Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 8
8 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fyrir nokkrum árum tóku ýmsir auglýsendur upp á undarlegum sið. Þeir sendu mönnum bréf sem hófst á orðinu „Bravo“ með heimsstyrjaldar- letri og enn stærra upphrópun- armerki á eftir, og síðan kom tilkynning um að viðkomandi hefði unnið mikinn happdrættis- vinning, einhverja svimháa tölu. En það fylgdi með að menn þyrftu að bregðast snarlega við og senda svar til baka ef þeir vildu höndla happið. Allt var þetta vitanlega blekking, ef bréfið var lesið mjög vandlega, einkum og sér í lagi örsmáa letrið, kom í ljós að þetta voru einungis „undanúrslit“ ef svo má segja, síðan átti nefnilega að draga úr þeim sem dregnir hefðu verið í þessum fyrsta drætti – og hefðu svarað; þetta var sem sé sýnd veiði og alls ekki gefin. Þessar upplýsingar voru stundum svo vel faldar að þær sáust ekki; ég lá einu sinni lengi yfir slíku bréfi sem mér var sent og gat ekki fundið annað en að ég hefði í raun og veru hreppt þennan mikla vinning. Þó var enginn vafi á að svo var ekki, öllum í húsinu hafði verið sent sama bréfið. Tilgangurinn með þessu virtist vera sá að fá lista yfir menn sem væru ginnkeyptir fyrir slíkum brellum og nota hann til að senda þeim alls kyns auglýsing- ar eða kannske selja listann öðrum auglýsendum. Í einu bréfi af þessu tagi, sem póstlagt hafði verið til mín á Spáni, var ég reyndar beðinn um að senda upplýsingar um mína banka- reikninga svo hægt væri að leggja vinninginn inn á þá, og var þá ekki hægt að efast um það til hvers leikurinn væri gerður. Svo er að sjá að flestir hafi tekið þessu skrumi með jafnað- argeði og ekki látið blekkjast. En þó eru til sögur um fólk sem trúði því að það hefði í alvöru hlotið þennan glæsilega vinning og myndi brátt standa með báðar hendur fullar fjár. Einhverjir þeirra munu hafa viljað taka út forskot á sæluna, farið að lifa í flottheitum og steypt sér í skuldir með kaupum á rándýrum glæsivarning. Vöknuðu þeir svo við illan draum, þegar happ- drættispeningarnir leystust upp í ekkert. Svo er að sjá, að ýmsir Íslendingar – og reyndar ekki einungis þeir – séu nú í svipaðri stöðu og þeir sem héldu að þessi vinningur hefði fallið þeim í skaut. Það eru menn sem trúðu á fagurgala frjálshyggjunnar, þeir sem ímynduðu sér að um leið og frjálshyggjupúkanum væri sleppt úr flöskunni yrðu allir steinríkir, og fóru að lifa eftir því. Það eru menn sem spenntu bogann sífellt hærra og fjár- mögnuðu það með lánum hérlendis, þangað til bólan sprakk allt í einu, líkt og hnattlíkanið í höndum Chaplins. Frjálshyggjan reyndist engu betri en upplognar tilkynningar um vinninga, og við þeim blasti ekki annað en að sökkva á bólakaf í endalaust skuldadíki. En það eru einnig menn sem bjuggu við lítil efni og vonuðust til að með þessu móti gætu þeir orðið vel bjargálna. Menn hlógu að grunnhyggni þeirra sem lögðu trúnað á einhverja bleðla, sem auðvelt var að sjá, þrátt fyrir allt, að voru ekki annað en ómerkilegt auglýsingaskrum. En að þeim sem létu blekkjast af frjáls- hyggjunni er ekki hlæjandi, því þeir voru leiksoppar sterkari afla en kenningaklambur einhverra hugmyndafræðinga gat nokkurn tíma orðið eitt og sér. Það var annað og meira sem þrýsti á. Reynslan hefur nú sýnt rækilega, að þegar hugmyndum frjálshyggjumanna er hrundið í framkvæmd og efnahags- og þjóðfélagslífið mótað eftir þeim, fer bilið milli ríkra og fátækra að aukast mjög mikið, annars vegar kemur upp fámenn stétt olígarka og ofurauðkýfinga, hins vegar fjölgar þeim mjög sem búa við örbirgð, og kjör milli- stéttarmanna versna, þeir fara smám saman að síga niður á við, í áttina til fátæktar. Þannig minnkar kaupmátturinn til muna. Þetta er að sjálfsögðu reseft upp á kreppu, því þegar kaupmátturinn rýrnar, dregst öll neysla saman, menn kaupa æ minna af því sem kapítalistar framleiða, flytja inn og falbjóða, og jafnframt er vaxandi hætta á að óánægja blossi upp meðal almennings. Ekki síst þegar hann sér veldi einhverra ólígarka á flestum sviðum, óhófsneyslu fáeinna manna og skynjar þannig þá hyldýpisgjá sem er að myndast í þjóðfélag- inu. Til að bægja þessari kreppu burt, eða öllu heldur slá henni á frest, þekkir frjálshyggjan aðeins eina leið, „að flýja fram á við“ eins og sagt er á frönsku, að fá menn til að taka í sífellu lán til að fjármagna stöðugt meiri neyslu í þeirri blekkingu að með þeirri auðlegð sem frjálshyggjan lofar verði hægt að endurgreina allar skuldir. Með þessu móti var einnig hægt að koma í veg fyrir að óánægja breiddist út. Það voru því ekki fáeinir frjáls- hyggjupostular sem boðuðu þessa stefnu, allt kerfið byggðist á henni, og því varð að beita öllum hugsanlegum þrýstingi á menn svo þeir féllu í þennan farveg, fá þá til að taka lán til að halda hringekjunni gangandi. Því var ekki að undrast þótt margir létu blekkjast af fagur- galanum, hvað áttu þeir annað að gera? Nánast allir sungu með í kórnum nema fáeinar hjáróma raddir sem enginn tók mark á. En flótti fram á við getur aldrei endað nema á einn veg. Fyrr eða síðar hrynur allt. Og hrunið verður því meira sem flóttinn hefur verið lengri. Eftir sitja menn í vondum málum, þeim er refsað fyrir glæp sem þeir áttu enga sök á. Þennan vanda þarf að leysa eins og hægt er, en ekki er síður brýnt að loka drísildjöf- ul frjálshyggjunnar aftur inni í flöskunni. Það yrði stærsti vinningurinn. Vinningurinn EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Frjálshyggjan Fjórir kjörnir – níu á fundum Í borgarstjórn sitja fimmtán borgar- fulltrúar. Á árinu sem er að líða var haldinn 21 borgarstjórnarfundur. F-listi á einn kjörinn fulltrúa í borg- arstjórn en Ólafur F. Magnússon og Margrét Sverrisdóttir sátu fundi fyrir hann. Kjörnir fulltrúar Vinstri grænna eru tveir en fjórir sátu borgarstjórnar- fundi fyrir VG: Svandís Svavarsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson, Sóley Tóm- asdóttir og Hermann Valsson. Björn Ingi Hrafnsson, Óskar Bergsson og Marsibil J. Sæmunds- dóttir sátu fundi fyrir Framsóknarflokkinn sem á einn mann í borgarstjórn. Fjórir kjörnir – tíu á fundum Samfylkingin fékk fjóra menn kjörna í borgarstjórn í síðustu kosningum. Alls sátu tíu manns borgarstjórnar- fundi fyrir Samfylkinguna á árinu: Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelms- dóttir, Oddný Sturludóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Dofri Hermannsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Falasteen Abu Libdeh, Stefán Benediktsson og Guðrún Erla Geirsdóttir. Sjö kjörnir – fjórtán á fundum Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn eru sjö. Alls sátu fjórtán manns fundi borgarstjórnar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á árinu sem er að líða: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjáns- dóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdótt- ir, Ragnar Sær Ragnarsson, Áslaug Friðriksdóttir, Bolli Thoroddsen, Elín- björg Magnúsdóttir, Björn Gíslason og Kristján Guðmundsson. Sem sagt, alls tóku 33 sæti á fundum borgarstjórnar á árinu sem er að líða. bergsteinn@frettabladid.is Nánast allir sungu með í kórn- um nema fáeinar hjáróma raddir sem enginn tók mark á. En flótti fram á við getur aldrei endað nema á einn veg. Fyrr eða síðar hrynur allt. Og hrunið verður því meira sem flóttinn hefur verið lengri. Auglýsingasími – Mest lesið Veljum íslenskt M eginverkefni ársins handan við hornið hverfast um tvö leiðarminni. Annars vegar afdráttarlaust uppgjör við það sem fór úrskeiðis og hins vegar um lausnir á þeim tilvistarvanda sem þjóðin er komin í. Hvernig til tekst í þessum efnum mun ráða úrslitum um hversu djúp og löng kreppan verður. Vissulega eru óvissir tímar fram undan. Enn er flest eins og hulið dimmri þoku. Það eina sem við vitum fyrir víst er að þegar henni léttir mun blasa við gjörbreytt landslag og miklir erfiðleikar. Um það efast enginn. Umræðan í haust hefur mikið til snúist um möguleg afbrot innan viðskiptalífsins og bankanna. Það er ekki ólíklegt að það komi í ljós að einhverjir, sem voru í daglegum návistum við mikla peninga, hafi brotið lög í aðdraganda hrunsins. Þeim þarf að refsa. Hitt liggur þó fyrir að mesta tjón samfélagsins er ekki vegna mögulegra lögbrota heldur vegna viðskipta, sem fóru fram fyrir opnum tjöldum, innan ramma laga og reglna og menn voru beinlínis hylltir fyrir. Icesave-reikningar Landsbankans tróna þar fremstir í flokki. Þeir sem innleiddu hugmyndafræðina og kerfið sem skóp þessar aðstæður brutu hins vegar engin lög og verða ekki settir bak við lás og slá. Það þarf að láta þá gjalda fyrir gjörðir sínar á annan hátt. Eins og viðskiptalífið þurfa stjórnmálaflokkarnir því að ganga í gegnum hreinsunareldinn. Eftirspurnin eftir slíku uppgjöri er knýjandi og henni þarf að mæta. Þegar fram í sækir skiptir þó enn meira máli að svara eftirspurninni eftir lausnum og vísa leiðina til framtíðar. Nú reynir á stjórnmálamenn landsins að fara að standa undir nafni og axla þau hlutverk sem þeir voru kosnir til: Að stjórna og veita leiðsögn. Þeir brugðust þegar mest á reyndi. Sumir eiga sér ekki uppreisnar von, eru of innvígðir og innmúraðir í það kerfi sem orsakaði hrunið, en aðrir hafa enn tækifæri til að bæta ráð sitt. Á slíkum tímum er nauðsynlegt að hafa í huga að þjóðin hefur að töluverðu leyti í eigin höndum hvernig spilast úr stöðunni. Það er rétt að flestum líður örugglega eins og þeir hafi verið dregnir óspurðir af stað í skelfilega óvissuferð án möguleika á því að snúa aftur. En þegar mesta sjokkið og reiðin yfir þeim trakteringum er að baki, mun fólkið í landinu væntanlega átta sig á því að það hefur raunverulegt val um hvort það ætli að sitja áfram sem aðgerðalausir farþegar undir stjórn þeirra sem buðu í ferðina, eða taka til eigin ráða. Mikilvægt er að muna að allar forsendur breyttust hinn 6. október, daginn sem neyðarlögin voru sett. Það er til dæmis ekki Geirs eða Ingibjargar að ákveða hvort verði kosið í vor. Ef þjóðin vill kosningar þá getur hún auðveldlega knúið þær fram. Engin ríkisstjórn stendur af sér samtakamátt fjöldans ef þolinmæði hans þrýtur. Samtakamáttur fjöldans: Ár uppgjörs og lausna JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.