Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 14
14 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR UM ÁRAMÓT Árið sem nú er að líða verður lengi í minnum haft. Banka- hrunið á eftir að móta þjóðfélag okkar næstu árin. Fram undan eru erfiðleikar í rekstri heimila og fyrirtækja, skerðing á opin- berri þjónustu og gríðarleg skuldasöfnun ríkisins. Við sem erum á besta aldri höfum ekki fyrr séð jafnerfiða stöðu í efnahagslífinu. En það er ástæðulaust og gagnslaust að vera með bölmóð og svartsýni. Þrátt fyrir allt er framtíðin full af spennandi tækifærum. Við þurfum að vinna okkur í gegnum þessa erfiðleika. Það getum við gert á fáum árum. Ég trúi því að þá munum við standa sterkari eftir og getum haldið áfram að byggja hér upp samfélag í fremstu röð. Fyrsta verkefnið er að endur- reisa traust í samfélaginu. Þar skiptir miklu máli að aðdragandi hrunsins verði rannsakaður með gagnsæjum og trúverðugum hætti. Þjóðin á rétt á því að öllum spurningum verði svarað og ekk- ert undan dregið. II Það er vont að vita til þess að rík- isstjórnin og ýmsar mikilvægar stofnanir í samfélaginu eru ekki trúverðugar – hvorki í augum almennings í landinu né alþjóða- samfélagsins. Undanfarnar vikur hefur hik og ráðleysi einkennt ríkisstjórnina og mikilvægur tími hefur farið til spillis. Enn er ekki nema að litlu leyti búið að upplýsa það hvað gerðist á stjórnarheimilinu í aðdraganda hrunsins. Miðað við yfirlýsingar seðlabankastjóra hafði ríkis- stjórnin sterkar vísbendingar um að hrun væri yfirvofandi en þær vísbendingar voru hunsaðar. Það er nauðsynlegt að hreinsa loftið af þessum alvarlegu ásökunum. Þjóðin finnur að það skortir trausta forystu úr forsætisráðu- neytinu. Almenningur er farinn að draga í efa að ríkisstjórnin ráði við verkefnið. Það skortir traust og heilindi í samstarf Sam- fylkingarinnar og Sjálfstæðis- flokksins, og nú kemur það ríkis- stjórninni að engu gagni að hún styðst við stærri þingmeirihluta en nokkur önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. III Það er langt síðan ég fór að tala fyrir því að við Íslendingar leit- uðum leiða til að skipta um gjald- miðil. Eins og fleiri hafði ég áhyggjur af því að það væri of áhættusamt að halda úti minnsta sjálfstæða gjaldmiðli heims og treysta honum til að fljóta eins og korktappa á stórsjó hins alþjóð- lega fjármálaheims. Nú er komið á daginn að þær áhyggjur voru á rökum reistar – því miður. Nú í janúar heldur Framsókn- arflokkurinn flokksþing og tekin verður afstaða til spurningarinn- ar um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Í dag er það enn þá skýrara en áður, að mínu mati, að rétt er að við látum á það reyna hvaða kostir bjóðast í aðildarvið- ræðum við ESB. Að sjálfsögðu þurfum við að fá tryggingu fyrir innlendum yfirráðum yfir auð- lindum okkar og undirbúa okkur vandlega fyrir aðildarviðræður. Við framsóknarmenn höfum lagt góðan grunn að undirbúningnum í okkar flokksstarfi mörg undan- farin ár. Margir hafa áhyggjur af full- veldi okkar og þjóðlegum gildum ef við göngum inn í Evrópusam- bandið. Gömlu gildin eru mikið til umræðu núna og það er vel. Gömul gildi þýða hins vegar ekki að við eigum að hverfa til fortíð- ar. Við eigum frekar að byggja á því sem vel hefur tekist og nýta þá reynslu til framsækinnar upp- byggingar. Ísland er eitt þeirra landa sem vegna legu sinnar er háð samskiptum við aðrar þjóðir. Fyrir okkur felast meiri tækifæri í því að auka slík samskipti en í því að loka landinu og hverfa til búskaparhátta fortíðarinnar. Eins og staðan er núna er afskaplega mikilvægt fyrir okkur að auka útflutning á okkar góðu framleiðsluvörum og skapa verð- mæti og gjaldeyri. Á sama hátt er mikilvægt að íslenskir neytendur geti keypt innfluttar vörur án þess að þurfa að greiða óhófleg gjöld og að íslensk atvinnufyrir- tæki þurfi ekki að borga of hátt verð fyrir aðföng til fjárfesting- ar eða framleiðslu. IV Á flokksþingi okkar framsóknar- manna 16.-18. janúar verður kosin ný forysta fyrir Framsókn- arflokkinn. Fjöldi öflugra ein- staklinga gefur kost á sér í því kjöri og það er mikið gleðiefni. Mikilvægt er að þessu ágæta fólki takist að snúa bökum saman eftir að niðurstaða liggur fyrir og vinna sameiginlega að því fyrir flokkinn að snúa vörn í sókn. Það er mikilvægt að Framsóknar- flokkurinn komi að því uppbygg- ingarstarfi sem fram undan er í íslensku samfélagi. Ég finn það á mörgum að þeir sakna þess að hafa ekki Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Fólk veit að fram- sóknarmenn leggja höfuðáherslu á að byggja upp og tryggja atvinnu í landinu. Því miður tala fáir fyrir þeim sjónarmiðum í þessari ríkisstjórn. Vonandi verð- ur breyting þar á sem fyrst. Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka ánægjuleg kynni og samskipti á árinu sem er að líða. Höfundur er formaður Framsókn- arflokksins. Öllum spurningum verði svarað VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Afgreiðslutími útibúa 2. janúar 13 - 16 Ráðgjafa- og þjónustuver 410 4000 2. janúar 13 - 16 3. janúar (laugardagur) 11 - 16 Starfsfólk Landsbankans óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegs nýs árs og bjartrar framtíðar. Það er opið hjá okkur föstudaginn 2. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.