SINN Söngkonan Christina Aguilera segist bera meiri virðingu fyrir lík- ama sínum eftir að hún eignað- ist sitt fyrsta barn, Max Liron. „Ég ber meiri virðingu fyrir kvenlíkamanum eftir að hafa gengið í gegnum þetta. Ég á enn þá eftir að losna við nokkur kíló en ætla bráðum að fara að æfa mig og boxa. Ég ætla samt ekki að tapa mér alveg í æfing- unum,“ sagði Aguilera. Eurobandið sigraði í tveimur flokkum á árlegri Eur- o vision-verðlaunahátíð hjá Eurovis ion-aðdáendasíðunni esctoday.com. Þau Friðrik Ómar og Regína Ósk hrepptu titilinn besta tví- eykið og besta hljómsveit- in en This is My life var valið fjórða besta lagið á hátíðinni. Eurobandið var ansi nálægt sigri í tveimur flokkum en það fékk annað sætið í flokknum besta hefð- bundna Europop-lagið og fyrir besta myndbandið. Úkr- aínska söngkonan Ani Lorak var hins vegar efst í flestum flokkum en hún var meðal annars kjörin best klæddi flytjandinn, átti besta lagið og myndbandið hennar við Shady Lady þótti best. Íslendingar máttu þola enn einn ósigurinn fyrir hinni sænsku Charlotte sem hlaut fyrsta sætið í flokknum besta hefðbundna europop-lagið. Eurobandið getur engu að síður vel við unað, tveir sigr- ar og sjö tilnefningar. Það- hlaut jafnframt þriðja sætið í flokknum frammistaða árs- ins og ljóst að bandið hefur sungið sig inn í hug og hjörtu Eurovision-nörda. Eurobandið hyggst nýta sér þessar vinsældir sínar og ætlar að spila á þremur Eur- ovision-stöðum í Evrópu á nýju ári. Þá er hljómsveitin í hljóðveri um þessar mundir og er að taka upp nýja plötu þar sem finna má margar af helstu Eurovision-perlum sögunnar. - fgg Eurobandið hlaut tvenn verðlaun TVEIR SIGRAR Eurobandið hafði sigur í tveimur flokkum og hreppti þar að auki bæði silfur og brons í öðrum flokkum. SIGURSÆL Úkraínska söngkonan Ani Lorak heillaði Eurovision- aðdáendur upp úr skónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.