Fréttablaðið - 31.12.2008, Side 28

Fréttablaðið - 31.12.2008, Side 28
 31. desember 2008 MIÐ- VIKUDAGUR 2 Waterford-kristalskúlan sem hringir inn nýja árið í New York var til sýnis í versl- un Macy‘s í borginni. NORDICPHOTOS/GETTY Áramótagleðin á Times-torgi er ein sú mesta í heiminum. Mikill mannfjöldi safnast saman á Times-torgi í New York á áramót- unum og skemmtir sér og syngur. Eina mínútu fyrir miðnætti byrjar stærðar hnöttur úr Waterford-krist- al, sem vegur nánast hálft tonn, að síga niður stöng á toppi byggingar- innar One Times Square. Staðnæm- ist kristalskúlan á miðnætti við mikinn fögnuð nærstaddra. Þessum atburði er sjónvarpað um allan heim og er fyrirmynd sams konar hefða víða um Bandaríkin. Kúlan var til sýnis í verslun Macy‘s á Herald Square í nóvem- ber. Kúlan er búin til úr 672 krist- alsþríhyrningum og þemað er „Let there be light“ eða Verði ljós. - sg Áramót á torgi tímans Sjósund er orðin vinsæl íþrótt. Á morgun ætlar hópur fólks að fagna nýju ári í Nauthólsvík og er búist við að hátt í 80 manns taki sundsprett. Haft verður opið á Ylströndinni í Nauthólsvík á nýársdag milli klukkan 11 og 13, annað árið í röð. Árni Jónsson, deildarstjóri í úti- vistarmiðstöð Nauthólsvíkur, býst við góðri mætingu. Hann telur lík- legt að nýárssundið, sem á sér ára- langa hefð, verði það fjölmenn- asta í ár frá upphafi. „Ég á von á 60 til 80 manns í sjó- inn á morgun en sá hópur sem hefur verið að stunda sjósund hefur stækkað mikið á undanförn- um mánuðum,“ segir Árni. Í kring- um 30 manns syntu að staðaldri í sjónum í hverri viku í fyrra en sá fjöldi hefur margfaldast í haust. „Nú koma að lágmarki 50 manns á mánudögum og 130 manns á mið- vikudögum en þá erum við með opið bæði í hádeginu og á kvöldin. Sjórinn er um 2 til 3 gráður núna og fór einu sinni í mínus 1,7 í fyrra, þá var ansi kalt. Við brýnum fyrir byrjendum að fara mjög varlega. Fara ekki langt út og vera ekki lengi í sjónum í einu.“ Ástæðuna fyrir þessari fjölgun sjósundgarpa segir Árni geta verið tíðarandann. Fólk leiti í það sem kostar ekkert. „Hér er opið í búningsklefana og í pottinn og ekki rukkað fyrir. Sjósundið er jafnvel orðið fjölskyldusport. Fólk kemur með krakkana, sem eru þá í heita pottinum meðan foreldr- arnir og afar og ömmur fara í sjó- inn.“ - rat Nýju ári fagnað í sjó Vinsældir sjósunds hafa aukist mikið í haust. Búist er við fjölmenni í nýárssundið á morgun. MYND/ÁRNI JÓNSSON PARTÍHATTAR lífga upp á áramótapartíið. Hattarnir eru alveg tilvaldir til þess að draga úr stífleika í áramótaveislum landsmanna, því það er nær ómögulegt að taka sjálfan sig hátíðlega þegar maður skartar fjólu- bláum og keilulaga glanshatti á höfðinu. Getur þú hugsað þér jólin án rafmagns? www.rarik.is Brátt fer daginn að lengja á ný og við fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól. Við hjá RARIK viljum þakka ykkur fyrir viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og sendum bestu óskir um gleðileg jól og heillarríkt komandi ár Gleðilega hátíð! Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.