Fréttablaðið - 31.12.2008, Síða 20

Fréttablaðið - 31.12.2008, Síða 20
20 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR SILFURHAFARNIR Landsmenn fylltu stræti miðborgarinnar og hylltu handboltalandsliðið við heimkomuna frá Peking. Silfur á Ólympíuleikum er stórkostlegt afrek. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MEISTARA MINNST Vinir Bobbys Fischer efndu til kyrrðarstundar við gröf hans í mars. Fischer lést í janúar og var jarðsunginn í Laugardælakirkjugarði. Meðal þeirra sem voru við kyrrðarstundina voru stórmeistararnir Boris Spasskí, Vlastimil Hort og Friðrik Ólafsson. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Nokkur einstök augnablik Margs er að minnast á árinu 2008 þótt flest falli það í skugga efnahagshrunsins mikla og afleiðinga þess. Eitt mesta fréttaár í manna minnum er að baki en enginn veit hvað nýtt ár mun bera í skauti sér. VELFERÐ OG ÖRYGGI var yfirskrift málefnasamningsins sem sjálfstæðis- menn og Ólafur F. Magnússon gerðu í janúarlok. Hvað sem líður velferðinni var öryggið ekki mikið. Meirihlutinn starfaði í sjö mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GAS GAS GAS Allt fór í hund og kött þegar vörubílstjórar mótmæltu háum olíuskatti og ýmsu öðru í apríl. Um myndina þarf ekki að hafa fleiri orð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UPPHAFIÐ AÐ ENDALOKUNUM Lárus Welding og Davíð Oddsson greindu frá yfirtöku ríkisins á bróðurparti hlutafjár í Glitni að morgni síðasta mánudagsins í september. Viku síðar voru allir viðskiptabankarnir komnir á opinbert forræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MÓTMÆLT Hópur fólks lét í ljós andúð sína á meðferð yfirvalda á máli Paul Ramses sem vísað var úr landi á árinu. Eftir nokkurra vikna dvöl í flóttamanna- búðum á Ítalíu fékk hann að snúa aftur til landsins. Sonurinn Fidel Smári og eiginkonan Rosemary fylgdust með. M yndir segja meira en mörg orð og dæmin hér á opnunni eru til marks um það. Myndirnar veita, hver með sínum hætti, svolitla innsýn í það sem gerðist á árinu. Brúnaþungir karlar í jakkafötum, glöð þjóð að taka á móti íþróttahetjum, barn sem saknar föður síns og menn á flótta undan ísbirni eru aðeins brot af öllu því sem ljósmyndarar Fréttablaðsins sáu í gegnum linsurnar sínar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.