Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 54
50 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA LÁRÉTT 2. bjálfi, 6. í röð, 8. sæ, 9. kerald, 11. utan, 12. ketilbumbur, 14. krakka, 16. ambátt, 17. rönd, 18. gubb, 20. eldsneyti, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. mannvíg, 3. klaki, 4. lögtak, 5. uppistaða, 7. kot, 10. keyra, 13. dýra- hljóð, 15. skeifa, 16. persónufornafn, 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. fífl, 6. rs, 8. sjó, 9. áma, 11. án, 12. pákur, 14. barns, 16. þý, 17. rák, 18. æla, 20. mó, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. dráp, 3. ís, 4. fjárnám, 5. lón, 7. smábýli, 10. aka, 13. urr, 15. skór, 16. þær, 19. at. Ólafur Hannesson, sextán ára Hafnfirðingur, hefur sótt um tíu milljóna króna styrk frá Kvik- myndastöð Íslands um að leik- stýra sinni fyrstu bíómynd í fullri lengd. Nefnist hún Laxdal og er glæpamynd, byggð á hans eigin handriti. Ólafur hefur sótt leiklistará- fanga í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og eftir að hafa fengið góð viðbrögð frá kennara sínum við handritinu ákvað hann að sækja um styrkinn. „Það fjallar um tvo bræður. Annar er fyrrver- andi dópisti en hinn er reyndar voðalega „plain“,“ segir Ólafur um handritið. „Myndin byrjar á því að þeir eru að halda upp á að hann sé hættur í öllu rugli. Svo kemur það í ljós að hann á eftir að borga eina skuld og fær tækifæri til að redda dópi í staðinn fyrir að borga skuldina.“ Verði myndin að veruleika verð- ur hún unnin í samvinnu við fram- leiðandann Pegasus. „Svo er að bíða og vona það besta um að fá þennan styrk,“ segir Ólafur og er að vonum spenntur. „Ef ég fæ styrkinn verð ég vonandi kominn með einhverja „professional“ leik- ara í myndina. Það verður alveg frábært.“ Leikstjórarnir Baltasar Kor- mák ur og Steven Spielberg eru í mestu uppáhaldi hjá Ólafi og von- ast hann til að feta í fótspor þeirra í framtíðinni. Nefnir hann Mýrina og Reykjavík Rotterdam sem uppáhalds íslensku myndirnar sínar. Eins og Spielberg hóf Ólafur feril sinn á stuttmyndagerð og einnig eiga þeir það sameiginlegt að leika aldrei í myndum sínum. „Ég vil leggja allt mitt í að gera myndina góða,“ segir hann ákveð- inn og vonast til að hefja tökur á Laxdal 5. maí, eða um leið og skólafríið hefst. - fb Leikstýrir bíómynd sextán ára UNGUR OG EFNILEGUR Ólafur Hannes- son vonast til að leikstýra sinni fyrstu bíómynd í fullri lengd á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Mér finnst ofboðslega erfitt að sjá mína elskulegu eyju í slíkum sárum sem hún er í dag,“ segir Friðrik Weisshappel, kaffihúsaeig- andi í Danmörku. Hann var einn 24 einstakl- inga sem voru fengnir til að flytja nýársávarp fyrir heimasíðu danska ríkisútvarpsins, dr.dk. Gestum síðunnar gefst svo tækifæri á að kjósa besta nýársávarpið og Friðrik er langefstur í kjörinu með 22 prósent atkvæða. „Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvernig mitt nafn kom upp hjá útvarpi Danaveldis. Ég fékk bara þetta símtal og sagði já strax, enda langaði mig að koma frá mér alls konar hlutum,“ segir Friðrik. Hann talar skiljanlega um ástandið í heimalandinu, sem hann segir í ávarpinu að blæði út eins og særðu dýri sem berst fyrir lífi sínu. Hann segir einnig að Íslendingar vilji nýtt samfélag sem ekki stýrist af Mammoni, og að vel sé hægt að reisa landið við. „Ég er mjög einlægur þarna, ég ákvað að opna mig bara algjörlega,“ segir Friðrik, sem talar einnig um Irmu dóttur sína sem fæddist á árinu. „Ræðan fléttaðist inn í minn daglega veruleika.“ Hann segir dótturina vera að taka sín fyrstu skref. Þau taki hún í heimi sem hann trúi að verði betri eftir fjármálakrepp- una, sem muni vonandi kenna okkur að peningar skipti engu máli ef við týnum hjarta okkar í leitinni að þeim. Þá segist Friðrik hafa grátið af gleði þegar Barack Obama var kjörinn forseti, og vonar að mörg tækifæri verði til að gráta af gleði á árinu 2009. - þeb Frikki slær í gegn í danska ríkisútvarpinu FRIÐRIK WEISSHAPPEL Flutti nýársávarp fyrir danska ríkisútvarpið og var þar meðal annars í félagsskap þjóð- þekktra Dana. „Hæstiréttur staðfesti að við eigum landið saman,“ segir Sigurður Hreinsson, bóndi á Miðhrauni II á Snæfellsnesi. Hann og kona hans, Bryndís Hulda Guðmundsdóttir, unnu nýverið mál gegn nágranna sínum, Ólafi Ólafssyni, sem gjarn- an er kenndur við Samskip. Hæstiréttur staðfesti dóm sem féll í undirrétti sem kveður á um sameign á fjalllandi Miðhrauns. Þeim dómi áfrýjaði Ólafur og bættu þá Sigurður og Bryndís, með fulltingi lögmanns síns, Ragnars Aðalsteinssonar, því inn í kröfu- gerð að Ólafi bæri að greiða máls- kostnað. Þeim hjónum til óvæntrar ánægju féllst Hæstiréttur á þá kröfu. „Þetta hefur kostað okkur mikla peninga. En Ólafur áfrýjaði – ekki við. Við höfðum enga sérstaka trú á að fá kostnað greiddan. Í því skjóli hafa auðmenn skákað. Notað sér kjarkleysi dómstóla sem sjaldnast láta menn borga fyrir vitleysuna. En við fengum óvænt 1,8 milljónir. Við vorum búin að segja að ef þetta málskostnaðarákvæði félli okkur í vil ætluðum við að láta það fé renna til góðs málstaðar. Og urðum að standa við það.“ Hjónin gáfu féð til mæðrastyrksnefndar. Sigurður segir ekki veita af því nú á þessum síðustu og verstu enda hafi þessir auðmenn skilið eftir sviðna jörð. Allt frá því Ólafur keypti Mið- hraun á Snæfellsnesi fyrir um sjö árum, þar sem er tvíbýli, hafa ill- deilur verið milli ábúenda og svo Ólafs sem reisti sumarhús sem stendur skammt frá bæ Sigurðar og Bryndísar, deilur sem hafa kom- ist í fréttir, meðal annars þegar Ólafur flaug þyrlu sinni yfir bæinn þegar verið var að ferma son hjónanna. Sigurður telur Ólaf vilja flæma þau af jörðinni, bæði með hótunum sem og boðum um að kaupa. Á ýmsu hefur gengið en þessi tilteknu mál sem í var dæmt nú hafa tekið fimm ár fyrir dómstól- um. „Aðalmálið er um sameignina á fjalllandi og hitt snýst um rækt- un okkar á örfoka mel. Lögbanns- mál sem við unnum einnig. Um þessar deilur má skrifa heila bók. Tilbúningur og della vegna þess að hann hefur viljað sölsa undir sig jörðina eins og aðrir auðmenn sem hér hafa leikið lausum hala lands- mönnum til mikillar bölvunar,“ segir Sigurður. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Ólafi vegna málsins en fékk þær upplýsingar hjá Samskipum, þar sem Ólafur er stjórnarformaður, að hann væri í fríi yfir hátíð- arnar og dveldi erlend- is nú um stundir. jakob@frettabladid.is SIGURÐUR HREINSSON: ÓLAFUR VILL SÖLSA UNDIR SIG LANDIÐ Milljóna sekt auðkýfings til mæðrastyrksnefndar ÞYRLA ÓLAFS VIÐ MÆLIFELL I Nágrannar Ólafs, Sigurður og Bryndís, eru sannfærðir um að eilífar nágrannaerjur spretti af því að Ólafur vilji sölsa undir sig jörðina alla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÓLAFUR KENNDUR VIÐ SAMSKIP Hann var dæmdur til að greiða máls- kostnað hjónanna, tæpar tvær milljónir, sem þau svo létu renna til mæðrastyrksnefndar. SIGURÐUR HREINSSON Hrósar nú sigri í margra ára mála- ferlum gegn Ólafi Ólafssyni í Samskip- um. Breytingar verða á Íslandi í dag á Stöð 2 nú um áramótin. Mannamál Sigmndar Ernis og Markaður Björns Inga sam- einast þættinum sem hér eftir verður unnin í nánara samstarfi við fréttastofu Stöðvar 2. Þar að auki hafa verið gerðar mannabreyt- ingar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hætta þau Sigur- laug Margrét Jónasdóttir, Oddur Ástráðsson og Sölvi Tryggvason. Í staðinn hefur verið ráðin Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem síðast starfaði sem ritstjóri Skessuhorns á Akranesi. Raddir heyrast í kampakátum bókaútgefendum en í bóksölu fyrir þessi jólin féllu ýmis met. Arnald- ur Indriðason var konungurinn sem oft fyrr, slær met en hann rambar á barmi þess að brjóta 30 þúsunda seldra eintaka múrinn. Metupplag var prent- að af bók hans og fór Vaka Helgafell í aðra prentun bókar hans. Þá er Einar Kárason kátur en hann hefur aldrei selt bók í viðlíka upplagi og nú en hann fór yfir tíu þúsund seld eintök með sinn Ofsa. Einar hlaut að auki verðlaun bókabúðafólks fyrir bókina sem og Gullmiðann en hin Íslensku bók- menntaverðlaun verða afhent eftir um mánuð á Bessastöðum og spá margir því að Einar hljóti hnossið að þessu sinni. - hdm, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Eftirminni- legast fyrir mér er þegar Stúdentaráð braut á bak aftur upptöku skólagjalda í opinberum háskólum í vor og sögulegt samstarf námsmanna- hreyfinga sem varð til á árinu. Einnig aukið fjármagn til HÍ á vorönn svo hægt sé að mennta þá þjóðþegna sem þess óska, eftir baráttu við yfirvaldið. Sam- skipti og orðaskipti sem sanna að þrýstiafl SHÍ undir stjórn Röskvu virkar.“ Björg Magnúsdóttir, formaður Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.