Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 28
 31. desember 2008 MIÐ- VIKUDAGUR 2 Waterford-kristalskúlan sem hringir inn nýja árið í New York var til sýnis í versl- un Macy‘s í borginni. NORDICPHOTOS/GETTY Áramótagleðin á Times-torgi er ein sú mesta í heiminum. Mikill mannfjöldi safnast saman á Times-torgi í New York á áramót- unum og skemmtir sér og syngur. Eina mínútu fyrir miðnætti byrjar stærðar hnöttur úr Waterford-krist- al, sem vegur nánast hálft tonn, að síga niður stöng á toppi byggingar- innar One Times Square. Staðnæm- ist kristalskúlan á miðnætti við mikinn fögnuð nærstaddra. Þessum atburði er sjónvarpað um allan heim og er fyrirmynd sams konar hefða víða um Bandaríkin. Kúlan var til sýnis í verslun Macy‘s á Herald Square í nóvem- ber. Kúlan er búin til úr 672 krist- alsþríhyrningum og þemað er „Let there be light“ eða Verði ljós. - sg Áramót á torgi tímans Sjósund er orðin vinsæl íþrótt. Á morgun ætlar hópur fólks að fagna nýju ári í Nauthólsvík og er búist við að hátt í 80 manns taki sundsprett. Haft verður opið á Ylströndinni í Nauthólsvík á nýársdag milli klukkan 11 og 13, annað árið í röð. Árni Jónsson, deildarstjóri í úti- vistarmiðstöð Nauthólsvíkur, býst við góðri mætingu. Hann telur lík- legt að nýárssundið, sem á sér ára- langa hefð, verði það fjölmenn- asta í ár frá upphafi. „Ég á von á 60 til 80 manns í sjó- inn á morgun en sá hópur sem hefur verið að stunda sjósund hefur stækkað mikið á undanförn- um mánuðum,“ segir Árni. Í kring- um 30 manns syntu að staðaldri í sjónum í hverri viku í fyrra en sá fjöldi hefur margfaldast í haust. „Nú koma að lágmarki 50 manns á mánudögum og 130 manns á mið- vikudögum en þá erum við með opið bæði í hádeginu og á kvöldin. Sjórinn er um 2 til 3 gráður núna og fór einu sinni í mínus 1,7 í fyrra, þá var ansi kalt. Við brýnum fyrir byrjendum að fara mjög varlega. Fara ekki langt út og vera ekki lengi í sjónum í einu.“ Ástæðuna fyrir þessari fjölgun sjósundgarpa segir Árni geta verið tíðarandann. Fólk leiti í það sem kostar ekkert. „Hér er opið í búningsklefana og í pottinn og ekki rukkað fyrir. Sjósundið er jafnvel orðið fjölskyldusport. Fólk kemur með krakkana, sem eru þá í heita pottinum meðan foreldr- arnir og afar og ömmur fara í sjó- inn.“ - rat Nýju ári fagnað í sjó Vinsældir sjósunds hafa aukist mikið í haust. Búist er við fjölmenni í nýárssundið á morgun. MYND/ÁRNI JÓNSSON PARTÍHATTAR lífga upp á áramótapartíið. Hattarnir eru alveg tilvaldir til þess að draga úr stífleika í áramótaveislum landsmanna, því það er nær ómögulegt að taka sjálfan sig hátíðlega þegar maður skartar fjólu- bláum og keilulaga glanshatti á höfðinu. Getur þú hugsað þér jólin án rafmagns? www.rarik.is Brátt fer daginn að lengja á ný og við fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól. Við hjá RARIK viljum þakka ykkur fyrir viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og sendum bestu óskir um gleðileg jól og heillarríkt komandi ár Gleðilega hátíð! Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.