Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.12.2008, Blaðsíða 20
20 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR SILFURHAFARNIR Landsmenn fylltu stræti miðborgarinnar og hylltu handboltalandsliðið við heimkomuna frá Peking. Silfur á Ólympíuleikum er stórkostlegt afrek. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MEISTARA MINNST Vinir Bobbys Fischer efndu til kyrrðarstundar við gröf hans í mars. Fischer lést í janúar og var jarðsunginn í Laugardælakirkjugarði. Meðal þeirra sem voru við kyrrðarstundina voru stórmeistararnir Boris Spasskí, Vlastimil Hort og Friðrik Ólafsson. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Nokkur einstök augnablik Margs er að minnast á árinu 2008 þótt flest falli það í skugga efnahagshrunsins mikla og afleiðinga þess. Eitt mesta fréttaár í manna minnum er að baki en enginn veit hvað nýtt ár mun bera í skauti sér. VELFERÐ OG ÖRYGGI var yfirskrift málefnasamningsins sem sjálfstæðis- menn og Ólafur F. Magnússon gerðu í janúarlok. Hvað sem líður velferðinni var öryggið ekki mikið. Meirihlutinn starfaði í sjö mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GAS GAS GAS Allt fór í hund og kött þegar vörubílstjórar mótmæltu háum olíuskatti og ýmsu öðru í apríl. Um myndina þarf ekki að hafa fleiri orð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UPPHAFIÐ AÐ ENDALOKUNUM Lárus Welding og Davíð Oddsson greindu frá yfirtöku ríkisins á bróðurparti hlutafjár í Glitni að morgni síðasta mánudagsins í september. Viku síðar voru allir viðskiptabankarnir komnir á opinbert forræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MÓTMÆLT Hópur fólks lét í ljós andúð sína á meðferð yfirvalda á máli Paul Ramses sem vísað var úr landi á árinu. Eftir nokkurra vikna dvöl í flóttamanna- búðum á Ítalíu fékk hann að snúa aftur til landsins. Sonurinn Fidel Smári og eiginkonan Rosemary fylgdust með. M yndir segja meira en mörg orð og dæmin hér á opnunni eru til marks um það. Myndirnar veita, hver með sínum hætti, svolitla innsýn í það sem gerðist á árinu. Brúnaþungir karlar í jakkafötum, glöð þjóð að taka á móti íþróttahetjum, barn sem saknar föður síns og menn á flótta undan ísbirni eru aðeins brot af öllu því sem ljósmyndarar Fréttablaðsins sáu í gegnum linsurnar sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.