Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 4
4 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra segist ekki sjá að álit umboðsmanns Alþingis gefi sér ástæðu til að segja af sér emb- ætti. Umboðsmaður sagði í áliti sínu í gær að annmarkar hefðu verið á undirbúningi, ákvörðun og máls- meðferð Árna, þegar hann, sem settur dómsmálaráðherra, skipaði Þorstein Davíðsson í embætti hér- aðsdómara. Björn Bjarnason hafði vikið sæti fyrir Árna vegna þess að Þorsteinn var fyrrverandi aðstoðarmaður hans. Þorsteinn hafði verið metinn hæfur af dómnefnd, en þrír aðrir mjög hæfir. Árni sagðist ósam- mála nefndinni. Umsögn hennar væri á ýmsan hátt ófullkomin, til dæmis hefði ekki verið tekið fullt tillit til reynslu Þorsteins, svo sem úr starfi hans sem aðstoðarmaður Björns. Umboðsmaður telur að fyrst svo hafi verið hefði Árni átt að fara eftir rannsóknarreglu stjórnsýslu- laga og óska eftir nýrri, betri umsögn. Árni ætlar að fara yfir álitið betur með lögfræðingum sínum en sagðist í fljótu bragði sjá ákveð- in nýmæli í því um samskipti skip- anda við umsagnaraðila. „Að skipunaraðilinn geti sent umsagnir til baka, ef hann er ósátt- ur við þær, það gæti vel verið að það yrði eitthvað sem stjórnsýslan þyrfti að taka til skoðunar,“ segir hann. Spurður hvort ekki hafi legið fyrir að hann gæti fengið nýja umsögn á sínum tíma, segir Árni: „Nei, það eru engin ákvæði um að ráðherra beri að gera það.“ Hins vegar sé ávallt álitamál „hvenær sá sem skipar telur sig hafa nægar upplýsingar til að geta myndað sér skoðun,“ segir Árni. Um samanburð Árna milli umsækjenda segir í álitinu að ekk- ert liggi fyrir um slíkan saman- burð; hvorki hver hann hafi verið né um niðurstöðu hans. Einnig gerði umboðsmaður athugasemdir við að Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra hefði ekki vikið sæti fyrr í ferlinu, í sam- ræmi við reglur stjórnsýslulaga. Björn segir það vera álitaefni, hvenær beri að víkja: „Ég gerði það, þegar málið kom á mitt borð eftir að umsagnarferli lauk. Ég taldi það rétta tímann, umboðs- maður hefur aðra skoðun og er gagnlegt að fá leiðbeiningu hans í því efni.“ Spurður hvort þetta þýði að Björn telji sig á einhvern hátt hafa átt að fara öðruvísi að, segir hann: „Nei. Leiðbeiningar eru ekki aftur- virkar.“ klemens@frettabladid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Ríkisráðsfundur í dag Ríkisráð Íslands fundar á Bessastöð- um klukkan 10.30 í dag en slíkur fundur er hefðbundinn á gamlársdag. Ríkisráð skipa allir ráðherrar ríkis- stjórnarinnar auk forseta Íslands sem jafnframt er forseti ríkisráðsins. Á fundinum eru meðal annars staðfest frumvörp sem samþykkt hafa verið á Alþingi. STJÓRNMÁL STJÓRNMÁL Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi utanríkisráð- herra, viðraði endurkomu í stjórnmál og mögulega stofnun nýrrar stjórn- málahreyfingar í viðtali á Útvarpi Sögu í gærmorgun. Jón Baldvin ræddi meðal annars um efnahagshrunið og sagði að nú þyrfti að byggja nýtt þjóðfélag upp úr rústunum. Spurður hvort það þýddi endurkomu hans í stjórnmál svaraði Jón Baldvin að öllum rynni blóðið til skyldunnar. „Hver einasti einstaklingur sem blóðdropi er í af réttlætiskennd á að vera til þjónustu reiðubúinn. Ég er bara einn af þeim.“ Spyrillinn sló því föstu að þetta merkti að nýr flokkur væri í burðarliðnum. Þegar Fréttablaðið spurði Jón Baldvin í gær hvort hann hygðist stofna nýja stjórnmálahreyfingu svaraði hann. „Það er ekkert tilefni til þess enn.“ - bs Jón Baldvin Hannibalsson: Viðraði endur- komu í pólitík JÓN BALDVIN HANNIBALSSON VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 15° 2° 3° 0° 0° 1° 1° 5° 2° 1° 21° 5° 7° 22° -5° 2° 10° -1° ÁRAMÓTASPÁIN í kvöld kl. 00.00 1 1 0 0 -3 -2 -4 1 0 3 -6 16 6 4 3 2 1 5 1 4 6 5 4 3 1 -3 -5 4 5 2 34 NÝÁRSDAGUR 5-13 m/s stífastur syðst. FÖSTUDAGUR 8-13 m/s suðvestan til annars mun hægari GLEÐILEGT ÁR Nú þegar fyrir liggur að áramótaveðrið verði almennt gott, eins og kortið sýnir er tilvalið að rýna í veð- urlagsspár og sjá hvað bíður okkar á nýju ári. Helst er að sjá að hitastigið verði í með- allagi sem er út af fyrir sig tíðindi. Á hinn bóginn má sjá að líkur á úrkomu á sunn- an og vestanverðu landinu eru meiri en í meðalári. Að lokum óska ég lesendum árs og friðar á nýju ári. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur TAÍLAND, AP Mótmælendur í Taílandi létu af umsátri sínu um utanríkisráðuneyti landsins í gær eftir að Abhasit Vejjajiva forsætisráðherra hafði flutt stefnuræðu sína. Hann sagðist ætla að endur- reisa efnahagslíf landsins, lægja öldur pólitískra deilna og bæta ímynd landsins út á við. Abhasit tók við völdum skömmu fyrir jól, eftir að tveir forverar hans höfðu hrakist úr embætti í haust vegna fjöldamót- mæla. Mótmælendurnir nú segja langvinn mótmæli óþörf, svo fremi sem þeir geti komið skoðunum sínum á framfæri. - gb Hlé á mótmælum í Taílandi: Abhasit hyggst lægja öldurnar MÓTMÆLENDUR Gerðu hlé á aðgerðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BELGÍA, AP Herman van Rompuy, forseti neðri deildar Belgíu- þings, hefur tekið við af Yves Leterme sem forsætisráðherra landsins. Ráðherraskipan nýju ríkis- stjórnarinnar er að mestu eins og í ríkisstjórn Letermes, en þó hverfur Joe Vanderheusen dómsmálaráðherra einnig úr stjórninni ásamt Leterme. Leterme og Vanderheusen sögðu af sér skömmu fyrir jól vegna ásakana um að þeir hefðu reynt að hafa áhrif á málaferli sem risu út af aðgerðum stjórnarinnar til björgunar Fortis-banka. - gb Ný ríkisstjórn í Belgíu: Ráðherraskipan að mestu eins Palin orðin amma Bristol Palin, átján ára gömul dóttir Söruh Palin, fyrrverandi varaforseta- efnis Repúblikanaflokksins í Banda- ríkjunum, hefur eignast son. BANDARÍKIN MÓTMÆLI Fleiri en þrjú hundruð mótmælendur mættu á Lækjartorg í gær og mótmæltu ódæðisverkum Ísraelsmanna á Gazasvæðinu. Þeirra á meðal var palestínska flóttafólkið sem kom til landsins í september og settist að á Akranesi. Segja má að flóttakona ein hafi stolið senunni þegar hún skaust óvænt í ræðustól og hvatti gesti til vopna gegn innrásarher Ísraels. Vel var tekið undir ræðu hennar. „Við krefjumst þess að ofbeldið verði stöðvað og umsvifalaust … og við krefjumst þess að samskiptum við Ísraelsstjórn verði slitið þar til hún lætur af stefnu sinni! Heyrist þetta ekki örugglega inn í Stjórnar- ráðið?“ spurði Ögmundur Jónasson þingmaður. Málið þyldi enga bið, enda væri bið í þessu máli ban- væn. Þá mælti séra Örn Bárður Jóns- son og sagðist boða gleðileg jól með hryggð í huga. Hann velti því upp hvort herfileg mistök hefðu verið gerð þegar stuðlað var að stofnun Ísraelsríkis. Séra Örn krefst þess að „stjórnvöld geri eitthvað afgerandi, sem ísraelsk stjórnvöld skilja“. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, var fundar- stjóri og tók undir með fyrrnefnd- um ræðumönnum: „Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld beiti sér af meiri hörku í málinu og slíti samskiptum við Ísraels- menn.“ - kóþ Fjöldi fólks mótmælti verkum Ísraelsstjórnar, þar á meðal flóttafólkið á Akranesi: Sambandi við Ísrael verði slitið FRÁ MÓTMÆLUNUM Góð stemning myndaðist á Lækjartorgi í gær, sem var þétt skipað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJARAMÁL Bankaráð Seðlabankans hefur samþykkt að lækka laun bankastjóra um 15 prósent frá og með 1. janúar næstkomandi. Er þetta gert með vísan til breyting- ar á lögum um kjararáð sem gerðar voru á dögunum. Ákvörðunin gildir til loka árs 2009. Eftir breytinguna verður Davíð Oddson, formaður banka- stjórnar með 1.293.953 krónur á mánuði og þeir Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason með 1.198.1005 krónur. Seðlabanki Íslands : Laun banka- stjóra lækkuð Miklir annmarkar á skipan héraðsdómara Árni M. Mathiesen segist ekki sjá ástæðu til að segja af sér vegna álits umboðs- manns Alþingis. En álitið kunni að skapa fordæmi fyrir framtíðarskipanir. Björn Bjarnason var einnig gagnrýndur, hann segir leiðbeiningarnar gagnlegar. UMDEILD RÁÐNING Ráðning Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara hefur verið umdeild. Þrír voru taldir hæfari af dómnefnd. Einnig hefur verið litið til þess að hann er sonur Davíðs Oddssonar, fyrr- verandi forsætisráðherra. GENGIÐ 30.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,2919 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,46 121,04 174,88 175,74 171,01 171,97 22,949 23,083 17,29 17,392 15,643 15,735 1,3373 1,3451 186,57 187,69 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.